Vísir - 24.07.1975, Síða 6
6
Visir. Fimmtudagur 24. júli 1975.
VÍSIR
(Jtgefandi:' Reykjaprent hf.
F.’amkvæmdastjöri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Pálsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli.G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands.
t lausasölu 40 kr.eiptakið. Blaðaprent hf.
Andstaðan útvatnast
Svo að segja daglega hallar undan fæti hjá and-
stæðingum okkar i landhelgismálunum. At-
hyglisverðust er stefnubreytingin, sem er að
verða i Bretlandi, er áður var höfuðvigið gegn
nokkurri útfærslu á fiskveiðilögsögu.
Til skamms tima voru i Bretlandi alls ráðandi
sjónarmið örfárra voldugra útgerðarfélaga, sem
sendu togara sina á fjarlæg mið. Aðstaða þessara
félaga var ágætt dæmi um, hve miklu fámennir
þrýstihópar geta áorkað, ef þeir hafa sig mjög i
frammi.
Hagsmunir þeirra fara engan veginn saman
við hagsmuni almennrar útgerðar, sjómanna og
fiskvinnslustöðva i Bretlandi, né heldur neyt-
enda. Útgerð Breta á heimamiðum er mikil-
vægari þáttur i efnahagslifinu og snertir fleiri
hafnir og fleiri kjördæmi en útgerðin á fjarlæg
mið gerir. Menn eru bara fyrst að átta sig á þessu
núna.
Þessir hópar hafa verið að krefjast verndar
gegn ágangi erlendra veiðiskipa á Bretlands-
miðum og biðja um 200 milna landhelgi. En það
er fyrst núna, að menn eru farnir að taka eftir
þessum neyðarópum. Brezkir þingmenn eru að
fara að átta sig á, að i kjördæmum þeirra eru
hafnarbæir, þar sem fólk hefur hag af þvi, að 200
milur verði viðurkennd alþjóðaregla.
Þessi nýi þrýstingur náði hámarki i fyrradag á
lokuðum fundi ýmissa aðila, sem hafa hagsmuna
að gæta i útgerð, fiskiðnaði og fisksölu i Bret-
landi. Þar var ákveðið að hvetja rikisstjórnina til
að hefja samninga um útfærslu brezku fiskveiði-
lögsögunnar i 200 milur og til að reka á eftir
endanlegri ákvörðun hafréttarráðstefnunnar um
200 milurnar.
Þegar þeir aðilar i Bretlandi, sem hafa áhuga á
200 milna fiskveiðilögsögu, eru farnir að skipu-
leggja aðgerðir sinar með þessum hætti, er þess
áreiðanlega ekki langt að biða, að brezka stjórnin
verður endanlega að snúast á sömu sveif. Og þá
er dottinn botninn úr virkri andstöðu Breta við
200 milna landhelgi íslendinga.
Hliðstæð þróun er að gerast viðar. Heimafiski-
menn i bandariskum höfnum hafa náð verulegum
árangri i 200 milna stefnunni. Þeir hafa horft með
skelfingu á sovézka og japanska flota spilla og
eyða miðum þeirra. Og þeir hafa náð meirihluta
bandariskra þingmanna á sitt band.
Bandariska öldungadeildin samþykkti á
siðasta þingi frumvarp um 200 milna fiskveiði-
lögsögu og það með tveimur þriðju atkvæða. Mál-
ið hefur siðan verið i undirbúningi i fulltrúadeild-
inni.
Daginn fyrir lokaða fundinn i Bretlandi náði
fiskimálanefnd fulltrúadeildarinnar bandarisku
samkomulagi um orðalag frumvarps um 200
milna landhelgi. Einnig þetta er mikill sigur fyrir
sjónarmið íslendinga i landhelgismálunum.
Talið er hugsanlegt, að fulltrúadeildin afgreiði
frumvarpið fyrir næstu áramót. Rikisstjórnin
mun vera treg á að fallast á, að það verði að lög-
um. En alténd er ljóst, að Bandarikin eru i hæg-
fara sveiflu yfir i 200 milna stefnuna.
Við getum láfcið þessa þróun vinna fyrir okkur.
Hún grefur smám saman undan andstöðunni við
200 milurnar og spillir stöðugt möguleikum
brezku og vestur-þýzku stjórnanna á að beita
okkur hörðu i haust, þegar landhelgin stækkar.
—JK
Símahleranir
í Stokkhólmi
Simtól meö hlerunarútbúnaði, sem komiö hefur veriö fyrir í taltækinu
Nokkrar uppljóstranir
utn, hversu mikil brögð
séu að þvi, að sænska
öryggisíögreglan láti
hlera sima manna, hafa
vakið hjá Svium áhyggj-
ur af þvi, að hið ,,opna
samfélag” Svíarikis sé
ef til vill enn opnara en
borgara þess grunar.
Nokkrar deilur urðu i siðasta
mánuði af ásökunum fámenns
maóistahóps (auðkenndur af
skammstöfunum SKP), um að
simar á skrifstofu samtaka
þeirra væru hleraðir. Umræður
þessar spruttu upp innan um
blaðadeilur og uppljóstranir
simatæknimanna, auk svo vax-
andi fjölda einstaklinga og stofn-
ana, sem telja sig sæta slikum
njósnum.
Þetta magnaði upp slikan æs-
ing, að viðkomandi ráðuneyti,
sem öryggislögreglan heyrir und-
ir, sá sig tilknúið að leggja á borð-
ið nokkrar leyniupplýsingar um
starfshætti öryggislögreglunnar.
Um leið rifjaðist svo fyrir mönn-
um tveggja ára gamalt mál, svo-
kallað ,,IB-hneyksli”, þegar
sænskur almenningur frétti i
fyrsta sinn af tilveru sérstakrar
starfsdeildar I leyniþjónustunni,
sem nefndist „Upplýsingastofn-
ui :n” (information bureau eða
IB).
Það voru tveir sænskir blaða-
menn, sem drógu IB fram I
dagsljósið, og hlutu fyrir tiltækið
eins árs fangelsi hvor um sig fyrir
það, sem nefnt var „óbeinar
njósnir”. — En menn hafa siðan
þakkað framtaki þeirra það, að
hið opinbera er orðið frjálslynd-
ara i afstöðu sinni til umræðna
um öryggismál.
Það var SKP, sem hélt þvi
fram, að simatæknimaður hefði
varað þá við þvi, að skrifstofu-
simar þeirra væru hleraðir. Og
ekki einungis simar þeirra heldur
simar i sendiráði austantjaldsrik-
is og hjá erlendum hernaðarsér-
fræðingi einum.
Dagblöð vitnuðu siðan I annan
simatæknimann, sem sagðist
hafa sannanir fyrir þvi, að simar
væru hleraðir hjá bókaverzlun
einni á vegum KFML, sem er
annar hópur maóista. Sænska
sjónvarpið bættist siðan i hópinn
og lagði fram vitnisburð þriðja
simatæknimannsins, sem gaf i
skyn að simar væru hleraðir hjá
Miðflokknum, sem er i stjórnar-
andstöðu. Og siðan bættist hver af
öðrum i þennan hóp ákærenda.
Þessar umræður náðu svo há-
marki, þegar Ulf Himmelstrand
prófessor, — sem er ekki aðeins
vel þekktur félagsfræðingur,
heldur á hann lika sæti i nefnd,
sem vinnur að athugun á starfs-
háttum öryggisþjónustunnar —
þegar sem sé hann hélt þvi sömu-
leiöis fram, að simahleranir væru
viðhaföar.
Skömmu eftir það sá Lennart
Geijer, dómsmálaráðherra, sig
tilneyddan að lýsa þvi yfir, að
blaðaskrifin um málið hefðu
„tekið óheppilega stefnu”. Sagði
hann, að ráðuneyti hans hefði á-
kveöið að upplýsa, aö alls hefðu
simar sjö Svia, sem grunaðir
væru um brot á lögum varðandi
leyndarmál rikisins, verið hler-
aöir.
Ráðherrann þvertók fyrir, að
simar Miðflokksins eða nokkurs
félaga hans væru hleraðir, eða
annarra sem nefndir hefðu verið i
blaðaskrifunum. Nema þá simar
framámanna SKP, sem lægju
undir grun um að hafa þegið
greiðslur hárra fjárhæða frá er-
lendum aðilum. Hann hélt þvi þó
fram, að hætt hefði verið hlustun-
um á simum SKP-manna i júni-
mánuði siðastliðinn.
Forystumenn SKP hafa siðan
játað, að stjórnin i Peking hafi
greitt ferðir þeirra og uppihald i
Kina 1973, sem hugsanlega gæti
varðað við lög frá þvi 1940. Þau
lög leggja bann við þvi, að þegin
sé aðstoð frá erlendu riki til áróð-
ursnota gegn sænska rikinu.
Geijer upplýsti hins vegar, að
rannsóknarnefnd á vegum þess
opinbera hefði fyrr á þessu ári
lagt til að þessi sérstöku lög yrðu
numin úr gildi. Gaf hann i skyn,
að það yrði lagt fyrir þingið, að
breyta þeim I haust.
„Þeir, sem þiggja framlög er-.
lendis frá, eru dæmdir af almenn-
ingsálitinu löngu áður en réttur-
inn hefurfjallað um mál þeirra,”
sagði ráðherrann til skýringar.
Hann varð við þetta tækifæri að
upplýsa, að lögin kvæðu reyndar
svo á, að lögreglan þyrfti að
sækja um sérstaka heimild til
saksóknara til simahlerana, og
saksóknari yrði aftur að fá sam-
þykki dómara, áður en leyfi fæst.
— Ráðherrann lýsti þvi yfir, að úr
þessum hlerunum væri einungis
haldið til haga þeim upplýsing-
um, sem væru rannsóknunum
viðkomandi.
Þetta hefur samt leitt andstæð-
inga hlerunarlaga ákvæða aftur á
striösslóðir. Þeir, sem voru and-
vigir setningu þessara heimildar-
ákvæða 1952, hafa nú aftur komiö
fram i dagsljósið og benda á, að
þessi lög skapi lögreglunni þá
aðstöðu, að hún þurfi ekki nema
smágrun til þess að styðja um-
sóknir sínar um hlerunarleyfi.
Eins hefur „Dagens Nyheter”
skrifað og bent á, að ekkert hafi
veriðlátið uppi af hálfu þess opin-
bera hve margir vina hinna sjö
grunuðu Svia hefðu orðið að sæta
hlerunum. Og ekki hefur heldur
verið látið uppi, hve mikil brögö
eru að hlerunum á simum útlend-
inga i Sviþjóð.
Skrifstofur IB-deildarinnar, sem mestum úlfaþytnum oliu I Sviþjóð fyrir tveim árum