Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 16
Föstudagur 22. ágúst 1975
Minkar á
á vakki í
Keflavík
Húsmöðir i Keflavik, sem i
morgun var að huga að barni
sinu, sem svaf i vagni úti í garði,
varð vör við mink á hlaupum við
hús sitt, sem stendur við Hring-
braut.
Konan hringdi i lögregluna,
sem kom að athuga málið. Lög-
reglumennirnir fengu ekki kom-
ið auga á minkinn þrátt fyrir
nokkra leit.
Aftur á móti urðu starfsfélag-
ar þeirra niðri á lögreglustöð
varir viö mink á sama tima. Var
minkur sá á vakki við lögreglu-
stöðina. Lögreglumennirnir af-
lifuðu minkinn eftir nokkurn
eltingaleik.
Er Visir hafði samband við
lögregluna i Keflavik i morgun
kvaöst hún ekki geta skorið úr
um, hvort þarna væri um ali-
minka að ræða. Hins vegar teldi
hún ósennilegt að þarna væri
um sama mink að ræða og sézt
hefði við Hringbraut, þar sem
' nokkuö langur vegur væri á
milli þessara tveggja staða og
minkanna hefði orðið vart á nær
sama tima.
— JB
Bílþiófurinn
tilkynnti
sjólfur um
þjófnaðinn
Bil var stoliö í fyrrinótt.
ökumaöurinn var drukk-
inn og þykir það varla
fréttnæmt. Hitt er merki-
legra, aö sá, sem tilkynnti
um þjofnaðinn, var þjófur-
inn sjálfur.
Hann hafði verið að skemmta
sér og átt i vandræðum með að
koma sér heim, þegar komið var
nokkuð fram yfir miðnættið.
Hann tók þvi það til bragðs að
stela sér bil og aka á honum heim.
Ferðin gekk stórslysalaust, þótt
ökumaðurinn væri drukkinn.
begar heim var komið, vildi
maðurinn losna við bilinn á ný og
hringdi þvi á lögregluna, tilkynnti
um þjófnaðinn og sagði, að þýfið
stæði fyrir utan gluggann hjá sér.
Lögreglan tók mál mannsins i
sinar hendur.
JB
Forvígismaður úr v-þýzku stjórnarandstöðunni kemur „fullur góðvildar"
ÆTLAR BARZEL AD
MIÐLA MÁLUM?
„Ég kem fullur góðvildar. Ég
kem til að læra, til að kynna
mér, hvernig landhelgismálið
og löndunarbannið horfa við frá
sjónarhóli tslendinga,” sagði
Rainer Barzel, sem lengi hefur
verið í fararbroddi Kristilega
dem ókra taf lokksins, aðal-
stjórnarandstöðuflokksins I
Vestur-Þýzkalandi.
Barzel sagðist koma „sem
einstaklingurinn Rainer
Barzel” en ekki I opinberum
erindagjörðum. Engu að Siður
mun hann ræða landhelgismálið
vítt og breitt við ráðherra og
aðra forvigismenn hérlendis.
Barzel átti snemma i morgun
fund með þýzka sendiherran-
um, og hann mun ræða við
Matthias Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra, Einar Ágústsson
utanrikisráðherra og forystu-
menn stjórnarandstöðu og
verkalýðs.
Hann kvaðst vongóður um, að
flokki sinum tækist að vinna
stjórnarforystu úr höndum
jafnaðarmanna i næstu kosn-
ingum i V-Þýzkalandi. Ekki
vildi hann gefa neitt út á, hvort
hann ætlaöi sér málamiðlun i
landhelgismálinu, en viðræður
islenzkra og þýzkra stjórnvalda
um landhelgismálið og
löndunarbannið eru á næsta
leiti.
Barzel vildi ekkert fullyrða
um, hvort löndunarbanninu
mundi lykta innan skamms.
Hann kvaðst ætla að athuga
gang mála hér um helgina og
hann yrði eftir það betur fær um
að gefa yfirlýsingar um málið.
— HH
Rainer Barzel á Hótel Sögu I
morgun.
HITAVEITUBRUNA
TÖPLAR UNDIR
Borgarfjörðurinn er nú ekki
alveg svona mjór, heldur er
myndin tckin mcð 300
millimetra aðdráttarlinsu.
Þarna er verið að reka niður
hjálparstaura kringum einn
stöpul fyrirhugaðrar brúar yfir
Borgarfjörð. Stöpullinn er
rcyndar fyrirhugaður lika, þvl
það er alls ekki búið að ljúka við
hann.
Alls vcrða 12 stöplar sein
halda brúnni uppi og dýpið á
þessum slóðum er i meöalsjó
fimin mctrar. Mest vcrður það 7
metrar á flóði. Ekki er hægt að
segja nákvæmlega til um,
hvcnær fyrsti billinn fer yfir
brúna. Hallgrimur Jónsson,
yfirverkfræðingur, sagði Visi I
morgun, að litið yrði gert I
haust. Borgnesingar biða
óþreyjufullir cftir að smíðinni
ljúki, þvi hitaveituleiðsla þeirra
á að hanga neöan i brúnni.
Brúin þjónar þvi tvennum
tilgangi. ÓT/Mynd BG.
Verð ó grósleppu-
hrognum follondi
— hefur verið gott fram að þessu
„Verð á grásleppuhrognum er að
falla,” sagði einn af aðalútflytj-
endum þeirra, er hann hafði sam-
band við blaðiö. Hann skýrði svo
frá aö samkvæmt upplýsingum
kaupanda sins i Hamborg fengist
hann ekki til að greiða nema 2
dollara fyrir tunnuna. Fyrr I
sumar hafa verið greiddir 2,25
dollarar fyrir tunnuna.
í ár hefur nánast veriö metveiði
og gengið vel að selja grásleppu-
hrognin. Alls munu hafa selzt um
16000 tunnur fyrir þetta góða
verð.
Útflytjandinn sagði að einungis
litilræði myndi vera eftir af
hrognum á landinu.
Þessar fregnir eru mun alvar-
legri þegar haft er i huga, hversu
sala á lagmeti hefur brugðizt. Há-
ir tollar i mörgum Evrópulöndum
gera það að verkum að ógerning-
ur er að komast inn á markaðinn.
Ekki tókst að ná tali af þeim
aðila I framleiðslueftirliti sjávar-
afuröa, sem hefur með þennan
málaflokk að gera. En I fram-
leiðslueftirlitinu er fylgzt með
ástandi vörunnar.
- BA
Pétur Guðfinnsson.
Við frumsýningu myndar-
innar „Ern eftir aldri” I gær-
dag, lét Magnús Jónsson
kvikmyndagerðarmaöur þess
gctiö, aö málaferli væru i
uppsiglingu vegna kostnaðar
við gcrð myndarinnar.
Magnús gerði á sinum tima
samning um að gera kvikmynd
fyrir 1700 þúsund fyrir
sjónvarpið. Atti sjónvarpið að
greiða 3/4 hluta þess kostnaðar
„Kvittun" segir Pétur
„Kúgun" segir Magnús
gegn sýningarrétti i sjónvarpi.
Kostnaðaráætlanir fóru fram
úr áætlun og varð verð myndar-
innar 3 milljónir.
— Ég er fús að taka það á mig
af þessari kostnaðaraukningu,
sem mér ber. En ég tel jafn-
framt að hluti af kostnaðar-
aukningunni sé sök sjón-
varpsins, vegna aukins hljóð-
setningarkostnaðar og dráttar á
afhendingu, sagði Magnús Jóns-
son.
bá lætur Magnús Jónsson
þess einnig getið i frétta-
tilkynningu, að hann telji sjón-
varpið hafa beitt sig fjárkúgun.
Segir Magnús, að þegar
sjónvarpið hafi átt 600 þúsund
ógreidd af þeirri upphæð, sem
fyrst hafi verið samið um, hafi
honum veriö meinuð greiðslan
nema hann undirritaði skjal um
það, að ekki yrðu frekari fjár-
kröfur frá hans hendi.
Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins,
sagði i viðtali við Visi i morgun,
að samið hefði verið um að
Magnús fengi 1.350 þúsund
krónur fyrir sjónvarpsréttinn á
myndinni, sem sé óvenju há
upphæð, miðað viö kaup á
heimildarmynd.
— Kostnaðaráætlun fylgdi ekki
samningnum, sagði Pétur. —
Skjal það, sem Magnús minnist
á, hlýtur að vera kvittun sú, sem
hann var beðinn um að undirrita
til að viðurkenna að siðasta
greiðslan væri lokagreiðsla
sjónvarpsins samkvæmt
samningnum, sagði Pétur
Guðfinnsson.
Mynd Magnúsar, sem er um
hálftimi að lengd er gerð i mót-
sögn við sjálfsánægju ís-
lendinga á þjóðhátiðarárinu.
Nokkrir valinkunnir menn eru
spurðir um þá þætti, sem
þjóðina sameini og siðan er
brugðið upp svipmyndum af
þeim þáttum, oft á spaugilegan
og pólitiskan hátt.
í þeim samningi, sem geröur
var með Magnúsi Jónssyni og
sjónvarpinu var þess getið að
myndin ætti að vera óhátiðleg
og til mótvægis við öll hátiðar-
höld þjóðhátiðarársins.
Visir spurði Pétur Guðfinns-
son framkvæmdastjóra
Sjónvarpsins um, hvort hann
teldi Magnús hafa staðið við
þennan hluta samningsins.
Magnús Jónsson.
— 1 samningum voru ákvæði,
sem áskildu sjónvarpinu rétt til
að fella niður samninginn, ef
það teldi myndina vikja mjög
frá sinum frumtilgangi, eða ef
listrænum gæðum væri mjög
ábótavant. Þessum ákvæðum
var þó ekki beitt og var það
sjálft útvarpsráð, sem skar úr
um það. Það má lita á það sem
vissa viðurkenningu, sagði
Pétur Guðfinnsson. -JB.