Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 14
visir. Mánudagur 1. september 1975 Enska knattspyrnan Sjálf smark kom Manchester Und. í efsta sœfið Englandsmeistararnir Derby fengu enn einn skellinn og hafa unnið aðeins einn leik af fimm Sjálfsmark kom Manchester United i efsta sætið i 1. deildar- keppninni i Englandi um helgina. Þá lék Manchester við Stoke i Stoke og varð varnar- maðurinn Alan Dodd fyrir þvi óhappi að senda boltann j eigið mark, þegar hann reyndi að stöðva skot Gerry Daly. Peter Shilton i markinu hjá Stoke virtisthafa öll tök á að verja, en áttaði sig ekki á þvi fyrr en of seint, að boltinn breytti stefnu. Ekki tókst leikmönnum Stoke að jafna metin, þó að þeir ættu mun meira i leiknum og oft skylli hurð nærri hælum við markið hjá United. Nýi landsliösfyrirliðinn Gerry Francis varð að yfirgefa völlinn i seinni hálfleik i leik QPR og West Ham og óvist hvort hann getur leikið með enska landslið- inu á miðvikudaginn, þegar það leikur gegn Sviss i Basel. QPR hafði mikla yfirburði i leiknum við West Ham og markatalan 1:0 segir litið um yfirburði liðsins i fyrri hálfleik. Mark QPR skoraði Don Givens, eftir að Mervin Day hafði misst boltann eftir aukaspyrnu Don Masson. En Day bætti fyrir klaufaskapinn með góðri mark- vörzlu það sem eftir var leiksins og bjargaði þvivegis mjög vel — frá Francis, Bowles og Givens. 1 seinni hálfleik var svo Francis að yfirgefa leikvöllinn og þá fóru leikmenn West Ham að láta meira að sér kveða og þegar tiu minútur voru til leiks- loka jafnaði Billy Jennings eftir sendingu frá Pat Holland. En þá eru það úrslitin á laugardaginn. 1. deild: Aston Villa-Coventry 1:0 Burnley-Middlesbrough 4:1 Everton-Derby 2:0 Ipswich-Birmingham 4:2 Leicester-Liverpool 1:1 ManchesterC-Newcastle 4:0 QPR-WestHam 1:1 Sheff. Utd.-Leeds 2:0 Stoke-Manchester Utd. 0:1 Tottenham-Norwich 2:2 Wolves-Arsenal 0:0 2. deild Bristol C-Bristol R 1:1 Carlisle-Blackburn R 0:1 Fulham-WBA 4:0 Luton-Chelsea 3:0 Notthingh. For-Notts. C. 0:1 Oldharrt-Hull 1:0 Sunderland-Blackpool 2:0 York-Bolton 1:2 A föstudaginn voru leiknir þrir leikir og urðu úrslit þeirra þessi: Chárlton-Oxford 2:1 Orient-Portsmouth 0:1 Southampton-Plymouth 1:0 Englandsmeistararnir Derby County fengu enn einn skellinn nú á Goodison Park i Liverpool, heimavelli Everton. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleik, en i upphafi á þeim seinni skoraði Mick Lyons fyrir Everton með skalla eftir aukaspyrnu Mick Buckley. Þegar fimm minútur voru til leiksloka, innsiglaði Bob Latchford sigur Everton i leikn- um með fallegu marki. Það er þvi ekki hægt að segja, að Derby byrji vörnina á Englands- meistaratitiinum vel, þvi að liðið hefur aöeins unnið einn leik af fimm. Allt gengur á afturfótunum hjá Sheffield Utd. og hefur liöið tapað fjórum af fimm fyrstu leikjunum. Eftir að Duncan McKenzie hafði skorað fyrir Leeds I fyrri hálfleik, tóku leikmenn Leeds öll völd á vellinum, en þeim tókst samt ekki að skora nema eitt mark i viðbót, það gerði Alan Clark eftir góðan undir- búning Peter Lorimer. Ipswich vann sinn fyrsta sigur i deildarkeppninni á laugar- daginn og þótti vist mörgum, að timi væri kominn til. Leikmenn Ipswich voru óstöðvandi i fyrri hálfleik gegn Birmingham og skoruðu fjögur mörk. Fyrst David Johnson, þá Trevor Whymark tvö og Bryan Hamilton bætti svo fjórða markinu við. En mörk Birmingham skoraði Bob Hatton bæði á sömu minút- unni i seinni hálfleik — eftir að leikmenn Ipswich höfðu hægt á ferðinni og tekið lifinu rólega. Eftir góða frammistöðu Newcastle kom tap gegn Manchester City á óvart. Denis Tueart skoraði tvivegis fyrir City úr vitaspyrnum, sem dæmdar voru á Alan Kennedy. Hin mörk Manchester skoraði Joe Royle, en það var Rodney Marsh, sem var bezti maður leiksins og átti hann heiðurinn af öllum mörkunum. Malcolm MacDonald „hvarf” i leiknum, enda var hans vel gætt af Dave Watson. Peter Noble var eini leik- maðurinn i 1. deild, sem skoraði ,,hat trick” á laugardaginn. Það var i leik Burnley gegn Middles- brough. Dave Armstrong skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ,,The Boro”, en siðan ekki söguna meir. Noble skoraði næstu þrjú mörk i röð og i lokin bætti Ray Hankin fjórða markinu við. Coventry tapaði sinum fyrsta deildarleik i ár, það var á Villa Park i Birmingham. Eftir markalausan fyrri hálfleik ætluðu leikmenn Coventry að ná i annað stigið með þvi að leika varnaleik I þeim seinni, en þar varð þeim á i messunni. Eftir eina af mörgum sóknum, Aston Villa skoraði Ray Greydon, eftir að markvörður Coventry hafði misst boltann. Kevin Keegan misnotaði vita- spyrnu i leik Liverpool og Leicester, en hann bætti það upp stuttu siðar, þegar hann skoraði mark. En Keith Weller tókst að jafna fyrir Leicester i sinum fyrsta leik i haust, þegar langt var liðið á leiktimann. Tvivegis náði Tottenham for- ystunni i leiknum gegn Norwich, en leikmenn Norwich voru ekki á þvi að gefast upp og þeim tókst að jafna i bæði skiptin. Fyrst skoraði Pratt, en Phil Boyer jafnaði, Duncan bætti öðru markinu við fyrir Tottenham, en Ted MacDougall jafnaði aftur fyrir Norwich. Myndin er frá lcik Arsenal og Stoke um siðustu helgi. Það eru þeir Hornsby, Arsenal og Pejic, Stoke, sem berjast um boltann. Leikn um lauk með sigri Stoke City og skoraði Alan Hudson eina mark leiksins. STAÐAN 1. deild ManchesterUtd 5 4 1 0 11:2 9 Tottenham 5 12 2 6:7 4 West Ham 5 3 2 0 9:6 8 Ipswich 5 12 2 5:7 4 QPR 5 2 3 0 11:7 7 Leicester 5 0 4 1 6:9 4 Everton 5 3 1 1 8:5 7 Norwich 5 12 2 9:11 4 Leeds 5 3 1 1 6:5 7 Derby 5 12 2 6:11 4 Coventry 5 2 2 1 8:4 6 Wolves 5 0 3 2 4:7 3 Arsenal 5 2 2 1 5:3 6 Birmingham 5 0 14 5:12 1 Liverpool 5 2 2 1 9:7 6 Sheff.Utd. 5 0 14 3:14 1 ManchesterC. 5 2 1 2 8:4 r Burnley 5 1 3 1 7:5 5 Southampton og Sunderland Newcastle 5 2 1 2 9:8 5 eru efst i 2. deild með sjö stig, Middlesboro 5 2 1 2 5:6 5 en Fulham og Notts County eru Aston Villa 5 2 1 2 7:8 5 með sex stig. Neðst er Carlisle Stoke 5 1 2 2 5:6 4 með eitt stig. Celtic tapaði fyrstu lot- unni í þeirri „stóru ## Jóhannes Eðvaldsson ótti góðan leik að sögn BBC Celtic tapaði fyrsta stórleikn- um i „Top Ten” deildinni á laugardaginn. Þá lék liðið gegn erkil'jendunum Glascow Rang- ers á heimavelli þeirra siðar- nefndu, Ibrox. Lauk leiknum með sigri Rangers 2:1 og varð leikurinn nokkuð sögulcgur, þvi að um miðjan seinni hálfleik var einum leikmanni Rangers, Alcx MacDonald, visað af leikvelli. Dalglish skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Celtic i fyrri hálf- leik, en i byrjun seinni hálfleiks jafnaði Derek Johnstone fyrir Rangers og stuttu siðar bætti Young öðru markinu við. Færðist þá mikið fjör i leik- inn, þvi að leikmenn Celtic sóttu nærri látlaust það sem eftir var. Sérstaklega voru sóknir þeirra hættulegar eftir að leikmenn Rangers voru orðnir einum færri. Þulurinn, sem lýsti leiknum i BBC, talaði mikið um „stóra Is- lendinginn” Eðvaldsson og sagði, að hann væri einn af beztu mönnum Celtic. Jóhannes skapaði hvað eftir annað mikla hættu við mark Rangers eftir horn og aukaspyrnur og var tvi- vegis nærri því að kora. Leikinn sáu 73 þúsund áhorf- endur og gera Skotar sér miklar vonir um, að þetta nýja1 deildarfyrirKomulag muni laða fleiri áhorfendur að leikjunum 1 en verið hefur. Úrslit hinna leikjanna i Skot- landi urðu þessi: Dundee — Aberdeen 3:2 Hibernian —Hearts 1:0 Motherwell — Ayer 1:1, Rangers — Celtic 2:1' St Johnstone —DundeeUtd 1:0, Fyrir leikinn höfðu forráða- menn Celtic látið að þvi liggja, að ef að vel gengi i fyrsta leikn- um gæti svo farið, að þeir leyfðu Jóhannesi að leika landsleikinn gegn Belgum. En eftir þessi úr- slit má reikna með, að þeir telji sig ekki geta séð af Jóhannesi, þvi að um næstu helgi hefur liðið ekki efni á að tapa stigum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.