Vísir


Vísir - 01.09.1975, Qupperneq 16

Vísir - 01.09.1975, Qupperneq 16
16 Vfeir. Mánudagur 1, september 1975 AKSJON MAN OG LONE RANGER GEGN PABBA TÍU ÁRA STRÁKAPOLLA Eitt af þvi skemmtilegasta, sem ég geri, er að vera pabbi tiu ára stráks, sem þarf að glima við óteljandi vandamál, eins og tiu ára strákar yfirleitt. Það opnar óteljandi möguleika að eiga slikan rolling. Til dæmis hef ég þannig fengið afsökun til að sjá aftur allar Roy Rogers inyndirnar, sem ég sá, þegar ég var á hans aldri og ég get gengið hnarreistur inn í hvaða kvik- myndahús sem er til að sjá Pet- er Pan eða einhverja aðra barnamynd. Ég flækist lika hitt og þetta, sem ég myndi aldrei fara annars og hefði þá ekki einu sinni hugmynd um, hvers ég væri að fára á mis. Ég veit til dæmis ekki, hvor okkar skemmti sér betur i Sædýra- safninu eða hvor öskraði hærra á landsleiknum við Norðmenn. „Hvað segirðu gott?" Hann hringir oft I mig I vinn- una. Stundum er það bara til að segja mér frá einhverju, sem hann hefur upplifað en stundum er það eitthvert vandamálið, sem hann er að glima við og vill fá hjálp til að leysa. Ég veit um leið og ég tek upp simann, hvort svo er. Ef það er eitthvað, sem hann hefur upplifað gusar hann þvi nefnilega út úr sér, um leið og ég tek upp simann. Hann gefur sér jafnvel ekki tima til að segja halló, það er bara byrjað eins og skot: — Pabbiégskoraðiþrjú- mörkifótboltaifriminútunumi- dag. Ef hins vegar eitthvað bjátar á, kynnir hann sig mjög kurteis- lega: Pabbi? Já. Það er ég. Sæll vinur. (Löng þögn, svo:) Hvað segirðu gott? Svo eru málin rædd fram og aftur nokkra stund, áður en hann kemur sér að efninu. Vandamálið er svo rætt af mik- illi alvöru og oftast nær tekst okkur að leysa það. Fjárhagsáhyggjur Undanfarin 2-3 ár hefur hann þó átt við nokkuð einkennilegt vandamál að striða. Einkenni- legt, vegna þess að hann er jú ekki nema tiu ára polli. Hann hefur haft töluverðar fjárhags- áhyggjur. Skaðvaldurinn er leikfang, sem heitir „Action man”. Ég man vel, að þegar ég var á hans aldri, þótti mér ákaflega gaman að leika mér að tindátum. En þeir voru lika reglulegir tindát- ar, úr tini, og siðar úr plasti. Þeir voru lika tiltölulega ódýrir. „Tindátarnir” sem sonur minn leikur sér að, eru hins veg- ar rúmlega 20 sentimetra háir og þvi virðast engin takmörk sett, hvað þeir geta gert. Þeir geta talað, allir þeirra útlimir eru hreyfanlegir, þeir geta haldið á byssum eða tal- stöðvum og eru i fám orðum sagt nokkurs konar súpermenn. En verðið, tannlæknir góður. Ég er viss um, að ég hefði flogið upp i sjöunda himin, ef ég hefði fengið svona leikfang, þegar ég var krakki, svo að ég skil ósköp vel hrifningu sonar mins. Gallinn er bara sá, að einn dáti kostar meira en heilt herfylki af minum gömlu tin- dátum. Og það er ekki nóg með það. Þegar búið er að kaupa talandi Aksjón-mann i stifpressuðum einkennisbúningi, þarf lika að kaupa „græjurnar”. Og það er ekkert smáræði. 1 aukapökkum, sem kosta frá 1500 og yfir 2000 krónur, er hægt að fá á kvikind- ið einkennisbúning brezku fall- hlifasveitanna, bandarisku fall- hlifasveitanna, rússnesku fall- hlifasveitanna, frönsku fall- hlifasveitanna, þýzku fallhlifa- sveitanna... Og ekki er allt búiö enn. Al- vöruútgáfurnar af þessum herramönnum eiga auðvitað einkennisbúning fyrir hin og þessi tækifæri. Þeir eiga t.d. einn til að slást i, annan til að nota við hátiðleg tækifæri og þar fram eftir götunum. Og auðvit- að er þetta lika til á Aksjón- manninn. Allar deildir hersins Það er heldur ekki bara fall- hlifaliðum fyrrnefndra landa, sem gert er svona hátt undir höfði. Flugherinn og flotinn fá sömu afgreiðslu. Auk þess eru svo alls konar sérpakkar. Það er hægt að fá sérstök byssustat- Skipholti 19 N símar 23800 og 23500 ■ iL.m.iiiNH.U Heimilistœki, hillutœki með góðum hljómi, langdrœg og falleg, í hnotu, palisander, rauðu eða hvítu Verð fró kr. 20 - 30 þú$. Sendum um land allt AAITTISÚLPUR fyrir unglinga og fullorðna Verð síðan fyrir gengisfellingu Amerískar KULDAÚLPUR fyrir börn og fullorðna

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.