Vísir - 08.07.1975, Side 2

Vísir - 08.07.1975, Side 2
visntsm-- Langar yður í skemmti- siglingu? Lárus Ingólfsson, kennari: Já.enda þótt ég hafi aldrei siglt áhur. Helzt myndi ég vilja fara til Noregs. Katrin Sigurðardóttir, húsmóðir: Nei, alla vega ekki núna. Ég hef siglt talsvert mikið og hef yfirleitt farið til sjós einu sinni á ári. Sigurður Bergsson, stöðumæla- vörður: Já, ég vildi gjarnan fara i eina slika ferð, maður hefur áhuga á öllu. Sjálfur sigldi ég i 14 ár, þannig að ég er vel sjóaður . Hulda Mogensen, húsmóðir: Nei, ég kýs miklu fremur að fljúga. Éghefekki prófað aðsigla milli landa, en held að það sé varla sambærilegt við það að sigla um Miðjarðarhafið, eins og ég hef einu sinni gert. Kristján Albertsson, skipstjóri: Nei, ég hef ekki tima til þess i sumar. Sjálfur hef ég siglt mikið og lengi og kann vel við mig á sjónum, en skemmtisigiing verður eitthvað að biða. Þorvaldur Asgeirsson, golfkenn- ari: Nei, mig langar ekki til þess. Ekki þar fyrir, að ég er vel sjóaður, en ég kann nú alltaf bezt við mig hér á landi og myndi þvi fljúga til að vera sem fljótastur. Vfsir. Þriðjudagur 8. júlf 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Tilbúnar heilsu- frœðilegar ástœður fyrír hundabanninu Jakob Jónasson læknir skrifar: „Hundabannið i Reykjavik er nú komið á forsiður heimsblað- anna eins oghaustið 1971, þegar borgarráð tók til endurskoðunar samþykkt borgarstjórnarinnar frá 1970 um áframhaldandi hundabann i borginni. Sam- þykkt þessi var fyrst og fremst byggð á þjónkun borgarfulltrú- anna, að einum undanteknum, við imyndað meirihlutafylgi borgarbúa við bannið, og hvers konar tilfinningasemi var þá látin fyrir róða. Engu að siður reyndi borgarstjórnin að þvo hendur sinar með greinargerð- um nokkurra embættismanna sinna, og var greinargerð heil- brigðismálaráðs þar þyngst á metunum, þar sem hún ein var tekin til greina við endurskoðun á málinu. Nú hafa góðu heilli þrir velviljaðir og raunsæir borgarfulltrúar i viðbót tekið upp skynsamlega og mannúð- lega stefnu i þessu máli og greitt atkvæði gegn hundabanninu. Á fundi i heilbrigðismálaráði 1970 var fyrrverandi borgar- lækni,dr. Jóni Sigurðssyni, falið að semja greinargerð um málið, og hefir hún siðan meðal kunn- ugra gengið undir nafinu „14 punkta greinargerðin”, þar eð hún var saman sett af 14 liðum, sem fundnir voru hundahaldi til foráttu. Greinargerð þessi ligg- ur nú til umfjöllunar ásamt öðr- um skjölum málsins hjá Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins i Strasbourg, og mun hún verða islenzkri læknisfræði til ævar- andi skammar og háðungar sakir rakalausra fullyrðinga, villandi upplýsinga, efnislegrar fákunnáttu, aulalegrar fram- setningar og ofstækislegrar af- stöðu. Heimsþekktir visinda- menn furðu lostnir á afkáralegu plaggi. Sumarið 1971 samdi ég f.h. stjórnar Hundavinafélagsins umsókn um endurskoðun á hundabanninu i borgarráði, og bar ég þá „14 punkta greinar- gerðina” undir álit heims- þekktra visindamanna á sviði dýralæknisfræði og skyldra greina. Lögðu þeir allir það ómak á sig að láta mér i té um- sagnirsinar um greinargerðina, þótt sumar þeirra bærust ekki i tæka tið, og sýna þau viðbrögð umhyggju þessarra manna fyrir heimilishundunum og eig- endum þeirra hér norður á út- kjálka veraldar. Allir létu þeir i ljós furðu sina á þessu afkára- lega plaggi og gáfu jafnvel i skyn, að það hlyti að hafa verið samið af „ofstækislegum og ó- visindalegum ástæðum” eins og einn þeirra komst að orði. Sjálf- ur þurfti ég i eina skiptið á æv- inni að skammast min fyrir að vera islenzkur læknir, er ég varð að bera þennan samsetn- ing úr hendi islenzks embættis- læknis undir þessa mætu menn. „Hundurinn á heima i nálægð mannsins” Einn þeirra sérfræðinga, sem ég bar greinargerðina undir, var prófessor Konrad Lorenz, sem tveimur árum siðar (1973) hlaut nobelsverðlaun i læknis- fræði, ásamt prófessor N. Tin- bergen, fyrir uppgötvanir sinar á atferlisháttum dýra. Prófess- or Konrad Lorenz hefir samið fjölda visindarita um þetta efni, og niðurstöður hans á þessu sviði eru nú svo kunnar, að naumast verður opnuð bók um dýrafræði, liffræði, sálarfræði eða geðlæknisfræði án þess að vitnað sé þar til rannsókna hans og ályktana. Prófessor Konrad Lorenz hefir einnig ritað fjölda alþýðlegra bóka um atferli dýra og er heimsfrægur rithöfundur i þeirri grein. Hefir ein af þessum bókum hans verið þýdd á is- lenzku af prófessor Simoni Jó- hanni Agústssyni undir heitinu „Talað við dýrin” (Heims- kringla 1953) og i formála að þeirri bók, sem ritaður er af dr. Finni Guðmundssyni segir m.a. „Ævilöng þjálfun i nákvæmni og sjálfsgagnrýni gerir visinda- manninum oft örðugt um að skrifa létt og læsilega fyrir al- menning. Þessu er þó ekki til að dreifa um Konrad Lorenz, þvi að honum virðist jafntamt að skýra rannsóknarefni sin fyrir almenningi sem hálærðum sér- fræðingum”. Prófessor Konrad Lorenz er talinn einn lærðasti núlifandi sérfræðingur um at- ferli hunda, og hefir hann einnig skrifað um það efni alþýðlegar bækur. 1 áðurnefndri bók segir hann t.d. um hundahald i borg- um: „Þér skuluð ekki halda, að ómannúðlegt sé að hafa hunda i borgum. Hamingja hundsins er framar öllu undir þvi komin, hve mikið þér getið verið sam- vistum við hann” og nokkru siðar i sömu málsgrein: „Persónuleg vinátta er hundin- um allt”. Nóbelsverðlaunaskáld okkar íslendinga, Halldór Lax- ness, hefir bent á þessa stað- reynd i grein i Morgunblaðinu 1970, er hann segir orðrétt: „Hundurinn á heima i nálægð mannsins, hvergi annars stað- ar”. Stinga þessi sannindi all- mjög i stúf við þá landlægu, is- lenzku kenningu, að hundurinn eigi einungis heima uppi i sveit. Prófessor Konrad Lorenz hef- ir sýnilega ekki þótt ómaksins vert að elta ólar við einstaka liði greinargerðarinnar heldur sendi mér stutt og gagnort bréf, þar sem hann dregur saman sálfræðilega og félagslega kosti heimilishundsins. Birti ég það hér i ágætri þýðingu Baldurs Ingólfssonar, menntaskóla- kennara. Max — Planck — Institut fur Verhaltensphysiologie, 6. júli 1971. Heiðraði hr. kollega Jakob Jónasson. Ég las bréf yðar með mikilli samúð, og við lesturinn óx sifellt reiði mfn gegn hinum skilnings- lausu hundaandstæðingum. Á þeim timum, þegar náttúran er sifellt að verða mönnunum meira framandi, er vinátta við hund eina sambandið, sem tengir margan manninn með- vituðum böndum við hina lif- andi náttúru. Það er beinlinis hlægilegt að bera við heil- brigðisástæðum. Það er rótgró- in sannfæring min, að nokkrir stórir hundar séu á hverju heimili bezta uppeldistækið fyrir börn. Venjulegur hundur elur börn upp án refsinga og ög- unar I þvi að vera tillitssamt og blitt i umgengni við aðra. Meðal fjölskyldu minnar var þetta gildi hunda metið svo hátt, að börn min og barnabörn hafa frá upphafi alizt upp við náið vin- áttusamband við hunda. Það hefur einnig góð uppeldisleg áhrif á fullorðna að umgangast hunda. Ég hefi orðið vitni að þvi, að heimspekilega sinnaðir menn (orðrétt: heimspekingar) án sambands við náttúruna, ó- sviknir borgar- og malbiks- menn, hafa breytt allri afstöðu sinni til hins lifandi umhverfis slns við það, að þeir hafa fengið sér hund. Þó að fjölskylda min hafi I þrjár kynslóðir verið læknar og liffræðingar, hefir enginn okkar nokkru sinni ótt- azt, að nokkurt barnanna kynni að fá sullaveiki. A tfmum, þegar mennirnir eru aðeyðileggja allt umhverfi sitt, og sú hætta vofir yfir, að eitrað sé fyrir okkur með fúkkalyfjum og hormón- um, sem menn gefa húsdýrum i stórum stíl, virðist mér það beinlínis fáránlegt að beita til- búnum heilsufræðilegum ástæð- um til að svipta vesæla borgar- búa mikilvægu tæki, sem er til þess fallið að viðhalda andlegri heilbrigði þeirra. Ég gef yður heimild til þess, heiðraði herra kollega, að nota þessi ummæli min á opinberum vettvangi, eins og yður hentar. Með kollegakveðju yðar einlægur próf. dr. Konrad Lorenz. Ég legg það mál undir úr- skurð almennings, hverja hann telur dómbærasta á hundahald, hinn heimsfræga visindamann og nóbelsverðlaunahafa eða fyrrverandi og núverandi borgarlækni og áhangendur þeirra I hundabannsmálinu, | sem byrgð er öll útsýn fyrir hundaskitshaugum.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.