Tíminn - 15.09.1966, Page 3

Tíminn - 15.09.1966, Page 3
Gráhári skrifar um: Upprótið við Þingvaliaveg „Þeir, sem um Þingvallaveg hafa farið, þetta ár og lengur, hafa ekki komizt hjá að veita sérstaka athygli því umróti sem gert hefur verið í melunum norðan Helga- fells. Þarna eru miklar malarnám- Fimmtugur er í dag Þórður Gíslason bóndi og skólastjóri Öl- keldu II, Staðarsveit. Þórður stofnaði nýbýli úr eigna jörð foreldra sinna fyrir 20 árum og hefur gert það að stórbýli. Jafningi hefur hann annazt barna fræðslu í Staðarsveit og má segja um hann eins og einn frægan skólamann að öllum kom hann til nokkurs þroska. Þórður er einn þeirra ham- ingjusöm manna er geta greitt götu samferðamanna sinna, því auk þess að vera gildur bóndi og góður uppfræðari, hafa hlaðizt á hann margháttuð trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað og þá ekki sizt fyrir unga fólkið, enda ung- mennafélagi nær 40 ár og for- ur, (þó ekki steypumöl), og lát- laus efnisflutningur til borgarinn ar ,á þeim jarðefnum sem þar er að fá. Þetta er allt notað til upp- fyllingar, í húsgrunna og götur og ekki til annars hæft. Þessir efnis- flutningar hafa skapað töluverða atvinnu og gefið g óðar tekjur þeim sem að honum standa og er ekki nema gott um það að svarsmaður þess félags um helm ing þess tíma. Þórður hefur alltaf tíma til að leggja góðu máli lið og munar um liðveizlu hans enda þéttur fyrir, þó engan viti ég betri til samvinnu og að starfa með andstæðum skoðanabræðrum en hann. Þórður er kvæntur hinni ágætustu konu, Margrét Jóns dóttur frá Vatnholti og eiga þau 7 mannvænleg börn. Það var ekki ætlunin að rekja hér æviágrip Þórðar, enda enn talinn með ungu kynslóðinni þar vestra, en hugheilar hamingjuósk ir skulu honum færðar með þeirri von að Staðsveitungar og Snæfellingar fái að njóta starfs krafta hans sem lengst. Þ.K. segja. Þetta horfir þó öðruvísi við gagnvart ríkissjóði og vegfarend- um yfirleitt. Við þessa flutninga eru aðallega notaðir stærstu og þyngstu bflar sem hér eru t um- ferð en aðalvegurinn hefur ekki þolað þessa miklu og stöðugu þungaflutninga. Því hefur viðhald- ið á þessum vegarkafla, — fró Þingvallavegarmótum til Reykja- víkur — orðið miklu meira og dýrara, en annars hefði orðið. Og það sem verra er: Þrátt fyrir stöð- ugt viðhald er þessi fjölfarni veg- arkafli iðulega einna Vérstur yf- irferðar af öllum þjóðvegum lands ins. En það var ekki ætlunin að ræða um það sérstaklega, heldur vekja máls á því hvernig þarna er að unnið. Við þessa efnistekju er svo óhrjálega gengið til verks að undrun sætir. Verður vari.a lengra komizt í sóðalegri um- gengni og er öllum auðsýnt að hér er ekki ofsagt. Ekkert eftirlit virðist vera um það að eitthvert form sé á þessum vinnubrögðum heldur megi hver og einn fara þar eftir eigin geðþótta. — En hvern- ig er það, er enginn aðili sem á að sjá um að umrót á almanna- færi verði að vera háð einhverj- um reglum? Enginn mun harma það þótt melaldan norðan við Helgafell lækki, eða taki einhverjum breyt- ingum til batnaðar. Helzt ætti hún að hverfa með öllu. Eða, nánar til tekið, fara niður í sömu hæð og Vesturlandsvegurinn er á þessum slóðum. Að því yrði mikil sam- göngubót því einmitt á þessum kafla vegarins er oft torleiði, eink um á vetrum. Sú landlagsbrevting sem þarna gæti orðið er svo auö- veld og gagnsöm að sjálfsagt virð ist að notfæra sér þá aðstöðu sem þarna er fyrir hendi. Vegagerð nk isins ætti því að hlutast til um að þarna verði unnið á skipulegri hátt en verið hefur, með það fyrir augum, að melöldurnar neðan við Mosfellsdalinn hverfi með öllu. Það átak sýndi nokkurn stórhug og virðingarverða framsýni hjá þeim sem hér geta mestu um ráð- ið. — Og því fremur ætti þetta að vera framkvæmanlegt, þar sem þetta getur komið svo að segja af sjálfu sér, og án þess að kasta neitt verulegt fé. Aðeins að not færa sér þá sérstöku aðstöðu, sem þarna er fyrir hendi og gera það á þann hátt, að síðar þurfi ei um að bæta.“ Þá er hér bréf frá Sig. Draum- land, sem hann nefnir: Sjónvarp og saga framtíðar. „Nýlega var ég að hlusta á upp- lestur bréfa í Útvarpi voru. Bréf- in höfðu farið milli viðkomandi að ila í stjórn ameríska varnarliðs- ins og ríkisstjórn íslands. Fjöll- uðu þau um sjónvarp varnarliðsins sem mikið er notað hér á landi. Og var rætt um takmörkun þess, á íslenzkum heimilum. Nú er það svo að meginhluti íslenzkra stjórn málamanna og almennra kjósenda, er fylgjandi varnarliði Bandaríkja manna hérlendis, þ.e. telur setu þess hér rétta ákvörðun. Því er á þeim vettvangi enginn ágreining ur um að varnarliðið megi reka hér nokkra menningarstarfsemi. Hitt er aðalvandamálið hvernig sú menningarstarfsemi er. Það er sannast mál, að íslendingar hafa ekkert með bandaríska sjónvarpið Fraimihald á bls. 15. FIMMTUGUR f DAG: Þórður Gíslason bóndi, Ölkeldu MINNING Hendrik Ottósson fréttamaóur Hendrik Ottósson, fréttamað- ur, er látinn og genginn til feðra sinna stuttu eftir að faðir hans, Ottó N. Þorláksson, hin mikla hetja bæði á sjó og landi, fór af þessum heimi í hárri elli. Við Hendrik áttum langa sam- fylgd, fyrst sem samstarfsmenn í Ríkisútvarpinu og eftir það sem vinir allt til loka ævidaga hans. Þegar ég að boði Tryggva Þór- hallssonar samdi frumvarp það að útvarpslögunum, sem sett voru árið 1930, setti ég inn í það grein, sem enn gildir og hljóð- ar á þá leið, að Ríkisútvarpið skyldi gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum stjórnmálaflokk um, félagssamtökum, atvinnu- stofnunum og einstökum mönn- um (óhlutdrægni en ekki „hlut- leysi“, eins og nær allir hafa staglazt á og gera enn). Hjá Rík- isútvarpinu skyldu allir lands- menn sitja við sama borð. Mér kom því ekki til hugar, að spyrja neinn starfsmann, sem ég réði, um pólitíska skoðun hans, heldur reyndi ég að mynda mér skoðun um það, hvort hann væri fær um að vinna starf sitt og hlíta þessu megin boðorði út- varpsins. Á fyrsta áratug stofnunarinn ar 1930—40 var það mikil tízka að ofsækja þann stjórnmála- flokk, sem Hendrik var talinn fylla, og það jafnvel á sjálfu Alþingi. Ég stóð þá á þeim ár- um í miklu stímabraki við stjórn arvöld landsins og reyndar lengi síðan um að afstýra því, að Hendrik og annar maður til á fréttastofunni yrðu beittir at- vinnuofsóknum. Gekk það jafn- vel svo langt, að ég, til þess að lægja öldurnar, neyddist til að setja Hendrik í annað starf um skeið. En er Ólafur Thors mar- séraði með kommúnista við hlið sér inn á Alþingi í hina svo- nefndu nýsköpunarstjórn, að síð ari heimsstyrjöld lokinni, breytt ust viðhorfin og Hendrik kom aftur inn í fréttastofuna og starf aði þar til æviloka. Það var fýsilegt að ráða Hendrik Ottósson fréttamann. Hann var afburða tungumála- garpur, ^ákaflega fróður og mál- fær og ritfær í bezta lagi. En mestu skipti það, hvað hann reyndist trúr í starfi. Hann brást aldrei trausti mínu. Hann var svo vandaður til orðs og æð- is, svo sannur drengskaparmað- ur, að ekki urðu svik fundin í hans munni. Af kunnugleika lýsi ég hér með öll brigslyrði í hans garð, gömul og ný, um pólitíska hlutdrægni í starfi, rakalaus ósannindi, og því miður vísvit- andi frá hendi margra ofsækj- enda hans. Mættu þeir menn nú fagna, ef þeir gætu gert sér von ir um að hljóta þvílíkt eftirmæli sem Hendrik Ottósson fær við brottför sína. Hendrik Ottósson var mikil hetja. Við ákveðið tilvik í þjóð- lífinu á yngri árum hans skirrð- ist hann ekki við að fara í tukt- húsið, fremur en að bregðast málstað, sem hann taldi þjóna mannúðinni. Hann var frá fæð- ingu bæklaður á báðum fótum og gekk á jörkunum. Þá gerði prófessor dr. Snorri Hallgríms- son mikið kraftaverk. Hann slátraði bókstaflega fótum Hend- riks og setti þá saman á nýjan leik. Þetta var orðið óhjákvæmi legt, ef hann átti ekki að verða farlama maður það sem eftir var ævinnar. Hendrik lá mánuð- um saman á spítala við ólýsan- legar kvalir meðan á þessu stóð. En kjarkur hans og viljafesta reisti hann aftur úr rekkju og hann varð gangfær eftir þessa aðgerð. Hendrik tjáði mér, að sænskir læknar hefðu mjög undrazt þetta afrek Snorra Hall grímssonar. Hinn 4. júní 1938 kvæntist Hendrik og gekk að eiga Jó- hönnu Henny (fædd Lippmann í Berlín). Hún var ekkja eftir Robert Goldstein og höfðu þau hjón eignazt einn son, er Pétur Goldstein heitir nú íslenzkur iíkisborgari, kvæntur og á nokk ur börn. Frú Henny lifir mann sinn. En ekki varð þeim hjónum barna auðið. Hún reyndist manni sínum hin mesta ágætis kona og er vinsæl af öllum, er hana þekkja. Hún rómar það mjög, hversu góður Hendrik var syni hennar og svo börnum hans og hversu þau ejskuðu hann djúpt og innilega. Ég votta með þess- um línum frú Henny og öllum vandamönnum þeirra hjóna dýpstu samúð okkar hjóna. Vinur minn, Hendrik! Mér varð það ávinningur á lífsleið- inni að hitta þig, eiga samfylgd og samstarf með þér, kynnast góðleik þínum og réttlætis- kennd, gáfum þínum og fróð- leik. Og einkum var mér dýr- mæt vinátta þín frá fyrstu kynn um til æviloka þinna. Ég lilakka til að hitta þig aftur heilan og glaðan á landi hinna lifenda. 14. sept. 1966. Jónas Þorbergsson. Vegamálin og skatt heimta ríkisins Þeir, sem hafa farið í sumar um hina fjölfarnari vegi lands- ins, eru sammála um, að aldrei hafi þeir verið verri. Með þeim framkvæmdum, sem eru nii í vegamáium, er fyrirsjáanlegt, að þessir vegir verða ófærir eftir lítinn tima. Þegar fjárlög in fyrir 1966, voru til meðferðar á Alþingi, benti Helgi Bergs á þetta í ítarlegri ræðu, en stjórn arflokkarnir vildu ekki hlusta á það. Helgi sagði m. a.: „Samkvæmt rannsókn, sem FÍB hefur látið gera voru tekj- ur af umferðinniá seinasta 5 ára bili 1960—1964, að báðum árunum meðtöldum, 2046 millj. kr. Á sama tíma er varið , til vegamála 751 millj. kr. Eftir í ríkissjóði varð af þessum tekj- um 1295 millj. kr. Þó sjónar mið um það, að ríkissjóður ætti að fá cinhverja hóflega og skap lega tolla af þessu, þá hefur hann þó alltaf tekið svona 1000 millj. meira en nokkur réttlæt ing er fyrir á þessu 5 ára bili. Tvö hundruð millj. á ári færu þá í vegakerfið til viðbótar. Ef við fengjum það, þá værum við komnir nálægt því, sem við þurftum að leggja í vegakerfið á þessum næstu árum. Áður en vegaáætlunin kemur aftur til meðferðar á næsta ári, verður að finna leiðir til þess, að vega sjóður fái nýjg. tekjustofna. Við verðum að gera ráð fyrir því að geta lialdið áfram af myndar skap að ljúka við vcrkefni, sem hófst fyrir 30 árum að byggja upp sæmilega akfæra vegi um land allt. Því til viðbótar verð um við að gcra ráð fyrir að á næstu árum byggjum við 40— 50 kílómetra af hraðbrautum á ári. Við verðum að gera það að verulegu leyti að minnsta kosti, fyrir samtíma tekjur. Þetta er viðfangsefnið, sem við stöndum frammi fyrir. Að öðr um kosti verða þau vcrkefni, sem liér liggja fyrir, ekki unn- in.“ Ef leysa á þetta mikia vanda mál með skaplegum hætti, verð ur vegagerðin að fá aliar þær tekjur, sein fást af umferðinni, eins og var í stjórnartíð Fram- sóknramanna og þeir hafa jafn an beitt sér fyrir. Annars held ur vegakerfið áfram að eyði- leggjast, eins og átt hefur sér stað scinustu misserin. Frjáls viðskipti Mbl. 'bendir á það í gær, að hinir nýju viðskiptasamningar við Tékkóslóvakíu séu frá- brugðnir fyrri samningum við Tékka að því leyti, að nú er í fyrsta sinn byggt á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum i stað vöruskipta áður. Um þetta segir Mbl.: „Þau viðskipti, sem við höf um átt við Austur-Evrópu þjóð irnar á undanförnum árum og áratugum hafa svo til eingöngu verið á jafnkcypis grundvelli, en á allra síðustu árum hafa Austur-Evrópuþjóðirnar tekið upp viðskipti við aðrar þjóðir á grundvelli frjálsra gjaldeyris viðskipta. Slíkir samningar hafa nú verið gerðir við ísland og ber vissulega að fagna þessum markverða áfanga í viðskipt- um okkar við Austur-Evrópu þjóðir. Og jafnframt ber að láta í ljós þá ósk, að því for dæmi, sem nú hefur verið sýnt með friálsum gjaldeyrissamning um við Tékka, verði fylgt eftir í gerð viðskiptasamninga við aðrar Austur-Évrópuþjóðir."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.