Vísir - 28.08.1975, Side 4
4
Vísir. Fimmtudagur 28. ágiist 1975
ÓNSKOLI
SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR
innritar nemendur á Breiðholtssvæði
föstudaginn 29. ágúst og laugardaginn 30.
ágúst. i húsi K.F.U.M. við Mariubakka kl
17-19 báða dagana. Námsgreinar:
Blokkflautuleikur með söng og nótulestri i
hópkennslu. Málmblásturshljóðfæri og
pianó i einkatimum.
Námsgjöldum verður veitt móttaka við
innritun.
Skólastjóri.
Ryðvarnartilboð órsins
Veitum 15% afslátt af ryðvörn auk
hreinsunar á vél og vélarhúsi.
Pantið tima strax.
Tékkneska bifreiðaumboðið Ti.f.
Auðbrekku 44-6
Simi 42604.
4ra - 5 herbergja íbúð
óskast strax
til leigu, helzt i vesturbænum.
Upplýsingar gefnar í sima 14566 eftir kl. 1
næstu daga.
Sendisveinn óskast
eftir hádegi á afgreiðslu Visis.
Notaðir varahlutir
í flestar gerðir eldri
ma: Vauxhall Victor 70
Willys jeep '55
Willys station '55
rússajeppi
Chevrolet Nova '65
Falkon '64
Volga'66 '66
Höfðatúni 10, simi 11397.
Opið frá kl. 9 — 7 alla virka daga og 9—5
laugardaga
Tónskóli Sigur-
sveins verður
emmg uppi
í Breiðholti
Skólaráð Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar hefur
sótt um byggingarlóð i Breið-
holti i þvi augnamiði, að þar
veröi byggt yfir skólann, svo
hann geti einnig starfað þar efra
i eigin húsnæði i framtiöinni. En
til bráöabirgða verður kennt i
hiisi KFUM við Mariubakka, og
verður innritun i skólann á
föstudag og iaugardag, 29.-30.
ágúst.
Þessinýbreytni er I samræmi
við þá stefnu skólans, að sem
flestir — allra helzt þeir, sem
ekki eiga margra kosta völ — fái
notið þeirrar tilsagnar, sem
skólinn getur veitt. Fjarlægðir
eru meðal þess, sem yngsta
fólkið á örðugast með að yfir-
stiga, og þvi hefur skólinn
ákveðið að færa sig nær
nemendum sinum. Aðöðru leyti
verður skólinn eins og vant er i
Hellusundi 7, og verður innritun
þar 4.-5. september.
Megináherzla verður lögð á
hópkennslu i blokkflautuleik
með söng og nótnalestri fyrir 7-
13 ára börn, en einnig er unnt að
kenna á pianó og blásturshljóð-
færi i einkatimum.
— SHH
Bœtt þjónusta
Neytendasamtakanna
Frá og með 1. september
verður skrifstofa Neytendasam-
takanna, Baldursgötu 12, opin frá
10-13 og 15-18 frá mánudegi til
föstudags fyrir alla venjulega
þjónustu. Siminn er sem áður
21666.
Þann 15. september opna svo
samtökin lestrarstofu fyrr félags-
menn. Sem kunnugt er þurfa Is-
lendingar að flytja mikið inn af
vörum. Engin islenzk stofnun hef-
ur hins vegar aðgang að óháðri
rannsóknarstöð. Er þvi engum
aðila mögulegt að gera saman-
burð á kostum vara eða véla frá
hinum ýmsu fyrirtækjum og lönd-
um.
Neytendasemtökin fá neytenda-
blöð frá mörgum löndum og eru
þar ýmsar upplýsingar að finna
um vörutegundir og vélar, sem
einnig fást hér. Til þess að gera
félagsmönnum kleift að mynda
sér skoðanir um kosti og galla
vara verða öll erlendu blöðin til
staðar á lestrarstofunni hjá
Neytendasamtökunum frá 12-13
og 17-18 hvern virkan dag.
Neytendasamtökunum berst
margs konar fatnaður til
umsagnar. Þvi miðurer hann svo
oft ekki sóttur aftur. Þess vegna
verður fatnaðurinn til sýnis i
gluggum samtakanna frá 15.
sept.-15. okt. Eftir það verður
ósóttur fatnaður afhentur barna-
heimilinu að Skálatúni. Eftir það
geta menn ekki gert neinar kröfur
á hendur Neytendasamtökunum.
-EVI.
Hóskólatónleikar:
Eingöngu
flutt verk
Leifs
Þórarins-
sonar
Háskólatónleikar veröa á
fimmtudaginn kl. 21, þar sem
eingöngu verða flutt verk eftir
Leif Þórarinsson. Hann mun
sjálfur stjórna Kammersveit
Reykjavikur, sem flytur
verkin. Fjögur þeirra eru
samin á þessu ári — en hin eru
mjög ný af.nálinni.
Rut Little Magnússon mun
syngja tvö lög um trúarlegt
efni, Faðir vor, kvæði eftir
Hallgrim Pétursson og
Angelus domini, kvæði
Halldórs Laxness.
Tónleikarnir verða I Félags-
stofnun stúdenta viö Hring-
braut. -EVI.
Skipt um
myndir í
vinnustofu
Knudsens
Sýningar vérða hafnar um
mánaðamótin á eldri myndum
Ósvalds Knudsens i vinnustofu
þeirri.sem við hann er kennd. Þá
lýkur sýningum þeim á ,,Eldi i
Heimaey” og „Þjóðhátið á
Þingvöllum”, sem staðiö hafa
yfir nú I nokkrar vikur.
Sérstakar sýningar eru fyrir
erlenda ferðamenn — klukkan
þrjú á daginn. Þá eru sýndar
meðenskutali myndirnar „Eldur
I Heimaey,” „Sveitin milli
sanda” og „Heyrið vella á heiö-
um hveri.” Þeim veröur haldið
áfram eitthvað fram eftir
haustinu, en aðsókn að þeim hef-
ur verið mjög mikil, og hafa oft
verið haldnar 3-4 aukasýningar
fyrir þá. -SHH.