Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Miðvikudagur 30. júll 1975 — 170. tbl. t CERFIÐ OKKAR LAGÐI FERÐ I )ANANN í FYRSTU UM - bls. 3 um gönguna milli Heródesar og kerfisins Pílatusar í völundarhúsi „Drukknum" — innkaupin ekki samrœmd þörfunum og hver sem er virðist geta keypt sér skuttogara við í skuttogurum? Fiskveiðisjóður við og lánar til 20 ára. „Áætlun um kaup á skuttogurum kom út fyrir 2 árum og var þar reiknað með 50 skuttog- urum,” sagði Bjarni Bragi Jónsson i Fram- kvæmdastofnun, er hann var inntur eftir áætlunarbúskap varð- andi skuttogarana. Bjarni sagði, að ætlazt hefði verið til, að þeir togarar, sem bættust við, yrðu innlend smið. ..Raunin hefur orðið önnur og þeir streyma að úr öllum áttum,” sagði Bjarni Bragi. I vetur var gerð tilraun til að selja 12 af þeim skuttogurum, sem reyndust vera af óhag- kvæmri stærð. Sú sala gekk ekki, að sögn Gylfa Þórðarson i sjávar- útvegsráðuneytinu. Á sama tima halda skutararnir áfram að streyma inn i landið. Þrir bættust i flotann á fyrra helmingi þessa árs. Þá munu hafa verið pantaðir 3 frá Póllandi, einn er væntanlegur til Flateyrar frá Noregi. Leyfi hefur og verið veitt til kaupa á einum gömlum skuttogara. Hvað ræður þvi, hvort maður eignast skuttogara? Gyifi sagði, að kaupin væru fjármögnuð þannig, að rikis- ábyrgð væri veitt fyrir 13% af andvirði skipsins. Fiskveiðisjóð- ur lánar 67%. Viðskiptabanki við- komandi manns lánar 15% og byggðasjóöur hleypur undir baggann með 5%. Rikisábyrgðin mun yfirleitt veitt með þvi skil- yrði, að Fiskveiðisjóður láni, en lán hans eru i þvi formi, að sjóðurinn yfirtekur erlendu lánin. Erlendu seljendurnir lána 80% af verðinu til 8 ára, en siðan tekur Það er þvi nokkuð augljóst, að sá maður, sem vill eignast skut- togara á að geta það fjárhags- lega. En hvað gerir hið opinbera til að koma i veg fyrir, að allir leggi út i slika útgerð? Svar Gylfa var á þá leið, aðhann vissi ekkf til þess, að neinar aðgerðir færu i dag fram til að samræma kaupin á skuttogurunum við þörfina. Hver einstaklingur sendir inn sina umsókn i sjávarútvegsráðu- neytið, en litið sem ekkert væri um það, að umsóknirnar væru skoðaðar i samhengi. —B.A. Forseta- hjónin halda í vesturveg Forseti tslands herra Kristján Eidjárn og frú hans Haildóra Eld- járn fara I dag til Vesturheims til að vera viðstödd hátiðahöldin i tiiefni af 100 ára afmæli tslend- ingabyggðar i Kanada. 1 viðtali við forsetann kom i ljós, að hann á margt skyldmenna i Vesturheimi, sem hann ætlar að heimsækja og endurgjalda þann- ig heimsóknir ýmissa skyld- menna sinna til tslands. Meðal skyldmenna forsetans er Ted Arnason, sem er formaður há- tiðarnefndarinnar. Fyrst munu forsetahjónin halda til Ottawa og dvelja þar I tvo daga i boði landstjórans þar, Jules Leger. Þann 1. ágúst fara þau til Winnipeg, en þá byrja aðalhátiðahöldin. Munu þau standa yfir i þrjá daga að Gimli og ná hámarki sinu þann 4. ágúst. Þarna verður margt til skemmtunar og fróðleiks á þeirra lands visu. Mun forseti íslands halda ræðu i Gimli Park þann 4. ágúst. Að loknum hátiðahöldunum að Gimli verður ekið með forseta- hjónin um Nýja-tsland, eins og ts- lendingar kölluðu byggðina vest- an við Winnipeg-vatn, þar sem fyrsta tslendingabyggðin var. Frá 7.-9. ágúst munu forseta- hjónin dveljast i Vancouver i Brezku Colombiu. Þau halda heim á leið þann 10. ágúst. 1 för með forsetahjónunum verða Einar Agústsson utanrikis- ráðherra, Birgir Möller forseta- ritari og eiginkonur þeirra, auk Haralds Kröyer sendiherra ts- lands i Bandarikjunum, en hann verður kominn á undan til Ottawa til að taka á móti forsetanum. —HE. Mömmur og pabbar með börnunum í skólagarðana — baksíða Hún er hressileg Seim-fjölskyldan norska, sem feröast nú á reiöhjólum hringinn I kringum iandiö. Þau eru, taliö frá vinstri: Anders, Trond Espen, Kristen Eggen, Marit Hege og Björn Edvard. Ljósm. Matthias Gestsson. Norsk fimm manna fjölskylda í íslandsferð ó þrem reiðhjólum Þau komu meö Smyrli til Seyöisfjarðar i næstsíöustu ferö skipsins, norsk hjón meö þrjú börn, hiö elzta átta og hálfs árs. Þegar þau voru komin i gegnum tollinn, settust þau á bak reiðhjólum slnum og lögöu á Fjaröarheiði. Hjónin voru sitt á hvoru hjóli með yngri börnin, fimm ára og þriggja ára, en hið elzta steig sitt eigið hjól. Fjölskyldufaðir- inn hafði auk þess litla kerru, sem hann hengdi aftan i sitt hjól. Þegar til Egilsstaða kom, höfðu þau uppgötvað að kerran hentaði ekki sem bezt, og komu henni þar i geymslu. t staðinn hengdu þau dótið úr henni utan á sig og hjólin.Svohéldu þau á Möðrudalsöræfi i áttina suður um land. Til Akureyrar komu þau á mánudagskvöldið og leigðu sér skika á tjaldstæðinu þar. Visir hitti þau að máli, þegar þau höfðu faríð i sundlaugina á Akureyri i bezta veðri i gær- morgun. Þau eru bæði kennarar. Hann heitir Anders Seim, 32 ára, en hún Kristen Eggen Seim, 34 ára. Börnin heita Björn Edvard, á niunda ári, Marit Hege, fimm og hálfs árs, og Trond Espen, þriggja og hálfs árs. Þau eru frá Osló. Til Islandsferöarinnar ætla þau að verja fjórum vikum, auk þess tima, sem siglingin með Smyrli tekur. Hér hyggjast þau fara hringveginn, sem nú er orðinn viðkunnur. Hjólin, sem þaueru á, eru frá norsku hjólhestaverksmiðjunni i Stavanger og verksmiðjan veitti þeim nokkurn afslátt af hjólunum, er þau Seim-hjónin höfðu kynnt ferðaáætlun sina. Þarna eru greinilega engir viö- vaningar á ferð, heldur fólk sem kann að búa sig til svona ferð- ar. Þau eru hvergi bangin, þrátt fyrir að hafa hreppt allmikið rigningarveður, jafnvel á Islenzkan mælikvarða. Tjaldið er nokkurs konar jöklatjald, ákaflega létt, aðeins 3,5 kíló með öllu. Svefnpokarnir eru rétt rúmt kiló. Allan bún- aðinn hengja þau á hjólin i körf- um eða töskum. Fullhlaðið er hjól Anders um 140 kiló, þegar allt er komið á það. Sjálfur er hann 75 kiló. Þau hafa gert ráð fyrir flestum hlutum, sem fyrir kynnu að koma, eru meira að segja með vara-teina í hjólin, ef á þyrfti að halda. Það sem af er ferðinni hafa þau aðeins fengið verulega gott veður I fjóra daga, og einn dag var veðrið svo slæmt, að þau urðu að láta fyrir berast i tjald- inu. Þau hafa hjólað mestan hluta leiðarinnar, en þó fengu þau far frá austanverðum Möðrudalsöræfum til Mývatns, þar sem þau voru um kyrrt i þrjá daga. Þá flutti bill fyrir þau börninaðmestu yfir Vaðlaheiði. Þau láta mjög vel af landan- um, og segja ekkí erfitt að vera Norðmaður á Islandi. Til dæmis var þeim boðið i mat á Akur- eyri i gærkvöldi, til fólks sem þau þekktu ekki fyrir. Helzt fundu þau að þvi að islenzku vegimir væru grófir. Þó hefur aðeins einu sinni sprungið hjá þeim. I gærmorgun hugðust þau halda áfram ferð sinni suður, og áætla að verða i Reykjavik i byrjun næstu viku. Hingað til hefur ferðaáætlun þeirra stað- izt að mestu — þeim hefur að- eins seinkað um einn dag. -MG/SHH-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.