Vísir - 27.09.1975, Side 1

Vísir - 27.09.1975, Side 1
VÍSIR 65.árg.— Laugardagur 27. september 1975 —220. tbl. „Það voru þeir sem Hvað gerist voru lélegir - Ekki ég" um helgina? — sjó viðtal við Pétur Kristjúnsson bls. 16 — sjó bls. 14 Engar tillögur fró V.-Þjóðverjum - vilja fund í október, en litlar líkur eru á því oð hann verði haldinn fyrir útfœrslu landhelginnar Vestur-Þjóöverjar virðast nú aðeins sveigjanlegri i afstöðu sinni til landhelgismálsins en þeir voru áður. Gkki er þó um neina stefnubreytingu að ræða, eins og fram kom á fundi Einars Ágústssonar, utanrikisráð- herra, meö Hans Dietrich Gencher, utanrikisráðherra Vestur-Þýzkalands i New York i gær. Fundurinn stóð i um það bil eina klukkustund og ásamt Ein- ari AgUstssyni tóku þátt i fund- inum Hans G. Andersen, þjóð- réttarfræðingur, og Hörður Helgason, deildarstjóri i utan- rikisráöuneytinu. Gencher hafði sér til aðstoðar þrjá sérfræðinga á sviði landhelgismála, ritara og túlk. Eftir fundinn sagði Einar. AgUstsson, að árangur hefði ekki orðið mikill. Hann kvaðst hafa átt von á nýjum tillögum frá Vestur-Þjóðverjum, en á þeim hefði ekki bólað. Hann sagði, aö afstaða Vestur-Þjóð- verja hefði verið vinsamlegri, en hann hefði átt að venjast i þessu máli, og þeir ekki eins ó- sveigjanlegir. Gencher hefði lagt á það áherzlu, að Vestur- Þjóðverjar vildu leysa málið. Einar ÁgUstsson greindi hin- um þýzka starfsbróður sinum frá afstöðu fslendinga til lönd- unarbanns i ýmsum höfnum i Þýzkalandi og þeirrar ákvörð- unar Efnahagsbandalagsins að Islendingar skuli ekki njóta toll- friðinda samkvæmt samningi fyrr en landhelgisdeilan er leyst. Kvað hann þetta hvort tveggja illa séð á Islandi. Hann sagði, að skýrsla um viðræðum- ar yrði send rikisstjórninni, og hUn tæki siðan ákvörðun um samningafund með V-Þjóðverj- um. Þeir vilja fund i október, þar sem ráðherrar kæmu sam- an, en Einar AgUstsson taldi engar likur á slikum fundi áður en landhelgin yrði færð Ut. —AG— VILJA 30% HÆKKUN HITAVEITU A fundi borgarráðs Reykja- vikur i dag var samþykkt, að lcita eftir þvi við rikisstjórnina að Hitaveita Reykjavikur fái að hækka gjaldskrá sina um 30%. óskað er eftir 15% hækkun þeg- ar i stað og 15% hækkun 1. janú- Skammt er siðan aö Hitaveit- an fékk að hækka gjaldskrá sina verulega, en hUn hefur átt i miklum fjárhagsörðugleikum vegna mikilla framkvæmda. Einkum er það um að ræða- kostnað vegna lagningar hita- veitu til nágrannabyggða Reykjavikur. — Þvi er haldið fram, að þrátt fyrir þessar hækkanir sé hitaveitan hlut- fallslega ódýrari nU en hUn var fyrir nokkrum árum. AG Fœrð þyngist ó fjall- vegum ó Norðurlandi Snjókoma var viða á Norður og Vesturlandi i gær og færð sums staðar farin að þyngjast á fjalivcgum. A Akureyri snjóaði alian gærdaginn og þegar við töluðum við lögregluna i gær- kvöldi var bærinn aihvitur. Snjórinn var þó ekki meiri en svo að bilar héldu götunum auð- um með umferð. En það er spáð áframhald- andi snjókomu á þessum slóðum og ekki þarf honum að Tcyngja lengi niður til að bæjarbúar verði að draga fram skóflurnar. Það snjóaði lika á Siglfirðir/ga og lögreglan þar sagði að þótt viðast væri fært um sveitir, myndi Lágheiðin, milli Ólafs- fjarðar og Skagafjarðar, nú vera mjög erfið yfirferðar, ef ekki alveg ófær. Ekki fundum við nákvæmlega hvar snjólinan endaði, en elsku- leg frú á Þingeyri sagði okkur aö þótt þar hefði verið kalt hefði veður verið bjart og fallegt og engin snjókoma. —ÓT. EGAR VEIÐAR í ELLIÐAÁNUM i EUiðaánum, einni beztu laxveiðiá landsins er aðeins heimilt að veiða á maðk og flugu. Ljóst er, að ýmsir brjóta þessar reglur, og við hreinsun á ánum hafa fundizt hin ótrúlegustu veiðarfæri, auk þess sem froskmenn hafa verið þar á ferð. — Garðar Þórhallsson hefur um árabil stuðlað að bættri umgengni við árnar, og unnið þar meira starf en flestir aðrir. Hér sýnir hann nokkur þeirra veiðarfæra, sem fundizt hafa við og i án- um, og fleiri geta lesendur séð á baksiðu. Ljósm. JIM.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.