Tíminn - 13.09.1966, Side 1

Tíminn - 13.09.1966, Side 1
I' Frá blaðamannafundinum með Borten. Forsætisráðherrann situr fremst til vinstri, og að baki hans eru stjórnarráðsfulltrúamir Odd Bye og Andcrs Andreasen og norski sendiherrann hér á landi Mycklebost. (Tímamynd Kári) PER BORTEN Á BLAÐAMANNAFUNDI: Aldrei rætt um norrænt varnar- bandalag í alvöru EJ—Reykjavík, mánudag. — Hagræðing hefur átt sér stað innan norsks landbúnaðar um langan tíma, eins og í mörgum öðrum löndum, og á sér enn stað. Er nú svo komið, að tæplega 15% þjóðarinnar stunda land- búnað, og lítil bú eru sífellt að leggjast niður — eða að meðal tali um 15 á degi hverjum. Þessar. iarðir fara þó ekki í eyði, því jarðlandið er notað af nágrannabændum, sem geta á þennan hátt stækkað jarðir sínar, — sagði Per Borten, forsætisráðherra Noregs, á fundi með blaðamönnum í dag, en hann heldur heim leiðis á morgun. í upphafi fundarins sagði Borten, að hann sjálfur, og fylgdarlið hans, væri mjög þakklátt fyrir boðið til íslands — Ég hef átt ógleymaniegar stundir hér, notið sérlega góðí veðurs allan tímann. Við höf um mætt gestrisni og vinsemd alls staðar, þar sem við kom um. Það, sem okkur þykir sér staklega ánægjulegt, er, að vi'ð höfum ferðazt um og getað hitt almenning á íslandi séð hvernig fólkið vinnur ng býr hversdagslega, og það finnst mér, að sé ef til vill athyglis verðara heldur en að skoða fræga staði, styttur og annað slíkt. Mér virðist, — en ég hef verið á fslandi nokkrum sinnum áður, — að mikil breyting i uppbyggingarátt hafi átt sér stað víða um land frá því ég kom hingað fyrst fyrir fimmtán árum síðan. ísland er á góðri leið með að verða nægtaþjóðfé lag — fáir hafa of mikið og enn færri of lítið eins og Dan ir segja! Borten var fyrst spurður um vandamál norsks landbúnaðar. Um það mál sagði hann: — Við höfum það sem við köllum „strúktúr" vandamál. Við höfum minni búeiningar en þið á íslandi. Framleiðsluskipt ingin er því önnur. En það vandamál, sem vð eigum aðal lega við að glíma í norskum landbúnaði, er hið sama, og í landbúnaði annarra iðnþró aðra landa. sem sagt, að tjma launin í landbúnaðinum eru lægri en þau tímalaun, sem bjóðast í öðrum atvinnugrein um. — Hvað er gert til þess að reyna að breyta þessu ástandi? — Hagræðing hefur átt sér stað í langan tíma innan norsks landbúnaðar, eins og í öðrum Vestur-Evrópuríkjum, og þeir sem byggja afkomu sína á land búnaði í dag, eru aðeins tæp- Iega 15% þjóðarinnar. Lítil bú eru stöðugt að leggjast nið ur — u. þ. b. 15 á hverjum degi að meðaltali. Mestur hluti þeirra jarða, sem þannig losna er notuð af nálægum búum, og er því áfram í notkun. Undan tekning frá þessu er þó jörð í brattlendi, sem oftast er ekki notuð áfram í sambandi við eiginlega landbúnaðarfram leiðslu. Þar reynum við stund um að bæta tekjumösuleikana með skógrækt, en hún hefur góða framtjð víða í Noregi, eft ir því sem við getum spáð um slíkt, a. m. k á meðan eftir spurnin eftir tréfiber á heims markaðinum er eins mikil og nú.“ Hann sagði, að sú breyt ing hefði orðið á vegna þessa skipulags, að bændurnir, og SJA FRAMHALD A BLS. 2 FARA „HÆRRA“ EN AÐRIR MENN NTB—Kennedy-höfða, 12. ágúst. j nokkru sinni hefur áður tekizt f Bandarísku geimförununi Pete sögu geimferðanna, Segja vísinda Conrad og Richard Gordon íókst i j menn, að þess velheppnaða tilraun dag yfir Ilawai-eyjum að tengja sé mikils virði upp á framtíðina ef geiffar sitt Gemini-11 við Vgena til þess kæmi, að geimfari, sem eldflaug á skeinmri tíma en i yfirgefið hefði tunglið, þyrfti á _________________________ skjótri aðstoð að halda. MÍNÚTA KOSTAR 12 ÞÚS. GÞE—Reykjavík, mánudag. Senn líður að því, tð íslenzka sjónvarpið taki til starfa — enn er samt ekki vitað, hvort það verð ur fyrir eða efir næsu mánaða- mót. Aftur á móti er vitað, að aug lýsingatími sjónvarpsins mun ekki íyngja neinum, talað hefur verið um að sjónvarpa auglýsingum 3 mínúur í senn, tvisvar sinnum á kvöldi. Auglýsendur geta keypt auglýs ingatíma frá 5 sek. til 60 sek. 5 sekúndna auglýsing mun kosta milli 16—1700 krónur, en einnar mínútu auglýsing kostar um 12 þúsund krónur eða álíka mikið og heilsíðu auglýsing í Morgunblað- inu án afsláttar. 19MANNS FÉLLU Á KJÖRDEGI NTB-Saigon, 12. sept. 19 manns féllu og um 20 særð ust, er Vietcongmenn gerðu árásis á kjósendur í þingkosningunum í S-Vietnam í gær. AIIs gerðu skæruliðarnir 147 tilraunir til að hleypa kosningun um upp, að þvi er scgir í opin- berum fréttum frá SaiSon i dag. Stjórnin i Saigon hefur iýst mik illi ánægju með kjörsókn og Johnson, Bandaríkjaforseti sömu leiðis, en leynilegar útvarps- stöðvar Vietcong sögðu i dag, að kosningarnar væru svindl, og fólk hefði verið pint með vopnavaldi til að kjósa. Nöfn kjörinna frambjóðenda til þingsins, sem á að semja nýja stjórnarskrá, verða ekki opin- berlega birt fyrr en síðar í vik unni, en Vietcong-útvarpið sagð ist þó vita um öli nöfnin. Við þurfum ekki að bíða eftir úrslit Framhald á bls. 14 Samtengingin i dag tókst áður en geimfarið hafði farið eina hring ferð umhverfis jörð ,en áður hefur slíkt ekki þekkzt innan þriggja hringferða. Agenaeldflauginni hafði verið skotið á loft kl. 12.49 að- íslenzk um tíma, en Gemini-geimfarinu kl. 14.52, og gekk allt samkvæmt á- ætlun. Þegar Gemini 11 hafði náð eld- flauginni, tók sjálf samtengingin aðeins 15 mínútur. Geimfarið fór á braut í 270 km hæð, 24 km lægri en braut eldflaugarinnar, en hlut verk geimfaranna var að stýra geimfarinu á sömu braut og eld- flaugin var á. Geimferðin á að standa yt'ir i þrjá daga og á Gordon að yfirgefa geimfarið tvisvar á þeim tima og framkvæma ýmsar tilraunir utan þess. Þá er og ætlunin að láta geim farið fara í 1.384 km frá jörðu, sem er „hærra ‘ en nokkurt geim- far hefu komizt til þessa. Eftirmaður Verwoerds NTB—Höfðaborg, 12. september. Talið er nú nær öruggt, að hinn strangi dómsmálaráðherra Suður- Afríku Baltnazar Vorster verði eft irmaður dr. Verwoerds sem fosæt- isráðherra landsins. Segja frétta- menn, að helzti keppinautur hans, Schoeman, samgöngumálaráðh. muni látinn hætta við framboð sitt þannig, að Vorster verði eini fram bjóðandinn, þegar gert verður út um málið á morgun. Vorster er 51 árs að aldri og til heyrir hægri armi Þjóð- ernisflokksins. Er hann höf- undur margra hinna siöngu lagaákvæða, sem við lýði eru í Suður-Afríku. Mun hann áreiðan lega halda óbreyttri stefnu fyrri stjórnar. að því er fréttir herma Baltbazar Vorsfer \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.