Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 03.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 03.09.1975, Blaðsíða 7
Visir. Miðvikudagur 3. september 1975. 7 //Það Börn, sem búa i Árbæjar- hverfi og þurfa að fara i þriðja og fjórða bekk gangfræðastigs verða að sækja sinn gagnfræða- skóla nokkuð iangt, eða aila ieið i Vörðuskóla, sem er uppi á Skólavörðuholti. Þetta þýðir, að þau verða að fara með strætis- vagni frá Árbæ niður á Hlemm- torg, en ganga siðan þaðan og upp i Vörðuskóla sem er um 10- 15 minútna gangur. Ibúi nokkur i Árbæ, kvaðst halda að sá timi sem fer i ferðir fram og aftur i skólann fyrir börnin sé óhóflega langur. Einnig gæti þessi ganga frá Hlemmi og upp I Vörðuskóla valdið einhverjum erfiðleikum, sérstaklega þegar slæmt er veð- ur. Siðastliðinn vetur voru börn þriðja og fjórða bekkjar gagn- fræðastigs i Árbæ i Armúla- skóla. Þá stanzaði strætisvagn- inn beint fyrir framan skólann. En vegna þrengsla i skólanum er longur gangur — foreldrar skólabarna í Árbœ og Breiðholti óónœgðir þurfti að kenna á laugardögum, en það þótti ekki nógu gott fyrir- komulag. Þvi var gripið til þess ráðs að senda börnin i Vörðu- skóla. En það eru fleiri. sem þurfa langar vegalengdir i skólann. Það virðist talsverður spotti fyrir nemendur i ölduselsskóla að fara. Skóli þessi er staðsettur i Seljahverfinu svokallaða i Breiðholti. Er húsnæðiriu, sem segja má að sé bráðabirgðahúsnæði, komið fyrir við verkamanna- bústaði i hverfinu þar sem eng- inn býr ennþá. Lesandi sem kom að máli við okkur, hvað marga ibúa óánægja með þetta fyrirkomulag, og telja eir marga staði heppilegri, þar sem um leið yrði styttri vegalengd að fara. Sumir gizka á að gang- an i skólann fyrir mörg barn- anna verði hálftimi eða klukku- timi. Og það er ekkert grin að vetrarlagi. HE/EA SEINAGANGUR VIÐ FRAMKVÆMDIR SEINKAR SKÓLUM ,,Við sendum bréf um þetta til borgarráðs vegna þess að við sá- um ekki annan möguleika,” sagði Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekkuskóla i Breiðhoiti þeg- ar við höfðum samband við hann. Tilefnið er óánægja skólastjóra vegna þess hve framkvæmdir við skólahúsnæði, nýtt eða gamalt, hafa gengið seint — eða alls ekki. Sigurjón er formaður félags skólastjóra i barna- og unglinga- skólum, en um þá skóla er að ræða. Svo virðist sem nokkrir skólar geti ekki hafizt á tilsettum tima vegna seinagangs á framkvæmd- um. Virðistþetta koma hart niður á nýjum skólum. Sigurjón nefndi sem dæmi Hólabrekkuskóla. Þar eiga börn- in að mæta 4. þessa mánaðar. Hann sagði að hugsanlega væri hægt að taka á móti þeim þann 10., en það er þó vafasamt. Nemendur sem eiga að mæta i ölduselsskóla eru nú innritaðir i Fellaskóla. Er vafamál að hægt verði að taka við þeim 4. septem- ber. Þámágeta þess, að unnið hefur verið að breytingum i Fellaskóla en ekki hefur verið lokið við allt það sem gera átti. Ef ekki verður aukið húsnæði við Fossvogsskóla, er óliklegt, að hægt verði að taka á móti 6 ára börnum þar i vetur. Loks hefur litið orðið ágengt i breytingum sem Hliðaskóli, sem nú er nærri 20 ára gamall, sótti um. Margir eru óánægðir vegna þessa, sem skiljanlegt er. Þá þykir það slæmt að öll börn skuli ekki geta átt aðgang að kennslu i handavinnu, teikningu og leik- fimi. Það er t.d. i fyrsta skipti í ár sem nemendur i Fellaskóla fá tækifæri til þess að stunda leik- fimi innanhúss, en þetta er fjórða árið sem skólinn starfar. 1 Breiðholti hefur verið reynt að vera með börnin i leikfimi úti. Það er þó ekki hægt nema rétt fyrst á haustin og svo á vorin. —EA Stjórnsýslu Hóskólans breytt: 5 ára áœtlun um byggingar „Eftir að Álþingi lögfesti kennslustjóraembættið má segja að hugmyndir stjórn- sýslunefndar hafi náð fram að ganga og það án lagasetningar” sagði Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor. Stjómsýslunefnd var á sinum tima stofnuð til að gera tillögur um stjórn Háskólans. Margar og merkilegar hugmyndir komu fram i skýrslu nefndarinnar. Halldór Eliasson prófessor tók við sem formaður nefndarinnar, þegar Guðlaugur var kosinn rektor. Rektor sagði að kennslustjóri, sem tók til starfa 15. ágúst annaðist fyrst og fremst um svokölluð ,,akademisk”mál. Hann fjallaði um gerð kennslu- skrár, samræmingu starfa deildarfulltrúa (og ritara). Þá hefði kennslustjóri umsjón með gerð prófa og reglugerða. Hann ætti að fylgjast með nýj- ungum i kennslu. Siðast en ekki sizt ætti hann að hafa umsjón eða eftirlit með samskiptum stúdenta og kennara. Sagði Guðlaugur að þetta myndi létta ákaflega mikið á sér, þar sem Stúdentar hefðu vanalega komið beint til sin. Eftir þessar breytingar ann- ast háskólaritari svo tii ein- göngu um fjármál og starfs- mannahald. Sérstakur byggingarstjóri er i hálfu starfi hjá Háskólanum. Hann fjallar aðallega um bygg- ingar, viðhald og framtiðar- skipulag. Guðlaugur vildi sérstaklega geta þess, að nú lægi i fyrsta skipti .fyrir 5 ára áætlun um byggingar. Þar væri hægt að sjá að hvaða framkvæmdum ætti að vinna á Háskólalóðinni næstu árin og á Landspitalalóðinni. En á þeirri siðarnefndu eru uppi hugmyndir um miklar fram- kvæmdir. Fyrir næsta vor verður tekin ákvörðun um tvær næstu byggingar, sem reistar verða fram til 1980. —BA cTVIenningarmál ASAUMUR Dönsk listakona, Alfhild Ramböll, hefur að undanförnu sýnt u.þ.b. 30 verk sin i anddyri Norræna hússins. Verk hennar eru sérstæð að þvi leyti að þau eru gerð úr taubútum, sem saumaðir eru á grófan striga og mun aðferðin nefnast „appii- que”. En verk Ramböll eru ekk- ert föndur, heldur markviss list- sköpun með afstrakt form og mun listakonan, þegar hafa stigiðupp á danska stjörnuhim- ininn, eftir þvisem sagt er I sýn- ingarskrá hennar. Það liggur i augum uppi að þessi aðferð býður upp á fjölda möguleika, og hafa margir nútimalista- menn tekið til við að bianda saman taui og málningu, ásamt öðrum efnivið. i fljótu bragði má nefna tauverk þýsk-ame- riska listamannsins Richard Lindner, sem eru þó af allt öðr- um toga en verk Alfhildar Ram- böll. Klmið að listsköpun með „applique” aðferðinni virðist vera. „collage” og „papier collé” tilraunir Kúbistanna, sem byggðust á þvi að klipptur papplr og pappi var lagður hvor yfir annan þvi ekki er hægt að láta taubúta renna mjúklega saman eins og málningu. Þýska listakonan Sophie Tauber-Arp virðist hafa verið einna fyrst til að kompónera afstraktverk með taubútum i kringum 1919-20, — en ekki er úr vegi að minnast þess að Muggur föndraði einnig viö ásaum af þessu tagi stuttu eftir 1920. En fram undir 1950 ber mjög litið á alvarlegri notkun þessarar aðferðar i nú- tima listsköpun. Alfhild Ramböll er snjall kompónisti og form hennar eru vandlega útfærð ogsamsaumuð i litskrúðugar myndrænar heildir — svo litskrúðugar að myndir hennar glóa i hálfrökkri anddyrisins. Hún notar ýmiss konar áferð og margskonar form, sem hún hnýtir saman á AlV miðjunni með dyggilegri aðstoð langra, beltislaga forma sem gjarnan liggja á ytri mörkum myndarinnar. Léttleiki og kimni einkenna verk hennar, litskrúðið stingur ekki augað, allavega ekki við fyrstu kynni, og það er hægt að gera margt verra þessa rigningardagana en að fara út i Norræna hús og skoða sumarið og sólina i mynd- um Alfhild Ramböll. MYNDLIST Umsjón: Aðalsteinn Ingólfsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 199. Tölublað (03.09.1975)
https://timarit.is/issue/239212

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

199. Tölublað (03.09.1975)

Aðgerðir: