Vísir - 07.08.1975, Side 1

Vísir - 07.08.1975, Side 1
Póstur og sími og skyldusparnaðurinn: Eiga að greiða 800 þús. í drúttarvexti Póstur og slmi hefur nú greitt til Húsnæðismálastjórnar skyldusparnað þann, sem gjald- dagi var á 25. júli. Greiðslan var innt af hendi nú á þriðjudags- morguninn. Hér mun hafa verið um að ræða um 120 milljón króna greiðslu sem dróst að borga. Á þessa upphæð leggjast nú 2% dráttarvextir á mánuði, sem samsvarar um 800 þúsund krón- um fyrir þessa tiu daga. Veðdeild Landsbankans, sem sér um innheimtuna, hefur enn ekki reiknað út nákvæma upphæð dráttarvaxtanna og hafa þeir þvi eigi verið inntir af hendi. -JB. Jóhannes búinn að skrifa undir fullyrða dönsku blöðin • f — S|0 íþróttaopnu Eiturlyfin kosta USA 10 milljarða órlega — sjó bls. 4 • NÚ MEGA REFUR OG MINNKUR VARA SIG — því veiðióhugin hefur aukizt — sjó baksíðu Eru mólin skyld? Sextiu og fimm ára gamali maður situr nú I gæzluvarð- haldi I Kópavogi vegna um- fangsmikilla kynferðisaf- brota. Að sögn fulitrúa bæjar- fógeta i Kópavogi hafði lög- reglan haft afspurnir af af- brotum mannsins áður en kom til rannsóknar á máli 16 ára pilts, er fannst látinn i Sund- laug Kópavogs á laugardags- morgun. Sögur hafa hins veg- ar gengið um það, að mál þessi væru skyld. Lögreglan vili hvorki játa né neita, að málin séu skyld á einhvern átt. Þeim fjölgar nú stöðugt, sem yfirheyrðir hafa verið vegna kynferðisafbrotamáls- ins, en að svo komnu máli tel- ur lögreglan ekki eðlilegt að frekari upplýsingar birtist um málið. — JB Tveggja sœfa vél nauðlenti við ósa Lagarfljóts Eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Cessna 150 nauðlenti við ósa Lagarfljóts i gær- kvöldi. Vélin stakkst fram yfir sig og á hvolf. Tveir menn voru i vél- inni og sakaði ekki. Þeir þurftu hins vegar að vaða yfir Jökulsá á Brú og það tók þá um tvo tima að komast til byggða. Ekki tókst blaðinu að fá upp- lýsingar um orsök nauð- lendingarinnar, en hana bar svo brátt að, að ekki vannst timi til að senda út neyðarkall. Flugturninn á Egilsstöðum gerði þvi ráð- stafanir til leitar, þegar óeðlilega langt var siðan samband náðist við vélina — og fóru bátar frá Vopnafirði og leitarflokkar á landi voru einnig komnir af stað. Vélin var á leið frá Egilsstöðum við Vopnafjarðar. Þegar hún kom til Vopnafjarðar, var svo mikil þoka, að mennirnir tveir treystu sér ekki til að lenda. Þeir eru báð- ir flugmenn, annar þeirra frá Flugfélagi Austurlands. Þeir sneru þvi aftur til Egilsstaða og það var á leiöinni til baka, sem óhappið varð. —BA/ÓT. „Höfðu ótrú ó okkur fyrst" Systurnar Helga og Sigrún Bragadætur voru önnum kafnar við að þrifa. Þetta er erflðlsvlnna vinna og góð”, sögðu þær. Ljósm: Bragi. — vaska borð við höfnina og fó stundum 30 þúsund fyrir vikuna „Jú, þeir virtust sumir hverj- ir hafa ótrú á okkur til að byrja með, en þeir eru orðnir vanir okkur núna,” sögðu þrjár hressilegar stelpur, sem við hittum niðri við höfn i gær. Þær voru þar ekki á neinni skemmtigöngu heldur i hörku vinnu. Þær voru að visu I pásu þegar Visismenn bar að, en hún var stutt. „Við erum hérna að vaska borð,” sögðu þær, um leið og þær bundu á sig svuntur og settu upp hanzka. Siðan var tekið til. „Jú, þetta er erfið vinna, en þetta er annað sumarið sem við erum i þessu. Þetta er útivinna og okkur likar hún vel”. Sigriður Jóhannesdóttir, Helga Bragadóttir og Sigrún Bragadóttir kváðust þær heita, og þær tvær siðarnefndu eru reyndar systur. Þær sögðust vera við nám i Kennarskólan- um, en Sigriður var að ljúka gagnfræðaprófi. Þetta er erfiðisvinna sem þær standa i, en launin verða lika stundum þokkaleg. 30 þúsund krónur geta þær fengið fyrir vikuna. Vinnutiminn er lika frá 8-7 alla daga, nema um helgar. Stundum er þó unnið á laugar- dögum. Og þar með var eins gott að forða sér svo við yrðum ekki fyrir borðunum, sem var verið að flytja til stelpnanna. — EA Bílaútsala varasöm? — sjó baksíðu um '76 módelin, sem verða dýrari „Við sáum ekki ástæðu til að flytja inn bfla á nýju verk- smiðjuverði á þessu ári, þegar verið er að auglýsa bila á niðursettu verði, þ.e. bila af árgerð 1974,” sagði bila- innflytjandieinn hér I borg, og fleiri tóku undir með honum. v Bilategundirnar, sem hér var um aö ræða, voru einkum Chevrolet, Ford og Vauxhall. Sögðu bílasalarnir, að þegar bflar væru látnir standa lengi óhreyfðir, gæti ýmislegt i þeim eyðilagzt. 1 reglum um bila ýmissa umboða, eru ákvæði um það, að hreyfa verður bilana að minnsta kosti á tveggja mánaða fresti, meðan þeir standa enn óseldir i vörugeymslu. Þvi miður er oft svo þröngt I vöru- geymslunum hérna, að ekki er mögulegt aðhnika bilunum til, að sögn bilainnflytjendanna. Við höfum þó heyrt um þó nokkur tilfelli, þar sem þessir bilar, af árgerö 1974, hafa verið seldir á niöursettu veröi, og eftir smá keyrslu hafa þeir svo að segja hruniö niður,” sagði einn bilasalinn. -HE.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.