Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Miðvikudagur 8. október 1975. — Tekjuskattur til ríkis og sveitar- félaga eru sérskattur á þá, er vinna í þjónustu annarra — Skattaeftirlit er ekki slœlegra hér en í nágrannalöndunum. Myndin er frá skattstofunni Tekjuskattur -sérskattur á launþega neilan um það hvort skattar til hins opinbera cigi að vera beinir eða i mynd tekju- og eignaskatta, eða óbeinir, þ.e. iagðir á neysluvarning og önnur gæði er þau ganga kaupum og söium, hefir nú um aldar skeið eða lengur verið ofarlega á baugi i umræðum um stjórnmál og efnahagsmál i öllum iðn- væddum löndum. Hafa marg- vlsleg rök verið færð fram með og móti þessum mismunandi skattlagningaraðferðum af hálfu stjórnmálamanna, hag- fræðinga og verklýðsleiðtoga er orðið hafa að láta þessi mál til sin taka. Margt hefur þar verið skynsamlega sagt, en ekki verð- ur sú saga rakin hér, þar sem sá hængur hefir verið á i öllu þvi pappírsflóði, sem heigað hefir verið umræðum um þetta, að mest af þvi, sem sagt hefir verið er utan við það sem ætti að vera kjarni málsins. Það hefir nú sið- ustu daga vakið talsverða og verðskuldaða athygli að all- margir skattgreiðendur i Bol- ungarvik úr röðum launafólks hafa beint um það áskorun til stjórnvalda, að ráðin verði taf- arlaust bót á þvl óviðunandi ranglæti I skattaálagningu gagnvart launafólki sem að þeirra dómi hefir átt sér stað. Hefir þetta fengið undirtektir almennings I Borgarnesi og Hveragerði auk þess sem Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar hefir gert ályktun i sömu átt. Þótt það sé engin nýjung að skattalöggjöfin sé gagnrýnd, væri þetta skörulega frumkvæði Bolvíkinganna ekki til einskis, ef það leiddi til þess, að vissar mikilvægar hliðar þessa máls, sem hingað- til hefir verið litill gaumur gefinn yrðu dregnar fram i dagsljósið, þannig að leitt gæti til úrbóta á þvi ranglæti i skattaálagningunni sem ég er sammála Bolvikingunum og flytjendum þeirra um, að nú á sér stað, þó að það sé annað mál eins og koma mun fram á þvi, sem hér fer á eftir, að það er viðar en hér á landi, sem pottur er brotinn i þessum efnum. Afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar til beinna og óbeinna skatta Um s.l. aldamót var það trú- arjátning verkalýðshreyfingar- innar i Evrópu, að beinir skatt- ar — og þá sér i lagi stighækk- andi tekju- og eignaskattar — væru verkalýðnum hagstæðari en óbeinir skattar. Hefir þessi afstaða jafnvel verið rakin til kommúnistaávarps þeirra Marx og Engels frá 1848. Miðað við aðstæður á þeim tima var slik afstaða lika i samræmi við hagsmuni verkafólks. þegar alþýða manna var varla læs eða skrifandi urðu tekjuskattar varla innheimtir af öðrum en svokölluðum „betri borgurum”, þ.e. fyrst og fremst atvinnurek- endum og embættismönnum. Þá var sú tækni ekki komin til sögunnar að láta atvinnurek- endur draga skattana frá kaupi. Vegna almennrar fátæktar var framleiðsla „lúxus” vöru svo litill hluti þjóðarframleiðslunn- ar að óbeinir skattar hlutu fyrst og fremst að verða lagðir á nauðsynjavöru ef þeir áttu að skila þvi opinbera tekjum sem eitthvað munaði um. Þessi afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar til skattamála hefur reynst furðulega lifseig, þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður frá þvi að hún upphaflega var mót- uð og hefir hún eðlilega haft áhrif á stefnu stjórnmálaflokka sem einkum leita sér fylgis meðal verkafólks i skattamál- um-. Hér á landi hefur þetta m.a. komið fram i þvi að þeirri meg- in reglu hefir verið fylgt við út- reikning kaupgjaldsvisitölu, að óbeinir skattar reiknast inn i hana að fullu en beinir skattar ekki. Hefir þetta auðvitað hvatt stjórnvöld til þess að velja beina skatta frekar en óbeina sem skattstofna. í nágranna- löndum okkar hefir þó orðið veruleg breyting i þessu efni á siðustu árum og er áhrifa þess tekið að gæta hér á landi, þannig að vaxandi skilningur er á þvi innan launþegasamtakanna að sú stefna i skattamálum sem þau áður hafa fylgt þjónar ekki hagsmunum þeirra sem fyrr vegna breyttra aðstæðna. Kom þetta m.a. fram i jákvæðri af- stöðu launþegasamtakanna til lækkunar beinna skatta en nokkurrar hækkunar óbeinna skatta i staðinn vorið 1974, þótt þær breytingar gætu að visu ekki talist róttækar. Hversu umfangs- mikil eru skattsvikin? Það er vissulega ekki nein ný uppgötvun, hvorki hjá Bolvik- ingum eða öðrum, sem kvarta um rangláta skattaálagningu, að þvi er mjög ábótavant, að tekjur teljist að fullu fram til skatts. En hvað mikið kveður að sliku, og hvað er hægt að gera til úrbóta? Sú aðferð hefir i seinni tið einkum verið notuð til þess að gera sér grefh fyrir þessu, að bera saman þjóðartekjurnar gerðar upp á grundvelli upplýs- inga um magn og verðmæti þjóðarframleiðslunnar annars vegar og skattframtala hins vegar. Sá samanburður hefir verið gerður hér á landi, og samkvæmt þeim upplýsingum, sem mér eru um þetta kunnar, skakkar hér 10-11%, sem skatt- framtölin eru lægri en þjóð- hagsreikningstölurnar. Þótt hafa beri hugfast við slikan samanburð að við mat tekna til skatts er ekki fylgt nákvæmlega sömu reglum og við mat verð- mætis þjóðarframleiðslu i þjóð- hagsreikningum, auk þess sem niðurstöður.þjóðhagsreikning- anna verða aldrei fullkomlega áreiðanlegar, þá ætti hér þó að vera um nothæfan,grófan mæli- kvarða að ræða á það, hversu miklu skattsvikin nema fyrir þjóðarbúið i heild. Gera má ráð fyrir að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika nemi þó meiru en þessu, þar sem liklegt er að það séu einkum tekjur er lenda myndu i háum skattstiga sem stungið er undan. Á sl. sumri gátu fjölmiðlar um það, að niðurstaða samsvarandi athug- unar i Noregi hefði leitt i ljós ná- kvæmlega það sama, að 10-11% þjóðartekna væru dregnar und- an skatti. En hverjir eru það sem koma tekjum sinum þannig undan skatti? Mér vitanlega hefir eng- in tilraun verið gerð til þess hér á landi að kanna það. En i bók eftir norskan hagfræðing, pró- fessur Leif Johansen, sem lögð hefir verið til grundvallar kennslu.I fjármálafræði (offent lig ökonomikk) í seinni hluta viðskiptafræði við Háskóla Is- lands, er vitnað i athugun sem norska hagstofan hefir gert varðandi þetta (Johansen, Off- entlig ökonimikk bls. 202). Nið- urstaða hennar er sú, að tekjur launafólks teljist jafnan fram að fuilu, og sama máli gegni um allar tekjur af fiskveiðum, en i öllum öðrum atvinnugreinum sé þvi mjög ábótavant að tekjur þeirra, er stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur teljist fram. 1 at- hugasemdum norsku hagstof- unnar er þó tekið fram, að mun- urinn á niðurstöðum þjóðhags- reikninganna og skattframtal- anna skýrist að nokkru af þvi að meiri vafi sé á þvi hvernig meta skuli tekjur af atvinnurekstri til skatta en þegar um launatekjur er að ræða og slik vafaatriði séu jafnan af skattayfirvöldum úr- skurðuð skattgreiðanda i vil. Verður skattsvikum útrýmt? Hér er komið að þvi atriði, er ég einkum hafði i huga er ég i upphafi minntist á það, að deil- an um það, hvort skattar ættu að vera beinir eða óbeinir hefði að verulegu leyti snúist um at- riði, sem væru utan við kjarna málsins. Það hefic nefnilega alltaf verið byggt á 'þeirri for- sendu að allar tekjur teljist fram, eða ef svo sé ekki, sem alhr vita að er ekki, þá sé þar aðéins um að kenna sleifaralagi af hálfu skattayfirvalda. Laun- þegasamtökin hafa vissulega fyrir löngu gert sér ljóst, að hér er pottur brotinn, en i öllum ályktunum, sem þau gera um þetta efni er klykkt út með þvi, að skora á stjórnvöld að herða á skattaeftirliti og þar við látið sitja. Þeirrar mikilvægu spurning- ar hvort hið fullkomna skatta- eftirlit sé framkvæmanlegt hef- ir aldrei verið spurt i neinu þvi sem ég hefi heyrt eða séð um þessi mál rætt eða ritað. Við skulum þvl lita nokkru nánar á þetta. Telja má vist að það sama eigi við hér á landi og i Noregi að tekjur launþega teljist jafnan fram að fullu. Skattayfirvöld hafa nefnilega það kverkatak á launafólki, hvað framtöl þess varðar, að launin eru gefin upp af atvinnurekendum þess. Ef atvinnurekandi gefur ekki upp það kaup sem hann hefur greitt, kemur það fram i auknum ágóða hans, þannig að hann yrði sjálfur að greiða skatt af þvi kaupi, sem hann gefur ekki upp. Aðeins þeir, sem sjálfstæðan at-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.