Vísir - 03.10.1975, Síða 8

Vísir - 03.10.1975, Síða 8
8 Vísir. Föstudagur 3. október 1975 Mik Magnússon skrifar fró London: Lygunum sannleikanum er og hálfum ós varað Mik Magnússon, eins og hann kallarsig nú, er fslendingum aö góöu kunnur. t nokkur ár flutti hann fréttir á ensku i Rikisút- varpinu, en sá þáttur var eink- um ætlaöur erlendum ferða- mönnum. Mik býr nú I London ásamt ís- lenskri konu sinni og tveimur dætrum. Hann réöist sem fréttamaður til breska útvarps- ins BBC. og gegnir þar starfi deildar-fréttastjóra. Mik kom til islands fyrir nokkrum vikum til að fylgjast meö fundi íslenskra og breskra ráöamanna um landhelgismál- ið. Þá varö aö samkomulagi, aö hann skrifaði greinar fyrir Visi. Væntanlega skrifar Mik viku- lega fyrirblaöið. Hann mun sér- stakiega fjalla um málefni, er snerta sameiginleg málefni is- lendinga og breta. Cinnig skrif- ar hann um bresk málefni. t dag birtist fyrsta grein Miks Magnússonar. t henni fjallr hannum frásagnir breskra fjöl- miðla um landhelgism álið. Greinarnar skrifar Mik á ensku og birtast þær i þýöingu Visis. — Frásagnir breskra fjölmiðla og landhelgisdeilan Eftir þvi sem 13. nóvember nálgast (þá rennur út samning- ur islendinga og breta um veiði- heimildir i islenskri landhelgi) veröur það æ ljósara, að við megum vænta nýs þorskastriðs. Atökin verða kannski ekki eins hörð og i átökunum fyrir tveimur árum. Þau munu samt sem áður valda ólgu i útgerðar- bæjunum i Humberside og Fleetwood. En ákveði breska þingið, að senda herskip. á íslandsmið, verður það gert vegna skrifa bresku blaðanna. Útfærsla landhelginnar i 200 milur er nú ákveðin aðeins þremur árum eftir 50 milna útfærsluna og að þessu sinni er almenningsálitið i Evrópu ekki islendingum i hag. Um það hafa bresku blöðin séð. Blöðin og almenningur segja, að Hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna verði haldið áfram á næsta ári og hvers vegna geta islendingar ekki beöið? Blöðin segja að islendingar hafi gert öðrum þjóðum erfitt fyrir um að ná samkomulagi um verndunfiskistofna með einhliða ákvörðun sinni. Þau benda á, að fslendingar vilji ekki fallast á „kvóta” skiptingu við sildveiðar i Norðursjó og útaf vesturströnd Skotlands. Þau spyrja ennfremur hvers vegna islendingar geti ekki beð- ið i eitt ár enn með sínar nýju reglur, einkum þegar haft er i huga sivaxandi atvinnuleysi i Evrópu. Þrýstingur og ónákvœmni i öllum frásögnum af land- Úrklippa úr þvi virta, breska blaöi Guardian 16. júli 1975. Hér kalla þeir forsætisráöherra okkar „herre Bjarnesen”. Greinarhöfundur, Mik Magnússon (t.h.) og Gisli Gestsson, kvikmyndatökumaöur, um borð i varö- skipinu óöni. Þar voru þeir aö vinna aö sjónvarpsefni fyrir BBC i júnf 1973 þegar siöasta þorskastriö stóö sem hæst. Ljósm. Visis, Bragi. helgisdeilunni, hefur ekki örlað á samúð með islenskum mál- stað i breskum blöðum. Þau hafa aðeins hlustað á breska stjórnmálamenn. Þegar islend- ingar hafa bent á ástæðurnar fyrir útfærslunni, hefur málflutningi þeirra enginn gaumur verið gefinn. „Atvinnuleysi i Humberside og Lancashire, — tveimur aðal- fiskiðnaðarsvæðum landsins, — er mikið. Ef islendingar skera niður aflahlut breta við Island, þá verður atvinnuástand á þessum svæðum mjög slæmt”. Þetta er sú mynd sem dagblöð- in, „Times” og „Guardian” i London, draga upp. En auk einhliða og stundum brenglaðra frásagna, kemur stundum annað enn verra, — fá- fræði. Venjulegur blaðamaður i Bretlandi veit lítið eða ekkert um fiskiðnað. Hann leitar þvi upplýsinga, þar sem hann telur þær bestar, i „virtum” frétta- dálkum og hjá stórnmálamönn- um frá fiskiðnaðarbæjunum. Við vitum hvað þeir segja 011 vitum við hvað stjórn- málamennirnir eru liklegir til að segja. Þeir leggja állir áherslu á eigin málstað. En mestan vanda skapa óáreiðan- legar fréttir, sem blaðamenn hirða hér og þar. Tökum sem dæmi „Times of London”. 1 Bretlandi hefur blaðið orð á sér fyrir að halda jafnvægi i fréttáskrifum og fyrir óhlutdrægni. Allir, einnig blaða- menn, trúa hverju orði sem blaðið segir. Umsagnir þess eru oft hafðar eftir i sjónvarpi, þar eð blaðið er talið „heimild” i öllu er snertir iðnað og stjórn- mál. Hvernig virða þeir sannleikann? A þessu ári hefur sannleikur- inn ekki alltaf verið sagna best- ur hjá „Times”. Ronald Kars- haw skrifaði i „Times” 24. febrúar, og sakaði ísland um slæmt ástand i breska fiskiðn- aðinum. Hann sagði, að það hefði orðið „veruleg aukning” á innflutningi á verðlágum fisk- flökum frá tslandi. íslendingar væru i raun og veru að „undir- Horfst í augu viö breska hermenn I þorska bjóða” sjálfa sig á breskum markaði. Ekkert var fjær sannleikan- um. Þegar ég skrifaði og benti á þetta (ásamt tölum, sem sönn- uðu að Island hefði selt minna en ekki meira til Bretlands) þá kusu þeir að virða bréf mitt að vettugi og birtu enga leiðrétt- ingu. Breskir fjölmiðlar gerðu siðan frásögn „Times” að sinni, og sögðu að islendngar væru að eyðileggja breskan fiskiðnað. 8. september, skömmu áður en Roy Hattersley kom til Reykjavikur, skrifaði sami höf- undur i „Times” og sagði, að is- lendingar hefðu einhliða ákveð- ið að f æra landhelgi sina út i 200 milur og að sú útfærsla tæki gildi 15. september!!!!! Allir is- lendingar vita hve rangt þetta er en enginn í Bretlandi tók eftir þessu. — En nóg um sannleiks- ást „Times”. önnur virt bresk blöð eru jafn slæm. Til dæmis heldur „Guardian” þvi fram, að for- sætisráðherra tslands sé Mr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.