Vísir - 07.08.1975, Page 6

Vísir - 07.08.1975, Page 6
6 Vfsir. Fimmtudagur 7. ágúst 1975 vísrn Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi:. y Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Þorsteinn Pálsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúii G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Orð og athafnir í mörg undanfarin ár og jafnvel i áratugi hafa menn i orði kveðnu verið um fátt jafnsammála eins og það að hafa hemil á verðþenslunni i þjóð- félaginu. Segja má, að verðbólgan hafi þannig verið rauði þráðurinn i öllum stjórnmálaumræð- um i áraraðir. Stjórnmálaflokkar og hagsmuna- samtök af ýmsu tagi hafa keppzt við að sam- þykkja ályktanir gegn verðbólgunni. Allur þessi góði vilji hefur á hinn bóginn komið fyrir litið, svo sem raun beri gleggst vitni um. Nú er svo komið, að við erum i hópi þeirra þjóða, sem búum við langsamlega mesta verðbólgu. Eins og málum er komið, hljótum við að standa frammi fyrir alvarlegri hættu, ef þróunin snýst ekki við. Það er svo ærið umhugsunarefni, hvers vegna. mál skipast á þennan veg, þegar allir stjórn- málaflokkar, bæði i stjórn og stjórnarandstöðu, lita á það sem höfuðverkefni sitt að draga úr verðþenslunni. Ástæðan er eflaust sú, að i raun og veru eru menn almennt ekki reiðubúnir til þess að vikja frá verðbólgustefnunni. Hagsmunasam- tökin knýja hvert fyrir sig á um aðgerðir, sem leiða til aukinnar verðþenslu, þegar á heildina er litið. Stjórnmálaöflin hafa siðan aldrei verið nægjanlega sterk til þess að spyrna við fæti, svo að um munaði. Nærtækt dæmi er þróun launa, þegar borin er saman hækkun kaupgjalds i krónum talin og hækkun ráðstöfunartekna i raun. Þannig hækk- uðu laun i krónum á tiu ára timabilinu frá 1963 til 1973 um það bil 600%. Raunverulegar ráðstöfun- artekjur hækkuðu hins vegar ekki á þessum tima nema um 50%. Skattahækkanir og verðþensla hafa étið upp mismuninn. Inn i þessu dæmi er ekki hin öra verðbólguþró- un tveggja siðustu ára. En þessar einföldu tölur varpa skýru ljósi á það, hversu takmarkaðan ár- angur það ber að semja um laun, sem ekki er til innistæða fyrir. Bætt lifskjör hljóta að haldast i hendur við aukna verðmætasköpun i þjóðfélag- inu. Hækkanir i krónum verða gagnslausar, ef þessa er ekki gætt eins og dæmin sanna. Launþegasamtökin eru i eilifu kapphlaupi hvert við annað. En þegar til lengdar lætur ber þessi stefna ekki þann árangur, sem til er ætlazt. óðaverðbólga — eins og við höfum búið við að undanförnu — kemur með mestum þunga niður á þeim, sem búa við erfiðust kjör i þjóðfélaginu. Mönnum ætti þvi að vera farið að skiljast, að það er miklu mun vænlegra til árangurs að fara hæg- ar i sakirnar og huga meir að raunverulegum kjarabótum. Á móti böli verðbólgunnar kemur svo hitt, að við höfum sneitt hjá atvinnuleysi, en það hefur fæstum nágranna- og viðskiptaþjóðum okkar tek- izt að undanförnu. í öðru lagi hefur verðbólgan hjálpað mörgum að koma sér þaki yfir höfuðið. Flestum er þó ljóst, að verðþensluhugsunarhátt- urinn, sem gegnsýrt hefur þjóðfélagið, er hættu- legur og getur jafnvel stefnt lýðræðislegum stjórnarháttum i tvisýnu. Það er þvi timi til kominn, að menn breyti orð- um i athafnir og vinni af heilum hug að þvi að stemma stigu við verðþenslunni. í þeim efnum þarf hver og einn að lita i eigin barm. Dick Nixon á aö hlýöa, fullur áhuga á stjórnmálum og öllu þvi sem er að gerast.” Barry Goldwater og fleiri hafa vakiö máls á þeim möguleika, að Nixon mundi einn góöan veöur- dag eiga afturkvæmt i stjórn- málalifið og koma þá fram sem einn af eldri stjórnvitringum Repúblikanaflokksins. Fréttaritið „TIME” haföi eftir Nixon, sem hann átti aö hafa sagt Kona Nixons, Pat, hefur veriö honum stoö og stytta I veikindum hans. við einn gesta sinna nýlega: „Okkar dagur mun koma aftur.” En hins vegar hefur ekki orðið vart opinberlega við neinar sér- stakar undirtektir stjórnmála- manna Repúblikanaflokksins, að þeir hafi hug á þvi að tefla Nixon aftur fram i fylkingu sina. Heyrzt hefur, að Nixon hafi þegar fengið 350 þúsund dollara fyrirframgreiðslu hjá útgáfu- fyrirtæki einu i New York fyrir væntanlega ævisögu sina. Menn ætla, að hún muni færa honum 2 milljónir dollara i tekjur, svo að honum ætti að vera sæmilega borgið fjárhagslega. Kona hans, Pat, hefur staðið við hlið manns sins i öllum hans þrengingum og helgar sig þvi að , hjálpa honum að komast til heilsu aftur og gæta þess, að hann fylgi J ráðum læknanna i einu og öllu. Nixon hefur sézt oft á fprli i garðinum hjá húsi sinu i San Clemente, og stundum hefur hann brugðið sér i gönguferðir um bað- ströndina og blandað þar geði við baðstrandargesti. Sýnist mönn- um hann hafa braggazt furðan- lega, og ekkert likur þvi, að hann hafi legið helsjúkur fyrir nokkr- um mánuðum. Mesta hneykslunaraldan, sem fór um fólk, eftir að Watergate- bólan sprakk, virðist nú vera far- in að hjaðna. Eitt af fyrstu emb- ættisverkum Geralds Fords, arf- taka Nixons i forsætisstóli, var að náða Nixon af öllum misgiörðum, sem honum hefði hugsanlega orð- ið á að fremja i embætti. A þessu ársafmæli Fords i emb- ætti dvelja fjölmiðlar i Banda- rikjunum meira við það, sem á dagana hefur drifið, siðan Ford tók við, heldur það sem á undan hafði gengið. Ford er vinsæll forseti og virt- ur. Fyrstu viðbrögð eftir að for- veri hans vék frá, var almennur léttir. Það þótti birta yfir Hvita húsinu, og þæss konar blær virðist enn á öllu. Þaö var fyrir tólf mán- uðum eða svo, sem stjórn- málaferli Richards Nixons tók fyrir alvöru að hnigna og undirstaða áhrifa hans að riða. 5. ágúst í fyrra játaði Nixon forseti, að honum hefði verið kunnugt um samsæri embættismanna, sem reyndu að þagga niður Watergatehneykslið. Hann fékk vitneskju um það, að- eins sex dögum eftir inn- brotið í aðalstöðvar Demó- krataf lokksins. Þrem dögum eftir þessa játn- ingu sina kunngerði Nixon banda- risku þjóðinni, að hann hefði ákveðið að segja heldur af sér en eiga vísar vitur þingsins og jafn- vel verða vikið úr embætti. 9. ágúst gekk Nixon út úr Hvita húsinu i siðasta sinn sem forseti og flaug til San Clemente, heimil- is sins i Kaliforniu, þar sem hann hefur siðan haft hægt um sig. Um tima varð hann þó að yfirgefa heimili sitt til að leggjast inn á sjúkrahús, þar sem hann lá hætt kominn vegna blóðtappa i fótum. Þessar vikurnar virðist hann einbeita sér að þvi að komast til fullrar heilsu aftur. Um leið vinnur hann þó daglega að söfnun gagna vegna sjálfsævisögu sinn- ar, sem hann hefur i smiðum. „Það er fjarri þvi, að hann sé neitt niðurlútur eða miður sin,” sagði Harry Dent, fyrrum ráð- gjafi Nixons, við fréttamann Reuters á dögunum, eftir að Dent kom úr heimsókn til San Clemente. — „Hann er sá gamli Nixon er oft á ferli f garöi sinum I San Clemente og fer stundum f gönguferöir um baöströndina, þar sem hann biandar geöi viö baögesti. UTLAGINN ÍSANCLEMENTE

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.