Vísir - 11.07.1975, Síða 16

Vísir - 11.07.1975, Síða 16
VÍSIR Föstudagur 11. júli 1975. í LEIT AÐ VÍMUGJAFA Gúmmibjörgunarbátur sem fyrir um viku siöan var stolið úr mótorbátnum Alfa RE-23 i Reykjavikurhöfn fannst sundur- skorinn um borð I bátnum Garð- ari RE-27 á miðvikudagskvöldið. Garðar hefur legið óhreyfður við veitingabúðina Skeifuna við Ægisgarð að undanförnu. Yfir bátinn er breiddur segldúkur. Maður er var að huga að bátnum sá i gær hvar rofið hafði verið gat á dúkinn og hafði stolna björgunarbátnum verið skotið þar i gegn. Var hann allur sundurskorinn, þannig að greinilegt er að i hon- um hefur verið leitað að lyfjum. Eftir árangurslausa leit mun bátnum siðan hafa verið fleygt um borð i Garðar. — JB Stelpurnar komu hingað ein- göngu sem ferðamenn, en nutu fyrirgreiðslu i skólum á ferð sinni. Þær hafa búið i barna- skólanum i Garðahreppi. Og það var við kvennalið Stjörn- unnar i Garðahreppi, sem þær léku knattspyrnu. Hópurinn heldur heimleiðis á laugardag- inn. En i ágúst næstkomandi mun stór hópur islenzkra knatt- spymumanna fara til Skot- lands. Það eru strákar á aldrin- um 17-19 ára og munu þessar gagnkvæmu heimsóknir væntanlega styrkja mjög tengsl landanna. —B.A. „Leikurinn var ekki fyrir fram ákveðinn, en okkur þótti vænt um sigurinn, sem var fimm mörk gegn þremur”, sagði ein stúlka úr hópi skozka menntaskólanema, er Visis- menn hittu i gær. Hún lá og flat- magaði I góöa veðrinu á einustu grasflötinni, sem fyrirfinnst I Austurstræti. Nemarnir, sem eru 17 ára gamlir, koma úr Annies Land College i Glasgow. Hópurinn, sem i eru alls 44, hefur verið hér i hálfan mánuð. Strákarnir, tvöfalt knatt- spyrnulið, komu hingað til að spila fótbolta við jafnaldra sina. Skozku stúlkurnar kunnu vel að meta sólina og létu fara vel um sig á Lækjartorgi. Ljósm. JIM Tveir í lífs- hœttu fluttir fró Grœnlandi Tveir Grænlendingar voru fluttir nær dauða en llfi flug- leiðis til Reykjavlkur i fyrra- kvöld. Mennirnir voru lagðir inn á Borgarspitalann. Það var I fyrradag að beiðni kom um það frá Angmagsalik að send yrði flugvél eftir tveim mönnum, er þar lægju mjög þungt haldnir. Hjúkrunarkona af skurðdeild Borgarspitalans var send með vélinni, sem hélt héðan um klukkan fimm siðdegis. Vélin kom til baka seint um kvöldið og voru mennirnir tveir þá þegar skornir upp. Annar mannanna hafði fengið byssu- kúlu i magann og auk þess skaddazt á nýra og görnum er byssukúlan fór þar i gegn. Maðurinn mun hafa fengið kúl-- una i magann, er hann sat að gleðskap með félögum sinum. Hinn maðurinn hafði aftur á móti fengið snögglegt og alvar- legt drep i görn og varð hann að komast á skurðarborðið eins fljótt og auðið var. Ekkert sam- band mun hafa verið á milli þessara atvika. Aðgerðirnar tókust vel og liggja mennirnir nú á gjör- gæzludeild. —JB Hafizt var handa um að leggja steypu I Kópavogsbrúna i gærdag. Ljósm. JIM Ók niður grœna Ijósið Upp koma svik um síðir: Það' var ekki nóg með að Bronco-jeppinn æki yfir gatna- mótin á grænu ljósi, heldur ók hann jafnframt á græna ljósið, þegar yfir gatnamótin kom. Þetta átti sér stað er klukkan var að verða fimm siðdegis á miðvikudag á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhliðar. Ökumaður jeppans ber að öku- maður annars jeppa af sömu teg- und hafi skipt um akrein rétt fyrir framan hann, er bilarnir voru að koma yfir gatnamótin. ökumaður fyrri jeppans reyndi þá að sveigja frá en varaði sig ekki á götuvitanum á hina hönd- ina. Billinn skall með framend- ann á götuvitanum, sem brotnaði við það og tók um leið öll umferð- arljós á gatnamótunum úr sam- bandi. ökumaður slasaðist ekki. At- burðurinn vakti það mikla athygli hjá öðrum vegfarendum að einn þeirra átti ekkert afgangs af henni til að fylgjast með bilnum næst á undan og ók aftan á hann. Skemmdir urðu mjög litlar i þeim árekstri. —JB Komst upp um þjófnað fró 1973 — afbrotamaðurinn jótaði sekt sína og var settur inn Maður nokkur, sem framdi þjófnað i desember 1973, hefur senniiega talið sig vera óhultan orðinn, þar sem komið var fram i júiimánuð 1975 og allir búnir að gleyma afbrotinu. En svo var þó aldeilis ekki. Lögreglan kom nefnilega til mannsins fyrir nokkrum dög- um, þar sem hann á heima i Keflavik, og handtók hann. Maðurinn varð vitanlega furðu lostinn, játaði á sig glæpinn og hafnaði i fangageymslum lög- reglunnar i Keflavik. Málið var það, að bátseigandi I Keflavfk kom með talstöð sina til viðgerðar á viðgerðaverk- stæði nokkurt fyrir stuttu. Eitt- hvað fannst viðgerðarmönnun- um talstöðin dularfull. Meðal annars hafði númerið verið máð utan af henni, en númer fundu þó viðgerðarmennirnir inni i henni. Þeim þótti rétt að láta lög- regluna vita um þessa uppgötv- un, og var hún viðstödd er stöðin var sótt úr viðgerð. Eigandinn hafði enga skýr- ingu á útliti stöðvarinnar, en sagðist hafa keypt hana þannig i ársbyrjun 1974 af manni, sem hann gat nafngreint. Lögreglan komst nú að þvi hvaðan talstöð þessi var ættuð. Henni hafði verið stolrð úr bát, sem stóð uppi i slipp i Keflavik i desember 1973. Nú var farið á fund seljand- ans og viðurkenndi hann fljót- lega að hafa selt talstöðina, en verðmæti slikra stöðvar er á milli þrjú og fjögur hundruð þúsund. Maðurinn sem er fullorðinn, hafði aldrei komizt i kast við lögregluna fyrr. —JB „Fjallvegir víða ófœrir vegna aurbleytu og snjóa## KÓPAVOGS- BRÚIN STEYPT Lokið var við að steypa nyrðri brúna yfir Kópavogsgjána i nótt um klukkan þrjú. Hafizt var handa um að steypa gólf þessarar sögufrægu brúar strax i gærdag. Þá var sá hluti gólfsins steyptur, sem liggur yfir vestari akrein Hafnarfjarðarvegarins, þá ak- rein,sem umferðhefur ekki verið hleypt á enn. Inótt var siðan hafizt handa um að steypa eystri hluta brúargólfs- ins og var lokað fyrir umferð um gjána á meðan. Steypuvinnan gekk vel og á nú ekki lengur að vera auðvelt að aka brúna niður. ,,Það er fyrst og fremst vegna snjóþungs vetrar og hins kalda vors sem fjallvegir opnast svona miklu seinna en venju- lega”, sagði Arnkell Einarsson hjá Vegaeftiriitinu. Arnkell sagði, að ástandið væri misslæmt eftir landshlut- um. Nú er Fjallabaksvegur orð- inn fær i Landamannalaugar og fært er orðið i Eldgjá úr Skaftártungu. Þá er Sprengisandur ófær vegna snjóa. Þó hefur jeppum tekizt að komast úr Sigöldu i Nýjadal. Kjalvegur er fær stærri bil- um, en alls ekki fólksbflum. Kvaðst Arnkell sérstaklega vilja vara menn við að fara þessa leið á öðru en jeppum. Ekki sizt vegna þess að mikill vöxtur er i óbrúuðum ám á leið- inni. Fært er um Kaldadal. Um Vestfirði mun vera greið- fært og eru allar heiðar þar fær- ar, þar á meðal Tröllatungu- heiði. Djúpvegur er ófær minni mil- um, þar sem óbrúað er i Hest- firði. Áin þar er það vatnsmikil að ófært er öllum minni bflum. Arnkell sagði, að verið væri að brúa hana og yrði brúin væntan- lega tilbúin i haust. Fært er um Þverárfjall milli Blönduóss og Sauðárkróks. En þar sem Laxá er óbrúuð, er all- ótryggt fyrir minni bila að fara þarna um. Þegar komið er á Norðaustur- land er færðin orðin hin ágæt- asta. Þannig eru Lágheiði, Ax- arfjarðarheiði og Vopnafjarðar- heiði færar öllum bilum. Lokið er við að ryðja snjó af Hellisheiði eystri. Þar er þvi fært fyrir jeppa, en fólksbif- reiðum er hætt þar vegna aur- bleytu. sagði Arnkell Einarsson hjá vegaeftirlitinu Þá er verið að ryðja Mjóa- fjarðarheiði og munu jeppar geta brotizt þar i gegn. Vegurinn um Oxi er ófær vegna snjóa. Lokað við Ölfusá Þá bað Arnkell lesendur að athuga sérstaklega að Suður- landsvegur um ölfusárbrú verður lokaður vegna malbik- unarframkvæmda. Verður lok- að frá klukkan 19 i kvöld og eitt- hvað fram eftir nóttu. Heppileg- ast er fyrir vegfarendur að fara um Grimsnes og yfir Hvitá hjá Iðu. —JB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.