Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Mibvikudagur 1. október 1975 — 223. tbl. DRÓ SÉR 2.6 MILLJÓNIR KRÓNA Á fundi Borgarráðs i gærdag, var samþykkt að visa til Saka- dóms tii meðferðar, máli fyrrver- andi gjaldkera Borgarverk- fræðings. Talið er að gjaldkerinn hafi dregið sér um 2.6 miiljónir króna úr sjóðum Borgarverk- fræðings, á sex ára timabili. Þeg- ar rannsókn málsins hófst voru hátt I fimm milljónir króna i óreiðu hjá gjaidkeranum, en síð- an hafa reikningar og skjöl komið i ljós, sem skýrðu hluta þeirrar upphæðar. Ennfremur gat gjald- kerinn framvlsað fé, sem hann hafði geymt einhvers staðar. Rannsókn máls þessa hófst á árinu 1974 og lét þá gjaldkerinn þegar af störfum. Talið er að fjár- drátturinn og óreiðan hafi byrjað á árinu 1969. Borgarendurskoðun hefur haft málið með höndum fram að þessu, en það hefur nú verið af- hent sakadómi til venjulegrar meðferðar. — HV Étum 120 þúsund dagskammta f B m r % 7 F % — upplýsir Lyfja- af amphetammi a an ^ Knútur Otterstedt um orkumól Norðurl.: Milliorða fjórfestingu mátti f resta Fimari en fjalla- geiturnar :SsYN9DSJA Jafnvel þótt fjallageiturnar ættu sjáifar mótorhjól, tæki það ef- laust langan tfma fyrir þær aö ná jafn mikilli leikni og hann As- mundur Gunnlaugsson, sem Loftur festi á filmu I sandgryfjunum I Kópavogi. Sandgry fjurnar eru vinsæll staöur hjá strákum til að spreyta sig og hjól sin á. Visismenn lögðu leiöslna þangað fyrir stuttu. Má sjá árangurinn I myndsjá á bls. 9. — Ýmsar spurningar til orkuráðherra — sjá bls. 14 Svartur atvinnu- maður kominn til Lyfjanotkun tslendinga hefur verið undir smásjánni undanfar- ið, og i mörgum tilvikum ekki að ástæðulausu. Einkum eru það örvandi lyf, amphetamin og skyld lyf, sem hafa verið til umræðu, en það eru þau lyf, sem einna helst verður vart við misnotkun á i dag. Hjá lyfjaeftirliti rikisins feng- ust þær upplýsingar, að á árinu 1974 hefðu verið fluttir inn og af- hentir til neyslu um 120 þúsund dagskammtar af örvandi lyfjum, eða um 600 dagskammtar á hverja 1000 ibúa landsins. Eftirlit með lyfjum þessum er rikt, bæði innflutningi þeirra og dreifingu. Innflutningur er háður innflutningsleyfi islenskra yfir- valda, auk útflutningsleyfi yfir- valda þess lands sem lyfin eru flutt frá. Með dreifingu er svo fylgst með skráningu lyfja- verslunarinnar á þvi hverjum er selt og hvað mikið, og ennfremur tilkynningaskyldu lækna og lyfja- verslana. Ennfremur eru sjúkrahús skyldug til að tilkynna um notkun sina á lyfjum þessum og er það gert samkvæmt nýlegri reglu- gerð. Þrátt fyrir þetta hafa skyndi- kannanir á notkun einstaklinga á lyfjum þessum, sem fram- kvæmdar eru af lyfjaeftirliti, leitt i ljós að um ofnotkun á þeim er viða að ræða. Hefur hver skyndi- könnun, sem nær yfir mánuð i senn, leitt i ljós nokkra tugi ein- staklinga, sem neyta örvandi lyfja i rikara mæli en eðlilegt er talið. Eðlileg dagneysla er talin um 15 milligrömm af amphetamini, eða skyldum lyfjum, og þegar einstaklingur neytir greinilega tvöfalds þess magns, er læknum gert aðvart, og sjá þeir siðan um að halda i við viðkomandi. Skyndikannanir þessar hafa einnig leitt I ljós, að einstakir læknar ávisa mjög misjafnlega mikið á þessi lyf. Þyki læknir dreifa óeðlilega miklu af þeim til sjúklinga sinna, er það tilkynnt landlækni, sem siðan sér um að gera viðeigandi ráðstafanir. Tölur um magn af róandi lyfj- um og svefnlyfjum reyndist ekki unnt að fá, enda eru slik lyf ekki öll eftirlitsskyld. Af sterkum kvalastillandi lyfj- um notum viö mest af þetitini og morfini. Af petitini er ársnotkun- in um 25.000 dagskammtar og af morfini um 20.000 dagskammtar. Notkun þeirra lyfja hefur þó farið siminnkandi hér undanfarin ár, og er mun minni en i flestum nágrannalöndum. — HV Múhameð All, svarti „súper”-maöurinn hefur sannað það enn á ný, að hann er mesti hnefaleika- maður, sem uppi hefur verið. Dómarinn stöðvaði leik þeirra Alis og Joe Fraziers 114. lotu I nótt, en þá var Frazier svo illa farinn undan höggum Alis, að ekki þótti rétt að halda leiknum áfram. Þessi mynd er úr 13. lotu. Ali kemur miklu höggi á enni Fraziers og má segja, að þetta högg hafi gert út um leikinn. — Þessi mynd hlýtur að vekja þá spurningu hvort ákvörðun islendinga um að banna hnefaleika hafi ekki verið rétt. Sjá mynd og frásögn á iþróttasföum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.