Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 5
i MORGUN UTLÓNDI MORGUN Útlönd i MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Kommúnistar vara við gagnbyltingu — Launastefna opinberra starfsmanna hefur fœrt götusóp- urum 2,5 milljónir kr. órslaun Lögreglu- og slökkvi- lið San Francisco-borg- ar hvarf aftur til starfa i morgun, eftir að Joseph Alioto, borgarstjóri, lýsti yfir neyðarástandi i borginni. Undir slikum kringumstæðum öðlast hann umboð til að gripa til hverra þeirra ráð- stafana, sem hann telur nauðsynlegar öryggi borgarbúa. Lét borgarstjórinn verða sitt fyrsta verk i þessu aukna umboöi að semja við lögreglumenn og slökkviliðsmenn um 13% kaup- hækkun, eins og þeir höfðu farið fram á. Lokið er nú væntanlega þeirri skálmöld, sem gekk i garð 1 Frisco, þegar laganna verðir hurfu af strætum hennar, og skildu borgarana eftir án verndar sinnar. Borgarstjórinn greip til þess að lýsa yfir neyðarástandi, þegar borgarráðið felldi einróma til- lögu, sem kom fram á fundi þess I gærkvöldi, um að hækka laun við lögreglu- og slökkvilið um 13%. Voru borgarráðsmenn fáanlegir til að samþykkja 6,5% launa- hækkun, en heldur ekki meir. Ekki er annað á ibúum Frisco að heyra, en þeir séu alveg á bandi borgarráðsins. Alioto sat á samningafundi i alla nótt með fulltrúum lögreglu- og slökkviliðsmanna, þar sem gengið var frá hinum nýju kjara- samningum. Taka launa- hækkanirnar gildi eftir 15. okt. Hann sagði við blaðamenn, að „það heföi verið einskær heimska að semja ekki, eins og komiö var málum.” Einn borgarráðsmanna lét hafa eftir sér, að „Alioto væri fyrsti einræðisherrann i Bandarlkjun- um”. Annar sagði, að lögreglan væri „stigamenn, sem haldið hefðu byssukjöftunum við höfuðiö á San Fransisco-búum” til að knýja fram launahækkanir. Hvatningarbréfin hafa streymt til borgarráðsmanna um að þrauka gegn launakröfunum. Borgarráösmenn segjast finna það á skattgreiðendum, að þeir séu búnir að fá nóg af launapóli- tikinni, sem leitt hafi til þess að götusóparar borgarinnar eru komnir með 17.000 dollara (2,5 milljónirkr.) árslaun. — Fyrir þessa nýjú hækkun voru mánaðarlaun lögreglumanns i Frisco 135 þúsund kr... Skrifstofur kommúnista (eins og hér á myndinni frá Porto) hafa verið brenndar og meðlimir kommúnistaflokksins sætt aðkasti. Skólmöld Frisco Talsmenn portúgalska kommúnistaflokksins fullyrtu i morgun, að samsærimenn hefðu lagt drög að byltingu hægri aflanna innan hersins og að það yrði fyrsta skrefið i átt til einræðis. í yfirlýsingu flokks- stjórnarinnar snemma i morgun var þvi haldið fram, að gagnbylting lægi í loftinu. Þessar aðvaranir kommúnista ber að I sömu mund og ýmsar deildir hersins efndu til funda I morgunsárið, en magnaður orð- rómur er nú kominn á kreik um, lokið aö Vasco Goncalves forsætisráð- herra verði vikið frá. Kommúnistar, sem fundu hjá þjóðinni töluvert fylgi með vinstristefnu, strax á fyrstu dög- um eftir byltingu hersins 25. april 1974, hafa fundið fylgi sitt dvina eftir þvi sem vikurnar liðu frá byltingardögunum. Með þvi að útmála alla andstöðu við þá sjálfa sem tilræði við byltinguna, sem losaði portúgölsku þjóðina undan harðstjórn Caetano-stjórnarinn- ar, tókst kommúnistum að kveða niður raddir hægri manna og fylginauta de Spinola, sem neyddist til að flýja land. 1 almennum kosningum I Portúgal kom i ljós, að kommúnistar nutu aðeins 11% fylgis meðal þjóðarinnar. En stjórn hersins, þar sem áhrif kommúnista hafa verið yfirgnæf- andi, hefur engu að siður snið- gengið stærstu stjórnmálaflokk- ana, sem fengu yfirlýst traust al- þýðu landsins i kosningunum, og hafa þeir hrundið fram stefnu og áformum kommúnista. Hefur magnazt með þjóðinni stæk óánægja með stjórn landsins og hefur hún birzt I hatursöldu, sem skollið hefur á kommúnist- um og ytri táknum þeirra, eins og skrifstofum og fyrirtækjum á þeirra vegum. — Vasco Gon- calves, forsætisráöherra, sem hefur verið i fararbroddi stjórnar hersins i framkvæmd stefnu kommúnistaflokksins, er oröinn fyrir það framtak sitt einn óvin- sælasti maður Portúgals I dag. Viðvörun kommúnista I morgun um byltingarsamsæri var þvi tekið með nokkurri varúð viðast hvar. Slikt er of margnotað bragð til að reyna að snúá ’við þróun lýðhyllinnar og hefur reyndar á þessu siðasta ári verið notað nokkrum sinnum af kommúnistum i Portúgal sem tylliástæða til þess að vikja úr áhrifastöðum innan hersins mönnum með andkommúnistisk- ar skoðanir. Portúgalskir blaðamenn: „Hjálpið okkur! — Biðja starfsbrœður sína á ís- ## landi og um alla álfu að veita þeim stuðning til að viðhalda tjáningarfrelsi til varnar lýðrœði Blaðamenn „Itepublica” ræða við starfsbræður slna og skýra írá ræningjaaðferðum kommúnisiskra prentara, sem lögöu undir sig ritstjórnarskrifstofur blaðsins. Raul Rego, einn rit- stjóra jafnaðarmanna- blaðsins „Republica”, og sex aðrir kunnir Raul Rego (t.v.) og dr. Mario Soares, leiðtogi jafnaðarmanna, á blaðamannafundi. portúgalskir blaða- menn hafa sent starfs- bræðrum sinum um alla álfu — lika hér á íslandi — bréf, þar sem þeir leita stuðnings i baráttu sinni fyrir óskertu prent- og rit- frelsi i Portúgal. „Hjálpið okkur að brýna raustina til varnar frelsi okkar og lýðræði, sem einnig er ykkar. Ennþá er það mögulegt I dag, en á morgun kann það að veröa of seint,” hrópa þeir i neyöar- kallinu til blaðamanna og biðja þá um að ljá undirskrift sina undir bænarskjal þeirra. Bréf portúgölsku blaða- mannanna fer núna þessa dagana á milli ritstjórnar- skrifstofa dagblaðanna i Reykjavik, og meðal annarra höföu allir blaöamenn Visis skrifaö undir þaö. — En bréfið hljóðar þannig: „Stærstu stjórnmála- flokkarnir, sem komu fram i nafni mikiis meirihluta portúgöisku þjóðarinnar, sáu sig knúna tii þess að segja sig úr rlkisstjórn, sem skellti skolleyr- um við öllum tilraunum þeirra til varnar margra flokka lýöræði. (Jrsögr. þeirra skapaði neyðarástand, sem með hverj- um deginum er liður færir þjóöina nær einræðisstjórnar- háttum, þvert ofan I vonir hennar og óskir eftir byltinguna 25. april 1974. Þróun mála I Portúgal hefur haft hin alvarlegustu áhrif fyrir alla Evrópu. Komist þar á einræðisstjórn I stað lýðræðis, er það ógnun við friðsamiega sambúð rikjanna. Ef ekki berst hjálp frá frelsis- unnandi fólki annars staðar i heimi, er lýðræðinu I Portúgal hætta búin. Rödd „Republica” (dagblaðs jafnaðarmanna, eitt siöasta blaðið, sem ekki var rauösýrt I gegn, en prentarar á snærum kommúnista tóku á sitt vald) hefur veriö þögguð niður með ólöglegum aðgerö- um, studdum af þeim, sem reyna að fela sannleikann og hindra frjáls skoðanaskipti. — Aðrar frjálsar raddir hafa einnig verið þaggaðar niður, og ef frumvarp að nýjum prentlög- um nær fram að ganga, hefur allt tjáningarfrelsi verið heft i Iandinu. „Republica” og fleiri verjendur lýðræðisins börðust gegn harðstjórn Salazars og Caetano-stjórnarinnar. Þau eru enn I dag jafn andsnúin hvers konar höftum á upplýsinga- streymi, undir hvaða yfirskini sem slik höft eru sett. Hjálpið okkur að brýna raust okkar til varnar frelsi okkar og lýðræöi, sem einnig er ykkar. Ennþá er þaö mögulegt I dag, en á morgun kann það að verða of seint.”

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 189. Tölublað (22.08.1975)
https://timarit.is/issue/239187

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

189. Tölublað (22.08.1975)

Aðgerðir: