Vísir - 19.08.1975, Síða 3

Vísir - 19.08.1975, Síða 3
Visir. Þriðjudagur 19. ágúst 1975 3 Hótelþjófnaður: DÝRUM LJÓS- MYNDA- TÆKJUM STOLIÐ Ljósmyndatækjum aö verð- mæti hundruð þúsunda króna var stolið frá þýzkum ferðalangi á Gamla Garði á laugardaginn. Þjóðverjinn er hér á ferð með hópi annarra ferðamanna. Hann skildi stóra svarta leður- tösku eftir i opinni geymslu með farangri félaga sinna á milli klukkan 16 og 21 á laugardaginn er hann skrapp frá. Er Þjóöverjinn fór að vitja um tæki sin, kom i ljós, að þau voru . horfin. í töskunni var myndavél af Canon gerð, linsur, ljósmælir og annað er tilheyrir ljósmynd- un.Afgreiðslustúlka i gestamót- töku sá mann ganga út af hótel- inu á sjötta timanum um kvöldið og var sá með tösku af sömu tegund og saknað er undir hendinni. Maður þessi var i gul- um regnstakk og i bláum bux- um. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem annað hvort kynnu að hafa orðið varir við ferðir um- rædds manns með töskuna eða þau ljósmyndatæki, sem stolið var, að hafa samband við sig. Alþjóðleg vörusýningin: W SYNINGARDEILDIR RÍSA í LAUGARDAL 1 Laugardalshöllinni og I kringum hana er nú unnið af fullum krafti að uppsetningum fyrir Alþjóölegu vörusýninguna, sem hefst þar á föstudaginn. BUið er að reisa þúsund fer- metra risskemmu öðru megin við hana. Hún verður einn af sýningargripunum en inni i þessum sýningargrip verða svo aðrir, þvi skemman er jafn- framt framhald af sýningar- deildunum sem eru inni i höll- inni. Hinum megin við höllina eru svo að rísa tvö sumarhús. Annað þeirra er islenzk fram- leiðsla, frá Þaki hf. Það er fimmtiu fermetrar að stærð og auk þess verður tólf fermetra svefnloft. Hitt húsið er norskt að upp- runa og það er Astún sf. sem flytur það inn. Það er svipað að stærð og fslenzka húsið. Bæði húsin eru til sölu og kosta hvort um sig um 3 milljónir og það tekur um viku að reisa þau á nýja staðnum, ef einhver vill fara með þau beint af sýning- unni. —óT Það var unnið af ekki minni krafti við norska sumarhúsið. — Myndir BG. —JB Enginn gallaður bíll hér Litið var flutt inn af bilum árin 1968 og 1969 og enginn af umræddri tegund, voru upp- lýsingar, sem blaöið fékk hjá Fordumboðinu Sveini Egils- syni fyrir heigina. Sex hundruð þúsund bflar af gerðunum Ford Mustang og Ford Cogir, sem framleiddir voru árin 1968 og 1969, hafa við athugun reynzt með gölluð sæti, sem hætta er á að falli niður og fipi þannig öku- manninn við akstur. Sam- göngumálaráðuneytið i Was- hington hefur þvi gert Ford verksmiðjunum að skyldu að innkalla umgetna bila og gera á þeim lagfæringar. Enginn bill af þessari teg- und er hér á landi að sögn Fordumboðsins. —JB Stjórnað með silfurtónsprota — ó sinfóníutónleikum í Hóskólabíói M j ö g m i k i 1 stemmning rikti á hljómleikunum sem hin 100 manna sinfóniu- hljómsveit, skipuð ungu fólki, hélt i gær- kvöldi i Háskólabiói. Ragin Wenk Wolf, sem er að- eins 16 ára, tók að sér að vera konsertmeistari i Passacagliu eftir Jensen og lék auk þess ein- leik f verkinu. Einleikur Camillu Wicks i fiðlukonsert Sibeliusar var frábær. Sverrir Garðarsson, for- maður Félags islenzkra hljómlistarmanna, bauð forseta Islands dr. Kristján Eldjárn og aðra gesti velkomna, og ólafur Thors afhenti hljómsveitar- stjóranum, Karsten Andersen, silfurtónsprota i tilefni tónleik- anna. Þvi miður var á þessum ókeypis tónleikum aðeins hálft hús. Það hafa sem sagt margir misst af þvi tækifæri sem þarna gafst til að hlusta á góða tónlist. Auk þess að sjá svona margt ungt tónlistarfólk hafa svo gott vald á hljóðfærum sínum. Hljómsveitin leikur i Loga- landi i Borgarfirði á miðviku- daginn, í Árnesi i Árnessýslu á föstudag og svo aftur i Háskóla- bfói á laugardag. Sem fyrr segir er aðgangur ókeypis að öllum tónleikunum. JHP/EVI Bjóða forkaupsrétt sem fœr vart staðizt Nokkrar sveitarstjórnir hafa undanfariö boðið til söiu skulda- bréf, sem nema allt að 20% byggingarkostnaðar leigufbúöa þeirra, sem byggðar eru sam- kvæmt iögum nr. 59 frá 1975. Þar er meöal annars ákvæði um, að heimiit sé að veita allt að 80% byggingarkostnaðar að láni úr Byggingasjóði rfkisins til bvggingar þessara leiguíbúöa. Jafnframt þvi að hafa sveitar- stjórnir selt skuldabréf fyrir þvi, sem á vantar, sumar með þvi for- oröi, að skuldabréfakaupin veiti kaupendum forgangsrétt til kaupa á viðkomandi leiguibúð eða Ibúöum að fimm árum liðn- um. Þetta kemur fram i nýút- komnu fréttabréfi frá Húsnæðis- málastofnun rfkisins. t fréttabréfinu segir ennfrem- ur, að auglýsingar af þessu tagi geti verið mjög villandi, og er þess farið á leit við sveitarstjórn- ir, að þær gefi ekki slik fyrirheit. Aö visu er heimilað f reglugerð að gera forkaupssamninga af þessu tagi við einstaklinga, er kaupa framangreind skuldabréf, segir I bréfinu, en þar er lika skýrt ákveðið, að óheimilt sé að selja ibúðirnar fyrstu fimm árin, sem þær eru f notkun. Að þeim tima loknum verða sveitarstjórnimar að afla sér heimildar húsnæðismálastjómar til að selja Ibúðirnar, og ekki unnt að vita nú, hverjar aðstæður verða fyrir hendi þar að lútandi að fimm árum liðnum. Þar að auki verða hugsanlegir kaupendur ibúðanna að uppfylla skilyrði reglugerðar um verka- mannabústaði, hvað snerti hámark eigna og tekna, og óger- legtaö gera samninga um það nú, sem eiga að gilda að fimm árum liðnum. Forkaupsréttarboðið er þvi I hæsta máta vafasamt. 24 sveitarst jornum hafa nú verið veitt lán til byggingar 170 leigu- Ibúð af þessu tagi, en 19 sveitar- stjórnir hafa fengið leyfi til að hefja framkvæmdir fyrir eigið fé á byggingu 63 ibúða. Alls hefur 57 sveitarstjórnum verið heimilað aö hef ja undirbúning að byggingu samtals 339 ibúða, en i allt var heimilað aö veita til 1000 ibúða á vegum sveitarfélaga utan Reykjavikur. Húsnæðismálastofnunin hefur óskað eftir þvi við sveitarstjórnir, að þær samræmi sem mest þess- ar byggingar og standi sem mest saman að útboðum og inn- kaupum, þannig að bygginga- kostnaður verði ekki meiri en brýnasta nauðsyn krefur. Heiðar Eiimarsson er einn af eigendum Þaks hf. og er jafnframt húsa- smiður, þannig að hann sveifiar hamrinum ekki siöur en aðrir, þegar húsin eru reist. Hann er hér fyrir framan sýningargripinn. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara fyrir van- greiddum opinberum gjöldum, skv. gjald- heimtuseðli 1975, er féllu i eindaga þ. 15. þ.m. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignar- skattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingargjald vegna heimilis- starfa, iðnaðargjald, slysatryggingar- gjald atvinnurekenda skv. 36. gr. 1. nr. 67/1971 um almannatryggingar, lifeyris- tryggingargjaldskv.25. gr. sömu laga, at- vinnuleysistryggingagjald, launaskattur, útsvar, aðstöðugjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagjald. Ennfremur nær úrskurðurinn til skyldu- sparnaðar og skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til rikissjóðs og borgarsjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, á- samt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verða þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavík, 16. ágúst 1975. —SHH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.