Vísir - 27.09.1975, Síða 7

Vísir - 27.09.1975, Síða 7
Visir. Laugardagur 27. september 1975 7 HVAÐ KOSTA SKÓR? — við könnuðum verð ó skófatnaði og þó helzt þeim skóm sem kallast tízkuskór. Við völdum verzlanir af handahófi Hafið þið keypt ykkur skó nýlega? Ef svo er, þá hlýtur ykkur að hafa blöskrað verðið sem nú er á þeim. En það gildir ekki eingöngu um skótauið held- ur allan fatnað og yfirleitt flest annað sem við teljum okkur þurfa á að halda. Einum af blaðamönnum Visis hafði með einhverjum óskiljan- legum hætti tekizt að nurla saman svo stórri peningaupp- hæð (að minnsta kosti í okkar augum) að hann gat sprangað i bæinn og keypt sér skó sem kosta tæpar 12 þúsund krónur. Að sjálfsögðu tilheyra þessir skór tizkunni eins og hún gerist mest 1 dag og það hefur örugg- lega eitthvað að segja varðandi verðið. En eftir þetta lék okkur forvitni á að vita nánar um verðlag á skóm. Við skunduðum i bæinn — með engar 12 þúsund krónur — og komumst fljótlega að raun um aö tizkuskór eru nokkuð sem við getum ekki veit okkur að sinni. En það er margt annað sem fólk getur tæplega veitt sér, svo þetta virðist allt saman haldast i hendur. Verzlanir af handahófi.... Við völdum verzlanir af handahófi. Engin ein verzlunin virðist dýrari en önnur. Við kus- um þó i þetta skipti að kanna Umsjón: Edda Andrésdóttir verö á þeim skóm, sem eru vinsælastir og eru i tizku. Auðvitað er hægt að fá ódýrari skó og margar fleiri verzlanir verzla með skó en þær sem við fórum i. Svo ef einhver er i þeim hugleiðingum að kaupa skó, þá má hann ekki meö þessu verða úrkula vonar um að fá eitthvað ódýrara. Við byrjuðum á þvi að lita inn i Kastalann. Við spenntum bogann hátt og báðum um að fá aö sjá dýrustu skóna i búðinni. Okkur voru sýnd stigvél, hin syokölluðu Baggy-stigvél, sem eru gifurlega vinsæl i dag. Verðið á þeim var 14.900 krónur. Skórnir eru mjög fallegir úr mjúku og góðu leðri og sann- kallaðir tizkuskór. Maður flettir ekki tizkublaði án þess að sjá slika skó. Næst-dýrustu skórnir eru ,,kúreka”-stigvélin, sem lika eru mjög vinsæl. Verðið á þeim er 11.800 krónur. Skórnir eru með hrágúmmisólum. Eldri stigvél voru á 9.980 krónur. Götuskór, sem lika eru algjörir tizkuskór, kostuðu meðal annars 9.490 krónur, 8690 og 7.990 krónur. Karlmannaskórnir fóru upp i 10.700 krónur. Það eru þá eins- konar stigvél en götuskór af allra nýjustu gerð, sem reyndar eru margir hverjir mjög finir, kosta frá 9.250 og upp i 9.500. „Verða að endast út árið.” t einni skóverzlun hittum við fyrir „litil hjónakorn”, eins og þau kölluðu sig. Þau kváðust heita Elsa Sveinsdóttir og Heiöar Hreiðarsson. — Finnast ykkur skór ekki dýrir? ,,Jú, ofboðslega dýrir.” — „Þessir skór sem ég er i kostuðu 8 þúsund krónur fyrir 3 mánuðum siðan,” sagði „Skór eru ofbogslega dýrir,” sögðu Elsa Sveinsdóttir og Hreiðar Hreiðarsson sem við hittum í einni skóverzluninni. Hreiðar benti á skóna sina: „Þeir kostuðu 8 þúsund krónur og verða lika að endast út árið.” Ljósm: LA. Þessi stigvéi, sem bæði fást á karlmenn og kvenfólk, fundum við I Casanova á 9.900 krónur. Hreiðar okkur. „Þeir verða að nægja mér út árið. Ég hef ekki efni á þvi að fá mér aðra svona dýra skó á næstunni. En þessir eru lfka mjög góðir ennþá.” Elsa benti á sina skó. „Þessir kostuðu eitthvað um tvö þúsund krónur, þegar ég keypti þá fyrir löngu siðan. Ég er að fara með þá til skósmiðs núna....” Það reyndust vera svokallaðirtrampskórsem Elsa var i og þeir eru vinsælastir hjá skólafólki núna, fréttum við. Hvað kosta trampskórnir? Við litum inn i Skóverzlun Þóröar Péturssonar til þess að forvitnast um það. Þeir kosta frá 4.595 krónum og fara upp fyrir 6 þúsund krónur. Skómir fást I ýmsum gerðum, bæði háir og reimaðir og svo lágir. Skór þessir þykja mjög þægi- legir og börn og unglingar not- færa sér þá mikið. Karlmanna- skór i verzluninni voru dýrastir 11.445 krónur og voru frá 6.790 krónum. Dýrustu kvenskómir kostar þar 7.685krónur. Ódýrari skó má þó að sjálfsögðu fá i verzluninni. Skór á rúmar 17 þúsund krónur Það var það hæsta sem við fundum. Baggy-stigvél sem kosta 17.400 krónur. Þau fund- um við i Karnabæ. Óneitanlega falleg en dýr . Þarna mátti þó á sama stað fá stigvél sem gáfu þessum dýru litið eftir i útliti og þau kostuðu 7.900 krónur. Það er sérlega ódýrt af stigvélum að vera. Kvenskó er annars hægt að fá frá 4.900 krónum. Ódýrustu karlmannaskórnir kostuðu 4.900 krónur og fóru hæst i 8.500 krónur. Þeir dýrustu ná nokkuð hátt upp á fótinn. ,,Ættu að kosta svona 4000 krónur” Við hittum tvær stúlkur sem voru að skoða götuskó sem kostuðu um 12 þúsund krónur. Þeim fannst það heldur dýrt svo við spurðum þær hvað þeim fyndist hæfilegt verð á götu- skóm vera? „Alls ekki meira en 4 þúsund krónur,” svöruðu þær. En verð á stigvélum? „Alls ekki meira en 6-7 þúsund krónur,” voru þær fljótar að svara. Og loks i Casanova Þangað litum við inn að siðustu. Margar fleiri skóverzlanir eru i bænum, en við ákváðum að láta þqtta nægja eins og við sögðum fyrr. Við báðum að sjálfsögðu um dýrsutu skóna i Casanova. Skórnir til vinstri kosta 5.950 en til hægri, 9.490 kr. Þeir fást I Kastalanum. Okkur voru sýnd þessi geysi- vinsælu ,,kúreka”-stigvél, sem koma hingað beint frá Spáni, 9.900 kronur kosta þessi stigvél i verzluninni, jafnt á stelpur sem stráka. Það sýnir sig að þessi stigvél sem fást i nokkrum verzlunum i borginni kosta ekki alls staðar það sama. Við fyrstu sýn virðast þau eins en eini munurinn sem við sáum var að sums staðar má fá þau með hrágrúmmisóla en annars staðar ekki. Verðmismunirinn veltur þó oftast á þvf, hvort stigvélin eru keypt beint inn af verzluninni. Svo reyndist um Casanova. Ódýrustu kvenskórnir kostuðu 1.500 krónur en fóru upp i 5.950 krónur að stigvélunum undanteknum. Karlmanna- skórnir voru frá 5.790 krónum, en okkur var sagt að tizku- skómir færu naumast undir 8.500 krónur. Og þar höfum við þaö! -EA. Þessi stigyél kosta 17.400 krónur i Karnabæ. Óneitan- lega falleg og vönduö var okkur tjáð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.