Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Miövikudagur 30. júli 1975.
j cTVIenningarmál
7
Eitt af þvi sem ég
sakna eftir langa dvöl i
London eru litlu
galleriin við Bond
Street, þar sem flæmsk
og itölsk málverk eða
aðrar gersemar eru
öðru hverju dregin
fram til sýningar og
hægt er að skoða þessi
verk i ró og næði, f jarri
ys og þys Oxfords
strætis.
Eina sambærilega stofnunin
hérlendis er Listasafn ASt við
Laugaveg og stendur það galleri
þó feti framar en salirnir við
Bond street, þvi það er laust við
það sterka andrúmsloft fjár-
ur fjallanna þekkjum við, en
Kjarval byrjar á þvi að dreifa
grænum, gulum og rauðum
doppum neðst og næst okkur i
myndinni en síðan hverfa þessir
skæru litir að mestu undir
hrynjandi svarta eða grárra lita
uns myndin er öll undirlögð
dumbungsdagsbirtu. Hraunið
allt verður lifandi grá og grá-
svört kvika og augað fær hvergi
að stansa og slappa af, eldur
fylgir eftir iðandi pensilförun-
um upp i ljósgráan himininn
sem virðist i þann mund að
renna saman i útlinur andlita.
Kjarval getur sannfært okkur
um sannleiksgildi landslags
sins, hversu mörg bessaleyfi
sem hann tekur sér i gerð þess,
— en þetta er hæfileiki sem
flestir núlifandi landslagsmál-
arar eru fátækir af.
Hér má einnig finna tvær önd-
'vegismyndir eftir Jón Stefáns-
son, sjálfsmynd frá 1957 gerðaf
þeirri festu sem Jóni var tom,
Jón Stefánsson: „Sjálfsmynd”
Aðalsteinn
Ingólfsson
rœðir við
listamenn
festingar og brasks sem ein-
kennir hin siðarnefndu. f Lista-
safn ASl koma menn einfald-
lega til að skoða og njóta
margra bestu verka islenskra
málara og á safnið um 300 verk
til að velja úr til sýningar
hverju sinni. Er þess þá gætt að
þreyta ekki áhugafólk um listir
með sýningum sem hanga mán-
uðum saman uppi. Um þessar
mundir eru þar til sýnis um 20
verk næstu sex vikur og vonandi
láta menn það eftir sér að
skreppa þangað á næstunni.
Þar má t.d. sjá einhverjar
bestu myndir eftir Kristján
Daviðsson sem safnið á I fórum
sínum, m.a. „Hrynjandi” frá
1958 sem er óvenjulega einföld
að gerð, bæði i litavali og upp-
byggingu, en er þó ekki laus við
þau sterku amerisku áhrif sem
fylgt hafa Kristjáni frá byrjun,
— i þetta sinn koma þau frá
Clyfford Still.
,,Úr flæðarmáli” frá 1970 er
mynd sem ég hef áður minnst á,
gerð af miklum fitonskrafti og
sýnir vel hver er höfuðstyrkur
Kristjáns sem málara, þ.e.
djúpir og glóandi litir.
Ein frægasta mynd Kjarvals
er einnig hér til sýnis, „Hellis-
heiði ” ca. 1.70 á lengd og 75 cm á
hæð, — og hvílik mynd... Útlin-
en samt ekki með þeirri stifu
upðbyggingu sem einkennir
eldri verk hans, og hin stórfeng-
lega „Dagrenning við Horn-
bjarg” frá 1958—60. Sjálfs-
myndin er án efa ein besta
mynd sinnar tegundar i
islenskri málaralist, ávöxtur
mikillar tæknilegrar reynslu og
sjálfsþekkingar.
„Dagrenning við Hornbjarg”
er ekki auðmelt mynd, strangt
uppbyggð og litir hennar kitla
ekki yfirborðslegt fegurðar-
skyn. Eini lóðrétti stuðull
myndarinnar (sá stuðull sem
jafnan höfðar fyrst til
áhorfanda og tekur hann inn i
myndina) er bjargið sjálft, yst I
horninu vinstra megin en þrir
fjórðu hlutar hennar eru
þrjóskulega ósveigjanlegar lá-
réttar áherslur hafsins og
skýjanna. 1 málverki nýliða
þætti þetta vafasöm myndbygg-
ing og við munum liklega dæma
hann I limbó viðvaninga. En hér
verðum við að taka til greina
ýmislegt annað, pérsónuleika
listamannsins, aldur hans og
feril (þvi myndrýni er sjaldnast
passift ástand) og eftir að við
höfum skoðað myndina aftur og
aftur virðum við hana og njót-
um hennar, þvi við skiljum loks
að sannfæring heillar lifstiðar
ingu Parisarlistar. Manni finnst
að listamaðurinn hefðu lengtum
fremur viljað reyna að tjá sig
með hreinni, linulausri ólgu
litanna.
Loks er hér á Listasafni ASl
sjaldséð sjálfsmynd Júliönnu
Sveinsdóttur frá 1920, þar sem
hún horfir tortryggnum, sér-
meðvitandi augum á okkur, —
og tvær myndir Valtýs Péturs-
sonar, ásamt nýlegri mynd
Eyborgar Guðmundsdóttur
skreyta svo fremsta herbergi
sýningarstaðarins.
Af verkum yngri manna ber
mest á einu besta verki Einars
Hákonarsonar frá 1967,
„Aðþrenging” i nær hetjulegri
stærð og myndefnið er eins og
oft i verkum Einars nokkurs-
konar táknræn krossfesting-
manns ins i vélmenningu nú-
timans. Lestina rekur svo
Hreinn Friðfinnsson með eitt af
kaðalmálverkum sinum, furðu
esþetiskt stykki með erótisku
ivafi, — en Hreinn hefur nú lagt
alla kaðla til hliðar og vinnur á
conceptual máta i Amsterdam.
hefur knúið listamanninn til að
gera hana svona og aðeins
svona kemst hún næst þvi að
vera trú tilfinningu hans gagn-
vart stað og stund.
Tvær stólpamyndir eftir
Scheving hanga hér einnig
frammi, „Á leið til kirkju” frá
1934 og guílfalleg litil mynd sem
nefnist einfaldlega „Hús”. Sú
siðarnefnda gæti verið frá
hvaða ári sem er á ferli
Schevings eftir ca. 1940, þvi
hann gerði alla tið fjölda af
þessum litlu myndum af húsum
eöa uppstillingum innanhúss i
ljósum litum INtlmistanna
Bonnards og Vuillards, og með
samskonar finlegum, snöggum
pensildráttum og þeir. Oft voru
þær formyndir að stórum, flöt-
um myndum en oftast voru þær
samt sjálfum sér nægar, bæði
afþreying og innileg hugsun
fyrir listamanninn.
Seinni myndir Asgrims Jóns
sonar hafa ávallt haft meira að-
dráttarafl fyrir mig en fyrri
myndir hans, og hér gladdist ég
yfir að sjá einhverja mögn-
uðustu oliumynd hans frá seinni
árum, „Skiðadalur” sem hann
vann við allt frá þvi 1949 og
fram til 1957. Hrjúfur express-
jóniskur kraftur er hér i al-
gleymingi og andstætt venju
Ásgrims aðskilur hann ekki bak
og forgrunn skýrt, heldur setur
af stað skáhreyfingu hægra
megin i myndinni sem siðan
gengur i gegnum hana þvera og
endilanga, mögnuð af hrjúfleika
pensilfaranna.
Af eldri mönnum i islenskri
málaralist eru þeir hér einnig
Svavar Guðnason: „Hágöngur”
Þorvaldur Skúlason og Svavar
Guðnason. Fyrri mynd
Þorvaldar er „Komposisjón”
frá 1959, en um það leyti er hann
að kasta hinni rigbindandi
lógisku geómetriu fyrir borð og
er smátt og smátt að kanna
órökræna uppbyggingu for-
manna á fletinum, — kippa und-
an þeim fótunum til að sjá
hvernig þau flygju eða syntu.
Siðari myndin, „Þytur” frá
1966 er svo fullskapað fljúgandi
form i mörgum liðum, en flug
formanna skapar Þorvaldur
einfáldlega með þvi að nota ein-
göngu skálinur og gefa formun
um rúm til að breiða úr sér.
Tvær myndir eftir Svavar
Guðnason eru hér upphangandi,
„Komposisjón” frá 1943 og
„Hágöngur” frá 1947, þar sem
listamaðurinn reynir að þjóna
tvieðli sinu, hinu hömlulausa
litaflóði og strangri beinagrind
linanna og ávallt hefur maður á
tilfinningunni að linurnar séu
eftirþankar, tilslökun við smekk
þess rýnanda sem alist hefur
upp við hina föstu myndbygg-
SUMAR í LISTASAFNI ASI
tl