Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 6
6 VtSIR. Miðvikudagur 8. október 1975. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent nf. Skattamisréttið I byrjun september gerði Visir að umtalsefni það þjóðfélagslega misrétti, sem fram kemur i hinni misjöfnu aðstöðu manna gagnvart skattkerfinu. Ljóst er að ýmsir þjóðfélagshópar eiga mun riægar um vik en aðrir að skjóta tekjum sinum undan skattlagningu. Þessi misjafna aðstaða borgaranna er þjóðfélagsmein, sem uppræta þarf með mark- vissum aðgerðum. Fyrir mánuði benti Visir á nauðsyn þess að gert yrði verulegt átak til þess að endurskoða skattalög- gjöfina með það i huga að girða fyrir möguleika á skattsvikum. Nú hafa ibúar i kaupstað vestur á fjörðum og tveimur kauptúnum vakið með eftir- minnilegum hætti athygli á þvi hróplega misrétti, sem viðgengst i þessum efnum. Það er að sjálfsögðu ekki ný b.óla að gagnrýni af þessu tagi sé borin fram. En það á ekki að vera af- sökun fyrir aðgerðarleysi. Þvert á móti er nú óhjá- kvæmilegt að taka þessi málefni til rækilegrar at- hugunar með það i huga að koma fram raunveru- legum umbótum á þessu sviði. Það er ekki unnt að skella skollaeyrum við þeim ábendingum, sem fram hafa komið um þetta efni. Ólafur B jörnsson.prófessor, upplýsir i grein i Visi i dag, að athuganir bendi til að skattgjaldstekjur séu um 10 til 11% lægri en þjóðartekjur. Þetta er svipað- ur mismunur og t.a.m. i Noregi. ólafur Björnsson bendir ennfremur á, að i ályktunum launþegasam- taka um þetta efni sé yfirleitt látið við það sitja að skora á stjórnvöld að herða skattaeftirlit. Skattaeftirlit er að sjálfsögðu góðra gjalda vert, en það leysir aldrei þann vanda, sem hér er við að etja að fullu og öllu. Meinið liggur i þvi, að menn hafa misjafna aðstöðu gagnvart skattalögunum. Mjög litil brögð eru að þvi að tekjum launþega sé skotið undan skattálagningu. Þeir sem hafa at- vinnurekstur með höndum geta hins vegar ákveðið upp á eigin spýtur hvernig tekjur þeirra eru gefnar upp til skatts. Af tæknilegum ástæðum getur þó verið erfitt fyrir stórfyrirtæki að koma við slikum hagræðingum. í grein sinni bendir prófessor ólafur Björnsson á, að gagnrýni launþegasamtakanna hafi stjórnvöld yfirleitt svarað með þvi að herða skattaeftirlit með þeim sjálfum, þar sem þau gerðu sér ljósan van- mátt sinn til þess að framkvæmda eftirlit með þeim, sem raunverulega hafa aðstöðu til þess að koma tekjum sinum undan skatti. Á þessu vanda- máli er vissulega engin auðveld lausn. í danskri skattalöggjöf hefur verið heimilaður 10% launþega- frádráttur til þess að jafna metin milli launþega og annarra þjóðfélagshópa. Með þvi að auka enn hlutdeild óbeinna skatta i tekjuöflun hins opinbera má draga nokkuð úr þvi misrétti sem nú er við lýði i þessum efnum. Laun- þegasamtökin hafa hins vegar verið fremur treg til þess að falla frá hinum úreltu hugmyndum um tekjuskatt til þess að koma fram tekjujöfnun. 1 raun réttri stuðla þeir einvörðungu að innbyrðis tekju- jöfnun milli launþega. Ólafur Björnsson vekur einnig athygli á þvi i grein sinni, að néikvæður tekjuskattur geti enn auk- ið á misréttið milli launþega og þeirra, sem sjálfir ákveða sin laun.Á þetta atriði hefur ekki fyrr verið bent opinberlega. Full ástæða er til þess að taka það til athugunar, þó að ljóst sé að neikvæðari tekju- skatturinn feli i sér verulega einföldun á skatt- kerfinu. Umsjón: GP i DAUÐAREFSING Á UNDANHALDI Dauðarefsingin eins og sú sem spænsku skæruliðarnir fimm sættu fyrir viku vegna morða á lögreglumönnum, hef- ur nær alveg horfið, verið numin úr gildi I flestum Evrópulönd- um. t nokkrum löndum er hún enn við líði, en þegar að er gáð, kemur i Ijós, að dauðadómum þar er oft breytt eða þeim er ekki franifylgt. í tilefni allra skrifanna um dauðadóma spænsku hryðju- verkamannanna lét fréttastofan Reuter fréttaritara sina um álf- una kanna það i þeim löndum, þar sem dauðarefsing er enn meðal viðurlaga, hversu oft henni væri beitt. Dauðarefsing er enn við liði i Sovétrikjunum, Rúmenia, Aust- ur-Þýskalandi, Búlgariu og Júgóslavíu. Þegar að er gáð, kemur I ljós, að i Moskvu hafa sautján dauðadómar verið kveðnir upp á siðustu tólf mánuðum. Menn vita með vissu um fullnustu þriggja þeirra. Þar höfðu sak- borningar orðið manns bani i ráni, sem þeir höfðu framið. Raunar spruttu sjö þessara mála upp af ránum sem leiddu til manndrápa. Fjögur voru vegna auðgunarbrota, mútu- þægni eða stulds á eigum rikis- ins. Sex voru vegna glæpa sem framdir voru i siðari heim- styrjöldinni. Atjánda málið var njósnamál, og þar var tilkynnt, að sakborningurinn, V.G. Kalin- in, hefði „hlotið makleg mála- gjöld”, sem flestir leggja út sem svo, að hann hafi verið skotinn. Dauðarefsingin er enn viðhöfð i Rúmeniu. Hún liggur við morðum, auðgunarglæpum og að þvi er virðist einnig við land- ráðum. Siðustu tilvik, sem menn hafa spurnir af dauða- refsingum i Rúmeniu, voru i april i vor, þegar fréttist af verslunarfulltrúa i utanrikis- þjónustunni, sem dæmdur var til dauða vegna spillingar og 1973, þegar deildarstjóri i utan- rikisverslunardeild var tekinn af lifi, fundinn sekur um að hafa þegið mútur. I Austur-Þýskalandi ber sjaldan við, að birtir séu dauða- dómar. Siðustu tvö tilfellin, sem menn vita um, voru bæði i fyrra. í báðum tilvikum var um að ræða fjöldamorð. Annar morð- inginn var þó ekki tekinn af lifi, heldur færður i öryggisgæslu á geðsjúkrahús, en hinn mun hafa vferið tekinn af lifi og hafði hann þrjú mannslíf á samviskunni. 1 Bonn telja menn sig þó hafa vitneskju um 200 austur-þjóð- verja, sem dæmdir hafa verið til dauða siðan 1949, og vest- ur-þjóðverjar lita á dauða þeirra, sem skotnir eru til bana á flótta yfir Berlinarmúrinn eða landamærin sem einskærar af- tökur. 166 austur-þjóðverjar hafa látið lifið með þeim hætti. 1974 var einn maður tekinn af lifi i Júgóslaviu vegna barns- morðs og staðfest hefur verið fyrir fréttamönnum að annar maður hafi. verið dæmdur til dauða fyrir dráp á lögreglu- manni. 1973 voru þrir hryðju- verkamenn Króata teknir af lifi. — Auk þess gera lögin ráð fyrir dauðarefsingu fyrir glæpi gagn- vart rikinu og þjóðinni en þar undir flokkast landráð og striðs- glæpir. I Búlgariu varðar skipulagt morð dauðarefsingu, sömuleiðis glæpir gegn rikinu. I fyrra var dæmdur til dauða i Sofiu gyðingur, sem fundinn var sek- ur um njósnir. Eftir mikil and- mæli erlendis var hann þó látinn laus og leyft að flytja til Israel. Embættismenn i Búlgariu segja, að dauðadómi vegna landráða hafi ekki verið full- nægt þar i landi siðustu tiu árin. 1 Ungverjalandi er dauðarefs- ing lögð við hryllilegustu morð- um en embættismenn i Búda- pest segja, að flestir séu að verða henni afhuga þar I landi. Dauðarefsingu er ekki beitt vegna pólitiskra glæpa eða auðgunarbrota. 1 Bretlandi er dauðarefsing enn i gildi, þegar um er að ræða landráð,' sjórán, spellvirki I flotastöðvum, uppreisn, lið- hlaup eða bleyðiskap i her- mennsku. Dómar eru venjulega mildaðir á friðartlmum. Dauða- refsing fyrir aðra glæpi var af- numin 1965. Siðasta aftaka var .1964, þegar tveir menn, hvor um sig með tvö mannsmorð á sam- viskunni, voru hengdir. A Italiu hefur dauðarefsing ekki verið við liði siðan i seinni heimstyrjöldinni. Hún var i orði kveðnu I gildi i Páfagarði fram til ársins 1969, ef um væri að ræða tilræði við sjálfan páfann, fjöldamorð eða einhver ámóta ódæðisverk. En , aftaka hefur aldrei farið fram i Páfagarði. 1 Portúgal var dauðarefsingin numin úr gildi fyrir 100 árum, nema i þeim tilvikum, þar sem portúgalir hafa barist fyrir fjandmann gegn sinni eigin þjóð. En i ágúst siðastliðnum var dauðarefsing numin að fullu og öllu úr gildi. 1 Frakklandi er dauða- refsing enn til á meðal lagabókstafa fyrir morð á lög- reglumönnum, fangavörðum, börnum eða fyrir landráð. Eng- inn hefur þó verið dæmdur til dauða siðan Valery Giscard D’Estaing, forseti, íét milda dauðadóm fyrir átján mánuð- um, þar til núna i byrjun þessa mánaðar, að 17 ára unglings- piltur var dæmdur til dauða fyr- ir að pinda og stinga til bana konu á sjötugsaldri. Georges Pompidou, fyrirrennari D’Es- taing i forsetaembætti, lét breyta öllum dauðadómum I ævilangt fangelsi en eitt siðasta embættisverk hans fyrir andlát- ið i april 1974 var að synja beiðni um mildi til handa barnamorð- ingja. 1 Grikklandi hafa einungis verið kveðnir upp þrir dauða- dómar nýlega. Þeir voru yfir George Papaodopoulos, fyrrum forsætisráðherra (leiðtoga her- foringjaklikunnar) og félögiim hans, Stylianos Pattakos og Nicholas Makarezos. Stjórnin lét þó milda dómana eins og gert hafði^Papadopoulos sjálfur yfir ungum manni, sem sýndi honum fyrir fáum árum bana- tilræði. Dauðarefsingin gildir i Grikklandi varðandi algjör ódæðisverk en henni er afar sjaldan beitt og engin aftaka hefurfariðframsiðustu 12mán. »■■■■■■■««■■■■■■■■■■■■■1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.