Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR FEttMniJ>AGUR 29. september 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMiNN VALSMENN í 4. aldursflokki Sigursælir Valsmenn í 4. aldursflokki stóðu sig mjög vel í knattspyrnunni í sumar, og vann a-Ii'ðið öll mót sumarsins, þ.e. Reykjavíkur- ís- lands- og haustmót. Og b-liðið stóð sig einnig vel, vann bæði miðsum- ars- og haustmót. Til gamans má geta þess, að flestir þeir sömu eru í a-liði 4. flokks nú og voru í hinum sigursæla 5. flokki Vals fyrir tveimur árum. Á myndinni hér að ofan eru 4. flokks piltar Vals. í fremri röð er a-liðið, talið frá vinstri: Þórir Jónsson, Stefán Franklín, Jón Geirsson, Árni Geirs son, Ingi B. Albertsson, Þor- steinn Hclgason, Vilhjálmur Kjart ansson, fyrirl. Tryggvi Tryggva- son, Hörður Hilmarsson, Bergur Benediktsson, Sigurður Jónsson og Jón Gíslason. — Aftari röð, 4. fl. ‘ b: Gústaf Nielsson, Þórður HUmarsson, Reynir Vignir, Ró- bert Eyjóifsson, Ólafur Guðjóns- son, Helgi Björgvinsson, Sævar Guðjónsson, Hörður Árnason, Helgi Benediktsson. Á myndina vantar nokkra pUta. Þjálfarar 4. flokks í sumar voru Róbert Jóns- son og Stefán Sandholt. (Tímamynd GE.) Evrópu- bikar- leikir Nokkrir Evrópubikar- leikir fóru fram í fjnrrakvöld í Borgakeppni Evrópu og Evrópubikar keppni bikarhafa. Skozku bikarmeistararnir, Glasgow Rangers, léku gegn Glentoran frá Norðor írlandi í fyrstu umferð Evr ópubikarkeppni bikarhafa, sömu keppninni og Valur tók þátt í, og varð iafn- tefli, 1:1. Þess má geta, að Standard Liege Jék nýlega gegn Appolo frá Kýpur í 2- umferð keppninnar — fyrri leik — og sigraði 5:1. í Gautaborg lék sænska liðið Örgryte og franska Uð ið Nice í Borgarkeppninni. Örgryte sigraði 2:1 og er þar með komið í 2. um- ferð, ,því fyrri leiknum Iauk Framhald á bls. 15 Valur hefur forystu í stigakeppni Reykjavikurmotið í handknattleik fyrsta mótið / Laugardalshöllinni? Ráðgert að hafa sama leiktíma í Reykjavíkurmóti og íslndsmóti Alf — Reýkjavík. — Stigakeppn m nffl Reykjavíkurstyttuna í knattspjrnn stendur sem hæst, og enn sem fyrr stendur hún fyrst og fremst á milli Vals og Fram. Eftir leiki siðustu helgar hefur Valur nú tveggja stiga forskot, 177 stig, en Fram befur 175. KR er í þriðja sæti með 142 stig, og getur ekki blandað sér í baráttuna. Flestnm leikjum sumarsins er Iokið. — Valur hefur mesta möguleika á að vinna styttuna, því að félagið á 7 leiki eftir, en Fram 5. Inn- byrðis eiga Fram og Valur eft- ir að leika 3 leiki, og geta þeir ráðið úrslitum. Alf—Reykjavík. — Allar lík- ur eru á því, að Reykjavíkur- mótið í handknattleik, sem ráðgert er að hefjist um miðj- an október, fari fram í Laugar dalshöllinni og verður það því fyrsta mótið, sem fram fer í höllinni. Blaðið hefur það eftir Sigurgeir Guðmannssyni, fram kvæmdastjóra ÍBR, að höllin verði aftur tilbúin til leikja- halda um miðjan október, eða um sama leyti og Handknatt- leiksráð Reykjavíkur hefur hugsað sér að láta mótið hefj ast. Blaöið liefur frcgnað, að umræður hafi orðið yá Handknatt leiksráðinu um það, nvort rétt sé að lengja leiktímann í meistara- flokki karla í mótinu, með tilliti til þess ag mótið fari nú fram á staerri velli. Eins og kunnugt er, þá er leiktíminn i Reykjavíkurmót inu 2x15 mínútur, eða helmingi styttri en í fsl.móti. Ekki hefur ákvörðun verið tekin um þetta ennþá. Ekki munu allir leikir í Reykja vikurmótinu fara fram í höllinni, aðeins meistaraflokksleikir karla og kvenna, en yngri flokkarnir munu leika að Hálogalandi eins og áður. Orðsending frá T.B.R. Þeir, sem sótt hafa um æfinga tíma í vetur hjá Tennis- og bad mintonfélagi Reykjavíkur, geta vitjað æfingaskírteina á skrifstofu ÍBR í Laugardal milli kl. 5—7 £ dag og á morgun og frá kl. 2—5 á laugardag. Reykvíkingar sigruðu Norðlendinga í skák Síðastliðinn laugardag og sunnudag fór fram skákkeppni á Blönduósi, þar sem Taflfélag Reykjavíkur keppti við saelúg inlegt lið Norðlendinga. Á laug ardagskvöldið var þreföld keppni í hraðskák. Úrslit urðu þau, að Reykvíkingar unnu Norðlendinga með 18IÍ* vinn- ingum gegn 13%; Reykvíking ar unnu Akureyringa með 21 vinning gegn 11 og Norðlend ingar vestan Eyjafjarðar unnu Akureyringa með 12% vinningi gegn 11% Tvær umferðir voru tefldar í hverjum flokki. Á sunnudaginn voru tefldar venjulegar kappskákir. Tafl- félaga Reykéjavíkur vann þá Norðlendinga með 9 vinningum gegn 8. Á fyrsta borði iefldi Freysteinn Þorbergsson fyrir Norðlendinga gegn Guðmundi Sigurjónssyni og vann Frey- steinn þá skák eftir harða bar áttu. Jafntefli varð á nasstu fjórum borðum, en á þeirn tefldu fyrir T.R.: Björgvin Víglundsson, Björn Þorsteins- son, Guðmundur S. Guðmunds- son og Björn Jóhannesson, en fyrir Norðlendinga: Jónas Hall dórsson, Júlíus Bogason, Jón Þorsteinsson og Jón Björgvins son. Hér á eftir fer kappskák þeirra Björgvins Víglundsson- ar, menntaskólanema og lands liðsmanns í skák og Jónasar Halldórssonar, bónda og Norð urlandsmeistara í skák 1964— 1965, en þeir tefldu á öðru borði í ofangreindu móti. Hvítt: Björgvin Víglundsson Framhald á bls. i5 Björgvin Víglundsson, t. v. og Jónas Halldórsson við taflborðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.