Vísir - 27.09.1975, Page 16

Vísir - 27.09.1975, Page 16
16 Vlsir. Laugardagur 27. september 197S Það skemmtilegasta úr sjónvarpsþáttunum fer á hljómplöturnar Monty Python/Match- ing tie and handker- chief/Arista/Karna- bær Hugleiðingar um vinsæiustu grinista Bretlands út frá nýj- ustupiötu þeirra, „Eins siifsi og bindi.” Hverjir eru Monty Python? Hálfbræður Pink Floyd, eða kannske fjarskyldar frænkur Davids Bowie? Alla vega eru þeir ákaflega dularfullt fyrir- bæri svo ekki sé meira sagt. En þar sem Brambolt sem einlægur aðdáandi þessa hóps þekkir nokkuð til þeirra ætlar hann að lyfta hulu leyndarinnar af þeim, ykkur öllum til gagns og gam- ans. Monty Python eru hugarfóst- ur nokkurra pilta sem brugðu á leik á BBC-skjánum fyrir þrem fjórum árum. Hófu þeir þá framleiðslu á sjónvarpsþætti er einhverra hluta vegna hlaut nafnið Monty Pythons Flying Circus, og var I léttum dúr svo ekki sé meira sagt. Ekki leist forráðamönnum BBC meira en svo á Monty, að þátturinn var sendur út á lélegum tima til að byrja með. Skemmst er frá þvi að* segja, að absúrd húmor þeirra félaga hreif Bretann um leið, og fljótlega varð Monty Python vinsælasti gamanþáttur BBC. En Monty Python, (Terry Jones, Eric Idle, John Cleese, Graham Chapmann og Michael Palin) sá það þó fljótt út, að þó að þáttur þeirra nyti óhemju vinsælda jafnt heima sem heim- an, þá væri hann of góöur til þess að hann yrði keyptur til Is- lands og fleiri landa er fylgja annarlegum sjónarmiðum I sjónvarpsþáttakaupum. Brugðu þéir því á það ráð, að gefa skemmtilegustu brotin úr þátt- unum út á hljómsklfum almúg- anum til heilnæmrar uppfræðslu. Hafa skifur þeirra jafnan trónað I efstu sætum vin- sældalistanna, þó ekki sé um popplög að ræða, og gefur þetta nokkra mynd af glfurlegum vin- sældum þeirra félaga. Nýjasta sklfa þeirra, Match- ing tie and Handkerchief er eng- inn eftirbátur hinna fyrri, sér- stæður húmor Monty Python rennir sér fótskriöu eftir svörtu plastinu, svo að engri vörn verður viö komið. Þegar kaup- andi plötunnar ætlar sér að fara að bragða á góðgætinu kemst hann að því, að ekki er allt með felldu. Til að byrja með, þá er skífan ókeypis, hún fylgir með umslaginu sem hins vegar er dýrt mjög. Eitthvaö er þó bogiö við þessa ókeypis sklfu, þvl þaö er ekki sama hvar nálin er sett niður I hana, stundum er ólikt efni á sama staö. Þegar maður kolruglaður hefur hlustað á aðra hliöina rennur upp fyrir manni, að tveim plötuhliöum hefur verið komið fyrir á einni á einhvern óskiljanlegan hátt. Þannig er hér um eina og hálfa plötu að ræöa, þó að hún sé aðeins ein... Efnið sem þeir taka fyrir er að venju fjölbreytt, og þeir láta fátt fara fram hjá sér fara. Ógerlegt er að lýsa húmor þeirra'á prenti, þar sem hann er fastur á hljómskífu. En lysthaf- endum skal bent á, að „eins slifsi og vasaklút” má nota við öll tækifæri, jarðarfarir, dans- kennslu, innrásir I ókunn lönd, I afmæli Dalai Lama. Getur einnig notast eftir að viðkom- andi hefur sagt „Nix” og „Wa tow” eða þegar verið er að hinta að einhverju. Látum við þetta spjall um Monty Python og nýjasta fram- tak þeirra nægja að sinni, en öll nánari fræðsla fer fram á skif- unni sjálfri, sem er opin almenningi milli 5 og 6, nema milli fimm og sex, þvl þá fær Monty sér te. Röddin var ekki léleg, það voru „raddimar".. Brambolt spjallar við Pétur Kristjáns- son, söngvara í Paradís Það er ekki auðvelt að ná taliaf Pétri Kristjáns- syni þessa dagana og því erfiðara að ná af honum viðtali. Brambolt gerði þó nokkrar heiðarlegar til- raunir og tókst það að lokum eftir að hafa hlaupið góðan spöl með Pétri. Birtist hér árang- urinn. BB: Það var þetta með plöt- una, Pétur. Þið tókuð „Super- man” upp stuttu eftir að Para- dis var stofnuð og tókuð þar með nokkra áhættu. Hefur hún gengið vel? Pétur: Ahættan er ekki orðin jafnmikil, eftir að hægt er að taka plöturnar upp hér heima, og okkur langaði til að kýla á litla plötu og gerðum það. Fyrsta upplag seldist strax upp og annað upplag er komið I verzlanir. Við höfum ekki á- stæðu til annars en að vera á- nægðir með þennan árangur.” Þvi næst spyr Brambolt Pét- ur hvort lög plötunnar endur- spegli að einhverju leyti stefnu hljómsveitarinnar i lagavali: „Að einhverju leyti, já. Við stefnum að því að hafa góð.er- lend lög á dagskrá, ekki endi- lega þau þekktustu. Siðan blöndum við okkar frumsömdu tónlist samanvið eftir þvi sem hún skapast. „Telurðu að þau lög sem þið takið séu „einföld stuðmúsik” eins og Herbert Guðmundsson, söngvari i Pelican, segir i blaðaviðtali að þú hafir viljað spila. Einfaldari en t.d. Cotton- fields og önnur ámóta lög á lagaskrá Pelican i dag? „Nei alls ekki. Mörg laganna okkar hafa margt annað sér til ágætis en að vera stuðmúsik og eru ekki einfaldari en önnur lög.” ,,Nú hefur oftar en einu sinni komið fram i viðtölum við með- limi hljómsveitarinnar Pelican og framkvæmdastjóra þeirra að erlendum aðilum þeim er ætl- uðu að stuðla að velgengni Peli- can-plötunnar I Bandarikjunum hefði þótt þú hafa of lélega rödd. Hefur þú rætt eitthvað við þessa aðila siðan?” „Þegar ég fór út til Banda- rikjanna fyrr i sumar, þeirra erinda að græja Paradis upp, þá hafði ég I leiðinni samband viö einn þessara aðila. Hann tjáði mér, að það hefði ekki verið min söngrödd sem var léleg heldur raddirnar á plötunni, raddir annarra hljómsveitarmanna. Það er því alger misskilningur frá hendi Pelican, að ég hafi verið of lélegur söngvari fyrir hljómsveitina. Það er ekki litill munur á einu essi i enda orðsins „Vocal”.” Þá vil ég benda á að það er ekki rétt sem Herbert Guð- munds segir I viðtali við Alþ,- blaðið að það hafi tekið meiri tima að taka upp mina rödd en aðrar. Staðreyndin er sú, að það tók helmingi imeiri tima að taka upp milliraddirnar á „Litil fluga” en allan minn söng.” „Núþegar „Superman” hefur gengið svo vel, megum við þá eiga von á stærra framtaki bráðlega?” „Það varnú alltaf ætlunin að vinna efni i stóra plötu sem fyrst en vegna mikilla anna síðan við byrjuðum, þá hefur litill timi gefizt til að sinna þvi. Þau eru þó orðin nokkur frumsömdu lög- in sem við eigum i pokahorninu. Við erum að pæla i textum við þau, svo þetta er allt I áttina. Ég treysti mér samt ekki til að segja til um hvenær hún kemur út”. „Telurðu Paradis hafa náð sömu vinsældum og Pelican á sinum tima?” „Hljómsveitin Paradis er vin- sælli i dag en hljómsveitin Peli- can var nokkurn tima. Ég dreg þessa staðhæfingu af þeirri á- sókn sem er i hljómsveitina og vegna þess að við höfum meira að gera en Pelican höfðu þegar bezt lét.” „Hvaða augum litur þú til nánustu framtiðar?” „Ég lit björtum augum til framtiðarinnar, Hjómsveitin Paradis á eftir að verða mun betri en hún er nú og væntan- lega vinsælli að sama skapi. Við stefnum allir að sama takmark- inu, gera okkar bezta...

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.