Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 22. ágúst 1975 7 BARNAHERBERGI lítil en vel nýtt Börn þurfa mikið at- hafnarými ef þeim á að liða vel. Nóg pláss til að leika sér, til að lesa, sofa eða læra fyrir skólann. En yf irleitt eru herbergin þeirra minnstu herbergin i öllu húsinu og i mörgum tilfellum alltof lítil. Stundum verða líka tvö börn að deila einu litlu herbergi. Við það minnk- ar athafnarýmið enn meira. Foreldrar þurfa oft að leggja höfuðið rækilega í bleyti til að f inna leiðir til að hagræða hlutunum í barnaherberginu þannig, að hver fermetri nýtist sem bezt. Hér á síðunni eru nokkrar hugmyndir um, hvernig má láta hlut- ina fara betur, án þess að umhverfi barnsins verði einhæft og leiðinlegt. IIMIM 1 „ m síoaim m Ums|on: Hildur Einarsdóttir Þessi skemmtilega koja er ákaflega hentug. í henni eru góöar hirzlur fyrir rúmfatnaö og annað. Stiginn þjónar tvenns konar til- gangi, og jafnframt varnar þvl, aö barnið I neöri kojunni detti út úr rúminu. Auk þess eru á henni hankar fyrir föt eöa hvaö sem verkast vill. Kassarnir, sem börnin sitja á og þeir kassar, sem mynda stoðirnar undir boröiö, eru hreyfanlegir. Ef þröngt er I herberginu, má taka plötuna ofan af kössunum og setja allt til hliöar. Einnig er hægt að nota kassana sem leikfangakassa og hirzlur undir margs konar hluti. Ef sett eru hjól á kassana, má nota þá sem farartæki o.s.frv. A veggnum eru rimlar, sem bjóöa upp á ýmsa möguleika. Krakkarnir geta gert alls kyns kúnstir á rimlunum, um leiö og þeir liöka á sér kroppinn og fá fallegri hreyfingar. Rimlarnir geta einnig aukiö til- breytnina i leik barnanna og örvaö hugmyndaflug þeirra i leik og starfi. Þvi miður sjáiöþiö ekki litina á barnaherberginu og mununum, sem þar eru inni, en I þessu barnaher- bergi er mikil litadýrö, sem iifgar einnig upp á umhverfi barnsins. Hægt er aö innrétta barnaherbergi á bæöi ódýran og skemmtileg- an hátt meö þvi aö kaupa svampferninga og klæöa þá litskrúöugum áklæðum. Ferningarnir geta veriö af mismunandi stærö og þykkt. Getur barnið þá sjálft ákveöiö, hvernig þaö vill innrétta herbergiö sitt. En innréttingin getur fariö eftir þvi, hvaöa leik á aö leika i þaö og þaö skiptið, eöa hve margir krakkar eru aö leik í herberginu i hvert sinn. Þaö er mjög frjáislegt fyrir börnin aö eiga slikt herbergi og getur aukið mjög hugmyndaflug þeirra og umsvif til leiks. 1 litlu barnaherbergi er nauösynlegt aö hagræöa hlutunum vel — eins og gert er á þessari mynd. Sjáiö, hve öllum hirzlum er hagan- lega fyrirkomiö. Hægt er aö hengja minnisblöö á vegginn viö hliðina á skrifboröinu. Auk þess er skrifboröiö viö gluggann, svo aö hægt er aö njóta dagsbirtunnar viö skriftir og lestur. Skrifborösplatan nær þaö langt fram, að nóg pláss er fyrir fæturna, þrátt fyrir hirzlurnar undir skrifboröinu. Skrifboröiö hér á myndinni er ákaflega hentugt, þar sem tveir krakkar eru saman I herbergi. MiIIiveggurinn aöskilur starfssviö barnanna og gegnir einnig þeim tilgangi aö vera „statif” fyrir iampa. Auk þess er hægt aö festa alls konar minnisblöö á milliþiliö. Eins og þiö sjáiö, þá eru hankar á hliö skrifborösins, þar sem hægt er að hengja skólatöskurnar. Ekkert útflúr er á þessu skrifboröi og þaö er mjög einfalt, svo aö hægt væri fyrir handlagna feöur aö smiöa þaö heima I bilskúrnum hjá sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 189. Tölublað (22.08.1975)
https://timarit.is/issue/239187

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

189. Tölublað (22.08.1975)

Aðgerðir: