Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 9
' íí-v*.'- '• ■ ■..■i ■ Mm Landsliðsþjálfarinn Tony Knapp Fœr Knapp ekki að fara utan? „Það er á hreinu, að Tony Knapp er ráðinn hingað sem þjálfari KR,” sagði einn af forustumönnum KR eftir aö við höfðum talað,við Bjarna Felixson formann knattspyrnu- deildar og hann varizt allra frétta, er við spurðum hann að þvl I morgun, hvort rétt væri, að KR hafi neitað að lána landsliðinu Tony Knapp I ferðina til Frakklands, Belgiu og Rússlands I byrjun næsta mánaðar. Ileyrzt hefur að KR-ingar vilji ckki að hann fari, þar sem staða félagsins sé allt annað en glæsileg i deildinni þessa stundina, og að Knapp geti ekki hlaupið á brott, ef KR þurfi að standa I aukaleik og öðru vegna fallbaráttu. „Á þessu stigi vil ég ekkert um þetta segja,” sagði Bjarni — „Þetta er mál sem KSt verður að leysa, hvernig sem það verður gert”. Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum frá KSÍ, cn þar var þetta mál rætt fram og aftur á fundi I gærkvöldi, er þctta erfitt mál að eiga við, og þarf að kanna ýmsar leiðir, áður en einhver ákvörðun verður tekin. Á fundinum kom það skýrt fram, að KR á allan rétt á Kapp, þegar um landsliöið er annars vegar að ræða, og að KSÍ verði að beygja sig undir óskir KR-inga varðandi landsliðsþjáifarann. -klp- Þróttur eða Breiðablik upp í 1. deild? Fyrstu leikirnir i úrslitakeppn- inni i 3. deild islandsmótsins i knattspyrnu fara fram i kvöld og þá fer einnig fram „úrslitaleikur- inn” i 2. deild. Leikirnir i 3. deild i kvöld eru: Fylkir — Stjarnan á Kaplakrika- velli, Einherji — KA á Arbæjar- velli og Þór — iBi á Valsvellinum. Hefjast allir leikirnir kl. 19,00. i 2. deild verða tveir leikir i kvöld. Ármann inætir liði Selfoss á Melavellinum kl. 20,00 og Breiða- blik Þrótti á Kópavogsvellinum kl. 19,30. Það má segja að sé eins kon- ar úrslitaleikur deildarinnar, þvi ckki inunar nema einu stigi á liðun- um og aðeins ein umferð eftir fyrir utan leikinn i kvöld. Þetta ætti að geta orðið hörku leikur — eins og reyndar allir lcikirnir, sem fram fara i kvöld — spurningin er bara hvern á að velja... — klp — b■p—pq A Visir. Föstudagur 22. ágúst 1975 Þetta hefur verið stóri draumurinn" — segir Karl Þórðarson, sem nú loks hefur verið valinn í landsliðshópinn „Ég neita þvi ekki, að ég er mjög ánægður með að hafa verið valinn i landsliðshópinn,” sagði Karl Þórðarson — tvimælalaust einn vinsælasti knattspyrnumað- ur landsins nú s.l. tvö sumur — er við spjölluðum við hann smá- stund i gær i tilcfni þess, að hann hefur nú loks verið valinn i þehn- an hóp beztu knattspyrnumanna landsins. „Það hefur verið draumurinn að fá að klæðast landsliðspeys- unni, og þó að það sé ekki öruggt, að ég fái að fara i hana I þessari ferð, er það þó áfangi að vera kominn i hópinn. Ég hef einu sinni komið i lands- liðspeysuna áður, það var i lands- leik við Luxemborg fyrir nokkr- um árum, þegar ég var valinn I unglingalandslið.Það var nú samt heldur stutt, sem ég fékk að vera i henni — spilaði aðeins annan hálfleikinn — og siðan ekki sög- una meir.” Faðir Karls — Þórður Jónsson — sem flestir knattspyrnuunn- endur sáu leika eða hafa heyrt talað um, klæddist f jórtán sinnum landsliðspeysunni. „Ég man ekki eftir honum i henni,” sagði Karl, er við spurðum hann að þvi, hvort hann myndi eftir föður sinum I þessari peysu, sem allir vona, að Karl fái nú að fara almennilega I. „Ég var það ungur, þegar það var, að ég hef sjálfsagt ekki feng- ið að fara suður til Reykjavikur til að sjá landsliðið leika.” Karl er sá eini af þeim 22, sem valdir hafa verið i leikina við Belgiu, Frakkland og Rússland, sem ekki hefur áður komið nálægt landsliðinu á einn eða annan- hátt - annaðhvort verið i hópnum i sumar eða fyrra — eða leikið áður i landsliðinu. Hópurinn er þannig skipaður: Árni Stefánsson Þorsteinn Olafsson Diðrik Ólafsson Gisii Torfason Björn Lárusson Marteinn Geirsson Jón Pétursson Jón Gunnlaugsson Ölafur Sigurvinsson Janus Guðlaugsson Ottó Guðmundsson Jón Alfreðsson Arni Sveinsson Ölafur Júliusson Karl Hermannsson Grétar Magnússon Hörður Hilmarsson Elmar Geirsson Matthias Hallgrimsson Teitur Þórðarson Karl Þórðarson örn Óskarsson f /Áfram íslond' ó landsleikjunum í Frakklandi og Belgíu Mjög mikill áhugi mun vera meðal knattspyrnuunnenda fyrir ferðinni með íslenzka landsliðinu til Frakklands og Belgiu i byrjun næsta mánaðar. Landsliðið mun Akurnesingurinn Karl Þórðarson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum að undanförnu og landsliðsncfndinni þvi ekki lengur stætt á þvi að halda honum fyrir utan landsliðshópinn. Ljósmynd Bj.Bj........ Eitt heimsmet ó dag! t gærkvöldi bætti Bandarikja- maðurinn Bruce Furniss sitt eigið heimsmet I 200 metra skriðsundi á miklu sundmóti, sem haldið er i Kansas City þessa dagana. Hann synti á 1:50,37 min„ en gamla metið hans var 1:50,89 — sett i júni I sumar. Þett er annað heimsmetið, sem slegið er á þessu móti — Tim Shaw Banda- rikjunum bætti hitt fyrrakvöld, eins og við sögðum frá í blaðinu i gær. -klp- halda áfram til Moskvu eftir leikinn i Belgiu, en þessi ferð, sem fyrirhuguð er með lands- liðinu, nær ekki þangað. Flugleiðir hafa skipulagt ferðina, og verður farið frá Kefla- vik til Luxemborgar 1. septem- ber. Þaðan verður ekið til Parisar og gist þar I þrjár nætur. Frá Paris verður haldið til Nantes, þar sem leikurinn við Frakkland fer fram, og siðan gist þar eina nótt. Frá Nantes verður siðan haldið til Legia I Belgiu — og þá farið yfir Ardennafjöllin — en i Legia verður dvalið I tvo sólarhringa og þá m.a. horft á leik Belgiu og ís- lands, sem þar fer fram 6. september. Heim verður siðan haldið frá Luxemborg daginn eftir. Ferðin kostar með uppihaldi og öllu 49.500 krónur. Innifalið I verðinu er m.a. aðgangur að báð- um leikjunum svo og ferðir til og frá hótelum og ýmislegt annað. Sætafjöldi i þessa ferð er mjög takmarkaður, en þeim, sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við söluskrifstofu Flugleiða. Þeir sem hafa þegar pantað far, þurfa einnig að staðfesta pöntun sina sem fyrst. -klp- m A,x i&f* £ '■ ' (. \ ’ 1 tslandsmeistarar Vikings i handknattleik karla utanhúss 1975. Aftari röö frá vinstri: Hannes Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar Vik- ings, Sigurgeir Sigurðsson, Elias Leifsson, Skarphéðinn Óskarsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Ólafur Jönsson og Jón Aðal- steinn Jónasson, formaður Vikings. Miðröð: Þorsteínn Jónasson og Jón Sigurðsson. Fremsta röð: Stefán Halldórsson, Páll Björgvinsson, Jón Þór Rósmundsson, lukkutröll liðsins”, Rósmundur Jónsson og Magnús Guðmundsson. Ljósmynd Bj.Bj. Tvöfaít hjó Víking! Sigraði Fram í úrslitaleiknum í íslandsmótinu í handknattleik karla utanhúss í gœrkvöldi og tók þar með bœði íslandsmótin 1975 i fyrsta sinn siðan 1948, að keppt var i meistaraflokki karla i handknattleik utanhúss, hafði Vikingur sigur, cr liðið sigraði Fram I úrslitaleik mótsins i gær- kvöldi með 17 mörkum gegn 14. Með þessu tryggði Víkingur sér tvöfaldan sigur i handknattleik karla I ár — islandsmeistara- Næstsiðasta umferðin i 1. deildarkeppninni i knattspyrnu verður leikin um helgina, og eru þar margir stórir og mikilvægir leikir á ferð. Á morgun leika i Keflavik ÍBK-ÍBV og á La ug ar dals vellinu m leika KR-FH. Á sunnudaginn leika á L aug ardals vellinu m Vik- ingur-Fram og á sama stað á mánuda gskvöldið leika Valur-Akranes. Þessi mynd er frá leik ÍBV og Vals um siðustu helgi og sýnir, þegar örn Óskarsson skorar fyrir ÍBV. titilinn innanhúss og einnig is- landsmeistaratitilinn utanhúss. Vikingarnir tóku leiknum i gær- kvöldi heldur rólega — voru að kanna meiðsli sinna manna og liðsstyrk, þegar Framarar hömuðust við að hita upp með þvi að hlaupa og kasta boltanum á milli sin. Það kom lika i ljós I upphafi leiksins, en þá voru Framararnir prðnir vel „heitir” og náðu strax tökum á leiknum. Höfðu þeir 3 mörk yfir i hálfleik 9:6 og virtust stefna örugglega á sigur. Þeir juku við forskotið á fyrstu fimm minútum siðari hálfleiksins — komust þá i fimm marka mun, 12:7. En þá var farið að hitna i Vikingum og þeir tóku leikinn i sinar hendur, en allt gekk á afturfótunum hjá Frömurunum. Skoraði liðið ekki mark i um 20 minútur, en á meðan sendu Vikingarnir sjö sinnum boltann i netið hjá þeim og komust þar með yfir — 14:12. Á siðustu fimm minútunum jafnaðist leikurinn ör litið, en Vikingarnir gáfu samt aldrei færi á sér og sigruðu með 3ja marka mun — 17:14. Aður en þessi leikur fór fram léku Valur og Haukar um þriðja sætið og lauk þeirri viðureign með öruggum sigri Vals 21:13. 1 hálfleik var staðan 10:5. Mörkin i leik Vikings og Fram skoruðu þessir: Páll Björgvins- son 5(4 viti), Jón Sigurðsson 3, Magnús Guðmundsson, 3, ólafur Jónsson, 3, Skarphéðinn Óskars- son 2 og Stefán Halldórsson 1. Fyrir Fram skoruðu: Hannes Leifsson 5, Pálmi Pálmason 4 (1 viti), Arnar og Árni 2 hvor og Guðmundur 1 mark. JORUNDUR ÞORSTEINSSON DÓMARAHORNIÐ Varnarmaður fer út fyrir endamörk við hægri markstöng til að gera andstæðing rang- stæðan. Knettinum er spyrnt til andstæðings og hann skorar mark. Hvað á að dæma? A....Óbeina aukaspyrnu fyrir rangstöðu — B.„. Dæma mark — C... Áminna varnarmanninn og láta knöttinn „falla”. Rétt svar: í þessu tilfelli á að dæma mark. Varnarmaðurinn má ekki yfirgefa leikvanginn án leyfis og reyna að hagnast á þvi. Fœreyja 1 sumar var fyrirhugað að unglingalandsliðið i knattspyrnu færi utan til Færeyja til að endur- gjalda heimsókn unglingalandsliðs Færeyja hingað s.l. sumar. Erfiðlega hefur gengið að koma þessum leik fyrir, en nú hefur verið ákveðið að hann fari fram á miðvikudaginn i næstu viku. Fer ís- Icnzka liðið utan á þriðjudag, en kcmur heim daginn eftir leikinn. Þennan sama dag eiga bikar- leikir KSÍ, Akranes-Valur og Keflavik-KR, að fara fram. Aðeins einn af unglingalandsliðspiltunum á að leika þetta kvöld — Albert Guðmundsson Val — og verður hann þvi ekki með i förinni. -klp- „Hann er f róbœr" „Þvi var haldið fram, að Celtic gæti aldrei fundið mann, sem gæti tekið við af hinni sögufrægu per- sónu Celtic, Billy McNeil. En nú eru menn komnir á aðra skoðun. Sá, sem gat og hefur þegar farið I skóna hans, er tslendingurinn Jóhannes Eðvaldsson. Hann er i einu orði sagt frábær leikmaður”.... Þetta ásamt mörgu öðru „góðgæti” mátti Iesa I einu skozku blaðnna eftir leik Celtic og Hearts I skozka deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið. Þar fær Jóhannes mjög góða dóma fyrir leik sinn I vörn Celtic — og þá ekki siður fyrir þátt sinn I sóknar- aðgerðum liðsins. Hann skoraði eitt af þrem mörk- um Celtic I leiknum — leikurinn fór 3:1 — með stórglæsilegum skalla eftir hornspyrnu, eftir þvi sem blöðin segja. Þau bæta því við, að hann hafi verið fyrirliði Valsliðsins, sem Celtic eigi að mæta I Evrópukeppni bikarmeistara i næsta mánuði — og að hann eigi að mæta sinu gamla liði bæði I Glasgow og heimabæ sinum, Reykjavik, i þeirri keppni. -klp- Jóhannes Eðvaldsson. WSææsM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 189. Tölublað (22.08.1975)
https://timarit.is/issue/239187

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

189. Tölublað (22.08.1975)

Aðgerðir: