Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 2
2 vísiRsm: — Finnst þér ferðamenn setja svip á borgina? Friörik Lindberg, yfirsimverk- stjóri: „Já, nokkuð. Það er gaman að fá gesti annars staðar frá eins og okkur finnst gaman að vera gestir i öörum löndum.” Anna Björg Eyjólfsdóttir, banka- mær: ,,Já, mér finnst það. Ég vinn við Hafnarstrætið og sé oft stóra hópa af ferðamönnum ganga fram hjá. En stundum vor- kenni ég þessu fólki, þegar mikil rigning er, þá virðist það svo um- komulaust.” Asgeir Guðmundsson, nemi: ,,Já, mér finnst mikil tilbreyting að hafa þá, þótt sumir þeirra séu svolitið skitugir. Sigfús Styrkársson, banka- maður: ,,Mér finnst ekki ferða- menn setja meiri svip á borgina nti en undanfarin sumur. Einnig finnst mér þeir ekki skera sig mikið úr hinum almenna islenzka borgara. Jenni Guðjón Axelsson, vinnur hjá smjörlikisgerðinni: ,,Mér finnst ferðamenn lifga borgina upp. Þeir eru til dæmis miklu frjálslegri i klæðaburði en fs- lendingar almennt.” Ilalldóra llallgrimsdóttir, vinnur á ferðaskrifstofu: ,,Mjög svo. Mér finnst anzi mikið af ferða- mönnum i sumar. Þeir eru ákaf- lega alúðlegir og gaman að fá þá i heimsókn. Visir. Miðvikudagur 30. júli 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Hvílíkur staður/# þessi nýi grafreitur í Fossvogskirkjugarði Ein hneyksluð hringdi: „Það var verið að jarða gamla frænku mina i Fossvogs- kirkjugarðinum. Hvilikir staðir, sem þessir nýju grafreitir eru Ekkert gras, bara eitt stórt moldarflag með krönsum og blómum hent upp á leiðin af ein- hverju handahófi. Af hverju er ekki ræktað gras þarna eins og ég veit til að gert er i kirkjugarðinum i Hafnar firði? Ekki myndi ég vilja vera grafin i svona ösnyrtilegum grafreit. Það væri meira haft við, ef þetta væru leiði gæludýr- anna.” HRINGIÐ ÍSÍMA 86611 „Þið sem ekkert hofið oð gera — — takið á móti lyklabörnunum", Guðrún Jóhannsdóttir hringdi: „Við vorum hérna nokkrar stöllur saman á laugardags- kvöldið og vorum að undra okk- Þau eru mörg börnin, sem betur fer, sem ekki þurfa að hafa lykilinn um hálsinn. Síöan hvenær er þaðekkert starf aö Hta eftir börnum? ur á þvi, hvað Rauðsokkar hafa komizt langt með blaðaskrif. Það er ekkert nýtt, að það heyr- ist i þeim i Þjóðviljanum en hvaðum Moggann! Það er orðin heil siða helguð þeim i viku. Hvers eigum við húsmæður eiginlega að gjalda? Mér er ekki grunlaust um, að þær útivinn- andi öfundi okkur af þvi að geta veriðheima og hugsað um börn- in okkar og heimilið. Að minnsta kosti ein úr okkar hópi þarna um kvöldiö, sem er fráskilin, sagðist gjarnan mundu vilja vera heima hjá sér og geta sinnt þvi, sem þar þarf með. Það átti vist að vera fyndið i Morgunblaðinu á laugardaginn um miðaldra konuna, sem búið hefur I sveit allan sinn búskap og sagði, er hún var spurð, hvernig henni likaði: „Það fer ágætlega um mig. en skelfing er þetta tilgangs- laust lif. Að fara á fætur á morgnana og gera ekkert annað allan daginn en innanbæjar- verkin”. Má ég leyfa mér að benda á eitt verðugt starf fyrir sveita- konuna og eins allar þær, sem ekkert hafa að gera. Það er að hugsa um hin svo- kölluðu lyklabörn. Ef einhver skyldi ekki vita hvað er átt við með lyklabörn, þá eru það börn- in með lyklana um hálsinn sem koma heim að tómum kofanum, þvi að mamma þarf eða vill vinna úti og það er enginn heima til að taka á móti þeim. Til hvers? Maturinn stendur á borðinu og fötin til skiptanna eru á rúminu. Jú, þau vantar „bara einhvern” til að tala við.” Á.R. hringdi: ,,Viggó Oddson í S-Af- ríku skrifar heilmikinn pilstil í lesendadálk Vísis um slæma hegðun hunda í útlandinu. Meðal annars þá ku þeir míga utan í ný- bónaða bíla, sem er náttúrlega alveg hróplegt athæfi og vanvirðing við blikkbeljurnar. Mig langar aðeins að koma því að í framhaldi viðslæma reynslu Viggós af hundum i Afriku og víðar, nokkru sem ég las í ítalska blaðinu O Tempora O Mores, sem gefið er út í Pisa. Þar segir, að vísindamenn hafi loksins komist að niðurstöðu um það, hvað valdið hefur því, að turn þar í borg ( það er að segja Skakki turninn í Pisa) hallast alltaf meir og meir ár frá ári. Hundar hafa nefnilega alla tíð migið utan i hann. Og svona litur skakki turninn i Pisa út. En af einhverri óskiljan- legri ástæðu, (ég vil leyfa mér að segja af hreinni skemmdarf ýsn) alltaf migið á sama stað eða sömu megin, þannig að aldalangur flaumur hundahlands er búinn að skemma þarna jarðveg- inn, svo að turninn er nú að falli kominn. Snjallir menn hafa nú girt fyrir öðrum megin, þannig að hundunum er beint að öðrum stað og eru batamerki þegar komin í Ijós. Hér í Reykjavík er það nú mál málanna, hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu i Strassburg tek- ur á málinu. Verði það hundavinum í hag, verð- um við góðir Reykvíking- — Loksins, ó loksins kemur skýringin ó skakka turninum í Pisa ar, hundavinir og óvinir, að láta hina dýrkeyptu reynslu þeirra i Pisa okk- ur að kenningu verða með því að verja okkar fallega Hallgrímsturn með öllum tiltækum ráðum. Við ætt- um þá að geta áhyggju- laust horft á eftir hunda- skaranum þegar hann ryðst um Skólavörðu- holtið alveg í spreng." ALLT HUNDUNUM AÐ KENNA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.