Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 22.08.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Föstudagur 22. ágúst 1975 vísir Útgefandi: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi:, Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Þorsteinn Pálsson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Siinar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Á réttri leið Vorið 1974 stóðu miklar deilur um það, hyernig komið væri efnahagsmálum þjóðarinnar. Þær þrætur um staðreyndir stóðu ekki einvörðungu milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur miklu fremur á milli stjórnarflokkanna innbyrðis. Al- þýðubandalagið taldi heppilegast að biðla til kjósenda með þvi að látast ekki sjá nokkum vanda. Þvi var jafnvel haldið fram, að hagur þjóðarbúsins hefði aldrei verið betri en þá. Framsóknarflokkurinn viðurkenndi þó undir lok vinstristjórnartimabilsins, að verulegur vandi væri á höndum. Það gefur augaleið, að árangur af efnahagsstjórn hlýtur ávallt að vera takmarkaður, þegar stjórnendurnir eru ósam- mála um grundvallarstaðreyndir eins og raun var á fyrir rúmu ári. Afleiðingar þessa sjónleiks voru að sjálfsögðu i fullu samræmi við vinnu- brögðin. Það er ekki óvanalegt, að stjórnmálamenn séu gagnrýndir fyrir að deila meir um staðreyndir máls heldur en markmið og leiðir. Sjónleikurinn, sem sviðsettur var i kringum fall vinstri stjórnarinnar, var afar skýrt dæmi um þetta. Með hliðs jón af þeim atburðum er fróðlegt að líta á þær breytingar, sem orðið hafa i þessu efni. Engum blandast hugur um, að það eru að veru- legu leyti önnur viðhorf, sem nú móta umræður stjórnmálamanna um efnahagsmál. Þessar breyttu aðstæður eru fagnaðarefni út af fyrir sig. Ýmsum kann þó finnast, að árangurinn hafi ekki orðið sem skyldi. Ljóst er, að okkur hef- ur ekki tekizt að draga úr verðbólguvextinun . Það er mjög alvarleg staðreynd. Fram hjá hinu er þó ekki unnt að horfa, að á þessum tima hefur okkur lánazt að ná ýmsum öðrum markmiðum i efnahagsmálum. 1 fyrsta lagi tókst með efnahagsaðgerðunum fyrir tæpu ári að koma i veg fyrir stöðvun mikil- vægra atvinnugreina, sem þá var fyrirsjáanleg. Þá bentu likur til þess, að unnt yrði að haga mál- um á þann veg, að verulega myndi draga úr verð- bólgunni i lok þessa árs. Þær vonir brugðust með versnandi viðskiptakjörum, þannig að gripa varð til nýrrar gengisfellingar i febrúar. En með þeim margþættu aðgerðum, sem beitt hefur verið, hefur ekki einvörðungu tekizt að tryggja fulla atvinnu og afstýra verkföllum, held- ur hefur miðað i áttina einnig á öðrum sviðum. Þannig virðist þróunin i gjaldeyrismálunum hag- stæðari en áður, þó að þar sé enn við ramman reip að draga. Á mörgum sviðum hefur okkur tekizt að tak- marka innflutning verulega, án þess að gripa til hafta. Þannig hafa aðgerðir stjórnvalda leitt til minnkandi bifreiðainnflutnings svo dæmi sé nefnt. Með haftastefnu hefðum við siður en svo komizt nær þessu takmarki. Haftahugmyndum skaut hér upp kolli i byrjun þessa árs. 1 framhaldi af þvi var reynt að takmarka gjaldeyriseyðslu vegna hópferðalaga með nýjum haftareglum. Þær hafa engan árangur borið og aðeins stuðlað að óeðlilegri mismunun. Með markvissum aðgerðum má þoka málum i rétta átt. Fullljóst er þó, að hér er um svo hrika- legan vanda að ræða, að talsverður timi mun liða þar til við getum rétt úr kútnum á ný að óbreytt- um ytri aðstæðum. En þrátt fyrir örðugleikana, er við blasa, megum við ekki lita fram hjá þvi, sem áunnizt hefur. Telur reykingar ekki beinan vald að lungnakrabba fmTT 6 é Bretar hafa enn á ný skorið upp herör gegn reykingum og reiða að þessu sinni hátt til höggs i von um að geta — ef ekki alveg gengið milli bols og höfuðs á tóbaksnautninni, þá að minnsta kosti — dregið mjög úr þessum óhei Isusa m lega lesti mannanna. En eftir langan undirbúning, þar sem reykingaandstæðingar hafa viðað að sér meira að segja auglýsingaspjöldum frá ná- grannalöndum, þar sem svipaðar herferðir hafa verið farnar, fá þeir þó óheppilegan mótbyr strax i byrjun krossferðar sinnar. Einn visindamanna þeirra, sem nýtur töluverðrar viðurkenning- ar, hefur leyft sér að draga i efa, að vindlingareykingar séu aðal- valdur lungnakrabba. Philip Burch, prófessor við læknadeild Leedsháskólans, held- ur þvi nefnilega fram, að það, sem valdi lungnakrabba, sé af „gentiskum” toga spunnið. Vill hann meina, að litningar, sem kunni að hafa komið manninum til að reykja, geti lika kveikt hið lifshættulega krabbamein. Hann var spurður, hvort þessi kenning þýddi, að reykinga- manni, sem hætti að reykja, væri jafn hætt og áður við krabba- meini? — ,,Já, með fullri virðingu fyrir lungnakrabba, þá hlýtur svarið að vera óhikað já,” sagði prófessorinn i útvarpsviðtali núna i vikunni. Þessi skoðun hans er i algerri mótsögn við rikjandi álit, sem læknar hafa mótað, þar sem talið er löngu sannað, að reykingar valdi lungnakrabba. En Burch prófessor lét brydda á efasemd- um sinum fyrir átján mánuðum, þar sem hann dró i efa niðurstöðu læknaskýrslu frá 1971, en ,þar var þvi slegið föstu, að vindlingar væru krabbameinsvaldandi. Þessar umræður vakna núna i sömu mund, sem auglýsingar hamra á þvi, að reykingamaður- inn geti ekki vænzt velgengni i starfinu, heppni eða að hann haldi kyntöfrum sinum. Stjórnvöld leggja fram skýrslur, sem ætla að reykingar valdi um 50.000 ótima- bærum dauðsföllum á ári. En Burch prófessor gengur i berhögg við þessar upplýsingar. Hann reykir ekki sjálfur, en byggir sinar skoðanir á dánartöl- um og reykingaskýrslum. „Fyrir nokkrum árum trúði ég þvi, að sigarettur yllu krabbameini i lungum. En ég komst að raun um, Umsjón: GP að niðurstöður athugana studdu þetta ekki,” sagði hann i viðtali við fréttamann Reuters. Sem dæmi tekur hann, að út- breiðsla tókbaksreykinga meðal kvenna sé 30 árum á eftir körlum, og aðeins hafi örfáar konur reykt fyrir 1920. Samt sýni skýrslur, að tiðni lungnakrabba meðal kvenna aukist til jafns við lungnakrabba hjá körlum, en þó að visu ögn hægar. En hann segir, að þessa þróun sé unnt að rekja allt aftur til 1901, eða aftur til 20 ára áður en konur byrja að reykja að ráði. „Það er ekki hægt að visa á bug sem óviðkomandi leitinni að tengslum milli lungnakrabba og reykinga,” segir prófessorinn. Enn vitnar hann i niðurstöður rannsókna, er sýni að tóbaksnotk un hafi aukizt á timabilinu frá 1930 og til þessa dags — á sama tima, sem rannsóknir leiddu i ljós, að tilfellum færi fækkandi, þar sem saman færu reykingar og lungnakrabbi. „Þetta og fleira grefur undan þeirri skoðun, sem er nú rikjandi, og flestir virðast vilja loka alveg augunum fyrir þvi. Mér er það óskiljanlegt, hvers vegna ekki einu sinni tóbaksframleiðendur taka það upp til umræðu,” sagði Burch. Einn af prófessorum Oxfordhá- skóla, sir Richard Doll, sem átti þátt i þvi að vekja athygli á skað- semi reykinga fyrir tuttugu ár- um, andmælir ákaft þessu áliti Burch prófessors. „Margar þær tölur, sem hann bendir á, eru i rauninni alveg merkingarlausar, og niðurstöður hans eru kolrangar,” segir sir Richard i viðtali við Reuter, sem tekið var samdægurs og sjónar- mið Burch prófessor komu á framfæri i útvarpi BBC. Hann segir, að þróun á tiðni krabbameins i lungum kvenna, sem Burfch bendi á, að sé svipuð og hjá körlum (þótt konur reyki minna), sé ekki hægt að miða við upplýsingar frá þvi um aldamót. 1 rauninni sé naumast hægt að ræða um þróun á tiðni þessa sjúk- dóms. Að menn verði meira varir við hann siðustu áratugina, stafi af þvi, að menn hafa fundið upp fullkomnari tæki, eins og rönt- gengeislana, sem auðveldi þeim að finna sjúkdóminn — og þá auð- vitað jafn auðvelt hjá báðum kynjum. En sir Richard viðurkennir þó ., að tiðni lungnakrabba hjá konum hafi verið minni en hjá körlum, þótt hún virðist nú auk- ast. Bruch prófessor vill ekki neita þvi, að margt fólk sem reyki, deyi úr lungnakrabba. En hann dregur i efa, að annað leiði endilega hitt af sér. í hans augum eru litningar mannslikamans, þessar örsmáu eindir, sem stýra erfðaeiginleik- um okkar, er gætu veitt svarið við gátunni. Hann segir, að litning- arnir, sem koma manneskjunni til að reykja, standi i tengslum við þá, sem örva krabbameins- myndun. Ef þér er á annað borð hætt við að freistast til að reykja, er þér um leið hætt við krabba- meini. Og i þessari hugmynd hans kemur m.a. fram, að sumir sjúk- dómar standi i neikvæðum tengslum við reykingar, hafi manneskjan litr.inga, sem veiki menn fyrir reykingafreisting- unni, þá sé sömu manneskju minna hætt við öðrum sjúkdóm- um i staðinn, eða öllu heldur minni hætta á, að hún hafi litn- inga, sem örvi aðra sjúkdóma. Þannig sé það t.d. með Parkin- sons hrörnunarveikina. Hennar gæti minna hjá þeim, sem reykja mikið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.