Vísir


Vísir - 09.07.1975, Qupperneq 2

Vísir - 09.07.1975, Qupperneq 2
2 vísœsm: Eigum viO aO endurskoOa afstöö- una til hundahalds? Ingunn Erla Stefánsdóttir, hús- móOir: — Ég vil alls ekki að hundahald verði leyft á nýjan leik. Af hundunum eru hin mestu óþrif. Guöni Stefánsson: — Eg vil endi- lega fá að hafa hund hér i Reykja- vik, enda þótt ég viti að það sé betra fyrir þá að búa uppi i sveit. Ingibjörg Eggertsdóttir, skrif- stofustúlka: — Ég er á móti hundahaldi i þéttbýli. Þessi af- staða min er vegna þess að ég hef samúð með hundum og tel að þeir eigi ekkert erindi hingað til borgarinnar. Valmundur Þorsteinsson, sjó- maöur: — Ég hef engan áhuga á þvi að hundahald verði leyft i þéttbýli. Fólkið sem vill hafa hunda hér er að gera það sjálfu sér til ánægju en ekki hundanna vegna. Linda Norödahl, atvinnulaus sem stendur: — Ég vildi gjarnan að mönnum yrði frjálst að hafa hunda ef þeir óskuðu eftir þvi. Þetta eru hin gæfustu dýr og ég skil alls ekki af hverju hundahald er ekki leyft. Guörún Jósepsdóttir, starfsstúlka á Kópavogshæli: — Ég tel að þeir,sem vilja banna hundahald i þéttbýli hafi þó nokkuð til sins máls. Hundar eru fæddir til að vera frjálsir og lifa upp til sveita. Vlsir. Miövikudagur 9. júlí 1975 HVERNIG VÆRI AÐ NYTA STRÆTISVAGNANA BETUR? Þóröur Jóhannsson Grettisgötu 4(íhringdi: „Mig langar að beina þeirri fyrirspurn til forstjóra Strætis- vagna Reykjavikur, hvort ekki megi nýta strætisvagnana bet- ur, áður en farið er út i að kaupa nýja, sem kosta okkur tugi milljóna. Ég fer i vinnuna kl. 7.30 á morgnana og keyri út á Granda. Þá er vagnbilstjórinn á Granda- vagninum inni í kaffivagninum að fá sér kaffi og mér telst til að þar sé hann i að minnsta kosti hálftima. Vagninn sem gengur um Njálsgötuna og gengur á kortérs fresti er alltaf hálftóm- ur. Það er lika rólegt hjá vagni sem stoppar við Sundahöfn. Um daginn kom ég inn á verkstæði strætisvagnanna. Þá var verið að þvo 18 strætisvagna i einu. Auðvitað vantar vagna i Breiðholtið og Arbæjarhverfið, en eru ekki of margir akandi á fyrrnefndum leiðum?” LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hita- veita með hraði... ibúi i Lundunum i Garðahreppi hringdi: „Það er alltaf verið að skammast út i það hvað illa sé unnið i opinberri vinnu. Hér i Lundunum i Garðahreppi er verið að grafa fyrir hitaveitu og getég ekki annað en lýst aðdáun minni yfir vinnubrögðunum. Verkamenn lita varla upp og loftpressan stoppar varla, enda er búið að grafa núna fyrir hita- veitu i heilli götu. Það er ekki alltaf slugsað. Þarna var unnið með hraði. Þvi miður á hrósið ekki við opinbera starfsmenn. Sam- kvæmt upplýsingum Hitaveitu Reykjavikur eru það einkaaðil- ar sem sjá um framkvæmdir.” Hvar á að ganga — engar gangstígahellur? Ibúi I Rofabæ hringdi: „Það er leitt að heyra um erf- iðleikana við að koma upp gras- völlum hér. Eitt er þó skrftið að niður að einbýlishúsunum eru t.d. ekki gangstigahellur. Hvar á fólkið þá að ganga, t.d. þegar það ætlar í strætó? Ef verið er með litil börn þá er það ekki beinlinis heppilegt að segja þeim að ganga á götunum, það er heldur gripið til þess aö ganga á grasinu. Væri ekki ráð að leggja hellur þarna? Þá myndi umgengnin eflaust lagast.” Hringið í síma 86611 kl. 15-16 „KOMMUNISTAR MARKA LANGTIMA UTANRIKISSTEFNU... HLUTLEYSISMÁÞJÓÐAR INNANTÓMT HJAL Sigurður Jónsson skrifar: „A þvi er enginn vafi að Is- lendingar verða fyrr eða siðar að taka skýra afstöðu til utan- rikisstefnu sinnar, marka þá stefnu sem tekur af allan vafa á þvi hvort við höllumst á sveif með hinum vestrænu frjálsu þjóðum eða á sveif meö hinni austrænu stefnu ófrelsis og kúg- unar. Það er geigvænlegt, hve kommúnisminn hefur færzt i aukana nú siðustu mánuði i suö- austur Asiu, en þar hefur hvert landiö á fætur öðru orðið honum að bráð. Máske á enn eftir að koma fram ýmislegt, sem menn órar ekki fyrir nú. Kommúnistar marka ekki stefnu sina i utanrikismálum til eins dags i senn, eins og við ger- um. Þeir hafa mjög svo vel skipulagða utanrikisstefnu og á- róðursvél þeirra á ekki sinn lika nokkurs staðar. Þeir hafa einnig mjög vel skipulagða útbreiðslu- starfsemi i hinum ýmsu lönd- um, einnig hér á landi, en hér eiga þeir marga dygga umboðs- menn á meðal okkar. Við siðustu stjórnarmyndun var þó nokkuð þrefað um það, hvort Island ætti að hafa hér NATO-her eða ekki (á friðar- timum), og einnig var þrefaö um sjónvarp Bandarikjamanna frá Keflavikurflugvellinum. Það varð þó úr, að framsókn- armenn létu sig, og á Islandi er enn NATO-her til varnar land- inu og hinum vestræna heimi, en Keflavikursjónvarpinu var hins vegar lokað, það létu framsóknarmenn nægja til þess að taka þátt i myndun rikisstjórnarinnar. „Sáuð þiö hvernig ég lagði hann piltar”, sagði Jón sterki við sýslumann- inn. Ráðherrastólarnir hafa býsna mikið aðdráttarafl. Hér hafa vafalaust kommún- istar verið að verki, svona til þess að þreifa á þvi, hve sterkir við værum á svellinu og stefnu- fastir. Allur sofandaháttur og allt hjal um hlutleysi vopnlausrar smáþjóðar eru innantóm orð, það hefur fyrir löngu sannazt. Vopnlausar smáþjóðir sem byggja utanrikisstefnu sina á hlutleysi einu, án vinfengis viö og án verndar vinveittrar stór- þjóðar, glata fyrr eöa siöar sjálfstæði sinu. Ég leyfi mér enn að minna á afdrif Eystrasalts- landanna. Það hefur nú um sinn verið talað mikið um batnandi sam- búð Bandarikjamanna og Rússa, nokkurs konar „DÉTENTE”, en við skulum lita á hvað „NATO Command- er” Haig hefur um þetta að segja i viðtali sem TIME átti við hann nýlega. Efnislega segir hann: „Það eru vaxandi efasemdir um ágæti „DÉTENTE” i Evrópu. Annars vegar efa- semdir tilfinningalegs eðlis og hins vegar sálfræðilegs eðlis, sem orsakast af þeirri óvissu sem rikir um varnir og öryggi vestur Evrópu.” Commander Haig likir sam- skiptunum við Rússa við ein- stefnuakstur. Þeim er látið allt mögulegt i té af Bandarikja- mönnum, sérstaklega tæknilegs eðlis, en fá á móti litið i staðinn frá Rússum. Það er þvi aldrei hægt að treysta Rússum, þeir eru snið- ugir i þvi að haga seglum eftir vindi, og það er varla von að ó- reyndir ungir menn vari sig á fagurgala þeirra. Verum þvi vel á verði Islend- ingar.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.