Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 1. október 1975 s vísir tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri og ábm: Ritstjóri frétta: Fréttastjóri erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Daviö Guömundsson Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guömundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr. cintakið. Blaðaprent uf. Andóf gegn brúnu alræðisvaldi Dauðadómarnir á Spáni hafa vakið upp gremju og andúð fólks viða um heim. Þau gerræðisverk, sem spænska alræðisstjórnin hefur nú framið, varpa skýru ljósi á þá óhugnanlegu staðreynd, að lýðræðisöflin eiga hvarvetna i vök að verjast. Það er mikill minnihluti mannkynsins, sem nýtur frum- stæðustu mannréttinda eins og félaga- og skoðana- frelsis. Skuggi alræðisvaldsins er alls ekki svo fjarlægur eins og virðast kann við fyrstu sýn. Mönnum verður það oft á að yppta öxlum, þegar atburðir af þessu tagi gerast og láta sem þeim komi þetta ekki við. Heimurinn sé fullur af ofbeldisöflum og það væri að æra óstöðugan að risa upp til andmæla i hvert sinn sem fréttir berast af slikum atburðum. Þetta eru varhugaverð og hættuleg viðhorf. ís- lendingar hljóta jafnan að berjast gegn alræðis- valdi, hvort sem það er brúnt eða rautt. Spænska stjórnin hefur framið grimmdarverk með þeim af- tökum, sem nú hafa átt sér stað. Fyrir okkur er hollt að muna, að þeir sem falla i valinn eru menn sem ekki njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að geta óhindr- að komið skoðunum sinum á framfæri. Sumir þeirra, sem berjast gegn brúnu alræðis- vaidi á Spáni eru að sjálfsögðu ekki lýðræðissinnar. En það réttlætir ekki það gerræði sem framið hefur verið. Þó að nú hafi verið gengið feti framar en oft áður af hálfu spænskra yfirvalda, er hér ekki á ferð- inni nein ný bóla. Alræðisvaldið á Spáni er rótgróið. En þessir atburðir hljóta að vekja menn til alvar- legrar umhugsunar og vera hvatning til andófsað- gerða. Viðbrögð rikisstjórna i Evrópu eru yfirleitt á sömu lund. Ljóst er þvi, að i kjölfar þessara dauða- dóma fylgja öflugar pólitiskar þrýstiaðgerðir. Sú sterka undiralda sem , almenningsálitið i Vest- ur-Evrópu hefur komið af stað á að verða lýðræðis- öflum á Spáni traustur bakhjarl i baráttunni við al- ræðisvaldið. Þessar mótmælaaðgerðir hafa þvi ótvirætt gildi, þó að þær geti ekki bjargað mannslif- um eins og sakir standa. Aftökurnar á Spáni eru ekkert einangrað fyrir- brigði. Lýðræðissinnar þurfa ávallt að hafa vakandi auga með þróun alþjóðamála til þess að gera spyrnt við fæti þegar slikir atburðir gerast. Það er háska- legt þegar menn skella skollaeyrum við fréttum af ofbeldisverkum sem þessum. Ymsum finnst sem andmæli ein hafi litið að segja og breyti litlu. En hér er að tvennu að hyggja. í fyrsta lagi er lýðræðisöflunum i þeim rikjum þar sem alræðisstjórnir sitja við völd mikill styrkur að öflugu almenningsáliti. í öðru lagi eru umræður um þessi efni nauðsynlegar til þess að styrkja lýð- ræðisþjóðirnar innbyrðis. íslendingar hljóta að taka undir þau kröftugu andmæli sem borin hafa verið fram gegn ógnarað- gerðunum á Spáni. Það er hlutverk lýðræðisþjóð- anna að veita þeim þjóðum, sem ekki njóta lýðrétt- inda, siðferðilegan stuðning. Á þann hátt er unnt að koma einræðisöflunum fyrir kattarnef og koma i veg fyrir að rautt vald taki við af brúnu. Umsjón: GP ■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ai M) nj'ifM Sí i n s: ■■ Ei :: :: ss EBE SNYR ViÐ SPÁNI Um fimmtán ára bil hefur Spánn reynt að þoka sér nær Efnahagsbandalaginu I von um hagkvæm viðskiptakjör við bandalagsríkin og hugsanlega fulla aðild aö EBE. Douglas Gerwin, blaðamaður Reuters iBriissel, þarsem EBE hefur aðalstöövar sinar, heldur þvi fram, aö möguleikinn til aö þessi draumur spánverja rætist hafi mjög spillst, þegar skæru- liöarnir fimm voru teknir af lifi um siöustu helgi.— Byggir blaðamaðurinn þá skoðun sfna á viðræðum við embættismenn EBE í Brússel. EBE hefur litið hugsanlega aðild Spánar vinsamlegum aug- um, svo fremi sem stjórnin i Madrid tekur upp frjálslyndara fas. Einkanlega hafa Frakkar lagt gott orð með nágrönnum slnum, spánverjum. 1973 sagði Michel Jobert, þá- verandi utanrikisráðherra Frakklands, sem staddur var i heimsókn i Madrid, að Spánn ætti að sækja um aðild að EBE ,,sem allra fyrst”. En núna eftir að spænsku skæruliðarnir fimm voru teknir af lifi, hafa niu aðildarriki EBE kallað sendiherra sina heim frá Madrid „til skrafs og ráða- gerða”,einsogþaðheitir, þegar ekki er formlega slitið að fullu stjórnmálasambandi milli rikja. Þetta ber að einmitt, þegar fyrir dyrum stóðu núna i októ- ber viðræður milli EBE og Spánar um nýja viðskiptasamn- inga. — Þykir því ekki vænlega horfa með þær viðræður. Þar á ofan bætist svo hitt, að framkvæmdaráð EBE hefur að eigin frumkvæði gefið Ut póli- tíska yfirlýsingu, og bæst I hóp þeirra, sem „harma” aftök- urnar og lýsa yfir „vanþóknun sinni á stjórn Spánar, sem skellti skollaeyrum við bænstöf- um EBE-landanna”. Þegar stjórn Spánar lýsir yfir þvi að hUn liti á mótmælayfir- lýsingar erlendis sem „óþolandi afskipti af innanlandsmálum spánverja”, beinir hún þeirri kveðju jafnframt til EBE. Þegar slðan er litið á það, að EBE hefur gengið jafnvel lengra en margir aðrir I mót- mælum sinum við Madrid- stjómina, og stöðvað I bili, eða „fryst” eins og það var kallað, nUgildandi verslunarsamning við Spán, „þar til sú stund renn- ur upp, að frelsi og lýðræði verður komið á”, — má ljóst vera, að væntanlegar samn- ingstilraunir eru nánast farnar út um þúfur, áður en þær hefj- ast. í nUgildandi samningi, sem undirritaður var 1970, lækkar EBE tolla á spænskum iðnaðar- vörum um 60%, og um leið lika á nokkrum landbúnaðarvörum. — í staðinn lækkaði Spánn tolla á ýmsum innfluttum vörum frá EBE-löndunum um 40%, og ætl- aöi að lækka þá um 20% til við- bótar fyrir janúar 1977. Viðraeður um nýja samninga hófust strax 1973, en fóru stirð- lega af stað. Reyndar slitnaði upp úr þeim, án þess að nokkur markverður árangur næðist. Siöan var reynt aftur til við nýja samninga i fyrra, en það bar að sama brunni. EBE hafði þá lagt til, að báðir aðilar afnæmu alla tolla sina á vörum hvors annars, áður en 1982gengi Igarð, en Spánn hafði þá óskað eftir fresti fyrir sig fram til ársins 1984 að minnsta kosti. En aðalágreiningurinn var um landbúnaðarafurðirnar, sem spánverjum lék mikill hug- ur á að koma á EBE-markað. En EBE, sem greiðir gifurlegar fjárhæðir með landbúnaði sin- um til að tryggja bændum við- unandi tekjur, var tregt til að opna markaðinn, þar sem of- framboð er á ýmsum helstu landbúnaðarafurðum spán- verja, eins og ávöxtum, vfni, ólivuoliu og fleiru. Ambassadorar hafa verio m]og a iaraiusiæu a apaní vegna andúöar þeirrar, sem aftökurnar á laug- ardag vöktu. Fjöldi rikja hafa kallaö sendiherra slna heim frá Madrid, en spænska stjórnin varö að flytja I skyndi sendiherra sinn I Lissabon heim og sömuleiðis ræðismanninn I portúgölsku iðnaðar- borginni, Oporto. Sjást hinir siðarnefndu hér á myndinni við komuna til Madrid. C V »•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■&. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ “ ■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■{^.■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.