Tíminn - 13.10.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 13.10.1966, Qupperneq 12
12 Sextugur í dag: FIMMTUDAGUR 13. október 1966 TIMINN Einar Karl Sigvaldason bóaidi, Fljótsbakka HLAÐ RUM HlatSrim henta alktatiar: i bamahcr- bergítS, unglingaherbergitS, hjinaher- bergilS, sumarbústatSinn, ueitSihúsitS, ■barnaheimili, heimavistarskóla, hótel. Helztu kostir hlaðrimanna eru: ■ Rúmia mi nota eitt og eitt sír eða hlaðá jþeim upp í tvacr eða Jprjár hæðir. ■ Hægt er að fi aúkalega: Káttborð, stiga éða hliðarborð. ■ InnaAmál rúmanna er 73x184 sm. Hægt er að £i rúmin með baðmull- ar og gúmmídýnum eða án ciýna. ■ Rúmia hafa þrefalt notagildi þ. c. hojur/einstahÚngsrúmogbjúnarúm. H( Rúmin cru úr tekki eða úr brfcnni (brennirúmin eru minni ogódýrari). ■ Rúmin era ölí í pðrtnm og tekur aðeins um tvrer mínútnr aS setja þau samau eða taia l eundur. HÚSGAGNAYERZLTJN REYKJAVtKtlR BRAUTARHOLTI2 - SÍMI11940 SKÓR- INNLEGG Smíða Orthop-skó og inn- legg eftir máli. Hef einnig tilbúna barnaskó, með og án innleggs. Davíð Garðarsson, Orthop-skósmiður, Bergstaðastræti 48, Sími 18893. T rúlofunarhringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR, Skólavörðustíg 2. PUSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum allar gerSir af pússningasandi, heim- fluttan og blásinn inn- Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við ElííSavog sf. Elliðavogi 115, sími 30120. Vestan undir Fljótsheiði i Suð- ur-Þingeyjarsýslu, allmiklu norð- ar en Norðurlandsvegur liggur yf ir Skjálfandafljót, stendur á flat- lendisræmu austan fljótsins bær- inn Fljótsbakki, örskammt frá hinum volduga straumi. Bóndinn á Fljótsbakka, Einar Karl, er fæddur 13. okt. 1906 og á því sextuggsafmæli í dag. Foreldrar Einars Karls voru Sigvaldi Einarsson og Holmfríð- ur Sigurðardóttir, — myndarleg hjón og vel gefin. Sigvaldi inun hafa verið einn af fyndnustu mönnum sinnar samtíðar. Þau bjuggu á Fljótsbakka árin 1895 til 1926. Árið 1926 tók Einar Karl við búi foreldra sinna og hefur því verið bdndi á Fljótsbakka í 40 ár. Hann kvæntist 1936 Sigrúnu Har- aldsdóttur frá Heiðarseli á Fijóts- heiði, mætri konu, dóttur hjón- anna: Haralds Illugasonar og Rósu Gunnlaugsdóttur, er lengi bjuggu í Heiðarseli, sem nú er komið í eyði eins og fleiri afskekktar jarðir hafa orðið að fara, þótt þær skiluðu á sínum tíma þjóðinni dug miklu fólki og traustu ,sem hún býr enn að. Einar Karl og Sigrún eiga tvö börn: Harald bónda á Fljótsbakka. Hann er kvæntur Helgu Halldórs- dóttur frá Litla-Hvammi á Sval- barðsströnd. Söru, sem er gift Skarphéðni Lýðssyni matreiðslumanni, og eiga þau heima í Reykjavík. Auk sinna barna ólu þau upp tvö systurbörn Sigrúnár, Rósu og Björn, sem misstu kornung móð ur sína. Ennfremur tóku þau á heimi'i sitt og höfðu hjá sér fram á sjálfsbjargaraldur tvö systurbörn Einars Karls, Kjartan og Hólm- fríði frá Daðastöðum, sem misstu foreldra sína, þegar þau voru enn í barnæsku. Má því með sanni segja, að Fljótsbakkahjónin hafi tekið á sig óvenjulega miklar frændsem- isskyldur og farizt drengilega. Einar Karl og Haraldur sonur hans hafa síðustu ár búið báðir á Fljótsbakka og haft með sér sam vinnu. Reka þeir bæði sauðfjár- búskap og kúabú. Einar Karl byggði íbúðarhús úr steini á jörðinni 1930. Það hús var stækkað og endurnýjað 1963 —1964. Túnið var um 11 dagsláttur, þeg ar Einar Karl hóf búskap sinn. Vélahreingerning Nú er túnið rúmlegá 100 dagslátt- ur. . Heimilisrafstöð er þar fyrir nokkru byggð í félagi við ná- grannabæi, Fremstafell og Hriflu. Einar Karl er harðduglegur mað ur. Hann hefur ekki um ævina sparað líkamsorku sína að hverju, sem hann hefur gengið, enda ver- ið eftirsóttur til erfiðra verka. Hann ólst upp við bratta heiði á aðra hönd en viðsjált fljót á hina og varð brekkusækinn og straumvæður vel. í æsku tók hann talsverðan þátt í íþróttum einkum spretthlaupi, langstökki og stangarstökki, og hlaut stundum verðlaun fyrir. Hann gekk í héraðsskóla og er bókhneigður og lesinn. Hann ber í brjósti sterka lista- þrá, sem hefur gert honum lífs- stundirnar fegurri, stærri og áhrifameiri, en ella verða þær mönnum. Á bæ sínum hefur hann vinnu- stofu, þar sem hann dvelur í tóm- stundum og þreytir sjálflærður þær listir að blanda liti og draga myndir á léreft. Einnig mótar hann myndir i höndum sér. Auk þessa yrkir hann ljóð og stökur. Er rímslyngur og kveður stundum dýrt. Sumar vísur hans hafa borizt víða, — einkum ádeilu vísur, en einnig aðrar, — svo sem þessi fallega oddhenda, sem er úr eftirmæli, sem hann flutti við út- för nágranna síns Þórhalls Björnssonar á Ljósavatni: Ljóma á þitt lífsstarf brá listaþráin ríka. Fjallabláa eyjan á alltof fáa sHka. Síðasta stakan, sem ég hefi heyrt frá Einari Karli og mun vera ort á þessu hausti, gæti ein- mitt verið kveðin til listaþrárinn- ar, sem hann má vera mjög þakk- látur við: Gleðin vart mun gleyimast mér geymd við hjartarætur. Lifið bjart varð þá með þér þúsund svartar nætur. Ég gríp tækifæri sextíuáraafmæl is nafna mfns á Fljótsbakká til þess að þakka honum óbrigðula vináttu og óska honum og fjöÞ skyldu hans allra heilla. Ég bið honum langlífis, góðrar endingar líkamsorku, búsældar og hagsældar — og síðast en ekki sízt: síungrar listaþrár í brjóstL Karl Kristjánsson. MINNING * Olarur Olafsson Borg, Hrútafirði Vanir menn. Þrifaleg, fljófleg, vönduð vinna. Þ R I F - símar 41957 og 33049 SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. F. 29. okt. 1889, d. 30. sept. 1966. Það mun hafa verið um miðjan vetur 1928, að gest bar að garði á bæ þeim, er ég ólzt upp á. Það I var Baldvin, bóðir minn. HSnn ihafði um tíma dvalizt vestur í ÍDalasýslu, en var nú á leið heim i til sín, heim að Borgum í Hrúta- firði. Heim til fóstra, eins og hann var vanur að nefna Ólaf heitinn Ólafsson bóndann á Borg um, en hjá honum og fjölskyldu hans hafði bróðir minn alizt upp frá 6 ára aldri. Það talaðist svo til, að ég fengi að fara með bróð- ur mínum og dveljast á Borgutn nokkrar nætur. Ferðasagan skal ekki rakin, en ég reyndi að haida í við bróður minn á göngunm. en mjög greikkaði hann sporið er nær dró bernsku- og æskuheimil inu. Og vel var okkur tekið, er þangað kom, þá naut ég ■ fyrsta skipti gestrisni Ólafs heitins og fjölskyldu hans. Þegar ungmennafélagið Harpa var stofnað um sumarmálin 1925, tók Ólafur heitinn þátt í því af lífi og sál og var í stjórn þess lengst af meðan hann bjó á Borg- um. Samkomuhúsi félagsins var valinn staður á Borgum, og þegar ungmenni sveitarinnar sóttu aþngað til íþróttaiðkana og skemmtunar, nutu margir gest- risni Ólafs heitins og hans fólks. Margs konar aðstoð veitti hann og margs konar átroðning varð hann að þola vegna ungmennafé lagshússins, en allt var það þolað og veitt með glöðu geði og af heilum huga. Veit ég að margir, er þess nutu. munu nú minnast Ólafs heitins með þakklæti. Ólafur var vinmargur í Hrútafirði og fal- in mörg trúnaðarstörf í þágu sveit- •arinnar. Frændmargur var. hann einnig enda foreldrar hans bæði úr sveitinni, en ættartölu mun ég hér enga hafa, þótt merk sé, því að ljnur þessar áttu aðeins að vera örlítill þakklætisvottur fyrir þau kynm, er ég af honum hafði, og þeirrar ástarhlýju, og rækt- arsemi, er Baldvin bróðir minn átti þar að mæta í upvexti sín- um og ávallt síðan. Blessuð veri minning hans. iffil Bolholti 6, (Hús Belgjagerðarinnar). G. Þórðarson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.