Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Miðvikudagur 1. oktúber 1975 S PÆ NSKA i X-FLOKKUM: sem byrja átti 20. okt. hefst strax. Þeir sem ætla að stunda nám í þeim flokkum í vetur (I-IV. fl.) eru beðnir um að mæta til viðtals við kennara sinn, Steinar Árnason miðvikud. 1. okt. kl. 21 í Lindargötu- skóla (í fundarsal). FÖLKSBtLADEKK - VÖRUBÍLADEKK - TRAKTORSDEKK Fyrirliggjandi flestar stærðir af japönskum TOYO hjólbörðum. Einnig mikið úrval af hinum vinsælu HOLLENSKU HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæðu verði. Sendum i pústkröfu. HJÓLBARÐASALAN BORGARTÚNI 24 Slmi 14925. -- Smáauglýsingai' Visis Markaðstorg tækifæranna Vísir auglýsingar Hverfisgötu 44 sími 11660 Amerískar KULDAÚLPUR fyrir börn og fullorðna MITTISÚLPUR fyrir unglinga og fullorðna Verð síðan fyrir gengisfellingu cTMenningarmál Austurbæjarbiú „Skammbyssan” (frönsk- itölsk) Þegar misræmi hljóðs og myndar er áberandi í kvikmyndumog leikurinn auk þess ekki sérlega trú- verðugur, þá hættir manni til að einblína á allt það sem miður fer og gleyma því sem vel er gert. Þannig var um þessa mynd. italina virðist skorta nothæfa leikara i ódýrari myndir sínar og útkoman verður því heldur nötur- leg, jafnvel þótt efnið gefi tilefni til annars. Myndatakan fannst mér skemmtileg á köflum, mynda- vélar italanna eru ekki skrúfað- ar fastar ofan i jörðina, heldur eru þær notaðar til að færa áhorfandann nær þvi sem er að gerast með miklum hreyíingum og tiðum klippingum. Þegar þetta birtist verður sennilega hætt að sýna myndina en hún fjallar i störum dráttum um fangelsisstjúra nokkurn sem lendir i þvi óhappi að hafa i fangelsinu fanga, sem getur reynst „kerfinu” hættulegur. Vondir menn ræna konu hans og segja honum að koma þvi i kring að fanginn sleppi úr fang- elsinu ellegar muni hann ekki þekkja konu sina aftur i sjón. Hann hlýðir eftir árangurslaus- ar tilraunir til að komast að þyi hverjir vilji fangann lausan. Hann heldur eðlilega að það séu vinir fangans sem standa að baki ráninu á konu hans en gerir sér ekki grein fyrir þvi að maðurinn skal út úr fangelsinu til að verða drepinn. Fanginn sleppur og brátt tekst með þeim tveimur sam- vinna til að hafa upp á sam- eiginlegum óvini, sem reynist á endanum vera „kerfið” og end- ar myndin á þvi að fangelsis- stjórinn sýnir „kerfinu” til- hlýðilega virðingu og beygir sig undir aga þess i auðmýkt. Þótt söguþráður sé allur hinn flóknasti er myndin rét þokka- leg afþreying i haustkuldanum. —RJ Fórnarlömb kerfisins Byssuskot sem geigar Þaú er ekki ofsögum sagt af þeim vandkvæðum og erfiðleik- um, sem mætt geta laganna vörðum I starfi. Ekki núg með það að þeir hætti llfi sinu dag- lega I þjúnustu við þjúðfélagið, heldur sæta þeir og ofsúknum og aðkasti og eru hrjáðir á hvern þann máta, sem hugsanlegt er, Yfirfangavörður i itölsku fangelsi er glæpamönnum ekki auðunninn. Slikir menn sinna oftast starfi si'nu af mikilli natni og draga hreinar linur i afstöðu sinni gagnvart glimunni milli góðs og ills. Fáist slikir menn til samstarfs við hin myrkari öfl þjóðfélagsins, hlýtur það að gerast með kúgun og ofbeldi. Á þeim verður að finna veikan punkt, sem hægt er að þrýsta á, svo að undan meiði. Kvikmyndin „Skammbyss- an” fjallar einmitt um tilraunir glæpamanna, til þess að fá fyrirfangavörð i itölsku fangelsi til samstarfs við sig. Þeir hafa skoðað lif hans og fundið veikan punkt — hafa fundið leið til að kúga hann. í upphafi myndarinnar er eiginkonu fangavarðarins rænt af sikileyskum „mafiósos” og honum tilkynnt, að hún verði af- lifuð hið snarasta, geri hann ekki sem fyrir hann er lagt. Eðlilega verður maðurinn ó- kvæða við, en lætur samt, vegna ástar sinnar á eiginkonunni, leiðast til að hjálpa fanga einum til að flýja fangelsið. Þegar I stað hefst hinn æðis- gengilegasti eltingaleikur og KVIKMYNDIR þrasflækja, þar sem fangavörð- urinn er að eltast við glæpa- mennina, glæpamennirnir elta fangavörðinn og ennfremur elta glæpamennirnir aðra glæpa- menn og lögregluyfirvöld elta allt og alla. Gengur eltingaleikur þessi um allar jarðir og allt til Paris- ar, þar sem uppgjör milli allra aöila virðist óumflýjanlegt. Þar ákveður fangavöröurinn loks að leita til lögreglunnar og fá þá sér til aðstoðar, en án árangurs. Þeir vilja ekki óhreinka hendur slnar á máli þessu en benda honum á leið, sem þeir bjóðast til að greiða honum að nokkru leyti. Þeir afhenda honum skammbyssu og senda hann aft- ur út i eltíngaleikinn. Aö sjálfsögðu raknar siðan úr öllu spilinu og það fær farsælan endi fyrir þá, sem með sann- girni geta krafist sanngjams endis. Sigurinn verður þó eng- um sætur.nema þeim.sem ekki komu nærri lausn málsins. Fangaverðinum ógnar svo, að hann grætur, þrátt fyrir að hann hefur endurheimt eiginkonuna og sloppið frá ævintýrinu án þess að glata ærunni. Heldur þykir undirrituðum lltið til myndar þessarar koma. Er þar hvort tveggja, að sögu- þráður hennar er næsta fjar- stæðukenndur, þrátt fyrir að hann er borinn fram af fullri al- vöru, svo og hitt, að meira að segja leikur Olivers Reed er til- þrifalltill. Handrit myndarinnar er greinilega unnið af aðilum, sem ekki hafa til að bera mikið hug- myndaauðgi, enda er myndin öll bragödauf og fátt, sem kryddar hana að nokkru marki. Virðist hvergi hugað að öðru en þvi, hvemig mögulega megi sleppa ódýrást frá gerð kvikmyndar. Virðing framleiðanda fyrir væntanlegum áhorfendum er vægast sagt i lágmarki og myndin getur ekki talist hafa raunverulegt erindi á hvita- tjaldið. Hún er talandi dæmi um það hve hratter hægt að láta ekkert gerast. Leikurinn i myndinni er hvergi yfir meðallagi, i flestum tilvikum fyrir neðan það. Skammbyssuskotið telst þvi geiga og það heldur betur. —HV cTVlenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.