Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 5
Visir. Mi&vikudagur 30. júll 1975. 5 REUTER AP/NTB í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND Umsjón: Guðmundur Pétursson Mikið skraf í Helsinki Mikill ys og þys er i Helsinki þessa dagana og annasamt hjá þjóðar- leiðtogunum 35, sem þar eru saman komnir til ör- yggisráðstefnu Evrópu. Sjálf ráðstefnan, sem fyllt hefurdálka blaðanna og heilu sið- urnar undanfarin ár, er nú meira og minna horfin i skuggann af ó- formlegu rabbi stjórnmálamann- anna, sem nota tækifærið til skrafs og ráðagerða. Hvarvetna má sjá tvo og þrjá forsætisráðherra og forseta i samræðum, hver og einn að nýta þetta tækifæri til að koma á fram- færi sjónarmiðum og hreyfa við málum — kannski alls óviðkom- andi öryggisráðstefnunni sjálfri. Geimfararnir hressast eftir eiturloftið Bandarisku geimfararnir þrir úr Apollo eru nú loks lausir úr einangruninni, sem þeir urðu af heilsufarsástæðum að sæta eftir geimferðina. Fjölskyldur þeirra hafa nú sameinazt þeim á Hawai, þar sem þeir hvila sig eftir sið- asta afreW Þaö hafði valdið áhyggjum, að þeir höfðu andað að sér eitraðri lofttegund, sem lak inn i geimfar- ið á leið þess til jarðar. En þeir eru sagðir úr allri hættu, þótt þeir þurfi að fara gætilega fyrst um sinn og vera undir umsjá lækna. Raunar telja læknar sig ekki geta verið örugga um afleiðingar eiturloftsins fyrr en að átta vikum liðnum. Finnar hafa haft mikinn örygg- isviðbúnað á flugvellinum i Hel- sinki vegna þess fjölda stór- menna, sem leggja þangað leið sina vegna öryggisráðstefnunn- ar. — Myndin hér við hliðina var tekin andartaki áður en flugvél- in ienti með fyrsta ieiðtogann, sem kom tii Heisinki, en það var Makarios, forseti Kýpur. Sjálf ráðstefnan er eins og stundaskrá, sem einungis er beð- ið eftir að tæmist, og aðaláhuginn á þeim fáu friminútum, sem gef- astámillitilþess að hitta að máli nágrannanna. Svo og svo mikill timi fer i að hlusta á ræðumar, sem fluttar verða, og siðan undir- ritun yfirlýsingarinnar, sem sér- fræðingar hafa haft tvö ár I smið- um — allt formsatriði, sem upp- fylla verður, en þykir ekki liklegt að færi neitt nýtt fram i dagsljós- ið. Fréttamennirnir i Helsinki beina nú augum sinum meira að þvi, hveriir séu að talast við. Hef- ur þaðvakið athygli þeirra, að Ford Bandarikjaforseti og Brezhnev leiðtogi sovézka komm- únistaflokksins, tveir valdamestu menn heims, ætluðu að hittast i morgun. (Eftir að Wilson forsæt- isráðherra Breta hafði snætt morgunverð með Ford). — Það er i annað sinn, sem þeir hittast, Ford og Brezhnev, augliti til aug- litis, en þeir áttu áður fund meö sér I Vladivostok I nóvember 1974, skömmu eftir að Ford kom til embættis. EINRÆÐISHERRA FYRIR RETTI í Aþenu standa nú yfir réttarhöld I máli gegn helztu foringjum hers- ins frá tima herforingjastjórnarinnar. Er þeim öllum gefið að sök landráð vegna byitingar hersins 1967, en það er dauðasök I Grikk- landi.— Myndin hér að ofan er af nokkrum sakborninganna, en standandi t.v. sést Papadopoulus, fyrrum einræðisherra. Union Carbide með 100 verksmiðiur í smíðum Union Carbide/ stórfyr- irtækið/ sem hyggst reisa málmblendiverksmiðjuna i Hvalfirði/ hefur mörg spjót úti. Svona til marks um stærð fyrirtækisins og umsvif geta menn haft upplýsingar, sem komu fram í kaupsýsluritinu ,/International Manage- ment" (maíhefti). Irving fœr að gefa út bók um Howard Hughes Þar er skýrt frá þvi, að Efna- vinnslu- og plastdeild Union Car- bide hafi á yfirstandandi 5 ára-á- ætlun sinni ráðagerðir um að reisa 450 nýjar verksmiðjur i 12 löndum, sem er fjárfesting upp á 2 milljarða dollara. — Áætlað hef- ur verið, að á árinu 1976 verði um 100 þessara nýju verksmiðja komnar vel á veg i byggingu, en að meðaltali hafa verksmiðjur fyrirtækisins verið um 2 ár i smiðum. Kaupsýsluritið greinir frá þvi, að hagur fyrirtækisins sé með miklum blóma og hafi það skilað 530 milljón dala hagnaði i fyrra, en það var 82% hagnaðarauki frá árinu 1973. Arleg sala fyrirtækis- ins óx úr 3,9 milljörðum dollara á árinu 1973 upp i 5,2 milljarða i fyrra. — Af þvi voru um 40—42% sölunnar á vegum Efnavinnslu- og plastdeildar Union Carbide. t viðtali við kaupsýsluritið telur aðalframkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, sem hefur aðalskrifstofur sinar i Bandarikjunum, að þenn- an mikla hagnaðarauka i fyrra megi þakka sparnaði við bygg- ingu nýrra verksmiðja — auk söluhækkunarinnar sjálfrar. Fyrirtækinu hefur tekizt að halda kostnaði við gerð nýrra mannvirkja i lágmarki, og tölu- vert undir kostnaðaráætlun — sem er öfugt við reynslu æði margra. Enda hefur nefnd fram- kvæmdastjóra verið sett til þess starfa eins að fylgjast vel með framkvæmd nýbygginga. Hennar verk er að sjá i tæka tið fyrir örð- ugleika og tafir og leysa úr þvi, áður en tap hlýzt af. Hefur nefnd- in glögga yfirsýn um framvindu þessara nýbygginga allra og gæt- ir þess að samhæfa framkvæmd- ir, þannig að hvergi rekist þar eitt annað á. Getur þó verið um að ræða, eins og i upphafi sagði, 100 nýbyggingar á sama tima i 12 löndum. Rithöfundurinn Clif- ford Irving hefur unnið mál, sem hann höfðaði til að fá leyfða útgáfu á einni frægustu bók sið- ustu árá. Nefnilega fölsun hans sjálfs á sjálfsævisögu marg- milljónamæringsins Howards Hughes. Dómarinn lagði svo út af lögunum, að ekki væri unnt aö banna útgáfu bókarinnar, þvi að slikt væri höft á ritfrelsi. Bókaforlagið, sem á sinum tima keypti útgáfurétt á bók Irv- ings, áður en upp komst, að hún væri fölsun, hafði leitazt við að láta banna útgáfu hennar — jafn- vel sem skaldsögu. En dómarinn sagði, aö út á eitt kæmi, þótt Irving hefði reynt fyrir þrem árum að svindla bók- inni inn á markaðinn sem sjálfs- ævisögu Hughes. Það væri ekki hægt að banna honum að gefa út skáldsöguna. Irving hafði gabbað háa fyrir- framgreiðslu út úr McGraw Hill-forlaginu með þvi að sann- færa forlagið um, að bókin byggð- ist á viðtölum hans við Howard Hughes. Hughes er orðinn þjóð- sagnapersóna, sveipuð dulúð og leyndardómum. Hann hefur ekki sézt á almannafæri i fjölda ára og er sagður halda sig inni við. Allar tilraunir til þess að lita manninn augum hafa farið út um þúfur. Greinir menn á, hvort hann sé raunverulega lifs. En risafyrir- tæki hans starfa enn. Upp komst um Irving, að ævi- sagan væri fals, þegar Hughes hélt blaðamannafund, þar sem hann kom þó ekki fram fyrir augu blaðamannanna, heldur svaraði spurningum þeirra i sima. Sagði Hughes, að bókin væri fals, við- tölin við hann uppspuni og aö hann hefði aldrei gert neinn samning við Irving um skráningu ævisögu sinnar. Irvinh og kona hans Edith voru dæmd íyrir svik. Hjónaband þeirra fór út um þúfur, meðan á fangelsisvistinni stóð og börnum þeirra tveim var komið fyrir hjá öðru fólki. Edith dvaldi skamman tima I fangelsi, áður en hún var látin laus. Irving hefur verið lát- inn laus til reynslu, eftir að hafa afplánaö 17 mánuði af 30 mánaða fangelsisdómi. Rithöfundurinn Ciifford Irving. Engin göt á buxunum Vitnaleiðslur standa nú yfir í máli blökkustúlk- unnar Joan Little í Ral- eigh í Bandarikjunum, en hún er ákærð fyrir morð á fangaverði sinum og flótta úr fangelsi. Sjálf segir þessi 21 árs gamla afbrotastúlka, sem var að af- plána dóm vegna þjófnaða, að hún hafi drepið vörðinn i sjálfsvörn, þegar hann kom inn i klefa hennar og ætlaði að nauðga henni. Komið var að verðinum látn- um' liggjandi á gólfi klefans buxnalaus. Læknir skýrði réttinum svo frá i gær, að læknisrannsókn hefði leitt i ljós, að fangavörður- inn (hvitur maður) hefði nýlega haft kvnmök fyrir dauða sinn. — En Little hefur sagt, að vörður- inn hafi ekki komið fram vilja sinum við hana. Fangavörð- urinn (62 ára) fannst stunginn 11 stungum með is-sil. Tvær stungur voru á þjóhnöppum hans, en buxur hans, sem fund- ust hjá honum, voru með engum slikum ummerkjum. Sillinn, sem varð veröinum að bana, fannst i hendi hans sjálfs. Sagði læknirinn, sem rannsak- aði likið, að hinn látni hefði haft fast tak á silnum, og var þó ekk- ert farinn að stirðna, þegar að var komið. Mál þetta hefur vakið feikna athygli i Bandarikjunum, og sakborningurinn nýtur tölu- verðrar samúðar meðal þeirra, sem berjast fyrir jöfnum rétt- indum blökkufólks á við hvita. Einnig hafa kvenréttindasam- tök tekið upp hanzkann fyrir Little.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 170. Tölublað (30.07.1975)
https://timarit.is/issue/239155

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

170. Tölublað (30.07.1975)

Aðgerðir: