Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 24
Miövikudagur 1. október 1975 Kúadauðinn í Biskupstungum: Orsðk ókunn Ekki er vitaö hvað olli dauöa kúnna fjögurra í Biskupstungum. Vísir birti frétt um málið á mánudag. Við rannsókn hjá Fóðureftir- liti rikisins og hjá tilraunastöð- inni á Keldum, hefur ekkert fundist, sem sanni að skepnu- dauðinn hafi verið fóðri að kenna. Mál þetta kom upp i mai siðastliðnum. Bændurna I Biskupstungum grunaöi að orsökin gæti verið fóðrið sem fengið var frá Fóöurblöndunni. En þrátt fyrir margendurteknar rannsóknir i sumar á sýnum úr fóðrinu sem þeir fengu, bendir ekkert enn til að það hafi valdið dauða kúnna. Rannsóknin á kúnum hefur sýnt vefjabreytingar i maga, sem gætu stafað af eitrun, en orsök hennar liggur ekki fyrir. Bændurnir tveir i Biskups- tungum fengu báðir fóður sem framleitt var sama dag. Hvor um sig fékk á milli tvö og þrjú tonn. Dagsframleiðslan þennan dag hjá Fóöurblöndunni var 40 til 50 tonn. Engar kvartanir hafa boristfrá öðrum bændum vegna framleiðslu þess dags. Báðir bændurnir hafa haldið viðskiptum sinum áfram við Fóðurblönduna. — ÓH Sjötíu og sex óra hljóp fyrir bíl Sjötiu og sex ára gömul kona hlaut áverka á höfði þegar hún lenti fyrir bifreið á Vesturgötu i gær. Slysið skeði þannig að konan var að hlaupa milli húsa á Vesturgötunni og hljóp hún þá út á götuna. Lenti hún á vinstra framhorni bifreiðar sem ekið var þar um og skall siðan i göt- una. Meiðsli konunnar voru ekki talin alvarleg, en hún var flutt á Slysadeild til rannsóknar. — HV Ekkert að gera hjú lögreglunni? Undanfarnir sólarhringar hafa verið' ákaflega rólegir hjá lögreglunni viöast hvar á land- inu. Sumstaðar jafnvel svo að einsdæmi telst. t miðborgarstööinni i Reykja- vik hafa rólegheitin gengiö svo langt að undanfarinn einn og hálfan sólarhring hafa verið bókaðar þar alls þrjár kærur. Eru tvær þeirra vegna ölvunar og ein vegna trassaháttar við að færa bifreið til skoðunar. Mun það nánast einsdæmi að lögreglan i Reykjavik hafi svo litiö að gera. — HV Brotist inn í Hafnarkaffi Brotist var inn i Hafnarkaffi viö Vesturgiitu I Hafnarfirði I nótt. Brutu þjófarnir glugga og sprengdu upp hurð á bakhiið hússins og fóru þar inn. Einhverju var stolið af vör- um, en ekki var ljóst i morgun hve miklu. — HV. íslandsmet í auglýsing- um, eða endurtekningum? Þeir hjá Dagblaðinu eru að vonum hreyknir af smá- auglýsingunum sinum Þær eru svo miklar að það kemur jafn- vel niður á iþróttafréttunum sem yfirleitt hafa forgang fram- yfirflest annað. Þannig var á iþróttasiðunni á mánudag kvartað yfir að nú þyrftu þeir að fara hratt yfir sögu i ensku knattspyrnunni vegna þrengsla, cnda voru fjölmargar siður full- ar af smáauglýsingum. NU er Hallur Simonarson frá- bær iþróttafréttamaður og það þvi dapurlegt ef hann fær ekki nóg pláss, en það er til ráð við þvf. Bara að hætta að birta sömu auglýsinguna mörgum sinnum. Það virðist nefnilega hafður sá háttur að sömu auglýsingunni er dreift vitt og breitt um blaðið, undir mismun andi hausum. Fyrst er' hún kannski undir „Verzlun” svo undir „Húsgögn” og loks undir „Til sölu.” Orðalaginu er þá kannski breytt dálitið, og er ef verið er að selja tvennt á sama stað er það jafnvel auglýst fyrst saman og svo sitt i hvoru lagi. Eitt dæmi er maðurinn sem þurfti að seíja springdýnur og gamalt sófasett. Þaö var endur- tekið fjórum sinnum, undir tveim hausum, eins og sjá má: 2 nýjar springdýnur og einnig 72076 sófasett' UPP‘' 1 sima TIL SÖLU Igamalt sófasett. Uppl. t sima 72076. ,Til sölu : nýjar springdýnur og einnig imalt sófasett. Uppl. I sima 72076. Til sölu 2 nýjar springdýnur og einnig gamalt sófasett. Uppl. i sima 72076. Sömu sögu er að segja um auglýsingu frá Rauðhettu, hún var sett á tvo staði, undir „Fatnaður” og svo aftur undir „Verzlun”. Fleiri auglýsingar eru meðhöndlaðar á þennan hátt. Það var raunar byrjað að auglýsa springdýnurnar i slðustu viku f föstudags og laugardagsblaði. En þrátt fyrir þessa umfangsmiklu söluherferð, voru þær enn óseld- ar I morgun. Vonandi rætist nú úr þvi fyrst auglýsingarnar eru komnar i Visi. NU, nú, það er auðvitað hægt að setja auglýsingamet með þessu móti, og Utaf fyrir sig er það nokkuð eftirsóknarvert. En Iþróttaunnendum þykir áreiðanlega of langt gengið, þegar hann Hallur fær ekki nóg pláss undir iþróttafréttirnar, vegna allra þessara endur- tekninga. -ÓT. Hitaveitan 25% af olíu- kyndingarverði — ef olíuverð hœkkar um 25%, eins og líkur benda til Ef rikisstjórnin samþykkir þær hækkanir, sem Hitaveita Reykja- vikur og borgarráð hafa farið fram á, hækkar hvert tonn af vatni til húsahitunar úr 39 krón- um 36 aurum I 52 krónur og 5 aura, eða um 12 krónur 68 aura hvert tonn. Gunnar Kristinsson, settur hitaveitustjóri i fjarveru Jó- hannesar Zöega, sem nU starfar i Tyrklandi, sagöi, að Hitaveitan hefði sótt um 33% hækkun fyrir mánuði. „Ef við fáum 15% hækkun þeg- ar i stað og 15% fyrsta janúar, jafngildir það 32% heildarhækk- un”, sagði Gunnar. „Þrátt fyrir þetta er heita vatn- iö ódýrara en það var fyrir nokkrum árum”, sagði hann. „Ef miðað er við byggingavisitölu er vatnið ódýrara en það var fyrir 2 til 3 árum”. Gunnar sagði, að kyndingar- kostnaður með hitaveituvatni væri nú 34% af kyndingarkostnaði með oliu. Þá er miðað við oliu- verð eins og það er I dag. Ef hins vegar olia hækkar um 25%, eins og likur benda til, verður hús- hitunarkostnaður með hitaveitu- vatni aðeins 25% til 26% af oliu- kyndingarkostnaði. Gunnar sagði, að Hitaveitan hefði óskað eftir þessari hækkun vegna mikilla hækkana á efni og vinnu. Þar hefði hækkun numið 40% siðustu 11 mánuði. Þá er það einnig kostnaðarauki hjá Hita- veitunni að færa nágrannabyggð- unum heitt vatn. Þessar hita- veituframkvæmdir spara hins vegar hundruð milljóna króna á ári vegna minni oliukaupa. — AG Liðsauki lögregl- unnar í Hafnarfirði 11 STÚLKURí BÆNDASKÓLA Lögreglunni i Hafnarfirði hef- ur nú borist liðsauki við um- feröarstjórn og umferöareftir- lit. Eru það tvær konur, sem ráðnar hafa veriö til að gegna stöðu gangbrautarvarða I Garðahrcppi. Er ekki að efa, að þessi liðs- auki reynist hinn þarfasti, þvi að störf kvennanna hefur lög- reglan þurft að inna af hendi hingað til og hefur það bundið einn og tvo menn mikinn hluta úr degi. Konurnar munu stjórna um- feröinni um gangbrautina frá hálf átta til fimm á daginn og myndina tók Loftur einmitt i morgun, þegar önnur þeirra var að mæta i fyrsta sinn. — HV Bændaskólinn á Hvanneyri verður settur 5. október. Nem- endur I ár verða um áttatiu. Þar af verða 11 stúlkur. Er það óvenjulega mikill fjöidi og bendir til þess að stúlkur muni I æ rikara mæli vinna störf bænda i framtfð- inni. Nú eru 71 nemandi skráður I bændadeild og 8 i búvisindadeild. 1 samtali við skólastjórann, Magnús Jónsson, kom m.a. fram að I vetur muni starfa sérstök deild fyrir þá sem lokið hafa stú- dentsprófi — og starfar hún að- eins seinni önnina. Er þetta fyrir- komulag haft á vegna þess að aldrei fyrr hafa jafn-margir stú- dentar sótt um skólavist viö Bændaskólann á Hvanneyri. Rafmagnsveitur og Reykjavikurborg fó olíupeninga milljarða lón 1 Morgunblaðinu i dag er birt auglýsing þar sem sagt er frá lántökum Rafm agnsveitna rikisins að upphæö 5 milljónir dollara (um 800 m. islenskra króna) og Reykjavikurborgar að fjárhæð 6.5 milljónir dollara (um 1 milljarður isl. króna). Fyrirtækið Smith, Barnley & Co. sá um iántökuna i samráði við Citicorp International Bank og Landsbanka tslands. t samtali við VIsi sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgar- stjóri að þetta væri I annað sinn sem Smith, Barniey & Co. sæju um lántöku fyrir Reykjavikur- borg og hefði þeim tekist i bæði skiptin að útvega hagstæð lán. Lán þetta kvaö Birgir Isleifur eingöngu vera framkvæmdalán ÍUSA sem væri tekið vegna framkvæmda hitaveitunnar. Skuldabréfin voru seld ýms- um fjárfestingar aðilum I Bandarikjunum, og auk þess munu ýmsir aðilar i oliurikinu Abu Dabi hafa keypt bréf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.