Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 03.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 03.09.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Miðvikudagur 3. september 1975. 5 R E U T E R AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur' Pétursson Var Marilyn Monroe myrt? Skríf hafín að ný/u um dular■ fullt andlát þokkadísarínnar fyrír 13 árum. Fullyrt að Kennedybrœður hafí veríð | elskendur hennar Bandariskur biaðamaður heldur þvi fram, að kvikmynda- disin, Marilyn Monroe, hafi ver- ið myrt. Sönnununum hafi verið leynt og sjálfsmorð sett á svið til hlifðar John Kennedy heitnum forseta og bróður hans, Robert, sem ,,nær örugglega” hafi verið „elskendur hennar”. 1 grein, sem Anthony Scaduto hefur skrifað og birtast mun i október-hefti timaritsins „Oui” (gefið Ut af Playboy-útgáfunni), heldur hann þessu fram fullum fetum. — tJtgáfufyrirtækið lét frá sér fara fréttatilkynningu i gær, þar sem vakin var athygli á þessum skrifum. Marilyn Monreo kvaddi þenn- an heim 4. ágúst 1962 og var niðurstaða rannsóknar á andláti hennarsú, að hún hefði fyrirfar- ið sér. Eiginmaður Monroe heimildamaðurinn Greinarhöfundur heldur þvl fram, að Robert Slatzer, einn fyrrverandi eiginmanna Mon- roe, hafi sagt sér, að Monroe hefði skömmu fyrir dauða sinn verið reið vegna þess, að Robert Kennedy ætlaði að svikja loforð um að kvænast henni. — Það átti siðar fyrir Robert að liggja að láta lifið fyrir hendi tilræðis- manns. Innbrot hjá Monroe Slatzer á að hafa sagt Sca- duto, að Monroe hafi hótað að kalla blaðamenn saman til fundar og gera Kennedy þing- mann beran að tryggðarrofun- um. Scaduto segir, að Slatzer hafi talið Marilyn Monroe ofan af þessu áformi, þvi að það hefði getað orðið henni hættulegt. í grein Scaduto kemur fram, að Monroe hafi með tregðu fall- izt á þetta. Hefði hana grunað, að innbrot, sem framið var til þess að komast yfir dagbók hennar, hafi staðið i sambandi við tengsl heiinar við Kennedy- bræðuma. Auk þess taldi hún sig verða vara við, að simi hennar væri hleraður. Lét Hoffa hlera síma Monroe? Scaduto segist hafa orð Bem- ards nokkurs Spindel, sem var simhlerunarsérfræðingur (ný- látinn), fyrir að hann hafi hler- að sima Marilyn að beiðni Jimmy Hoffa, fyrrum forseta samtaka atvinnubilstjóra. — Sá sami Hoffa hafði á sér orð fyrir samvinnu við mafíuna og hvarf með dularfullum hætti fyrir nokkrum vikum. Er hann ófundinn enn. Eftir að Robert varð dóms- málaráðherra lagði hann sig fram við að fletta ofan af þeirri spillingu, sem talin var hafa grafið um sig innan samtaka at- vinnubilstjóra undir forystu. Hoffa. Var þá i undirbúningi mál á hendur Hoffa (sem leiddi John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandarfkjanna, I ræðustól. Þvl er haldiö fram, að hann og Robert bróðir hans hafi verið ; meðal ástmanna leikkon- Þokkagyðjan Marilyn Monroe, frægasta kyntákn Holiywood fyrr og siöar, fannst látin I ágúst 1962. Dánarorsökin var sögð vera sjálfsmorð. siðar til þess, að hann var dæmdur), og telur Scaduto, að Hoffa hafi haft hug á að ná dag- bók Monroe til þess að þvinga Robert til samninga við sig. En hljóðritununum með sim- tölum Monroe var siðar stolið frá Spindel, eftir þvi sem Sca- duto skrifar. Heldur hann þvi fram, að þær hafi haft að geyma þær upplýsingar, sem Kennedy vildi kaupa af Spindel fyrir 25 þúsund dali, en Spindel hafi hafnað þvi boði. Scaduto heldur þvi ennfremur fram, að lögreglumenn i Los Angeles hafi viðurkennt i einka- viðræðum, að gagnasafn þeirra hafi geymt 723 siðna skýrslu, sem merkt var „Marilyn Monreo-------morð”. í morgun, þegar siðast frétt- ist, hafði Kennedy-fjölskyldan ekkert látið frá sér fara um þessi skrif Scaduto. Gísl í 16 mánuði Franska stjórnin mun vera reiðubúin til að greiða upp- reisnarmönnum I Chad i Vestur- Afriku allt að 35 milljón króna lausnargjald fyrir franska konu, sem þeir síðarnefndu hafa hótað að taka af lifi. Uppreisnarmenn hafa haft frú Francoise Claustre á valdi sinu siðustu 16 mánuði. Eiga þeir sér fylgsni einhvers staðar I Tibesti- eyðimörkinni. Rændu þeir frúnni, sem er mannfræðingur, meðan hún var að rannsóknum meðal frumstæðra kynflokka. Frönskum yfirvöldum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki bjargað frú Claustrve úr klóm uppreisnarmanna. Þvi hefur jafnvel verið haldið fram, að fast- heldni stjórnvalda á fé réði þvi, að ekki hefði verið samið við upp- reisnarmenn. Talsmaður stjórnarinnar visaði þessum ásökunum á bug, og mátti á honum skilja i gær, að stjórnin mundi reiðubúin til að greiða allt að 35 milljóna kr. lausnargjald. Vandinn lægi einungis I þvi, hvernig unnt væri að hafa samband við uppreisnar- mennina og tryggja að þeir slepptu konunni, þegar þeir hefðu fengið lausnargjaldið. Uppreisnarmenn hafa gefið Frökkum frest til 23. september, en þá segjast þeir munu taka kon- una af lifi. Þeir hafa þegar liflátið franskan liðsforingja, sem sendur var inn i eyðimörkina til viðræðna við þá um afhendingu lausnar- fjár. Leita að sönnunum Skæruliöar kommúnista eru taldir vera valdir að sprengingu, sem varð I nótt I Kuala Lumpur I hverfi, þar sem lögregian hefur aðal- stöðvar sfnar og Ibúðir lögregluliðsins eru. — Tveir lögreglumenn létu llfið og 39 særðust. — Myndin hér fyrir ofan var tekin I morgun, þegar lögreglumenn voru aö leita á sprengjustaönum I birtingu að einhverju, sem ieitt gæti þá á slóð tilræðismannanna. Olíuhœkkanirnar komu verst við þróunarlöndin — bandamenn Araba, William Simon, fjármálaráðherra, varar við alvarlegum afleiðingum nýrra hœkkana á olíu á fundi Alþjóðabankans t „Látum oss ekki vanmeta, hverjar yrðu afleiðingar nýrrar verðhækkunar á oliu. Hún mundi tefla alvarlega i hættu þvi jafn- vægi, sem afturbati efnahagslifs alls heimsins byggist algerlega á,” sagði William Simon, fjármálaráðherra Bandarikj-. anna, á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stendur nú yfir. Hann rifjaöi upp fyrir öðrum fjármálaráðherrum á fundinum i gær, hvernig fjórföld oliuverð- hækkun á árinu 1973 hefði leitt til efnahagsörðugleika og nánast kreppu yfir flest riki veraldar. Verst hefði það þó komið niður á þeim fátækari i hópi þróunar- landanna. Þessi ummæli fjármálaráð- herrans eru vafalaust valin á þessum tima með tilliti til þess, að siðar i þessum mánuði veröur fundur hjá samtökum oliusölu- rikja, þar sem ákveða skal, hvort hækka skuli oliuverð enn. Borað eftir „svörtu gulli”, sem vegna slfelldra hækkana hefur komið efnahagskerfi fjölda rlkja úr skorðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 199. Tölublað (03.09.1975)
https://timarit.is/issue/239212

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

199. Tölublað (03.09.1975)

Aðgerðir: