Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 08.10.1975, Blaðsíða 14
14 VÍSIR. Miðvikudagur 8. október 1975. Þegar við fljúgum til útlanda eða hérna innanlands eru alltaf ein eða fleiri flug- freyjur með i ferðinni, til þess að stjana við okkur og auka velliðan farþeganna. En i hverju felst starf flug- freyjunnar að öðru leyti og hvernig eyðir hún tima si'num'i erlendum höfnum? Við töluðum við nokkrar flug- freyjur, sem lýsa hér fyrir okkur einum ósköp venjulegum degi i lifi flugfreyjunnar. Ferðinni er að þessu sinni heitið til Kaupmannahafnar með Flugleiðum. Snyrtingin tekur klukkutima Yfirleitt vöknum við þrem klukkutimum fyrir brottför, þegar við förum til Kaup- mannahafnar, þvi við þurfum að mæta tæpum tveim timum fyrir brottför Ut á flugvelli. Oftastförum viði'baðog fáum okkur góðan morgunverð, áður en við tökum til viö að snyrta okkur. En snyrtingin tekur um klukkutima. Snyrtingin felst einkum i þvi að liða hárið, þannig að það liti þokkalega út. Þær sem eru með sitt hár verða aö setja hárið upp, þvi það er ekki leyfilegt að hafa slegið hár við vinnu um borð i vélinni. Siöan snyrtum við vel á okkur andlitið og neglurnar, Fylla út tollskýrslur Frá Reyk javikurflugvelli förum við með áhafnarbilnum til Keflavikur, og tekur ferðin um 30-40 minútur. Þegar til Keflavikur er komið, þá byrjum við á þvi að spyrja hve margir farþegar eru um borð. Einnig athugum við ýmsa pappira, eins og erlendar tollskýrslur, en við fyllum út mismunandi skýrslur eftir þvi til hvaða landa við erum að fljúga. Við fáum upplýsingar um hvort einhverjir krakkar eða gamalmenni verði með i vélinni eða aðrir, sem þurfi sérstakrar aðstoðar með. Trúlofuðu sig i háloftunum Oft kemur ýmislegt skemti- legt fyrir um borð I vélunum. Til dæmis, þá trúlofaði par sig um borð, þegar við vorum á leiðinni frá Spáni. Trúlofunin átti sér stað, þegar vélin var yfir borginni Coniac i Frakklandi. Þegar „turtildúfurnar” voru búnar að setja upp hringana, skáluðu allir farþegarnir I coniaci fyrir þessu unga pari. Um borð Þegar við komum um borð I vélina, þá byrjum við á þvi að athuga hvort allt sé ekki hreint og þokkalegt. Allur matur ásamt dagblöðum á að vera kominn um borð. Eftir að búið er að kalla farþegana um borð, þá hjálpum við þeim að koma sér þægilega fyrir. Þegar fyrsta freyjan hefur boöiö farþegana velkomna, þá eru björgunarvesti og súrefnis- grimursýndar og athugað hvort allir hafi spennt sætisbeltin. Eftir að vélin er komin i loftið, þá byrjum við að hita ‘kaffi, og kveikja undir inatnum, siðan fylgjumst við með þvi hvenær maturinn er orðinn nögu heitur. Við Utbýtum dagblöðunvbæöi Islenskum og erlendum, til far- þeganna til að stytta þeim stundirnar. Fljótlega eftir flugtak er borinn fram morgunmatur. Tekur það siðan mest allan timann meðan á ferðinni stendur að bera fram matinn og skenkja kaffi og te, eða láta far- þegunum i té ýmsa aðra hluti, sem þá vantar. En við erum hættar að selja sælgæti og vin i pelum um borð i vélunum. Þegar við nálgumst Kaup- mannahöfn, þá er bökkunum sem morgunverðurinn er fram- reiddur á safnað saman. Siðan athugum við hvort bélt- in seu spennt, öllum blöðum er safnaö saman. Allt vin ásamt leifunum af matnum er læst niöur, svo ekkert geti dottið niður I lendingu. Loks eru svo farþegar kvaddir. Farþegarnir eru við þig eins og þú ert við þá Yfirleitt eru farþegarnir ákaflega vingjarnlegir. I stuttu máli má segja, að þeir séu við þig eins og þú ert við þá. Stundum getur það þó komið fyrir að farþegar eru meö einhver ónot. Þá er það einkum, þegar farþegar eru orðnir drukknir eða hafa orðið fyrir seinkunum, og ef til vill misst af vél hjá einhverju öðru flug- félagi þess vegna. „Ef það enf„ stopp” i Kaupmannahöfn förum við út að skemmta okkur eða heimsækjum vini og kunningja.” Þegar við erum lent i Kaup- mannahöfn þurfum við að fylla Vetrarbúningurinn eru buxur og frakki, hvoru tveggja i bláum lit. Rullukragapeysa sem er rauð, slæða i fánalitunum, rauö húfa, blá taska og rauðir skór. Hér er Soffia i vetrarbúuingí. út pöntunarseðil fyrir mat, drykk og glösum eða öðru sem okkur vantar. Ef við stoppum nótt i Kaup- mannahöfn, þá byrjum við á þvi, að spyrja hve margir far- þegar verði næsta dag. Við höfum pöntunarseðilinn tilbúinn og fyllum út tollskýrslur. Að þvi loknu förum við upp á hótel, sem búið er að panta fyrir okkur áður. Þar fær maður sér eitthvað að borða eða fólk fer út að skemmta sér i Tivoli eða á diskotek. En auðvitað verðum við að gæta þess að vera komin i svefn á skikkanlegum tima, til þess að við séum hressar og vel starfshæfar daginn eftir. Kaupum mat á Kastrupvelli. Stundum höfum við tima til að versla daginn eftir, en það kemur þó sjaldan fyrir. Þá kaupum við inn einkum fyrir heimilið eða þá fatnað. En fatn- aður er i rauninni litið ódýrari I Kaupmannahöfn en i Reykja- vik. Það er bara meira vöru- úrval. Við kaupum yfirleitt mat á Kastrupflugvelli, til þess aðhafa með okkur heim, en þar er ágætis matvörubúð. Þar kaupum við einkum nýtt grænmeti, góða osta og bacon. 1 hverri ferð, sem við förum til útlanda megum við taka heim með okkur 12 flöskur af bjór og einn pela af sterku vini. í staðinn fyrir einn pela af sterku vfni megum við kaupa 1 flösku af léttu vini. Siðan megum við taka með okkur 5 pakka af sigarettum. 1 frihöfninni hérna heima og erlendis getum við keypt okkur sælgæti og ilmvötn, en annað getum við tæplega keypt þar, þvi við megum ekki koma inn i landiö með varning, sem kostar meira en þrjú þúsund krónur, samtals. -- -nry;y-y- " Hér er bæði sumar-og vetrarbúningur. Frakkann má auövitað nota við dragtina lika. Ljósm.: LÁ. „Við reynum aldrei að smygla inn varningi” Þó við höfum tækifæri til að kaupa marga skemmtilega hluti á erlendri grund, þá reynum við aldrei að smygla inn varningi. Bæði er það niðurlægjandi að vera staðinn að verki og éinnig eigum við á hættu að okkur verði sagt upp störfum af þeim sökum. Mikið að gera Flugfreyjustarfið er fjöl- breytilegt og skemmtilegt, en það er mikið að gera um borð á meðan á flugferðinni stendur. Það má segja að við séum á ferðinni allan timann án nokk- urra hvilda. Þegar heim er komið fáum við svo oft fri i einn eða tvo daga eða fleiri, en siðan „byrjar ballið” aftur. Flugfreyjurnar hafa fengið nýjar svuntur þegar þær þjóna far- þegunum um borð (mynd til vinstri) Svuntan er biá og þarna hefur Valdis sett eina á sig. Á hinni myndinni er hún í dragtinni sem er rauð. Blússan er hvit með rauðum doppum og skórnir eru bláir. Dagur í lífi flugfreyju rœtt við nokkrar flugfreyjur um starfíð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.