Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. september 1966
3
TÍMINN
Gráhári skrifar um:
Viðey
„Undanfarið hefur Viðey verið
mjög í sviðsljósinu á síðum blað-
anna og þó enn meira um hana
rætt manna á meðal. Það. mun
hafa verið hópferð Heimdellinga
21. f. mán. sem kom umræðun-
um af stað að þessu sinni og
ekki að ástæðulausu. — Flestir
Reykvíkinga hafa Viðey daglega
fyrir augum, en hve mörg „pró-
sent“ borgarbúa skyldi hafa stig-
ið þar fótum sínum á fast? Það
var því vel til fundið af „stærsta
stjórnmálaflokknum“ að velja
þennan stað til „helgarferðar," —
eins og það heitir á ný-reykvísku,
— og kynna um leið hvernig for-
ráðamenn okkar varðveita sögu-
legar minjar og menningarlegan
arf. — Fáir staðir hérlendis eiga
sér merkilegri og viðburðaríkari
sögu en Viðey. Aðeins Þingvellir,
Skálholt, Hólar og Bessastaðir eru
þar til samjafnaðar. Allir þessara
staða komust í mikla niðurníðslu
um eitt steið, en hafa nú verið
endurbyggðir til nýrrar reisnar,
— allir nema Viðey ein. Og þar
hafa umskiptin orðið mest og öm-
uslegust. Nú er Viðey ekki nema
svipur hjá sjón, miðað við það
sem hún áður var. Og það er ekki
langt síðan þessi umskipti urðu.
Fyrir um 40 árum var þar enn
eitt af staerstu og glæsilegustu bú-
um landsins og þar að auki út-
gerðarstöð með tveim hafskipa-
bryggjum og miklum húsakosti.
En síðan hefur sigið ört á ógæfu-
hlið. Allt viðkomandi útgerðar-
stöðinni er horfið, bæði bryggjur
og byggingar. Eftir eru aðeins
óhrjálegar rústir sem benda til
að eitt sinn hafi þarna mikið ver-
ið aðhafst. Heima „á búinu,“
stendur Viðeyjarstofa enn, veðr-
uð og hrörleg, en ber þó vott
um forna reisn. Kirkjan hefur
minna látið ásjá og sambyggð stór
bygging, sem eitt sinn var fjós
og hlaða m.a., er enn uppistand-
andi þótt engin rúða sé þar heil,
fremur en í aðalbyggingunni. Verð
ur þess varla langt að bíða að
einnig þarna verði rústirnar ein-
ar eftir. — Og þó eru ekki nema
örfá ár síðan búsetu lauk þar
að fullu.
Meðal þeirra sem skrifað hafa
um ástand og endurreisn Viðeyj-
ar, er Jónas Jónsson frá Hriflu.
Telur hann, eins og fleiri, að /ið
getum ekki lengur vikizt undan
þeirri menningarlegu skyldu, að
bjarga frá glötun þeim sögulegu
minjum sem enn eru þar ofan
jarðar. Er það fyrst og fremst Við
eyjarstofa sem hann ber fyrir
brjósti og telur að hafi verið engu
minna átak að reisa á sínum tírna,
en bygging Versalahallar var
Frökkum á dögum Lúðvíks 14.
— Efnislega er þessi grein Jón-
asar áskorun til borgaryfirvalda
um að tryggja sér allan umráða-
rétt yfir Viðey og bendir á leið-
ir sem tiltækar væru til að ná
því marki. Meginþorri manna mun
vera sama sinnis og Jónas viðvíkj-
andi þessum Viðeyjarmálum og
því er þess að vænta að eitthvað
verði aðhafst áður en það verður
of seint. Hvernig það verður gert
getur auðvitað skipt miklu máli,
en aðalatriðið er, að það verði
eitthvað sem er raunhæft.
Að lokum aðeins þetta:
Skúli Magnússon hefur með
réttu verið talinn faðir Reykjavík-
ur, því vegna athafna hans mynd-
aðist sá vísir til þéttbýlis, sem síð-
an hefur vaxið upp í að vera að-
setur nærri helmings allra lands-
manna. Hvort þessi þróun, sé í
raun og veru þjóðfélagslegur á
vinningur skal hér ósagt látið. —
En þetta er staðreynd, sem við
verðum að lúta hvort sem okk-
ur þykir betur eða verr.
Eina minnismerkið sem við eig-
um frá upphafi þessa tímabils er
höllin sem Skúli lét byggja „eftir
fullkomnum tæknireglum þeirrar
aldar.“ — Þessi bygging stendur
enn með sama sniði og hún upp-
haflega var, en svo illa komin
vegna viðhaldsleysis og skemmdar
verka, að hún er til engra hluta
nothæf. Og eigi hún ekki að grotna
niður til algerrar eyðileggingar á
örfáum árum verður strax að hefj
ast handa um fullkomna aðgerð,
bæði utan húss og innan. — Jafn-
framt verður að tryggja að stöð-
ug búseta hefjist þar að nj(ju,
þótt ekki yrði til annars en varð-
veizlu á þeim verðmætum og sögu-
legu minjum sem enn má bjarga
frá algerri tortímingu. — Endur-
bygging Viðeyjarstofu, (eða
„Skúlahallar"), þolir enga bið!“
Þá er hér bréf frá Ge um:
Hið margumtala'ða
Ráðhús
„Einhver hótfyndinn náungi
skýtur þeirri hugmynd fram á
síðu Landfara, að tilvalið sé að
byggja ráðhús fyrir Reykjavík við
austurenda Rauðavatns því þar sé
fallegt umhverfi og þar sé vatn.
Varla þarf að gera þessari hug-
mynd skóna, en vafamál er hvort
hún sé vitlausari en „samþykkt-
in“ um Tjarnarráðhúsið, sem
gerð var á sínum tíma. A.m.k.
þyrfti ekki að eyða hundruðum
milljóna í húsakaup til niðurbrots
þótt byggt yrði við Rauðavatns,
en það yrði óhjákvæmilegt ef
Tjarnar-ráðhúsið yrði byggt eins
og ætlað er. —Annars myndi
sú skrautfjöður í ákveðnum hatti
ekki geta notið sín.
Úr því að minnst var á Rauða-
vatn er ekki úr vegi, að benda á,
að brýna nauðsyn ber til að um-
hverfi Rauðavatns að norðan og
austan verði friðlýst fyrst um
sinn, svo þar geti varðveitzt bygg
ingastæði fyrir „opinberar“ bygg-
ingar þegar borgin vex þangað
uppeftir á komandi tímum. —
Mestallt umhverfi Rauðavatns er
of fallegt til að verða fyrirhyggju-
leysi og gróðasjónarmiðum núver-
andi ráðamanna að bráð. — Ein-
hvern tíma munu rísa þarna veg-
legar byggingar og önnur æann
virki til almenningsnota, en til
þess að svo geti orðið þarf land-
ið að varðveitast fyrir allri ásælni
sérhyggjumanna og „abstrakt“
sjónarmiðum skipulagsins. — En
að sjálfsögðu verður aldrei byggt
þarna ráðhús. Eða a.m.k. ekki með
það fyrir augum sem slíkri stofn-
un er nú ætluð.
Hins vegar má telja sjálfsagt
að Reykvíkingar byggi sitt ráð-
hús og áttu fyrir löngu að hafa
gert það. En það þarf ekki endi
lega að standa við vatn!! Ráðhús
Reykjavíkur á auðvitað að stað-
setja í hjarta bæjarins þar sem
það gerir hvort tveggja í senn
að vera til bæjarprýði og setja
svip sinn á umhverfið, jafnframt
því að geta á auðveldan hátt veitt
þá þjónustu, sem því er ætluð
og m.a. til þess verður ráðhúsið
að liggja svo vel við höfuðstöðv
um umferðarinnar sem verða má.
Og þessi staður er til, auður og
óbyggður í hjarta Reykjavíkur-
borgar, svo notað sé aftur þett?
táknræna líkingarmál. Það er
norður- og neðri hluti Arnarhóls!
Segja má að þessi staður bíði
eftir því að þar rísi vegleg bygg-
ing sem setji svip sinn á svæð-
iðð framundan. Húsin þar eiga að
hverfa hvort sem er vestur að
Pósthússtræti, (norðan Hafnar-
strætis.) — Þegar horfið er allt
„ranamoskið" vestan Kalofnsveg-
ar og Pósthússtrætis annars veg-
ar og Hafnarstrætis og hafnar-
innar hins vegar, yrði þarna hæfi-
lega stórt torg á heppilegasta
stað. Arnarhóll er ekki til þeirr-
ar bæjarprýði nú, að þess vegna
megi hann engum breytingum
taka. Ingólfsstyttan má standa
áfram þar sem hún er og Sænska
Frystihúsið sömuleiðis. Þar þyrfti
aðeins að byggja til viðbótar bíla-
geymslu upp á nokkrar hæðir, sem
þyrfti ekki að verða til neinna
líta á umhverfinu.
Ráðhúsið mætti byggja í áföng-
um, eftir efnum og ástæðum, þótt
Fremhaid á bls. 15.
NÝR LEIKSTJÓRI 0G LEIKM YNDA-
TEIKNARI W ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Enski leikstjórinn Kevin
Palmer hefur verið ráðinn sem
leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu í
vetur og mun hann stjórna 3—
4 leiksýningum hjá leikhúsínu
á þessu leikári. Kevin Palmer
sviðsetti sem kunnugt er söng
leikinn Ó, þetta er indælt
stríð, á s 1. leikári og hlaut
hann mikið lof fyrir sérstæða
og listræna vinnu á því leik
riti. Sýningar hófust aftur á
þessum leik í Þjóðleikhúsinu og
re hann nú sýndur þar við góða
aðsókn.
Kevin Palmer er fæddur í
Ástralíu árið 1934 og er efna
fræðingur að mennt. Ilann
stundaði leiklistarnám í Eng-
landi og vann í nokkur ár við
hið fræga leikhús Joan Little
wood og var náinn samstarfs
maður hennar við ýmsar upp-
færslur. Einnig st.arfaði iiann
um nokkurn tíma við Shake-
spere leikhúsið í Stratford up-
on Avon. Hann hefur sviðsett
Ó, þetta er indælt stríð, bæði
á meginlandi Evrópu og í
Canada heiðraður sem bezti
leikstjóri ársins.
Leikmyndateiknarinn brezki
Una Collins verður einnig starf-
andi við Þjóðleikhúsið i vet
ur, en hún gerði sem kunnugt
er leikmynda og búninga teikn
ingar fyrir söngleikinn Ó, þetta
er indælt stríð. Una Collins
er fædd í London. Stundaði
nám við Bristol Old Vic leik
húsið. Starfaði síðan í 4 ár
við leikhús Joan Littlewood í
London. Var í eitt ár við Gate-
way leikhúsið í Ediniborg. Um
nokkum tíma vann hún við
Maxim Gorki leikhúsið í Aust
ur Berlín. Eftir það réðist hún
aftur að leikhúsi Joan Little
wood og starfaði með henni
þangað til hún kom til Þjóö
leikhússins á s. 1. vori. Una
Collins vann m. a. að leikmynd-
um og búningateikningum fyr
Joan Littlewood fyrir kvik-
mynd, er sú síðarnefnda stjóm
aði í London.
Það er sannarléga gleði-
efni að fá þetta ágæta íista-
fólk til að starfa fyrir Þjóð
leikhúsið.
Fyrsta leikritið, sem Kevin
Palmer stjórnar fyrir Þjóð-
leikhúsið á þessu leikáil er
Næst skal ég syngja fyrir þig,
og verður það sýnt í Lmdar-
bæ. Þetta leikrit verður vænt
anlega frumsýnt þann 9. okt.
n. k. Leikmyndir eru gerðar
af Una Collins. Höfundur leiks
ins er James Saunders og er
þetta nútímaleikur.
Næsta leikritið, em Palrner
og Collins, munu vinna að fyr
ir Þjóðleikhúsið verður „Lukku
riddarinn, eftir írska skáldið
J- M. Synge, og verður það
sýnt á sviði Þjóðleikhússins.
Kevin Palmer og Una Collins
TIL SÖLU
er íbúð viS Álfhólsveg. Fé
lagsmenn hafa forkaups-
rétt til 5. október.
Byggingarsamvinufélag
Kópavogs.
TIL SÖLU
4r. herb. íbúð i Hlíðunum.
Félagsmenn hafa forkaups
rétt lögum samkvæmt.
Byggingarsamvinnufélag
Reykjavíkur.
FYftlR HEIMILI OC SKRIFSTOFUR
LTJXE
f*=
TT TT
. i r TT TT P "
^
■ frAbær gæði ■
■ FRÍTT STANDANDI ■
■ STÆRÐ: 90x160 SM ■
■ VIÐUR: TEAK ■
■ FOLÍOSKÚFFA ■
■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ S
GLERI A
■ SKÚFFUR ÚR EIK ■
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVÍKUR
BRAUTARHOLTI 2 -*- SlMI 11940
BÍLA OG
BÚVÉLA
SALAN
v/Miklatorg
Simi 2 3136