Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 2
2
TÍMIWN
ÞRIÐJUDAGUR 13. september 1966
IÆVARANDIÞAKKARSKULD VID SNORRA
Framhald af bls. 1.
fjölskyldur þeirra, ynnu sjálf
ir að skógarhögginu, og gætu
aukið tekjur sínar með því
móti.
Jafnframt sagði hann, að
mikil breyting hefði orðið á
vinnuaðferðum í sambandi við
skógarhöggið, en sú atvmnu
grein væri nú orðin mjög
vélvædd.
Borten var spurður um þá
gagnrýni á Noreg, sem ný-
lega hefur birzt í sovézkum
blöðum, vegna þátttökunnar í
NATO.
Borten svaraði því til, að
gagnrýni þessi væri í sambandi
við heræfingar í Noregi á veg
um NATO, en þessar æfingar
færu fram samkvæmt áætlun,
sem ákveðin var er stjórn Ger
hardsens var við völd, og
hefði stjórn sín engar breyting
ar gert á þeirri áætlun. í heild
væri stefna norsku stjórnar
innar í sambandi við NATO ó-
breytt. Hún teldi, að NATO
væri varnarbandalag, sem hefði
það takmark að vernda frelsi
aðildarríkjanna, og aldrei kæmi
til greina, að það yrði notað
til árásarstyrjaldar.
Aðspurður um afstöðu norsku
stjórnarinnar til hugmyndarinn
ar um norrænt varnarbandalag,
sagði Borten, að engar við-
ræður hefðu farið fram um það
mál. Þessi hugmynd hefði skot
ið upp kollinum, enginn viti
hvaðan hún hafi komið, og eng
inn vilji telja sig upphafs-
mann hugmyndarinnar. Hann
minnti á, að Erlander hafi
lýst sig mótfallinn hugmynd-
inni, og hið sama hafi Kekkon
en forseti Finnlands gert, svo
ekki sé neina lausn að finna
í þeirri hugmyndinni. Sagði
hann, að málið hefði aldrei
verið rætt í alvöru, og alls
ekki innan ríkisstjórnar Nor-
egs.
Aðspurður um þá miklu
kjarasamninga, sem nýlega
voru gerðir í Noregi, sagði
Borten, að þeir væru hinir
stærstu, sameiginlegu samn-
ingar, sem gerðir hefðu verið
í landinu. Næðu þeir til flestra
aðildarsambanda norska al-
þýðusambandsins, bæjar- og
ríkisstarfsmanna, bænda og sjó
manna — og eins óbeint til
annarra, m.a. kaupmanna, með
eftirliti með ágóða.
Hann sagði, að ekki hefði
tekizt að halda verðlaginu niðri
og verðbólgan myndi halda
áfram. Hann sagði, að áður
fyrr hefði það verið eitt aðal
vandamálið að útrýma atvinnu
leysi. f dag væri vandamál
ið þveröfugt, — nú væri eftir
spurnin eftir vinnuafli mun
meiri en framboðið. Sagði
hamn, að sér væri e'kiki kunn
ugt um, að neitt land hefði
getað leyst þetta vandamál full
nægjandi og getað haldið verð
laginu nokkum veginn stöð-
ugu, jafnframt því sem af-
rakstri framleiðsluaukningar
innar væri réttlátt skipt niður
milli landsmanna.
Hann nefndi í sambandi við
þetta, að aðilar vinnumark
aðarins hefðu fyrir nokkru orð
ið sammála um, að þeir, ásamt
ríkisstjórninni skyldu skipa
nefnd, sem í væru þrír hlutlaus
ir sérfræðingar. Var verkefni
þeirra að rannsaka afleiðingar
ýmissa aðgerða, í efnahagsmál
um landsins, t.d. hvaða áhrif
það hefði, ef framleiðni eykst
um 1%, ef laun hækka um 1%,
ef bændur frá 1% kauphækk-
un o..sfrv. Nefnd þessi hefði
nú skilað áliti sinu, og væri
ætlunin að birta það í haust,
og til þess vonazt, að það gæti
leitt til gagnlegra umræðna.
Þá sagði hann, að náðst hefði
samkomulag við ýmis samtök
svo sem iðnrekendur, kaup-
menn og samvinnuhreyfing
una, um að mynda verðiags-
ráð, sem hefði það markmið
að reyna að koma í veg fyrir
óþarflegar verðhækkanir. Þá
hefði ríkisstjómin einnig
komið á ýmsum gjaldahækk
unum í því skyni að draga úr
kaupmættinum, sem hefði ver-
ið aðeins of mikill. Þetta væri
allt gert til þess að reyna að
MMMMMMMMMMB9I
halda verðbólgunni í skefjum.
Borten var spurður um þátt
töku Noregs í EFTA og áhrif
þeirrar þátttöku á iðnað lands
ins. Hann sagði, að í upphafi
hefðu margir óttazt, að tolla
lækkanirnar kæmu of snöggt
og iðnaðurinn fengi ekki nægi
legan aðlöðunartíma. Sér virt-
ist nú, að hættan á þessu hefði
ekki verið eins mikil og við var
búizt. Og eftirspurnin eftir
vinnuafli hafi verið það mik
il, að þegar fyrirtæki hafi orð
ið að segja upp miklum hluta
starfsmanna sinna, hefðu þeir
getað fengið atvinnu annars
staðar á stuttum tíma. Nefndi
hann sem dæmi fyrirtæki, sem
sagði upp 600 mönnum, en
þeir hefði allir fengið atvinnu
annars staðar.
Þá sagði hann, að viðskipti
milli Norðurlandanna hefðu
mjög aukizt innan EFTA. Eink
um hefði útflutningur Noregs
til Svíþjóðar og Danmerkur
aukizt. Enn væri þó ástandið
þannig, að Norðmenn keyptu
meira af Svíum en þeir frá
Norðmönnum.
Aðspurður um.hvort Norð
menn og íslendingar myndu ef
til vill sameinast um fram-
kvæmdir í Reykholti, sagði
Borten, að sú hugmynd hefði
komið fram, og hefði hann
mikinn áhuga á henni. Hann
vissi, að íslendingar hefðu sjálf
ir efni á slíkum framkvæmd-
um, en hér væri frekar um
táknræna samvinnu að ræða
á höfuðbóli Snorra Sturluson-
ar, sem Norðmenn stæðu í
ævarandi þakkarskuld við, þar
sem þekking þeirra á fornri
sögu sinni byggðist á verkuni
Snorra. Hann sagði, það hafa
verið mjög ánægjulegt, að hafn
komið til Reykholts, og séð
staðinn, sem bær Snorra stóð,
og Snorralaug óskemmda, og
fá að heyra um aðstæður þær.
sem hann bjó við.
í lok fundarins sagði Bor-
ten, að hann hefði í dag frétt
um björgun áhafnarinnar á
norska bátnum Gesina, sem
strandaði í Sandvík á Aust-
fjörðum fyrir nokkru. Þetta
væri ekki í fyrsta sinn, sem ís
lendingar hefðu bjargað norsk
um sjómönnum úr hafsnauð,
og væru Norðmenn mjög þakk
látir íslendingum fyrir þeirra
góða starf á því sviði. Borten
kvaðst vilja nota tækifærið til
þess að þakka þeim, sem að
björgun áhafnarinnar á Ges-
ina stóðu, og nefndi sérstak-
lega á nafn Svein Guð-
mundsson, Hilmar Björnsson,
Stefán Þorleifsson, Jóhann
Zoega, Róbert Jörgensen,
Halldór Bjarnason, frá Nes-
kaupstað, áhöfn varðskips-
ins Þórs, undir stjórn Bjarna
Helgasonar, stýrimanns, og þá
Jón Bjarnason frá Skorrastað
og Halldór Haraldsson frá
Kirkjumel, sem fóru yfir fjall
ið daginn eftir til aðstoðar.
Gólfteppin seljast vel, en
markaður erlendis aö lokast
25. þús. króna gólfteppavinnirtgur á „Degi vefjariðnaSarins"
SJ—Reykjavík, mónudag.
Á „Degi vefnaðarinðnaðarins“ á
Iðnsýningunni á morgun, þriðju
dag, verður efnt til happdrættis
meðal gesta ,er koma á sýninguna
þann dag, og er vinnimgurinn gólf
teppi að verðmæti 25. þús. kr. Vinn
ingshafi getur valið teppið hjá fyr
irtækjunuim Axminster, Álafoss
eða Teppagerðinni. Dregið verður
kl. 22.30 og vinningsnúmerið lesið
upp og birt í blöðum daginn eftir.
í viðtali við fréttamenn sögðu
talsmenn þeirra fyrirtækja, sem
flokkast undir vefjariðnað á Iðn-
sýniingunni, að þrátt fyrir frjáls
an innflutning hefði ekki dregið úr
sölu á íslenzkum gólfteppum, enda
standast íslenzku teppin fyllilega
samanburð við erlend teppi í
sömu gæðaflokkum.
Áabjöm Sigurjónsson, forstjóri
Alafossverksmiðjunnar, sikýrði frá
því, að vegna sívaxandi dýrtíðar
hefði hann orðið að hætta við út
flutning á bandi til Danmerkur,
en nýja spunaverksmiðjan á Ála-
fossi var reist með það fyrir augum
að um hebningur bandframleiðsl
unnar yrði flutt út úr landinu.
Verksmiðjan starfar nú ekki nema
með hálfum afköstum, en í fyrra
voru flutt úit 150 tonn af bandi.
Band er nú að auki að lækka í
verði á heknsmarkaðinum.
1 ár má ætla að ullaríramleiðsl
an verði uim 900 tonn fyrir innan
landsmarkað. Gefjun og Hekla á
Akureyri munu nota um 130 tonn
í værðarvoðir og peysur, er flutt
er úti til Rúslands í vöruskiptum.
Uim 350 tonn verður að flytja út
sem óunna ull, þrátt fyrir að hér
á landi séu verksmiðjur, sem gætu
við eðlilegar aðstæður unnið þessa
Fremhald á bls. 15.
VEL HEPPNAÐAR MÁLVERKA-
SYNINGAR ÚTI k LANDI
FB-Reykjavík, mánudag.
Fyrir nokkru hélt Kristján Fr.
Guðmundsson málverkasali sýn-
rngar á tveimur stöðum úti á landi
i Akureyri og á Vopnafirði. Hafði
iann með sér fjölmargar myndir
ftir ýmsa þekktustu listamenn,
! andsins,. en á Vopnafirði sýndi
ann ennfremur eftirprentanir eft
ir bæði innlenda og erlenda lista
inenn. Sýningar þessar vöktu
mikla athygli og seldust margar
aiyndir.
Á Akureyri var sýningin haldin
á Hótel KEA og stóð dagana 5.
til 10. júlí. Þar voru sýnd 30 mál
verk eftir Nínu Sæmundsson, Jó-
hannes S. Kjarval, Gunnlaug Blön
dal, Magnús A. Árnason, Helga M.
S. Bergmann, Halldór Pétursson,
Eggert Guðmundsson, Þorvald
Skúlason, Hrein Elíasson, Sigurð
Kristjánsson, Grim M. Steindórs
son, Þorlák Halldórsson. Rúm-
lega helmingur málverkanna á sýn
ingunni seldust, en gestir sýn-
ingarinnar voru 125 talsins. Menn
Framhald á bis. 15.
SKÁRU GÖT Á HJÓLBARÐA
HZ—Reykjavík, máundag
S. 1. laugardagsnótt var það é
dæðisverk unnið að skorið var á
29 hjólbarða undir 11 bifreiðum
og auk þess var lofti hleypt úr
dekkjum á mörgum öðrum bifreið
um, líklega einum 60 detokjum.
Mestar skemmdir voru unnar
hjá heildverzluninni Heklu á
Laugavegi 172 en þar var skorið á
7 dekk. Hinar skemmdirnar voru
unnar í Skipholti, Flókagötu, Há
teigsvegi, Nökkvavogi og Karía-
vogi. Eklri hefur enn spurzt til
illvrikjanna eða illvirkjans, ' því
ekki er vitað hvort um fleiri en
einn mann sé að ræða.
Skemimdirnar skipta tugþúsund
um og þvf biður rannsóknarlógregl
an alla þá, sem upplýsingar kunna
að gefa um málið, að hafa sam
band við sig.
HvirfilsláttuvéS-
in reynist vel
HZ-Reykjavík, fimmtudag.
Véladeild Sambands ísl. sam-
vinnufél. hefur í sumar látið reyna
tvær sláttuvélar af gerð, sem kall
ast PZ-hvirfilsláttuvél. Hefur
önnur verið reynd af Verkfæra-
nefnd ríkisins á Hvanneyri, en
hin hefur verið reynd af Gras-
mjölsverksmiðjunni á Stórólfs-
velli við Hvolsvöll. Þar sem
blaðamaður Timans átti leið hjá
Grasmjölsverksmiðjunni, kom
hann þar við og spjallaði við Jó-
hann Franksson, forstöðumann
verksmiðjunnar um þessa nýju
tegund af sláttuvél, sem stóreyk
ur afköst og kalla má gerbyltingu
við slátt.
Jóhann sagði, að slegið hefði
verið nieð þessari sláttuvél í tæpa
viku og væri vart unnt að kjósa
sér hentugri sláttuvél. Sagði hann
að líklega hefðu verið slegnir 25
hektarar með hvirfilsláttuvélinni
sem hefði reynzt mjög vel í alla
staði.
Nauðsynlegt er að skýra frá
hvirfilsláttuvélinni, sem sjá má á
myndinni. Vélin er tengd við drif
dráttarvélarinnar, og er unnt að
tengja hana við allar gerðir drátt
arvéla. Drifið gengur út í sýlind
rana fjóra og þar snúast tveir
hnífar í hverjum sýlender með
3000 snúninga hraða á mínútu.
Með þessu sparast ein yfirferð
með múgavél, því að venjuleg
sláttuvél skilar grasinu í einn
múg sem kunnugt er.
Undir sýlenderunum fjórum
Framhald á bls. 15.
Bíllinn lenti
út af veginum
HZ—Reykjavík, mánudag.
f gærkvöldi laus fyrir klukk-
an 10 tilkynnti lögreglan á Selfossi
Reykjavíkuriögreglunni um grun
samlega bifreið, sem var á leið til
Reykjavfkur. Voru tveir lögreglu
þjónar sendir upp á Hellisheiði til
þess að athuga málið betur. Þegar
þeir mættu bifreiðinni, sem var
af Weapon-gerð, voru í henni þrír
menn. Voru þeir eitthvað við
skál og brugðust ónotalega við
lögreglunni- Kom til einhverra
rystoinga og tveir piltarnir voru
settir í lögreglubifreiðina. Sá
þriðji stakk af og hvarf út í hraun
ið. Hann gaf sig í morgun fram
við lögregluna.
Annar lögregluþjónninn ók
Weapon-bifreiðinni af stað til R
víkur, en það er venja að aka bif
reiðuim ölvaðra ölcumanna til borg
arinnar. Þegar hann ók bifreiðinni
Framhald á bis 15.
•■■■■■■ ■• ■•,■■■ • ■...................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................■:■ ■' ' .................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................■' ■