Vísir


Vísir - 03.10.1975, Qupperneq 6

Vísir - 03.10.1975, Qupperneq 6
6 Visir. Föstudagur 3. október 1975 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjórjerl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Umsjón: GP ■ ■ BB INDLAND A KROSSGÖTUM Karpið um vísitöluna Stjórnmálaumræður hér á landi eru óneitanlega hálf broslegar á stundum. Þegar talsmenn stjórn- málaflokkanna og blöð þeirra komast i hár saman er það æði oft jafngildi ágætustu reviu. Eitt gott dæmi þar um er karp Timans og Þjóðviljans að undanförnu um efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar. Timinn hefur þrástagast á þvi i sumar, að núver- andi rikisstjórn fylgi i raun réttri alveg sömu stefnu og vinstri stjórnin. Fullyrðingar af þessu tagi hefur Þjóðviljinn að sjálfsögðu ekki mátt heyra nefndar á nafn án þess að ærast. Menn eiga eðlilega erfitt með að glöggva sig á tilgangi slikra skrifa, þvi að flestir eru á einu máli um, að farið hafi fé betra en vinstri stjórnin. Karp af þessu tagi hefur þó gildi að þvi leyti, að það opnar augu manna fyrir, hversu innantómar stjórnmálaumræður eru oft á tiðum. Eitt af deilu- efnum þessara tveggja flokksblaða hefur verið visi- tölubinding kaupgjalds. Allir stjórnmálaflokkar hafa staðið að afnámi visitölugreiðslna á kaup eða frestun á greiðslu kaupgjaldsvisitölu eins og það hefur stundum verið nefnt. Þegar flokkar eru i stjórnarandstöðu mega þeir hins vegar ekki heyra aðgerðir af þessu tagi nefndar á nafn. Visitöluuppbætur á kaupgjald hafa ekki verið greiddar siðan vorið 1974 fyrir utan láglaunaupp- bæturnar. Það visitölukerfi, sem við höfum búið við og gilt hefur samkvæmt samningum aðila vinnu- markaðarins, er hluti af þvi sjálfvirka verðbólgu- kerfi sem hér hefur verið við lýði. Þetta er miklu mun viðtækara kerfi en þekkist viðast hvar annárs staðar. 1 hvert skipti sem harðnað hefur á dalnum i efna- hagsmálum hefur reynst óhjákvæmilegt að nema það úr gildi með löggjöf. Allir stjórnmálaflokkar hafa komist i þá aðstöðu að þurfa að bera ábyrgð á lagasetningu um þetta efni. Þegar mest hefur á reynt hefur ævinlega komið i ljós, að þetta visitölu- kerfi er ónothæft eins og það er úr garði gert. Það hefur þvi ekki verið sú trygging sem af er látið. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd hefur aldrei verið léð máls á þvi i fullri alvöru að breyta þess- um reglum. Það þjónar engum tilgangi að semja um reglur, sem ekki er unnt að framfylgja og allir hlutaðeigandi aðilar hafa i verki viðurkennt að sé ó- gerningur. Þjóðviljinn hefur svarað frýjunarorðum Timans með þvi að halda fram, að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hafi aðeins samþykkt visitölubannið af illri nauðsyn. Sök núverandi stjórnvalda sé hins vegar sú að hafa samþykkt þetta með köldu blóði. Meðan stjórnmálaumræður eru barnalegt stagl af þessu tagi er varla að vænta umbóta, hvorki á þessu sviði né öðrum. Vitaskuld yrði það launþegum til hagsbóta, ef unnt reyndist að ná samkomulagi um visitölureglur sem ekki þyrfti óhjákvæmilega að taka úr sambandi i hvert sinn er á reynir. Stjórnmálamenn og forystumenn hagsmunasam- taka virðast á hinn bóginn telja vænlegra á at- kvæðaveiðum sinum að halda áfram uppteknum hætti. Hér skortir stjórnmálaflokkana þor eða afl til þess að horfast i augu við staðreyndir og vinna að nauðsynlegum breytingum. SÁRINDUM hefur valdið á Indlandi að stjórn Bret- lands skyldi aflýsa heim- sókn Karls prins þangað austur. Lét sendiráðherra Indlands það nýverið í Ijós á blaðamannafundi f London. Astæðan er vafalaust sú hve Indlandsstjórn snerist skyndi- lega til einræðis á siðastliðnu sumri. En siðan ritskoðun var komið á hafa breskir blaða- menn ekki fengist til að starfa þar. Sendiráðherrann kom i máli sinu einnig að þessu atriði og kvaðst ekki skilja þvi breskir blaðamenn treystust ekki til að starfa við þau skilyrði sem koll- egar þeirra frá mörgum öðrum löndum létu sér fyllilega lynda. Hann gat þess einnig að iinað hefði verið á ritskoðun þótt hann léti undir höfuð leggjast að taka fram i hverju það væri fólgið. Ekki leikur á tveim tungum að Indland stendur nú á kross- götum, og viðbrögð bresku stjórnarinnar og breskra blaða- manna eru glöggur vottur um að ekki er séð hver leiðin verður fyrir valinu. Er stærsta lýðræðisriki heims kannski hætt við lýðræði? Kostir Indiru Völd sin i Congressflokknum á Indira Gandhi forsætisráðherra þvi að þakka að hún er öðrum snjallari i refskák stjórnmál- anna, og lýðhylli hennar stafar af öðru en þvi að hún sé happa- sæll þjóðarleíðtogi, þótt enginn dómur skuli lagður á það hér útaf fyrir sig. Hún hefur einsog faðir hennar einstakt lag á að ná til þeirra sem hvorki eru læsir né skrifandi (sem munu vera um 60% þjóðarinnar), hún er dóttir Nehrús og ber sama nafn og mahatma Gandhi vegna giftingar sinnar, hún er mjúk- mál og óspör á fögur fyrirheit, og hefur til að bera mikla ró og þrek á hættustund. 1 annan stað var hún svo séð aö velja sér kúna, hið volduga helgitákn heimsmóðurdýrkunarinnar, að kosningamerki, en á Indlandi er kosið eftir flokksmerki en ekki listabókstaf vegna ólæsis almúgans. Spilling Það er ekkert sældarbrauð að stjórna Indlandi.Sá sem til þess Sigvaldi Hjólmarsson Þartil I sumar var Indland með frjálsustu löndum. En verður þaö hlutskipti ungu kynslóöarinnar að eiga sifellt yfir höföi sér afskipti hers og lögreglu? velst hlýtur að verða fyrir mik- illi gagnrýni ef gagnrýni er á annað borð leyfð. Þóað Indira lægi undir ámæli fyrir vanefnd kosningaloforð var hitt þó lak- ara að henni var borið á brýn að halda verndarhendi yfir mikilli spillingu i embættisfærslu. Hún er sökuð um að láta ráðherrum sinum og vildarmönnum hald- ast uppi að raka saman fé með vafasömum aðferðum, láta safna i sjóði flokks sins með svipuðum hætti og ala upp með- al yngri manna flokksins hópa sem liðið er að hleypa upp flokksstarfi annarra flokka, jafnvel fylla sali þeirra fyrir- fram. Framanaf ári sjötiu og fjögur var þessi gagnrýni orðin hávær, og þá fannst hinu aldna göfug- menni, Jaya Prakash Narayan, arftaka mahatma Gandhis, sem við svo búið mætti ekki lengur standa. Hann hóf baráttu gegn spillingu og i þvi augnamiði stofnaði hann samtök I mai i fyrra sem fjölluðu um stjórnmál og stjórnmálamenn, en skyldu þó ekki verða stjórnmálaflokk- ur. Nú sá stjórnarandstaðan sér leik á borði að færa baráttu sina meira yfir á hið móralska svið. Það gerðist lika á þvi ári að jafnaðarmannaflokkarnir tveir voru sameinaðir undir forustu dugandi verkalýðsforingja, Fernandes, frá Goa. Og greini- legt var að átökin i þinginu mundu harðna. Congressmenn báru stjórnar- andstöðunni á brýn að hún reyndi aðeins að koma óorði á stjórnina sem gæti skaðað land- ið stórlega útávið en sinntu litt um aðkallandi vanda. En stjórnarandstaðan varði sig með þvi að stjórnin yrði fyrst að hreinsa til i eigin herbúðum, það væri ekki nóg að hafa stóran meirihluta á þingi (bæði i Lok Sabha og Rajya Sabha), menn- irnir sem þennan mikla meiri- hluta skipuðu yrðu að njóta trausts. Svindlmól Um þetta leyti komst stjórnarandstaðan yfir lög- regluskýrslur um mikið svindl- mál þarsem Congressþingmað- ur, Túlmóhan Ram frá Pondicherry átti i hlut, og inni það dróst Mishra járnbrautar- málaráðherra sem var við- skiptaráðherra, en hafði auk þess á hendi það verk að safna fé i flokkssjóð Congress. Um haustið sjötiu og fjögur var mikil herferð hafin gegn smygli eiginlega i ógáti. Og mikið reyndist smyglið: heil þorp lögðust i auðn i Gujarat, allir flúðu af ótta við málarekst- ur, og nokkur fyrirtæki bæði i Dubai og Hpnkong fóru á haus- mn! Það bætti gráu oná svart fyrir Congress að nokkrir framá- menn þeirra voru bendlaðir við smyglgróðann. Eftir mikið þref tókst að sanna sök á Mishra. Það var um áramót. En þá er honum ráðinn bani. Og illar tungur sögðu að enginn hefði grætt á dauða hans nema Congress- forustan. Hann hefði átt að vikja sakir afbrota sinna, en þá segja hinar illu túngur að hann hafi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.