Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 2
visntsm: Telur þú að atburðirnir á Spáni hafi áhrif á Spánar- ferðir íslendinga? Inga Hjartardóttir, húsmóöir: — Ég veit ekki. Ég hef varla trú á þvi að þeir láti þessa atburði hafa nokkur áhrif á sig. Ingibjörg Pétursdóttir, móðir: — Ja, nú veit ég ekki. Jú, ég gæti trúað þvi að einhverjir hættu við. ólafur Jónsson, vagnstjóri: — Nei, ég hef enga trú á þvi. Sjálfur á ég ekki pantað far til Spánar. Þangað hef ég aldrei farið og langar ekki aö svo stöddu. Pétur Snæland, skrifstofumaður: — Nei. Siguröur Oddur Sigurðsson, vél- stjóri: — Ég hugsa að þeir hafi engin áhrif. Ég efast um að ég léti þá hafa áhrif á mig, enda færi ég ekki til Spánar, heldur til Mallorca og það er allt annað. Ragnhitdur Gottskálksdóttir, bankastarfsmaður: — Ég get ekki imyndað mér það. Ég mundi ekki láta atburðina hafa áhrif á mig. Visir. Miðvikudagur 1. október 1975 HHnBHnuK I i bm |9b w .. M i ® & ! 1 S ^ ^ 1 P I jSB H bh» i ■! k ! Rektor svarar huldumanni KARTÖFLURNAR ENGIN BER Guðni Guðmundsson, rektor MR skrifar: „Einhverhuldumanna þeirra, sem iðulega skrifa i blöð án þess að þora að geta nafns, sendir mér tóninn i blaði yðar sl. fimmtudag, er með alls konar dylgjur um ástæður fyrir því, að fimm daga skólavika hefur ver- ið tekin upp i Menntaskólanum i Reykjavik, lætur liggja að óhóf- legru vinnuálagi o.s.frv. Ég !! nenni ekki að eiga orðastað við ómerkinga, en tel þó ástæðu til, að fram komi, hvert vinnuálag- ið er: 1) Þar til fyrir rúmu ári var lengd kennslustunda i mennta- skólum 45 minútur, og voru sex kennslustundir af þeirri lengd á stundaskrá hvers dags, nema þegar vinna á tilraunastofú kom til, þá gátu orðið 7—8 stundir á sama degi. Minútufjöldi kennslustunda var þvi 6x45 eða 270. Nú eru kennslustundir 40 minútur að lengd og minútu- fjöldi á venjulegum degi 7x40 eða 280 minútur. 2) Vissulega kemur fyrir, að niu stundir eru á stundaskrá tveggja bekkja i 4. bekk stærð- fræðideildar, sem sækja skóla siðdegis. En þess ber að geta, að tveir af þeim timum eru vinna á tilraunastofu, þangað sem nem- endur fara aðra hverja viku. Ennfremur skal þess getið, að i báðum þessum bekkjum er leik- fimi á stundaskrá þess dags, svo að einungis eru sex bóklegir timar á deginum. Þetta er ekk- ert nýmæli, heldur kom þetta lika fyrir eftir gamla stil. Þá leit 8 ................. | • dæmið þannig út: 8x45 min. = 360 minútur aðra hverja viku, en nú 9x40 min. = 360 minútur aðra hverja viku. Mismunur = 0. 3) Varðandi það, að nemend- ur siðdegisbekkja eru látnir koma á mismunandi timum i skólann, þá stafar það af þvi, að ég vildi eftir megni forða nem- endum frá þvi’ að sitja dag hvern i skóla til kl. 19. Ég tel sið- degiskennslu óæskilegri en ár- degiskennslu og hef þvi sl. tvö ár reynt að láta siðdegisbekki koma i skólann eins snemma og unnthefur verið með þvi að nota allar stofur, sem losna, m.a. vegna vinnu árdegisbekkja á tilraunastofum. Ein af þeim stofum, sem lausar eru i'siðustu timum á árdegistöflu, er leik- fimihúsið. 4) Rétt er, að þetta komi fram að lokum: Vegna þess, að umgetnir bekkir koma inn með aðra tima en bóklega á sama degi, kemur á móti, að þeir hafa aöeins 6 tima á töflu, eða 240 minútur, annar einu sinni, en hinn tvisvar i viku. 5) Ég vil aðeins taka þetta saman: Eftir gamla stil liðu 5 klst. og 15 min. frá upphafi kennslu til loka, þar af fóru 45 min. i friminútur, svo að seta i tlmum var 4 klst. og 30 min. Nú liða 5 klst. og 25min. frá upphafi til loka kennslu, friminútur eru enn 45 min., seta i timum 4 klst og 40 min. Mismunurinn er 10 minútur á dag. Þegar vinna á tilraunastofu lengir daginn, þurrkast þessi munur úr vegna styttri tima.” Kartöfluræktandi skrifar: ,,Ég las i Alþýðublaðinu. að fólk, sem hefur garð i Korpúlfs- staðalandi, hefði aðeins fengið kartöflur á stærð við ber. Ég hef hins vegar aðra sögu að segja, er með 100 fermetra garð eins og flestir aðrir og fékk 175 kiló uppúrhonum. Þaraf var aðeins einn poki af smælki. ' Ekki gerði ég neinar sérstak- ar ráðstafanir til þess að fá góða um 360 kr. J.Á. hringdi: Þann 25. júli siðastliðinn keypti ég flugfar af Þjóðræknis- félaginu til Kanada. A undirbúningsfundi sem haldinn var varðandi þessa för var fundarmönnum tjáð, að vesturförum yrðu reiknaðar krónur 360 fyrir hvert kiló, sem reyndist umfram 20 kg farang- ur. Þegar til kastanna kom var hins vegar ekkert umframgjald reiknað af umframvigt á leið- inni út til Winnipeg, og hafa þvi farþegar haft góðar og gilda ástæðu til að álita að sama mundi gilda um heimferðina. Engarfregnir hafa mér borist um að vesturfarar hafi — áður en þeir mættu á flugstöðina til heimferðar — fengið aðvörun um, að Þjóðræknisfélagið hafi samið um og/eða heimilað Sunnu h/f að krefja farþega um kr. 800 (i stað kr. 360 sbr. áSur) fyrir hvert yfirvigtarkiló. Með tilvisun til ofanritaðs vil ég taka fram: Ef til vill telur kröfuhafi þetta lögmæta fjár- öflunaraðferð, en meðan hann leggur ekki fram rökstudda heimild til stjórnar Þjóðræknis- félagsins fyrir ofangreindri kröfu sem er upp á 9.600 kr tel uppskeru eins og að setja plast- dúk yfir, þó að það sé raunar talið mjög gott. Bar bara vel á og úðaði með arfaeyði. Kunn- ingi minn, sem lfka hefur þarna garð, hefur sömu sögu að segja. Ég vil þvi halda þvi’ fram, að þetta hafi ekki verið neitt likt þvi og að fara I berjamó. Ætli fólkið hafi ekki bara gleymt að bera nóg á og ekki úðað?” ég að mér beri ekki að greiða hana. Eftirmáli: Farþegar þurftu að skrifa upp á vixla áður en lagt var af stað frá Winnipeg fyrir þeirri upphæð, sem þeir áttu að borga þegar heim var komið, ef peningar voru ekki fyrir hendi. Einn átti að borga I yfirvigt meira en þá upphæð sem hann borgaði fyrir farið aðra leiðina. Sunna svarar: „Mér er sagt að ólæsi sé ekki til á íslandi,” varð Guðna Þórðarsyni i Sunnu að orði þeg- ar við bárum bréfið undir hann. Hann sagði að I flugfarseðlum þeirra stæði svart á hvitu að hverjum farþega bæri að greiða 1% i yfirvigtargjald af annarrar leiðar fargjaldi. Er þá miðað við 1. farrýmis fargjald á leiðum. Hann bætti við að ef allir væru með annan eins farangur og sá er mest hafði og nefndur er i bréfinu þyrfti að hafa aðra flug- vél til taks bara fyrir farangur. Þar að auki er venjulega borgað fyrir yfirvigt áður en farið er af stað. j, Guðni sagði að sér væri ekki kunnugt um að samið hefði ver- ið um 360 krónur fyrir yfirvigt i þessari ferð. mmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmm Utanúskriftin er: Vísir „Lesendur hafa orðið" Síðumúla 14 Sunna innheimtir 800 kr. í yfirvigt — samið við Þjóðrœknisfélagið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.