Vísir - 24.07.1975, Side 5

Vísir - 24.07.1975, Side 5
Vísir. Fimmtudagur 24. júli 1975. 5 GUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Veltu um bílum og grýttu lög- reglu Aþeninga Nokkrir herflokkar voru hafðir til taks við öllu búnir i Aþenu i morgun, og strangur lögregluvörður var hafður um allar opin- berar byggingar eftir götuóeirðir, sem þar urðu i gær og leiddu til meiðsla 100 manna og rúmlega það. Vopnuð lögregla gætti enn- fremurallra erlendra sendiráða I höfuðborginni en Grikkir minnast þess i dag, að ár er lið- ið, siðan lýðræðið var endurreist i Grikklandi eftir sjö ára ein- ræðisstjórn hersins. Seint i gærkvöldi voru flokkar mótmælenda enn á stjái á göt- um Aþenuborgar. En lögreglan taldi sig þá hafa komið ró á. Fyrr i gær höföu 2000 bygg- ingarverkamenn I verkfalli far- ið i kröfugöngu til stuðnings launakröfum sinum. Neit- uöu þeir að dreifa sér, þegar lög reglan gaf þeim fyrirmæli ium það. — Kom þá til átaka milli kylfuvopnaöra lögreglumanna, sem einnig nutu stuðnings bryn- varðra bifreiða með öflugar vatnsdælur. Göngumenn réðust að henni með grjótkasti og lurk- um og varð lögreglan að gripa til táragassins. Atökin bitnuðu miskunnar- laust á verzlunargluggum og kyrrstæðum einkabilum og al- menningsvögnum, sem göngu- menn skeyttu skapi sinu á og veltu um koll. 58 lögreglumenn þurftu að láta gera að meiðslum.sem þeir hlutu i götubardaganum og ann- ar eins fjöldi göngumanna. Myndin til hliðar var simsend frá Aþenu i morgun, en hún var tekin i gærkvöldi af átökum iög- reglu og kröfugöngumanna. Brynvörðum vögnum var beitt gegn grýtandi óeirðarseggjum. Úr útsýnisturni bilsins til hægri sést lögreglumaður skjóta tára- gassprengju að óeirðarmönn- um. Sorptunnum hefur verið fleygt i götuna, eins og sjá má, en einnig var kyrrstæðum bif- reiðum velt um koll. Indíra hefur allo stjórnartaumana Indira Gandhi for sætisráðherra hefur nú öll völd i sinum höndum i Indlandi, eftir að báðar deildir þingsins hafa samþykkt neyðar- ástandslög stjórnar hennar. — Neðri deildin samþykkti þau i gær með 336 atkvæðum gegn 59, eins og menn höfðu reyndar spáð. Stjórnarandstöðuþingmenn i báðum deildum hafa hótað að sitja ekki þingfundi það sem eftir er af þingtimanum til að mót- mæla ritskoðunarákvæðum þess- ara nýju laga, en þegar þau voru sett til bráðabirgða 26. júni, var um leið lagður niður fyrir- spurnartimi þingmanna. Eftir að stjórnarandstaðan hafði yfirgefið þingsali, var 'af- greitt frumvarp i neðri deildinni, sem laut að stjórnskrárbreytingu til að setja nýju neyðarástands- ákvæðin ofar öðrum lögum. Þannig að ekki gæti komið til málarekstrar út af framkvæmd þeirra. Þetta frumvarp var samþykkt með 342 atkvæðum gegn 1. — Stjórnarandstæðingar voru jú ekki nærri. Sá eini, sem skarst úr leik i at- kvæðagreiðslunni, var Shamim Ahmed Shamim, þingmaður óháðra frá Kashmir, en hann sakaði stjórnina um að hafa lýst yfir striði á hendur þjóðinni. Joan Little (imiðju) á leið til réttarsalarins með lögfræðingi sinum og lifverði, en blökkumenn óttast, að Ku Klux Klan viiji hana feiga. SPRENGING I FERJU MEÐ 400 FARÞEGA Siglingamálayfirvöld i Frakklandi hófu i morg- un rannsókn á ferju- slysi, sem varð á Mið- jarðarhafi i gær, þar sem tólf manns (eftir þvi sem enn er vitað) létu lifið. A 5. hundrað manns voru um borð I ferjunni „Venus des Isles II”, þegar sprenging varð í vélar- rúmi. Ferjan var þá stödd 10 mil- um undan landi. Eldur kom upp I henni. Af þeim, sem bjargaö var frá borði, voru 23 fluttir á sjúkrahús, átta þeirra með alvarleg bruna- sár. Ofsahræðsla greip farþegana, þegar sprengingin varð og eldur- innbrauzt út. Margir stukku fyrir borð. Ekki er vitað með vissu enn, hver margir voru um borð. Rúm- lega 400 var bjargað, en sam- kvæmt öryggisreglum mátti ferjan ekki flytja fleiri en 300. Ætlaði fangavörður- inn að nauðga henni? Málaferli yfir blökku- stúlku, sem ákærð hefur verið fyrir að verða fangaverði sínum, hvít- um manni, að bana, vekja mikla athygli i Banda- ríkjunum þessa dagana. Þeir, sem berjast fyrir bættum mannréttindum blökkufólks í Bandaríkj- unum, og kvenréttinda- fólk láta málið mjög til sin taka. Réttarhöldin fara fram i Raleigh i Norður-Karólina, en eru ekki lengra komin en svo, að málflytjendur hafa rétt lokið við að ryðja kviðdóminn. Kviðdóm- endurnir tólf verða sjö hvitir (ungt fólk)ogfimm blakkir (aldraðir). Atta dómendanna eru konur. Blökkustúlkunni, Joan Little, er gefið at sök að hafa valdið bana fangaverði sinum i sýslu- fangelsi Norður-Karólina, þeg- ar hún flúöi úr fangelsinu fyrir nokkru. Var komið að fanga- klefa hennar opnum og verðin- um liggjandi látnum ó gólfinu. Fuglinn var þá horfinn úr búr- inu. En Joan Little gaf sig skömmu siðar fram. Gaf hún þá skýringu, að fangavörðurinn hefði komið inn i klefann til hennar, eftir að hafa um hrið reynt að tæla hana til kynmaka við sig. 1 þetta sinn ætíaði hann að koma fram vilja sinum við hana, sagði Little. Ber hún þvi við, að hún hafi orðiö honum að bana i sjálfsvörn. Máli hennar til nokkurs stuðn- ings er sú staðreynd, að fanga- vörðurinn var buxnalaus, þar sem hann fannst látinn. Sakborningurinn hefur hlotið mikla samúð kynsystra sinna, sem berjast fyrir rétti kvenna til þess að verja heiður sinn. Um leið hefur mannréttinda- baráttufólk tekið málið upp sem dæmigerðan átroðning hvitra á blökkufólki.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.