Vísir - 10.10.1975, Side 2

Vísir - 10.10.1975, Side 2
2 VÍSIR. Föstudagur 10. okl visntsm: Hvað gerirðu i fristund- um? Stella Benediktsdóttir, húsmóöir meö ööru. Ég fer ýmislegt með kunningjum og vinum. Svo les ég og ýmislegt annaö. Jónas Jónasson, húsasmiður. Ég reyni aö brúka þær til nytsam- legra hluta. Ég dunda þá eitthvað fyrir sjálfan mig, fer á bió eða dansleiki eða geri annað skemmtilegt. Dröfn Eyjólfsdóttir, skrifstofu- maöur.Ég fer á skiði á veturna. A sumrin ferðastég. Ég reyni yíir- leitt að koma mér út, þegar ég á fri. Valgeröur Guömundsdóttir, hjúkrunarkona. Ég geri helst handavinnu eða fer i heimsóknir til vandafólks. Ingibjörg Eggertsdóttir, af- greiðslumaður.Það er ósköp litið. Við erum að byggja og ég er yfir- leitt heima. Einstaka sinnum fer ég þó i bi'ó eða á ball. Guörún Þorvaidsdóttir, húsmóðir og simastúika.Það er svo margt. Ég lesogsvo geri ég talsvert af handavinnu. A sumrin fer ég i t$6umarbústað upp i sveit og ég Hef mjög gaman af ferðalögum. Svo er það svo margt annað. Hvers vœntum við af stjórnvöldum Guöjón V. Guðmundsson skrifar: Þegar við lesum yfirlýsingar stjórnmálasérfræðinga og valdsmanna, komumst við að raun um, að þeir vita um margt sem mannkynið raunverulega vanhagar um til þess að vera hamingjusamt, stjórnmála- menn vita hverju á að heita mönnum til þess að fá atkvæði þeirra. Af þessu má ráða, að , leiðtogar heimsins hafa ekki al- mennt verið fáfróðir um ábyrgð sina, þeir hafa vitað hvers var vænst af leiðtogum fólksins. Þó munu margir sammála um, að sjaldnast hefur verið bætt úr skorti manna. En er það til.of mikils vænst af stjórnvöldum? Satt best að segja þarf ekki að semja þykkar bækur um þarfir karla og kvenna um það, sem þarf til að gera þau hamingju- söm: Raunverulegar nauðsynj- ar manna eru ekki nema fáar: menn vænta þess alls ekki að stjórnin gefi þeim allar nauð- synjar. Né heldur vilja þeir stjórn, sem segir þeim fyrir verkum á öllum sviðum. Þeir óska sér frelsis til að vinna að starfi sem þeir hafa ánægju af, fúllvissir þess að hafa alltaf næga vinnu til að sjá fjölskyld- um slnum farborða. Þeir óska þess einnig, að hafa vissar tóm- stundir til þess að njóta sam- veru fjölskyldu sinnar I friði án þess að þurfa að hræðast árásir, rán eða likamsmeiðingar. Þeir kunna að meta að lifa i hreinu og ómegnuðu umhverfi ogað til séu hrein og opin svæði, þar sem hægt sé að gera sér dagamun og njóta fegurðar sköpunarverksins og lifsins, sem hrærist þar. En karlar og konur verða einnig að vera frjáls I raun og veru. Þau verða að hafa frelsi til að hugsa, til- biðja Guð sinn og tala sam- kvæmt sannfæringu sinni, til að hittast. og stunda, það sem þeim finnst rétt, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi og réttindi annarra. Mundum við ekki öll fagna þvi að dvelja þar sem slikt frelsi og öryggi væri? Þetta getur aðeins góð stjórn tryggt, i samstarfi við þegna sina. Hversu þægilegt væri ekki að geta frjálslega rætt við aðrar þjóðir og kynþætti, ferðast meðal þeirra og notið samvistar við þær i allri vinsemd, án þess að vera tortrygginn i garð þeirra eða búast við mögulegu samsæri. í þessu er mikill vandi fólg- inn. Þó rikisstjórnir gætu skap- að frið og öryggi innan landa- mæra sinna, mundi það samt sem áður ekki tryggja frið þjóða milli. Til þess þyrfti alheims- stjórn að koma til. Þá er og annað atriði sem stuðlar að hamingju, en það er heilsa manna. Það er ekki fyrr ená seinustu árum, sem rikis- stjórnir hafa farið að reyna að leysa þetta vandamál. Að sjálf- sögðu er hamingja manns ekki fullkomin nema hann og ástvin- ir hans séu heilsugóðir. Enda langar engan til að hverfa af sjónarsviðinu og deyja ef hann hefur hestaheilsu og býr við frið og frelsi. Þess vegna verður að afnema allan ótta við dauðann til þess aö gefa mönnum raun- verulega, óskerta hamingju. En er rikisstjórn þess megnug? Hver er sú stjórn, sem getur örugglega veitt efnislegar nauð- synjar til þess að menn geti dregið fram lifið og samtimis uppfyllt hugarfarslegar og and- legar kröfur þegna sinna? Ætli slikt sé hægt? Getur nokkur stjórn veitt þjóð sinni öll eða flest þessara æski- legu gæða? Getur nokkur stjórn glætt slikan kærleika og sam- starfsanda meðal fólks sins, að hægt væri að skapa þetta lang- þráða ástand? Höfum við ástæðu til að ætla að framfarir i þessa átt eigi sér stað? Hvað sýnir saga mannlegra yfirráðai fram að þessu? Ætli til sé nokk- ur mannlegt stjórnarfar sem menn hafa ekki reynt? Rikis- stjórnir nútimans eru að mörgu leyti árangur af stjórnfræði sem má skilgreina sem rannsókn á þeim happa og glappa tilraun- um, sem maðurinn hefur gert i þvi skyni að stjórna sjálfum sér. Hugmyndin er að reyna að hag- nýta sér árangursikustu stjórnaraðferðir, sem til hafa verið. Þar af leiðandi ættum við að hafa st jórnir -— að minnsta kosti einhverjar stjórnir— sem upp- fylltu kröfur manna sem veita þeim það, sem þeir vænta af stjórnum. Eru slikar stjórnir til? Hvað getum við lært af sögu manníegra stjórnvalda? Hvert er þá að leita? Er ekki kominn timi til þess fyrir okkur menn- ina að fara að biðja Guð að hjálpa okkur? Háhyrningur í ríkisstjórn KÖRFUBOLTINN ER ÚTUNDAN Theodór Einrsson Akranesi skrifar i léttum dúr: „Sagt er af fróðum mönnum, að háhyrningurinn sé gáfaðasta skepna undir sólinni. Þó hann tali ekki tungum manna, þá hef- ur hann samt sitt mál. Það er sjálfsagt erfitt að læra þetta mál eins og kinverskuna o. fl. En þó er sagt að frakkar séu búnir að nema eitthvað af máli háhyrninga. Þær eru margar náms- brautirnar á íslandi i dag, hvernig væri að fá eina brautina i viðbót óg nefna hana há- hyrningsbraut, þar sem fólki gefst kostur á að nema mál þessara gáfuðu dýra. Fyrst ráðamenn þess fyrir- tækis, sem nefnist Island, hafa engin ráð til að ráða fram úr þeim vanda, sem við er að striða, þvi' þá ekki að fá nokkra háhyrninga til að stjórna landinu? En sem sagt. Þetta er kannski i athugun eins og fleira.” S.L.B. skrifar: „Eins og öllum er kunnugt eru iþróttafréttir án efa þær fréttir sem mest og almennast eru lesnar, enda fórna blöð og aðrir fjölmiðlar æ meiri tima og rúmi til að skýra frá afrekum og úr- slitum i iþróttum. En skyldi þessu rúmi sem fjölmiðlar ætla undir iþrótta- fréttir vera réttilega skipt milli Iþróttagreina? Ég tel engan vafa á þvi að svarið er nei. Ég er einn af þeim sem ávallt les Iþróttafréttir fyrst og með mestum áhuga, og hef þess vegna tekið eftir þvi að ýmsir iþróttafréttamenn virðast allt að þvi sérhæfa sig i vissum iþróttagreinum —(kannski þeim greinum, sem þeir hafa áhuga á ). Ein af þeim greinum sem einna mest er vanrækt (t.d. miðað við utbreiðslu) er körfu- bolti. Vita kannski allir að nú er nýhafið Reykjavikurmót i körtubolta, sem á kannski eftir að skjpta sköpum fyrir körfu- boltaá íslandi? Hingað eru nú komnir tveir atvinnumenn i körfubolta frá U.S.A., sem er vagga körfuboltans i heiminum, en þeir ætla að þjálfa og leika með islenskum liðum (En t.d. i Sviþjóð og mörgum öðrum lönd- um margfaldaðist áhorfenda- tala snögglega er farið var að „flytja inn” körfuboltamenn frá U.S.A.) ETtt er alveg vist að skrifin um þenna viðburð eru hlægilega litil miðað við t.d. skrif blaða er ensku þjálfararnir komu hér fyrst og er þó ekki um ómerki- legra mál að ræða nú. Að visu er þetta mjög mis- munandi eftir fjölmiðlum (þótt heildin sé ömurleg) t.d. virðist Ómar R. hjá sjónvarpinu sýna flestum iþróttagreinum álika mikinn áhuga, enda skortir ekki fjölbreytileik i þátt- um hans. Aftur á móti er félagi hans hjá útvarpinu, Jón As- geirsson, fyrir neðan allar hellur, a.m.k. hvað körfubolta -snertir. Hann virðist ekkert sjá eða heyra nema handbolta og fótbolta. Ég tek það fram að ég hef mjög gaman af bæði hand- bolta og fótbolta. Hallur Sim. hjá Dagblaðinu mætti gjarnan tæma dálk stöku sinnum undir körfuboltafréttir —(þá -ka'rmski á kostnað einkarifrildis sins við einstaka i"þróttamenn).Morgun- blaðið virðist nú yfirleitt skrifa um allar greinar iþrótta, sér- staklega erf þriðjud„blaðið gott á þvi sviði Ég vil taka fram að það er ekki 'einungis körfubolti sem er afskipturhjáfjölmiðlum, en þar sem ég er honum kunnugastur tók ég hann sem dæmi I þetta sinn.” . I FRETTUM

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.