Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 2
vfentsm: Hefurðu trú á almennri þátttöku i kvennafriinu? Kristján Guölausson, kennari: Ég vona að það verði almenn þátttaka. Og mér finnst að verka- fólk ætti almennt að taka undir kröfu konunnar um laun og jafn- rétti. Sigriður Björnsdóttir, hjúkrunar- nemi: Ég veit það ekki. Ég efast um að hún verði almenn Sjálf er ég hjúkrunarnemi. Þetta hefur komið til umræðu i nemenda- félaginu en engin niðurstaða fengist enn. Jóhann Jónsson, húsasmiöur: Já, ég trúi þvi. Ég held, að ástandið verði ekki svo slæmt hér, þó allar konur fari i fri. Guörún Andrésdóttir, gjaldkeri: Nei, þvi trúi ég ekki. Mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér hér uppi á Islandi. Viö töpum forréttind- um með þessu Hins vegar er ég fylgjandí iaunakröfum Björgvin Gislason, nemi: Ég hef trú á þvi, já. Ég er m jög fylgjandi þessu og veit um nokkrar konur sem ætla að taka þátt i þessu. Lilja Magnúsdóttir nemi: Já, ég held það. Ég er nemandi og efast þvi að ég taki þátt I þessu, en ég er þessu mjög fylgjandi. LESENDUR HAFA ORÐIÐ ÞJOFUR, SKILAÐU SKILRÍKJUNUM! Ó.E. liringdi: Föstudagskvöldið 3. október var fatlaðri konu, sem þarf að vera i hjólastól, boðið i Alþýðu- húskjallarann til að eiga þar ánægjulega kvöldstund með kunningjum sinum. Ánægjan varð þó heldur endaslepp, þvi -w m f hún varð fyrir þvi að veski hennar var stolið af borðinu sem hún sat við en þvi miður sá hún ekki hver það gerði. Þjófurinn notaði tækifærið meðan hún sneri sér i aðra átt, og var hann horfinn á braut með fenginn áð- ur en hún áttaði sig á tiltæki hans. I veskinu voru ekki miklir fjármunir en skilriki og önnur gögn sem bagalegt er fyrir kon- una að missa. Það eru þvi til- mæli til þess er þennan lúalega verknað framdi, að hann sjái að minnsta kosti sóma sinn i þvi að koma skilrikjunum til konunnar aftur. Þeim má skila til Sjálfs- bjargar i Hátúni 10 eða á ein- hvern stað þar sem öruggt er að þau finnist. Ég vil ekki ís með hárum R.A. hringdi: Ég er einn af þeim sem þykir góður is. Þess vegna kem ég iðulega inn I Isbúðir en ég er alls ekki nógu ánægður með þrifnað- inn i þessum verslunum. Mér finnst hann nánast fyrir neðan allar hellur. Um daginn t.d. kom ég inn i eina isbúð og fékk þar i kaupbæti saman við Isinn hár af einni afgreiðsludömunni. Ég er ekki hrifinn af þessu. Mér finnst að afgreiðslu- dömurnar ættu að vera I hvltum sloppum og með kappa eða eitt- hvað á höfðinu, til þess að koma i veg fyrir svona nokkuð. Ég vil þó taka fram að isbúðin I Lækjargötu átta er undanskilin þessari gagnrýni, þvi þar ei mjög þrifalegt. FLEIRI FAI GLAÐNING FRÁ GETRAUNUM Sig. Magnússon, skrifar: Ilafnarl'iröi, Þar sem svo viröist sem get- raunastarfsemin sé smátt og smátt aö koðna niður, dettur mér i hug hvort ekki væri hægt aö hressa upp á hana meö eftir- farandi fyrirkomuiagi: Reglugerð Getrauna yrði breytt þannig, að i staðinn fyrir að veita aðeins 1. og 2. vinning, yrði þeim 3. bætt við. Erlendis er sá háttur hafður á og mig minnir að svo hafi verið þegar fyrri getraunatarfsemin var i gangi hér á landi fyrir um tveim áratugum. Sting ég upp á aðef þetta fyrirkomulag yrði tekið upp, yrði greitt 50% vinnings- upphæöarinnar i 1. vinning, 30% i 2. v. og 20% i 3. vinning. Að sjálfsögðu mætti búast við þvi, að oft yrðu það margir i 3. flokknum, að upphæð hvers myndi verða undir 1.000 kr., en það er lágmarksupphæð sú, sem Getraunir greiða. En það er til einfalt ráð við þvi': Draga úr þeim seðlum, sem hefðu rétt til 3. vinnings þannig að þeir sem hefðu 9, já jafnvel 8 rétta hefðu möguleika á vinningi. Það er trú min að þetta yrði til að auka veltuna verulega. Það er staðreynd að fjöldi fólks, sem hefur spilað i Getraununum árum saman og aldrei hlotið vinning, er orðið þreytt á þátt- tökunni og hefur hætt. En þarna aukast vinningsmöguleikar mjög, þvi oft er það aðeins herslumunurinn, sem vantar hjá fólki. Fyrir hinn almenna „tippara” sem aðeins skilar 2-4 röðum,eryfirleitterfitt aðfá 12, 11 eða 10 rétta, enda sér maður það á vinningaskrá Getrauna, að það eru einkum þeir sem nota „kerfi” eða margar raðir sem vinna (seðilnúmer yfir 30000). En þannig spilar fólk ekki almennt og með núverandi fyrirkomulagi eru vinnings- möguleikar þess þvi hverfandi. Ef gert er ráð fyrir sölu fyrir 1 milljón kr. til jafnaðar vikulega (þ.e. vinningsupph. 500 þús) færu 100 þús. i 3. vinning (eftir minni tillögu), sem gæti þýtt að allt að 100 manns fengju óvæntan glaðning frá Getraun- um. Myndi þetta ekki hvetja fólk til þátttöku? Ég held það. Að visu er eitt vandamál þarna, ef til útdráttar kæmi. Sami seðill gæti verið með fleiri en eina rétta röð, og ætti þvi eigand hans að hafa rétt á að hver rðett röð kæmi til útdráttar. En það hlyti að vera hægt að leysa, t.d. með þvi að starfsfólk Getrauna útbvggi sérstakan seðil iyrir hverja rétta aukaröð hjá sama manni, þannig að allar hans réttu raðir kæmu til útdráttar. Eða einfaldlega að hafa þann háttinn á, að komi seðill með fleiri en einni röð til 3. vinnings, falli vinningur á hverja rétta röð seðlilsins. Gæti slikt fyrir- komulag jafnvel hvatt fólk til að kaupa 8 raða seðil. Ef þetta yrði tekið upp gefur það^uga leið, að ef i 2. vinn. kæmu það margar raðir, að hver vinningur yrði undir lág- marksupphæð (1000 kr) yrði aö skerða 3. vinning, þannig að allir rétthafar til2.v.fengu lág- marksupphæðina, en eftir- stöðvar siðan dregnar út i 3. v. Að lokum þetta: Mér finnst það fyrirkomulag, sem nú er i gildi, að fella niður 2. vinning og bæta honum við 1. v., ef svo ber undir, alveg fráleitt. Þvi þyrfti að breyta, þótt ekki væri annað og gæti þá útdráttarfyrirkomu- lagi gilt þar. Gaman væri að fá álit manna á þessum tillögum minum. [hornklofi] Ef menn blaðra nógu mikiö, þá endar það fyrr eða siðar meö þvi að einhver sannleiksorð eru sögð. Og meira að segja Timinn er ekki undan- þeginn þessari meginreglu. Þórarinn skrifaði fyrir stuttu langan leiðara um kosti kaup- félaga, en taldi þó rétt að hnýta svolitið i Kron, enda er það ein- læg sannfæring Þórarins, að kaupfélög eigi þvi aðeins rétt á sér, að þaii séu undir stjórn framsóknarmanna. Þess vegna benti Þórarinn á, að i Reykjavfk hafi Kron ekki tekist að ná nein- um framgangi i verslun i sam- keppni við kaupmenn. Þetta er alveg rétt hjá Þór- arni. En hvað sannar nú þessi staðreynd? Það eitt, að i heiðar- legri samkeppni milli neytenda, hefur kaupfélagiö siður en svo nokkuö fram yfir kaupmanninn. Aðeins I skjóli einokunar á vinnslu framleiðslunnar tekst kaupfélögum að drottna yfir versluninni. En það er heldur ekki neinn vandi að vera stór kall, ef enginn fær að reyna sig á móti. Þingmennska Eysteins greidd Fyrir rúmlega fjörutiu árum var ungur, litið eitt rangsýnn skattstjóri, sem þurfti að fá ör- uggt þingsæti. Hann var að austan. Og meö þvi að Jónasi frá Hriflu þótti: „þröngur hugs- unarháttur hans hæfa vei erfið- um fjárhag rikisins”, svo aö vitnað sé til orða Jónasar sjálfs, þá fékk hann vin sinn Þorstein heitinn kaupfélagsstjóra á Reyðarfiröi til þess að standa upp fyrir skattstjóranum. Ey- steinn Jónsson komst til mestu mannvirðinga og sat á þingi i yfir 40 ár. Jónas frá Hriflu hafði á sinum tima lofað Þorsteini, að Fram- sóknarflokkurinn myndi greiða vel fyrir þingsætið, — Þorsteini og/eða afkomendum hans. Sið- an var Jónasi sparkaö og Hermann fór og einnig Eysteinn, en skuldin við kaup- félag Reyðarfjarðar var ósnert og hlóð á sig vöxtum. Um það leyti sem Ólafur Jó- hannesson tók við dómsmála- ráðherraembætti, þótti rétt að gjaldfella skuldina. ólafur hefur sveist við að borga og borgaö drjúgt. Nú er sagt að Ingvar Björnsson, bæjarlögmað- ur i Hafnarfirði, sé umsækjandi um embælti sýslumannsins i Suður-Múlasýslu og Bæjarfó- getans á Eskifirði. ólafur hefur I hyggju að veita honum emb- ættið, og eru þá allir löglærðir afkomendur og tengdamenn Þorsteins heítins á Reyðarfirði orðnir sýslumenn eða dómarar, þá verður þingmennska Ey- steins greidd að fullu. Þeir hafa ekkert vit á flugi Fyrir nokkru skipaði Ólaf- ur Jóhannesson nefnd til þess að fjalla um endurbætur á landhelgisgæslunni, þ.e. rekstri hennar. Þessi nefnd skilaöi m.a. áliti um að óráðlegt væri að kaupa stóra Fokkervél handa nafna minum, heldur nægði minni vél frá Bandarikjunum. Nafni hefur hins vegar tröllatrú á Fokkervélunum, enda þær frægastar allra véla úr fyrra- striði, farkostur rauða baróns- ins og Udets flugkappa, og varð sjónarmiö hans eðlilega ofan á. En blaöamenn hafa tekið upp á þeim fjanda nýlega aö gagn- rýna ýmsa hluti án tillits til flokka, þ.á.m. flugvélakaup nafna mins. En hann á sér vin-i Ólafi Jóhannessyni. Sá siðar- nefndi flutti ræðu hjá fram- sóknarmönnum um daginn, og ræddi m.a. þessi flugvélakaup. Þar lýsti ráðherrann þvi yfir, að hvorki hann sjálfur, né nokkur nefridarmanna hefði hundsvit á flugmálum. Hins vegar vildi hann flugmönnum landhelgis- gæslunnar allt hið besta i heim- inum og ef Pétri Sigurðssyni þætti rétt að kaupa stóra vél frekar en litla vél, þá léti hann Ólafur kaupa stóra vél. Nú er það út af fyrir sig ekki óeðlilegt að Ólafur Jóhannesson vilji veg landhelgisgæslunnar sem mestan. En heföi þá ekki verið skynsamlegra að skipa þá menn i nefndina, sem gátu fjall- að um málin af þekkingu, a.m.k. að dómi ráðherrans? Eöa er ráðherrann þeirrar skoðunar, að allar nefndir hans eigi að vera skipaðar mönnum án þekkingar á málefnunum til þess að hann geti alltaf hunsað álit þeirra, ef þær fara gegn viti hans? ,,Vi alene vide” var orðtak danakonungs eins. Hann var að þvi leytinu samkvæmari sjálf- um sér en Ólafur að hann skipaöi enga menn i nefndir, en stjórnaði öllu sjálfur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.