Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Miðvikudagur 8. október 1975 — 228. tbl. Fá Reykvíkingar Akur- eyrarmjólk í vetur? — sjá baksíðu Spönsk lögregla lumbraði á íslenskum ferðamönnum Fjórir íslenskir ferðamenn voru illa leiknir af spænsku lög- reglunni fyrir skömmu. Voru þeir bláir og blóðugir eftir við- ureignina og með marbletti eftir kyifuhögg á baki og viðar um líkamann. Ekki var það að ástæðulausu sem lögreglan hafði afskipti af þeim. beir voru allir við skál og munu hafa gert sér að leik að fella um koll mann sem ók i mesta sakleysi framhjá þeim á bifhjóli. Manninum tókst að staulast á fætur og komast i burt, en skömmu siðar voru félagarnir umkringdir lögregluþjónum sem höfðu enga formála heldur réðust að þeim með kylfur á lofti. Eftir barsmiðina mun þó hafa tekist að ná sáttum að svo miklu leyti að ekki var þeim stungið i svartholið. —ÓT Tekjuí sérskattur — sjá grein eftir prófessor ikattur á launþega Olaf Björnsson — bls. 8-9 Dagur í lífi si4 flugfreyju “ DAUÐAR Á UNDAt EFSING % IHALDI K Forskrúfaður fimmtíukall! Bankarnir eru fastheldnir á peningana sina þessa dagana. En það er þó ekkert á móti fréttamönnum Visis, sem skrúfa niður fimmtiukallana sína til að missa þá ekki. Enda eiga þeir nú mun færri að missa en bankarnir. Sjá bls. 11. — Það hefur allt verið rólegt hjá ökkur, sagði Eyjólfur Jóns- son, lögregluþjónn, sem ásamt Þóri Hersveinssyni hélt vörð um Hawker Siddley skrúfuþotu úr flugsveit Englandsdrottningar, á Reykjavikurflugvelli i nótt. Engir tignir gestir voru með vélinni sem kom frá Grænlandi i gær, heldur aðeins áhöfnin sem hélt svo til Englands i morgun. — Það er varla mikil hætta á ferðum hérna, sagði Eyjólfur, en þetta eru liklega fastar var- úðarráðstafanir sem gerðar eru vegna véla konungsfjölskyld- unnar. Það er alltaf verið að fremja hryðjuverk i nágranna- löndum okkar. Þessi skrúfuþota er i upp- áhaldi hjá Philip, hertoga af Edinborg, sem flýgur henni sjálfur á ferðalögum sinum. —ÓT/Mynd Jim. LÍTIÐ GERT TIL AÐ SVARA LYGUNUM! ,,Það skortir upplýsingar til að svara lygunum og hálfum sannleikanum.” Þetta sagði Mik Magnússon i Lundúnagrein sinni um skrif breskra blaða um landhelgismálið. Hjá utanrikisráðuneytinu fékk Visir þær upplýsingar, að enginn nýr upplýsingabækling- ur hefði verið gefinn út vegna útfærslunnar i 200 milur. 1 þessu sambandi giltu öll sömu rökin og fyrir útfærsluna i 50 milur. Utanrikisráðuneytið sagði, að sendiráðið i Lundúnum dreifði fjölrituðum bæklingi, en það væri það eina, sem gert hefði verið af islenskri hálfu til að flytja málstað islendinga i þess- ari deilu. Niels P. Sigurðsson, ambassador i Lundúnum sagði, að sendiráðið fengi litlar fréttir af þvi, sem væri að gerast heima. Einnig kæmu þær heldur seint. Æskilegt væri að fá tiðari ogmeiri fréttir, til dæmis af við- brögðum islenskra ráðamanna. Þá sagði Niels, að mikið væri leitað til sendiráðsins um upp- lýsingar, og reynt væri að leysa úr spurningum manna, eins og unnt væri. Hins vegar hefðu fréttastofur gert sig sekar um að afflytja fréttir.Sagði Niels, að frásagnir islenskra blaða um ræðu Cros- lands kæmu ekki heim og sam- an við ræðuna, sem hann flutti. Ef ræðan hefði verið birt i heild yrðu orð hans ekki eins harka- leg og komið hefði fram i frétta- skeytum. Einnig bæri aö hafa i huga, að ræðuna flutti hann i eigin kjördæmi og stjórnmála- mönnum hætti til að segja meira á þeim vigstöðvum en til dæmis i almennum stjórnmála- umræðum á þingi. ,,Hins vegar valdi Crosland mjög óheppilegan tima til flutn- ings á ræðunni, og ég geri ekki ráð fyrir, að hann hafi reiknaö með, að orð hans myndu berast til tslands,” sagði ambassador- inn. —AG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.