Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 03.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 03.09.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Miövikudagur 3. september 1975 —199. tbl. FLEIRI SKULDABRÉF í í haust verða gefin út á vegum rlkissjóös verötryggö skuldabréf aö upphæö um 300 milljónir króna. Veröa skuldabréfin liklega sett á markaö slöari hluta októ- bermánaðar og hafa þá verið gef- in út á þessu ári verötryggö skuldabréf aö fjárhæö rúmlega 1.200 milljónir króna. Þegar hafa veriö seld bréf af 1. flokki 1975 aö upphæö rúmlega 900 milljónir króna, en þau sem gefin veröa út I október veröa af 2. flokki 1975. Á þessu ári verða innleyst verö- tryggö skuldabréf frá árinu 1965, að upphæö rúmlega 700 milljónir OKTOBER króna og nemur þvl viðbótarlán þaö, sem rlkissjóöur tekur á þessu ári, meö útgáfu bréfanna, aö minnsta kosti 500 milljónum. Aætlaö var, aö á þessu ári yröu gefin út skuldabréf aö f járhæö um 1.400 milljónir. —HV Mikil breyting á toll- afgreiðslu farþega — Réðist á 9 ára Tuttugu og sex ára gamall maöur réöist i gær á niu ára dreng fyrir utan söluturn I Safa- mýri i Reykjavík og misþyrmdi honum. Ennfremur skemmdi maöurinn hjól drengsins mikiö og vann skemmdarverk á dráttarvélargröfu, sem stóö þar nærri. Maðurinn var drukkinn og hafði verið við drykkju ásamt föður sinum, en eiginkona hans hafði verið að aka þeim feðgum um bæinn. Upphaf árásarmáls- dreng ins var. það að manninum sinnaðist við annaðhvort föður sinn eöa eiginkonu, en þeim ber ekki saman um hvort heldur var. Barnið, sem maðurinn réðst á, ber að hann hafi barið sig, án þess að hafa minnstu ástæðu til. Voru áverkar á annari auga- brún barnsins eftir árásina, og ennfremur kvartaði þaö um þrautir i handlegg. Maðurinn og faöir hans gistu fangageymslu lögreglunnar i nótt, og staðfesti faðirinn frá- sögn annarra vitna af þessari fólskulegu árás á drenginn. — HV TVð HLIÐ: „SEKIR, SAKLAUSIR" Næstkomandi mánudag veröur tilhögun breytt á tollafgreiöslu farþega, sem koma um Kefla- víkurflugvöll inn i landiö. Meginbreytingin á tollaf- greiðslunni verður sú, að I stað þess, að allir farþegar gangi um sama hlið og séu háðir eftirliti tollþjóna, eins og nú er, fer tollaf- greiðsla framvegis um tvenns konar hlið, annað ætlað þeim, sem ekki hafa meðferðis tollskyldan varning, en hitt þeim, sem hafa tollskyldan varning meðferðis. Þá verða einnig hert viðurlög við tilraunum til að smygla tollskyldum varningi inn i landið og afnumin sú venja, sem rikt hefur, að farþegar geti greitt toll af þeim varningi, sem þeir hafa umfram leyfilegan innflutning. Hlið það, sem ætlað er tollvarningslausum farþegum, veröur merkt grænu, átthyrndu skilti, sem letrað er á „Enginn tollskyldur varningur”. Þar um eiga að fara allir þeir, sem ekkert hafa umfram skammtinn sinn, og um leið og þeir ganga um hliðið, teljast þeir hafa svarað spurning- unni sígildu, sem venjulega hefur verið borin fram af tollþjónum. Teljast farþegarnir þá ábyrgir fyrir öllu þvi, sem finnast kann I fórum þeirra og allt sem umfram er af vörum og varningi telst smygl.Verður það gertupptækt á staðnum ogviðkomandi sektaður um upphæð, sem jafngildir verð- mæti varningsins. Eftirlit með „græna hliðinu” verður fólgið I nokkuð tiðum en óreglulegum skyndikönnunum og er talið, að tolleftirlit muni sízt árangursminna með því móti en verið hefur. Fyrirkomulag þetta er notað viöa erlendis og þykir árangur af þvi mjög góður. Þeir farþegar, sem meðferðis hafa tollskyldan varning, eiga aftur á móti að ganga um hlið, sem merkt er rauðu, ferhyrndu skilti, með áletruninni „Toll- skyldur varningur”. Tollaf- greiðsla fer þar fram á sama hátt og tiðkazt hefur á Keflavikurflug- velli til þessa. Tollskyldur telst allur sá vamingur sem farþegi hefur meðferðis, umfram leyfilegt undanþágumagn. Hver farþegi má koma með vaming fyrir allt að 14.000 krón- um, en þar af má þó andvirði ann- ars varnings en fatnaðar ekki nema meiru en helmingi upphæð- arinnar, eða 7.000 krónum. And- virði matvæla og sælgætis má ekki nema meiru en 1.400 krón- um. Undaþegin þessu ákvæði eru þó myndavélar, sjónaukar, útvarps- tæki og segulbandstæki, en and- virði þeirra má nema allt að 2/3 hlutum heildarupphæðarinnar, eða rúmlega 9.000 krónum. Börn innan tólf ára aldurs njóta engra friðinda i tollinum, þannig að ekki tjóir að reyna að fá toll út á þau. — HV „800 gœtu séð landinu fyrir kjöti og mjólk" sjá baksíðu Þessi mynd er ein af öllum þeim fjöida mynda, sem nú er verið aö setja upp á Kjarvalsstöðum. Þeir höföu lftiö sofið félagarnir þrfr fljós- myndakiúbbnum Ljós I morgun. Sýningu á aöopna klukkan fimm í dag á 100 svart/hvftum myndum og 52 stækkuöum Iitmyndum. Svart/hvftu myndirnar eiga Pjetur Maack, Kjartan Kristjánsson og Gunnar Guömundsson. Gestur sýningarinnar er Mats Wibe Lund, sem á litmyndirnar. Þetta er þriöja sýning klúbbsins, og um leiö sölusýning. Stór hluti myndanna er tekinn erlendis en einnig eru margar myndanna héöan. Sýningin stendur svo frá deginum 1 dag til 16 september og er opin frá 4-10 alla daga. -EA/Ljósm.: Kjartan Kristjánsson. Var MM myrt? — Sjá bls. 5 Votta De Valera hluttekningu Fram hefur verið lögð á ræöismannsskrifstofu trlands I Lágmúla 91 Reykjavik bók til undirskriftar fyrir þá, sem vilja votta fjölskyidu Eamon de Valera, fyrrum forseta trska lýðveldisins, samúö vegna andláts hins 92 “ára gamla leiötoga. — Jaröarför hans fór fram f Dubiin I gær. Myndin hér var tekin undir hádegiö, þegar Asgeir Magnússon. ræöismaöur, var aö skrifa nafn sitt I bókina, en hún liggur frammi öörum tii undirskriftar frá kl. 2-4 á daginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 199. Tölublað (03.09.1975)
https://timarit.is/issue/239212

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

199. Tölublað (03.09.1975)

Aðgerðir: