Vísir - 07.08.1975, Side 3
Vtsir. Fimmtudagur 7. ágúst 1975
3
Samstarf
við Norður-
landaþjóð-
irnar um
landkyn-
ingar
hefjast
1. jan. 1976
„Þaö hefur enn ekki verið aug-
lýst eftir starfsmanni”, sagði
Björn Vilmundarson, forstjóri
Feröaskrifstofu rikisins. En um
næstu áramót mun island á nýjan
leik taka þátt i landkynningar-
samstarfi með hinum Norður-
löndunum. Þátttöku i þessu sam-
starfi var hætt fyrri hluta vetrar
1974, þar sem það þótti of dýrt. Þá
þurfti ísland að greiða 10% af
grunnkostnaði og voru það 20.000
dollarar. Þá þurfti að halda ein-
um starfsmanni uppi.
Björn kvað hin Norðurlöndin
hafa verið mjög óánægð með það,
að island skyldi draga sig út úr
skrifstofuhaldinu. í júnllok var
siðan gengið frá mun hagstæðari
samningum fyrir íslendinga. Þeir
munu aðeins þurfa að greiða 1%
af grunnkostnaði, sem munu vera
um 150 þúsund islenzkar krónur.
En siðan mun Ferðaskrifstofan
þurfa að ráða sérstakan starfs-
mann, sem hún greiðir laun.
— BA —
Lifði af
9 metra
fall
Háseti að störfum um borð i
Helgafelli féll á niunda metra
niður um lestarlúgu, er skipið var
að sigla út Eyjafjörð i gærdag.
Þegar var snúið til Akureyrar á
ný og tók siglingin þangað með
hinn slasaða mann um 20
minútur.
Hásetinn var að vinna við að
leggja trélúgur yfir auðar lestar
skipsins, er hann féll aftur yfir sig
og niður I neðstu lest. Hann hand-
leggsbrotnaði, skaddaðist á öxl og
hlaut áverka á höfði. Hann liggur
nú á sjúkrahúsinu á Akureyri.
-JB.
30 hvölum
fleira nú
en í fyrra
Hvalveiðin hefur gengið vel
það sem af er, og i morgun,
þegar við höfðum samband
við Hvalstöðina I Hvalfirði
voru 275 hvalir komnir á land.
Þar af komu tveir í morgun og
vitað var af tveimur bátum á
leiðinni i land með 6 hvali
samtals.
A sama tima I fyrra voru
hvalirnir um 30 færri, en þá
hófstsú vertíð nokkru fyrr en I
sumar.
Af þeim 275 hvölum, sem nú
eru komnir i land, eru 224
langreyðar, 6 búrhvalir og 45
sandreyðar.
-EA.
Forsetinn á Íslendingahótíð:
Sérkennilegt að koma inn í
íslenzkt umhverfi í Kanada
„Það er erfitt að
segja. Það mætti fyrst
og fremst nefna það, að
sjá þennan mikla
mannfjölda hér, sem
annað hvort eru ís-
lendingar eða meira og
minna af islenzkum
ættum”.
Þetta sagði forseti Islands, hr.
Kristján Eldjárn, er við hringd-
um til hans I Winnipeg I gær og
spurðum, hvað hefði haft einna
mest áhrif á hann i ferðinni
vegna 100 ára afmælis ís-
lendingabyggðar i Kanada.
Hann er i alla staði hinn ánægð-
asti með ferðina. Hann sagði, að
þátttakan I hátiðahöldunum á
Gimli hefði verið stórkostleg.
Eins hefði veriö sérkennilegt að
koma inn i islenzkt umhverfi
svo ákaflega viða I Kanada og
það hve mikinn áhuga fólkið
hefði á þvi að halda upp á sitt is-
lenzka þjóðerni, þótt það væri
Kanadamenn.
Þá ræddi hann um þá miklu
athygli, sem hátiðin hefðu vakið
i Kanada. Margar hamingju-
óskir hefðu borizt og ýmis góð
orð og ummæli hafa komið frá
háttsettum Kanadamönnum.
Þeir hafi sýnilega gefið þessu
gaum.
Ekki hefur heldur þurft aö
kvarta um veður. Alltaf sólskin
— og hitinn alveg mátulegur.
Forsetinn og forsetafrúin,
Halldóra Eldjárn, eru nú komin
til Vancouver. Meiningin er svo,
að þau komi heim á sunnudag-
inn.
— EVI —
Þeir virtust vera aðkoma beint af flugvellinum sumir hverjir, sem mættu inn í Laugardaishöll seinni partinn
í gær. Það var nefnilega verið að setja Kristilega stúdentamótið, Reykjavík 75.
Af öllum þeim fjölda, sem sækir mótið frá Norðurlöndunum, eða um 1200 manns, eru ekki nema 160 Islend-
ingar. Um lOOaf þeim verða svoaðvinna viðýmsa hluti á meðan á ráðstefnunni stendur.
Flugleiðir hafa haft nóg að gera, og sumir komu með plastpoka og annan farangur með sérvið setninguna.
Mótið var sett klukkan fjögur. Um kvöldið og næstu kvöld verða svo samkomur, opnar öllum.
Það má því búast við, að þétt verði setið í Höllinni til 12. ágúst. -EA/ljósm. Bragi.
Aurarnir fóru
í einbýlishúsin
Ástæðan fyrir þvi að
Einhamar og ýmis
önnur byggingafélög
hafa ekki fengið lóðir
til að byggja á
fjölbýlishús er sú, að
svo miklu fé hefur i ár
verið varið i lóðir fyrir
einbýlishús að ekki eru
til byggingahæfar fjöl-
býlishúsalóðir, sem
hægt er að láta þau
hafa.
Jón Kristjánsson, skrifstofu-
stjóri borgarverkfræðings, tjáði
Visi, að til væru hverfi fyrir fjöl-
býlishús, sem væru svo gott sem
skipulögð, en fjárskortur stæði i
vegi fyrir að hægt væri að gera
þau byggingarhæf.
Jón sagði, að_ i fyrrahaust
hefði verið ákveðin sú leið, að i
sumar yrði unnið að einbýlis-
húsum og hefði þvi handbært fé
farið i þau,en fjölbýlishús þá
orðið útundan. Hann sagði enn-
fremur, að 1974 hefðu ekki verið
unnin nein einbýlishúsahverfi,
aðeins fyrir raðhús og fjölbýlis-
hús. Svipað fyrirkomulag hafi
verið 1973, en þá hafi þó verið
— Og því fó
Einhamar og
önnur
byggingafélög
ekki
fjölbýlishúsalóðir
nokkuð unnið að einbýlishúsum,
þótt me'ra fé færi i hitt.
Jón tók fram, að hlutfall fjöl-
býlishúsa væri mun hærra i
Reykjavik en nágranna-
byggðarlögunum. Þar væri
meira byggt af einbýlishúsum
en I höfuðborginni, hlutfalls-
lega.
Þá gat hann þess, að ibúðum
hefði fjölgað mun meira á
undanförnum árum en fólks-
fjölgun nemur. -ÓT
Lögreglustjóraembœttið ó Keflavíkurflugvelli:
Gróusagan ó enga
stoð í veruleikanum
Enn virðist orðrómur-
inn um gifurlegan gjald-
eyrisinnflutning út-
gerðarmanns nokkurs á
Suðurnesjunum ganga
manna á milli.
Staðlausir stafir hafa
hermt, að toll- og lög-
regluyfirvöld á Kefla-
vikurflugvelli hafi gripið
umræddan mann með
mikið magn gjaldeyris i
fórum sinum, er hann
kom til landsins fyrir
nokkru.
Af þessu tilefni hefur lögreglu-
stjóraembættið á Keflavikurflug-
velli sent frá sér eftirfarandi yfir-
lýsingu:
— Að gefnu tilefni vegna
itrekaðra fyrirspurna um þann
orðróm, að tollgæzlan eða lög-
gæzlan á Keflavikurflugvelli hafi
haft afskipti af íslenzkum feröa-
manni viö komu hans til landsins
um Keflavikurflugvöll vegna
ólöglegs flutnings á erlendum
gjaldeyri, þykir rétt að árétta aö
atvik það, sem fyrrgreindur
orðrómur fjallar um, hefur ekki
átt sér stað á Keflavikurflugvelli.
-JB.