Tíminn - 29.09.1966, Side 2

Tíminn - 29.09.1966, Side 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR 29. september 1966 Nýr balletskóli í Reykjavík SJ-Reykjavík, miðvikudag. Nú um mánaðamótin tekur til starfa nýr balletskóli í Reykja- vík undir stjórn Þórhildar Þor- leifsdóttur. Þórhildur stundaði fyrst nám við Þjóðleikhússkólann og var kennari hennar þar danski balletmeistarinn Erik Bisted. Hún dansaði í mörgum sýningum, bæði óperettum, barnaleikritum, og bal letsýningum. Þórhildur hélt síðan til Eng- lands til framhaldsnáms við Kon- unglega enska balletskólann (The Royal Ballet School). Þar er kennt auk ballets, svonefndir karakter- dansar, þjóðdansar, látbragðs- leikur, förðun, músík og Benesk Notation, sem er tiltölulega nýtt kerfi til þess að skrifa niður bal- leta, og nota allir helztu dans- flokkar heims þetta kerfi. Auk þess gátu þeir nemendur, sem vildu, fengið sértíma hjá kennur-' um frá The Royal Academy og Dancing. Það voru einkum nemend ur, sem miðuðu að því að gerast kennarar, sem notfærðu sér þessa tíma, því að kerfi þetta er mjög nákvæmt og góð undirstöðumennt un. Þórhildur tók tvö próf sam- kvæmt þessu kerfi og hefur hugs- að sér að nota það að miklu leyti í balletskóla sínum. Eftir að Þórhijdur kom að utan, kenndi hún við Listdansskóla Þjóð leikhússins í tvö ár, með enska balletkennaranum Elizabeth Hodg son og dansaði í nokkrum sýning- um. í fyrra kenndi Þórhildur við Framhald á bls. 14 Hreindýrum fjölgar lít- ið þrátt fyrir friðunina PB-Reykjavík, miðvikudag. — Hreindýrunum hefur furðu lítið fjölgað þrátt fyrir það, að þau hafa verið friðuð undanfarin hjá honum upplýsinga um ástand þeirra í dag. Hreindýrin reyndust vera um 2400 talsins, þegar þau voru talin í sumar, en í fyrra voru út og eru með vænsta móti, að sögn Egils. Egill sagðist hafa bú- izt við, að dýrunum myndi fjölga Framhald á bls. 14 tvö ár sagði Egill Gunnarsson á Egilsstöðum, en hann er eftirlits- maður hreindýra, og leituðum við þau um 2000. Nú hefur þeirra orðið vart á heiðunum upp af Fljótsdal, og líta þau mjög vel HLAUT SILFURBIKAR í VERÐLAUN í GÓÐAKSTURSKEPPNINNI HZ-Reykjavík, miðvikudag. Sigurvegari í góðaksturskeppni Bindindisfélags Ökumanna, sem haldin var í Reykjavík sl. laugar- dag, var Hannes Árni Wöhler og fjölskylda. Hannes, scm er sölu- maður hjá íslenzk-erlenda verzl- unarfélaginu, ók Voikswagenbif- reið sinni og með í bifreiðinni voru kona hans, Kristín Lárus- dóttir og dóttir þeirra, Sigríður. Verðlaunin voru silfurbikar með inngreyptum gullskildi og eru nöfn þeirra þriggja Ietruð á hann. Skúli Ólafsson, verzlunarmað- ur, Melási 8, hlaut önnur verð- laun, og ók hann SAAB. Þriðju verðlaun hlaut Bjarni Hannes- son, bifvélavirki, Skaftahlíð 7, en hann ók NSU-Prinz. Fjórðu verð- laun hlaut Ómar Ragnarsson, gam- anvísnasöngvari, Sörlaskjóli 86, sem ók Broneo-jeppanum „Hvelli". Fimmtu verðlaun hlaut Úlfar Sveinbjörnsson, sjónvarps tæknimaður, Óðinsgötu 2, en hann ók Volkswagen og sjöttu verðlaun fékk Kristinn Snæland, rafvirkjameistari, frá Borgar- nesi, en hann var á Renault. Þrir þeir síðastnefndu urðu í þrem fyrstu sætunum í síðustu góðaksturskeppni og voru þá i sömu röð. 444 KÆRÐIR FYRIR ÖLVUN VIÐ AKSTUR HZ-Reykjavík, miðvikudag. í dag voru lögreglukærur vegna ölvunar við akstur orðnar 444. All ir þeir, sem teknir eru, grunaðir um ölvun við akstur, eru bókaðir og því eru nokkrir þeirra ekki sektaðir, þar sem áfengismagn í blóðinu er lítið sem ekkert, þótt grunur hafi leikið á þvi. A sama tíma í fyrra voru kær- ur fyrir ölvun við akstur 385 og hafa því töluvert fleiri ökumenn verið teknir ölvaðir við stýri, á þessu ári. Hins vegar er tala þeirra, sem teknir hafa verið á þessu ári svipuð og í hitteðfyrra, en þá bar sérstaklega mikið á ölvun ökumanna. 130 pokar af kart- ’tflum á einum degi Stjas, Vorsabæ, mánudag, Eins og komið hefur fram áð- ur í fréttum, er kartöfluuppsker- an mjög misjöfn. Sums staðar er uppskeran dágóð og allt upp í 12 föld. Síðastliðinn laugardag var tekið upp úr garði hjá einum bónda 130 pokar með einni upp- tökuvél og þykir það gott dags- verk. Claudio Arrau einleikari með Sinfóníuhljómsveitinni FB-Reykjavík, miðvikudag. Sinfóniuhljómsveitin efnir til tónleika í Háskólabíói, á morgun, fimmtudag, kl. 20,30. Stjórnandi verður Bodhan Wodiczko, en ein- leikari með hljómsveitinni er Clau dio Arrau. Á efnisskrá eru sin- fónía nr 7 í A-dúr op. 97 eftir Beethoven og píanókonsert í d- moll op. 15 nr. 1 eftir Brahms. í fréttatilkynningu frá Sinfóníu hljómsveitinni segir m. a.: „Það er ekki á hverjum öegi, sem götur eru nefndar eftir þjóð Hagstæð þróun h já lorskum frysti- hetjum, sem aldrei hafa borið vopn, né heldur, að slík þjóð- hetja, eins lands sé heiðruð með æðsta heiðursmerki annarra landa sem „eftirlætissonur". Slík þjóð- hetja er Claudio Arrau, fyrsti ein leikarinn með Sinfóniuhljómsveit íslands á þessu starfsári. Hann er ekki aðeins þjóðhetja föðurlands síns, Chile, heldur einnig Mexicó, Frakklands og eftirlætislistamað- ur fjölmargra annarra landa. Hér mun hann leika d-moll píanó- konsert Brahms, einn „risann’‘ meðal pianókonserta, n.k. fimmtu dagskvöld. Allt annað en a^ðvelt er að fá eftirsótta snillinga til að mæta til leiks hér á landi. Fyrirferðar- Framhald á bls. 15. /ARÐ UNDIR BÍL % FÓTBR0TNAÐ! HZ-Reykjavík, miðvikudag. Rétt fyrir klukkan tvö í dag hljóp lítil telpa fyrir bíl í Löngu hlíð skammt frá Skaftahlíð. Lenti hún undir bifreiðinni og dróst með henni nokkurn spöl. Teipan sem er 6 ára, fótbrotnaði og hlaut nokkra höfuðáverka, hún var flutt á Slysavarðstofuna og þaðan á Landsspítalann, þar sem hún ligg ur sæmilega haldin. Hjólnðandi piltur arð fyrir bifreið HZ-Reykjavík, miðvikuíag. Laust fjTir klukkan tólf í dag, varð 7 ára piltur á reiðhjóli fyrir bifreið á Reykjanesbrautinni við Hafnarfjörð. Skall pilturinn á vél- arhlíf bifreiðarinnar og svo í göt- una. Hann skarst í andliti og einn ig lenti bílstjórinn með höfuðið á framrúðunni. Þeir voru báðir fluttir á Slysavarðstofuna í Reykja vík. ROTARYKLÚBBUR INN BAUÐ TIL SKEMMTIFERÐAR PE-Hvolsvelli, miðvikudag. Sunnudaginn 11. septembér bauð Rotary-klúbbur Rangæinga á Hvolsvelli öllu fólki, sem náð hefur sjötíu ára aldri úr fjórum hreppum héraðsins, til skemmti- ferðar að Skálholti og Laugar- vatni. Að þessu sinni var boðið úr Rangárvalla-, Hvols- Fljóts- hlíðar-' og Vestur-Landeyjahrepp- um. Félagar í klúbbnum lögðu til bifreiðar sínar, 15 talsins. f Skálholti var guðsþjónusta, sem séra Stefán Lárusson í Odda framkvæmdi, en orgelleikari var Jón Sigurðsson frá Hellu. Eftir að hópurinn hafði skoðað sig um á staðnum, var ekið að Laugar- vatni og drukkið kaffi í kvenna- skólanum. Þar fluttu ræður, Ólaf- ur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, for- seti klúbbsins Oddur Oddsson á Heiði og Sigurjón Sigurðsson í Raftholti. Veður var hið fegursta þennan dag, og var ferðin öll hin ánægjulegasta. Stjórn Rotary- blúbbs Rangæinga í Hvolsvelli skipa auk Ólafs Ólafssonar, þeir Sigurður Jónsson, bankastjóri Hellu og Trúmann Kristiansen skólastjóri í Hvolsskóla. 3!sum Samkvæmt fréttum frá Norsk Frossenfisk A. L. (Frionor), sem er sölusamband flestra norsku frystihúsanna, segir, að útflutn- ingsverðmæti frystra fiskafurða hafi aukizt um 30% á fyrri helm- ingi þessa árs, miðað við sama tíma 1965. Útflutningsverðmæti, fiskafurða 1965 nam 12 milljón- um punda, og vonir standa til, að útflutningsverðmætið verði 15 milljónir punda í ár. 2228 umferðarslys og árekstrar HZ-Reykjavík, þriðjudag. Frá áramótum til dagsins i dag eru bókuð hjá Iögreglunni 2228 umferðarslys og árekstrar. þar sem Reykvíkingar hafa átt hlut að máli. Megnið af þessum óhöpp um varð í Reykjavík, en einnig eru í þessum bókunum slys og árekstrar úti á landi, þar sem Reykvíkingar áttu i hlut. Á sama tíma í fyrra voru slys og árekstrar 2215 og í hitteð- fyrra 2060. Af þessu sést, að umferðarohopp in eru heldur fleiri en f fyrra, en það ár var slæmt, hvað slys og árekstra varðaði. Fundu olíu í Norðursjó Aðils-Khöfn, miðvikudag. anna, þar sem hér sé um að Mikla athygli vöktu í gær ræða fyrstu tilraun Dana á fréttir um, að Danir hefðu orð hafi úti, en Englendingar, Norð ið varir við olíu í Norðursjó, menn og Þjóðverjar hafi bor- en þeir framkvæma nú boran- að 25, sinnum í Norðursjónum ir eftir olíu og gasi á þeim og þar af hafa aðeins fimm gef- slóðum. Vart hefur orðið við ið einhverjar vonir um að gas olíu og gas á landgrunni Dan- sé á þessum slóðum. í augna- merkur, en þó er aðeins um blikinu eru framkvæmdar bor- lítið magn af olíu að ræða, anir frá 12 skipum — 9 eru á svo að ekki hefur enn verið yfirráðasvæði Þjóðverja eitt hægt að skera úr um þýð- hjá Þjóðverjum, eitt hjá Norð ingu fundarins. í fréttum um mönnum og eitt er á vegum þetta mál segir, að menn geti Dana. Fyrirtækið, sem aðal- verið sérstaklega ánægðir með lega stendur fyrir framkvæmd- þessar niðurstöður boran- unum er A.P .Möller.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.