Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 16
Miövikudagur 30. júli 1975. Taka nýja heyköggla- verksmiðju í notkun Ein stærsta heykögglaverk- smiöja hér á landi verður tekin i notkun i næstu viku. Heyköggla- verksmiðjan er staösett að Flatey á Mýrum i Austur-Skaftafells- sýslu. Áætluð framleiðsla er um tvö þúsund tonn af heykögglum á ári. Búið er að sá grasfræi i 190 hektara, en grænfóðri i 160 hekt- ara. —HE Restaurant Sesar — nafnið á nýja skemmtistaðnum Veitingahúsið Ármúla 5 hefur fengið nafn. Haldin var hug- tnyndasamkeppni i þvi skyni og kom þar fram tillagan „Restaurant Sesar” sem mönnum leizt bezt á. Á þessum nýja stað ætti þvi fólki, scm komið er yfir þann aldur, scm sækir Sigtún og Klúbbinn, að gcfast kostur á einhverju við sitt hæfi. Eigendurnir munu þó ails ekki hafa i hyggju að koma upp einhverjum þröngum ald- urshóp scm heimsæki staðinn. Þeir leggja áherzlu á, að fólk, sama á hvað aldri það er, eigi að geta fundið sig þarna. —B.A. Ákvörðun í rit- stjóramálinu á nœstu dögum Ingintundur Sigfússon var endurkjörinn stjórnarfor- maður Reykjaprents h.f. á stjórnarfundi félagsins i gær- dag. Reykjaprent gefur út daghlaðið Visi. Aðspurður um ritstjóramál Visis sagði Ingi- mundur, að búast mætti við, að stjórnin léti eitthvað frá sér heyra uin það mál á næstu dögum, en á þessu stigi máls- ins vildi hann ckki tjá sig meira um það. Stjórn Reykjaprents skiptir þannig með sér verkum : Ingi- mundur Sigfússon, formaður, Guömundur Guðmundsson, varaformaður, Þórir Jónsson, ritari, Sveinn Eyjólfsson og Gunnar Thoroddsen, með- stjórnendur. i varastjórn sitja þeir Hörður Einarsson og Sig- fús Sigfússon. —ÓT— Mammo og pabbi koma líka í skólagarðana Þeir voru iðnir við að reyta arfann, krakkarnir I skólagörð- unum, þegar Visismenn bar að garði I gær. Sumir voru að taka upp radisur, þvi nú er einmitt Þær eru systur og heita Liija og Kristin Gunnarsdætur. Lilju fannst skemmtilegast að rækta blóm, en Kristinu finnst allt skemmtilegt. radisutimi. Annað grænmeti var ekki fullvaxið, þvi græn- metið er að minnsta kosti hálf- um mánuði á eftir, hvað þroska snertir i ár. Krakkarnir i skólagörðunum eru 213 að tölu, bæði stelpur og strákar. A vorin, þegar skólagarðarnir hefja starfsemi sina, er byrjað á þvi að úthluta krökkunum skika þar sem búið er að mæla fyrir beðum. Siðan verður hver krakki að gera götur. Þegar þvi er lokið, setja þau niður kartöflur, kálplöntur og rófur, en sá fyrir radisum, salati, næpum og spinati. Einnig gróðursetja þau falleg blóm, eins og stjúpmæður og fjólur. Krakkarnir fá lánuð öll verk- færi, sem þeir þurfa að nota hjá verkstjórunum, sem eru fimm sætar stelpur. Hálfsmánaðarlega gefa svo verkstjórarnir einkunn fyrir garðana. Hæst er gefið tiu, en lægsta einkunn er sex, en flestir eru með milli 7 og 8 i einkunn. Sögðu verkstjórarnir að sum- ir krakkanna væru mjög dug- legir. Þeirkæmuá hverjum degi ognostruðu timunum saman við garðana. Aðrir væru hálfódug- legir, svo að hringja þyrfti i þá og veita þeim áminningu. Stundum koma foreldrarnir með börnunum til þess að hjálpa þeim svolitið við garð- ræktina, væri það þó einkum á haustin, þegar uppskeran stendur sem hæst. Það kemur fyrir, að stolið er úr görðunum, eða þá eyðilagt fyrir krökkunum með þvi að slita upp grænmetið og kasta þvi á við og dreif. Sögðu verk- stjórarnir, að þarna væru að verki bæði krakkar og fullorðnir. —HE Þær eru verkstjórar þessar og heita f.v. Dagmar Lúðviksdóttir, Guðrún Jakobsen og Þórunn Valdimarsdóttir. Þegar Ijósmyndarinn smeliti af þessari mynd voru þær I mat og notuðu lika timann til að sleikja sólskinið. Ljósm: —Bragi. Svona á Torían að líta út Tvœr sýningar um húsfriðun í Norrœna húsinu: A morgun, fimmtudag, verða opnaðar tvær sýningar I Norræna húsinu. Báðar fjalla þær um svipað stef, en önnur er Islenzk, hin norræn. íslenzka sýningin er á vegum Þjóðminjasafnsins, Norræna hússins og Torfusamtakanna, i tilefni af húsfriðunarári Evrópu. Þar er sýndur arfur okkar i húsagerð, þróun timans og hvernig farið er með þann arf, sem við eigum á þessu sviði. Hörður Ágústsson, listmálari, hefur undirbúið sýninguna I samráði við þjóðminjavörð, og honum til hjálpar er Jón Arnar, nemi i húsgagnaarkitektúr. Þessi sýning er i fremri saln- um i Norræna húsinu, en i þeim innri er norræn sýning, sem send var hingað og fjallar um timburhúsabyggð i bæjum. Þar verður jafnframt i gangi sýn- ingarvél fyrir litskyggnur, sem sýnir myndir meðan sýningin stendur. —■ SHH Hefur þú komið i portið, sem sést hér á myndinni? Þá máttu ekki vera mikið yfir tvo senti- metra á hæð, þvi þetta er módel af Bernhöftstorfunni, eins og hún gæti verið, væri hcnni hald- ið við. Likanið er meðal sýnis- gripa á islenzku húsfriðunar- -sýningunni i Norræna húsinu.— HLJÓMLEIKAR í GÖNGUGÖTU — Change leika í klukkutíma Það ætti að verða liflegt I Austurstrætinu á morgun. Þá verður bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung að halda hljómleika á göngugötunni. „Þetta er tilraun hjá okkur, svo sjáum við hvað setur,” sagði Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, en það er einmitt það fyrirtæki sem stendur að nýjunginni. Hljómsveitin Change mun leika I götunni i klukkutima, eða frá klukkan fjögur til fimm. Ekki er alveg ákveðið hvar hún verður staðsett, en hún verður þó i nágrenni Lækjartorgs. Þetta er gert i samráði við borgaryfirvöld, og leyfi hefur fengizt frá lögreglu. Guðlaugur sagði að þetta hefði verið lengi á döfinni, en það verður gaman að vita hvað kemur næst.... —EA Urho Kekkonen Finnlandsforseti tók á móti forsætisráöherra tslands.Geir Hallgrimssyni, á flugvellinum I Helsinki í gær. — Kekkonen forseti setti öryggismálaráðstefnuna kl. 10 i morgun. Öryggisrúðstefnan: HÓFST í MORGUN Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, er meðal þeirra 35 þjóðarleiðtoga, sem komnir eru til Helsinki tii að sitja þar öryggismálaráðstefnuna. Þegar forsætisráðherrann sté úr flugvélinni i Helsinki i gær, eftir viðkomu i Kaupmannahöfn (þar sem sendiherrarnir Einar Benediktsson og Guðmundur t. Guðmundsson slógust i för með honum), tók Urho Kekkonen Finnlandsforseti á móti honum. Kekkonen forseti setti öry ggismálaráðstefnuna i morgun kl. 10. — En á mælenda- skrá i dag eru 9 ræðumenn. Fyrstur ræðumanna verður Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, en Geir Hallgrimsson forsætisráðherra verður þriðji ræðumaður. Þegar dregið var um, i hvaða röð leiðtogarnir stigju i ræðustól inn og hver skyldi sitja i forsæti ráðstefnunnar, kom upp hlutur fulltrúa Páfagarðs (sem er sjálfstætt riki i rikinu á ttaliu) og stýrir hann fundum. (Hins vegar varð hann siðastur á mælendaskrá, sem hefur orðið gamanmál hinna spaugsamari i Helsinki. Þykir þeim sannast þar, að „þeir fyrstu verði sið- astir! ”) - GP

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 170. Tölublað (30.07.1975)
https://timarit.is/issue/239155

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

170. Tölublað (30.07.1975)

Aðgerðir: