Vísir - 27.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 27.09.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 27. september 1975 vísrn Ctgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri og ábm: Ritstjóri frétta: Fréttastjóri erl. frétta: y Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Davfö Guömundsson Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guömundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t iausasöiu 40 kr. eintakið. Blaöaprent nf. Breyft kjördæmaskipan Eftir alþingiskosningarnar sumarið 1974 lýstu ýmsir forystumenn i stjórnmálum yfir þvi, að nauð- synlegt gæti verið að endurskoða gildandi reglur um kjördæmaskipan. Við þær kosningar kom enn •- frekar i ljós en nokkru sinni fyrr hversu ójafn kosningarétturinn er. Umsjón: GP Yfirlýsingar stjórnmálamanna i fyrrasumar gáfu tilefni til að ætla, að skriður yrði settur á umbætur i kjördæmamálinu. Þvi var ekki að heilsa. Nánast engar opinberar umræður hafa farið fram um þetta efni. Stjórnmálaflokkarnir eru greinilega smeykir við að ræða i alvöru um ákveðnar breytingar á þessu sviði. Hér er um svo hróplegan ójöfnuð að ræða að leng- ur verður ekki við unað. Eins og sakir standa hafa t.d. kjósendur á Vestfjörðum fjórfaldan atkvæðis- rétt á móti kjósendum i Reykjaneskjördæmi. Jafn- vel þó menn vildu viðurkenna einhvern mismun á vægi atkvæða i strjálbýli og þéttbýli, er augljóst að hér keyrir úr hófi fram. Um nokkurt skeið hefur starfað hér nefnd sem haft hefur það hlutverk að endurskoða i heild stjórnarskrá lýðveldisins. Frá nefndinni hefur hvorki heyrzt hósti né stuna. Það er i sjálfu sér eðli- legt þvi að i raun réttri er ekkert sem knýr á um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Með nokkrum sanni má þvi segja, að aðgerðarleysi nefndarinnar sé lofsvert fremur en hitt. Hér var um að ræða tilbúið verkefni sem engin knýjandi þörf var á að ýta af stað. Stjórnarskráin kreppir hvergi að. Heildarendurskoðun hennar hefði þvi meira verið formlegs eðlis. En þar sem þessi stjórnarskrárnefnd er enn við lýði, gefst nú kjörið tækifæri til þess að fela henni raunverulegt verkefni. Eðlilegt væri þvi að fela stjórnarskrárnefndinni nú þegar að gera sérstakar tillögur um breytingar á kjördæmaskipaninni. Þessar tillögur þurfa fyrst og fremst að miða að jöfnun kosningaréttar fólks i dreifbýli og þéttbýli. í öðru lagi væri æskilegt að breyta kjördæmaskipaninni á þann veg að losað yrði um hin hörðu flokkstök, þannig að kosningar gætu orðið persónulegri en nú er. Kjósendur eiga ekki einvörðungu að geta valið flokka heldur lika þingmenn. Eins og nú háttar fer val þingmannsefna að mestu ley ti fram i litlum lok- uðum flokksstofnunum. Kjósendurnir velja siðan á milli flokkanna en geta engin áhrif haft á hvaða. einstaklingar veljast til opinberra trúnaðarstarfa. Á þessu eru fáeinar undantekningar einkum að þvi er varðar prófkjör eins stjórnmálaflokks i Reykja- vik. Á þessu sviði þarf að gera bragarbót. Það yrði stjórnmálaflokkunum til vansæmdar ef ekki verður hraðað breytingum á kjördæmaskipaninni. Stjórnarskrárnefndin er eðlilegur vettvangur fyrir stjórnmálaflokkana til þess að koma fram með endanlegar tillögur i þessum efnum. Ef nauðsynlegt þykir, ætti að vera unnt að koma samhliða fram með aðrar minniháttar breytingar á stjórnarskránni. Meginverkefnið er hins vegar að koma fram leiðréttingu á þvi misræmi sem nú við- gengst með gildandi kjördæmaskipan. ■■ i: || FRÉTTIR og fréttaskýringar |; frá Austurlöndum miðast yfir- | leitt við sjónarmið Vesturlanda, ■ og sjónarmið Vesturlanda þar | eru litið annað en viðhorf stór- : veldanna. | Astæðan er hvimleiður þekk- | ingarskortur. : Til skamms tima voru Ind- : land, Kina og hin dökka Afrika : ekkert annað en „áhrifasvæði” sem aðeins leyfðist að ekistera vegna þess eðla rasa sem | Evrópu byggði. Og enn ríkir : þetta sjónarmið nýlendutimans. | Saga Indlands og Kina er ekki | kennd i skólum, og raunalegt er | þaö að fréttamenn sem starfa : eystra láta fáirsvo litið að horfa | á tilveruna með augum heima- | manna, enda flestir frá þjóðum | sem eru .stórveldi voru stórveldi : ellegar langar til að verða stór- | veldi. Þessi blinda kemur einstak- | lega vel fram i frásögnum og | mati á valdatafli þvi um Ind- : landshaf sem stendur yfir þessi | árin. USA eða Rússar? Áður réðu Bretar lögum og lofum á Indlandshafi, og raunar á heimshöfunum öllum sjö. En nú eru þeir komnir heim til sin fyrir fullt og allt og dunda sér viðaðvera á hausnum. Og þá er auðvitað aðeins spurningin: hver tekur við af þeim á þvi Ut- hafi, RUssar eða Bandarikja- menn? A annað heyrist varla minnst hér vestra. I heimi nUtimamannsins er valdið látið vera réttur — talið heimska að andmæla slikri filó- sófiu. RUssar eru orðnir regin- veldi. Þessvegna eru þeir nU al- gengari á flestum heimshöfum en ýmsar hvalategundir! Sama gildir um hinn stóra bróðurinn, Bandarikin: hvar sem eitthvað gerist finnst þeim það koma sér viö, enda eru nU þessar mætu þjóðir búnar að gera sig svo leiðinlegar um gervalla heims- byggðina að engu tali tekur — með nefið niðri hvurs manns koppi og hóta tortimingu ótæpi- lega ef ekki er makkað rétt. Þau tiðindi eru fá sem ollu meira ergelsi siðustu ár á Austurlöndum en hvaðeina sem lýtur að herstöð Bandarikja- manna á Diego Carcia. Og nU þegar SEATO, samband þeirra rikja sem styðja vilja Bandarik- in i Suðuastur-Asiu, er. i upp- lausn er ekki úr vegi að skýra málið frá austrænu sjónarmiöi. Varla er hægt að taka svo til orða að saga þessi hefjist 1968 og 9, en þá verður nokkurt fjaðrafok Utaf þvi að Bretar séu aö fara á braut. Allt er i óvissu um Vietnam. Þeir menn sem ég hitti frá Suður-Vietnam þessi ár töldu sig vissa um að Banda- ríkjamenn yrðu að vikja og kommúnistar tækju völd. Um þetta var hóflega rætt i blöðum, en þegar i hámæli komst að Bandarikjamenn ætl- uðu að setja sig niður á Diego Garcia og gera Indlandshaf að sinu hafi var flestum nóg boðið. s:::::::: Valdatafl á Indlandshafí a ■ ■ ii :: ■ n BB :: 8 Indira neitar Um þetta leyti sóttu RUssar fast á Indverja að fá með góðu samþykki þeirra að hafa flota.á Indlandshafi, en Indira sagði þvert nei, endaþótt á sama tima væri hUn að gera hinn örlaga- rika samning við RUssa, sam- komulag sem nUorðið er oft ekki kallað annað en „samningur- inn”. Með þessari afstöðu hækkuðu hlutabréfin i Indiru og hennar Sigvaldi Hjálmarsson skrifar flokki, og veitti henni ekki af, þvi jafnframt kepptist hUn við að kljUfa Congress og treysta völd sin heima fyrir. En reginveldunum snýr eng- inn við. RUssar komu sér vel fyrir á Indlandshafi og hafa i seli á ýmsum stöðum, að sagt er, bæði i Suður-Yemen og i Somaliu, þótt ekki sé látið heita svo. Diego Garcia varð fyrir val- inu hjá Bandarikjamönnum afþvihUn ein var föl, enda i eigu sjálfs breska heimsveldisins. Allir aðrir staðir eru þannig settir að þar fengu þeir ekki inni. Indland ræður eyjaklösun- um norðurfrá. Pakistan á engin slik sker sem nothæf eru, en kannski hefði verið unnt að gera kaup við þá ef i boði hefðu verið vopn og ádráttur um- stuðning i Kashmir málinu. Blaðaskrif um að fólk hafi verið flutt nauðungarflutningi frá Diego Garcia er auðvitað mál fyrir mannréttindastofnan- ir, og er þess að vænta að það verði tekið fyrir þar þótt hitt sé staðreynd að mannfólkið sjálft skiptir minnstu i alþjóða pólitik. Þeir sem hugsa Þvi miður er hinn menntaði minnihluti i löndunum við Ind- landshaf ekki stór, þessi hópur manna sem hugsar einsog :| heimurinn sé ein heild. En | hann er sannast sagna að sumu | leyti miklu betur að sér en || menntaðir Vesturlandamenn, || þvi hann þekkir sögu mann- || kynsins alls, ekki aðeins vest- j ræna sögu einsog við. Þessir menn hafa sitthvað að || athuga við návist reginveldanna || á Indlandshafi. Þar er fyrst til að taka að : hvorugt reginveldið á nokkur- || staðar land að Indlandshafi, || bæði eru þangað komin fyrir || frekju og yfirgang. Bretar urðu || að arfleiða Bandarikin að stað :: fyrir bækistöð, annars hefðu || þeir að likindum ekkert fengið. :: :: Áttu að vera kyrrir I annan stað er gjarna vikið ■ að þvi að Bretar hefðu vel getað ■ verið þarna lengur. TrUlega j hefðu það þótt fréttir hér fyrr á • árum ef návistar Breta hefði ■ verið óskað við Indlandshaf, en nU var það svo. Þeir hefðu mátt biða með að fara, fyrrverandi nýlendur þeirra þóttusteiga það inni hjá þeim, að þeir sætu sem fastast uns löndunum i þessum heimshluta yxi sjálfum svo fisk- ur um hrygg að hætt yrði að lita á þau sem „áhrifasvæði” sem slegist er um eða boðið er I eins- og fala konu. Þessir menn standa nefnilega i þeirri meiningu að stóru lönd- in, a.m.k. Indland með 600 millj. og Indonesia með 130, eigi eftir að verða sterk veldi, kannski ekki stórveldi, en svo sterk að á þeirra Uthafi verði aðskotadýr- um ekki vært. Það var vegna þessa stand- punkts sem Indverjar reyndu 1969 að fá samstöðu meðal þjóða i -nágrenninu að Indlandshaf yrði lýst friðað svæði og frjálst af ásælni stórveldanna. Fjendur og vinir Miklir andstæðingar eiga allt- af mikið sameiginlegt, annars væru þeir ekki andstæðingar — og þessvegna eru þeir lika að sumu leyti elskulegir samherj- ar. Styrkur RUssa og Banda- rikjamanna liggur i þvi meðal annars, á Indlandshafi ekki siður en annars staðar, að hvort verldið um sig er hinn heppileg- asti andstæðingur hins. RUssar berjast á móti imperialisma, Bandarikjamenn á móti kommUnisma. Hvort tveggja er djöfull uppá vegg, en j hvorugt þó skilið þar eystra einsog við skiljum það. Tveir slæmir eru bara komnir á Ind- landshaf i staðinn fyrir einn sæmiiegan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.