Vísir - 09.07.1975, Síða 5

Vísir - 09.07.1975, Síða 5
Vísir. Miövikudagur 9. júll 1975. J^ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MlUmsjón: Guðmundur Pétursson Flóð í Indlandi o Hundruð báta vinna að hjálparstörfum á Norður-Indlandi i dag vegna flóða, sem þar fylgja i kjölfarið á monsún-rigningunum. Þar hafa verið slikar úrhellis- rigningar, að allt er að færast i kaf. Það er talið, að um 150 manns hafi drukknað, og með vissu er vitað um ein 4.500 þorp, sem horfin eru undir vatnsskorp- una. — Meira en milljón manna I fylkingu Uttar Pradesh hefur orð- ið fyrir áföllum vegna flóðanna. A sama tima hafa allir, sem vettlingi geta valdið á bökkum Dónár i Rúmeniu, verið kvaddir til að gera flóðvarnargarða. Dóná hefur flætt yfir bakka sina og valdið miklu tjóni, en hersveitir og borgarar hafa tekið höndum Rúmeníu saman um að bjarga þvi, sem bjargað verður. Mikill vöxtur hefur verið i ánni, og búizt er við, að vatnið muni hækka íhennienn. Raunar er tal- ið, að það muni verða hæst dag- ana 10. til 20. júli. Engar fréttir hafa hins vegar borizt um tjón á suðurbakka Dónár, sem er i Búlgari'u. Eftir fimm daga stanzlausar rigningar hljóp svo mikill vöxtur i Dóná, að hún flæddi yfir bakka sina. Þessi mynd var tekin i Melk i Austurriki, en það þorp stendur einnig á bökkum Dónár. Það er viðar en I indlandi og á bökkum Dónár, sem flóð hafa gert usla, 'eins og þessi mynd frá Las Vegas I Bandarikjunum ber með sér. Þar skall á flóðbylgja, sem sópaði með sér bilum og húsum og olli miklu tjóni. RUSLABLAÐAMENNSKA Staðinn að því að grámsa í ruslatunnu Kissingers Verkalýðsforystan beygir sig undir launastefnu Wilsons Komust ekki úr brennandi kóetunni Jay Gourley, sem starfar við Florida-blaðið „National Enquirer”, var tekinn til yfir- heyrslu og haldið i tvær klukku- stundir. Lögreglan segir, að ekkert sé Harold Wilson, forsætis- ráðherra stjórnar Verka- mannaflokksins, getur nú andað aftur léttar, því að verkalýðsforystan í Bret- landi hefur gert samkomu- lag við stjórnina um tak- markanir á launahækkun- um. Eftir margra daga viðræður, sem fylgdu i kjölfar yfirlýsingar rikisstjórnarinnar um, að hún mundi ekki liða meiri launa hækkanir en 10%, skýrðu verka- lýðsleiðtogarnir frá þvi i gær- kvöldi, að þeir hefðu gengizt inn á hámarkslaunahækkun, sex pund á vikukaup. Wilson sýnist þvi hafa tekizt að halda friði á vinnumarkaðnum. Einkanlega þar sem beittasti broddurinn i kjarabaráttu brezks verkalýðs, nefnilega samtök námumanna hafa ákveðið að slá af 60% kauphækkunarkröfu sinni. Námumenn gengust inn á, að þeirra kauphækkun yrði i áföng- um yfir lengra timabil en þeir ætluðu sér fyrst. , Fjórir menn af brezkum togara fórust í eldsvoða á Atlantshafi i gær, en tíu félögum þeirra var bjargað úr logandi skipinu með sameinuðum björg- unaraðgerðum úr lofti og af sjó. Einn þeirra, sem komst lifs af togaranum Granton Harriex (200 tonna skipi), var fluttur alvarlegá slasaður um borð i herskip henn- ar hátignar. Þyrlur fluttu hina til Prestwick. Eldurinn mun hafa komið upp aftur i káetu, meðan skipið var statt að veiðum um 125 milur und- an vesturströnd Skotlands. — Breiddist hann fljótt út og voru káetur þessara fjögurra, sem fórust, fljótlega alelda. Heyrðu skipsfélagarnir aldrei neitt til þeirra, en þóttust grilla i þá að reyna að komast út. Henry Kissinger utan- ríkisráðherra fylltist við- bjóði og kona hans, Nancy, varð bálreið, þeg- ar blaðamaður einn var að gramsa i ruslatunnum fyrir utan heimili þeirra hjóna í Washington í gær- kvöldi. Einn af erindrekum leyni- þjónustunnar, sem gætir utanrikisráðherrans, stóð blaðamanninn að þvi að drasl- ast með fimm poka fulla af rusli og úrgangi. Var blaðamaðurinn að bisa þeim upp i farangurs- kistu bifreiðar sinnar, þegar að honum var komið. ólöglegt við að taka til handar- gangs rusl, sem aðrir hafa fleygt. Leyniþjónustan varð að samsinna þvi, og var Gourley sleppt aftur og leyft að fara með ruslið. „Þetta kom utanrikisráð- herrafrúnni i uppnám og ráð- þerrann segist fyllast viðbjóði á svona snuðri. Honum finnst friðhelgi heimilis sins hafa verið rofin,” sagði talsmaður utanrikisráðuneytisins i morg- un. Gourley lét alveg ósagt, hvað hann hygðist fyrir með utan- rikisráðherraruslið. Stendur vörð Fegurðardisin hér á myndinni fyrir ofan er ein margra, sem hittast núna I San Salvador. Þar koma saman allir þátttakendur fegurðar- keppninnar um titilinn „Ungfrú Alheimur”. — Þessi verður fulltrúi Bandarikjanna I þeirri keppni og binda landar hennar töluverðar vonir við hana, þótt hún sýnist ekki beint árennileg á myndinni. Ailt er það þó i gamni, en ströng öryggisvarzla er höfð um keppnisstað- inn. Afmœlisveizla í geimstöðinni Vitali Savastianov geimfari hélt upp á fertugsafmælið sitt i gær með smáveizlu og bauð félaga sínum Pyotr Klimuk upp á lauka, sem þeir hafa ræktað um borð í Saljut- 4 geimstöðinni, sem hringsólar umhverfis jörðina. Þeir eru búnir að setja sovézkt met i mönnuðu geim- flugi. Hafa þeir verið alls 45 daga úti i geimnum. Ekkert hefur frétzt um hvenær þeir muni koma niður á jörðina aftur. Menn búast jafnvel við þvi, að þeir verði látnir hringsóla umhverfis jörðina i geimstöðinni, meðan félagar þeirra tveir i Soyuz- geimfari hitta bandariska Apollo-geimfara i sameigin- legu geimflugi USA og USSR, sem hefst 15. júli.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.